Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 13

Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 13 Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun. Fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir Ath. naglalökk frá Trind fást í tveimur stærðum Allar leiðbeiningar á íslensku Fást í apótekum og snyrti- vöruverslunum um land allt. 3 au gn sk ug ga r sa m an Me ð næ rðu ára ngr i Með því að nota TRIND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. handáburðurinn með Duo-liposomes. Ný tækni í framleiðslu húðsnyrtivara, fallegri, teygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Gallerí Förðun, Keflavík, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Árnesapótek, Selfossi. Hafnarapótek, Höfn, Hornafirði. NÝ TT NÝTT Frábærar vörur á frábæru verði. Gerið verðsamanburð. Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá Nýjung Ný ju ng Þýskar förðunarvörur ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. A ugnháranæ ring = MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá fyrirtæk- inu Mötu ehf., sem er dreifingaraðili á grænmeti og ávöxtum, með ofan- greindri fyrirsögn: „Í fréttum Ríkisútvarpsins sl. mið- vikudagskvöld var skýrt frá því að Baugur, sem rekur verslunarkeðj- urnar Hagkaup, Nýkaup, Bónus og 10–11, hygðist hefja eigin innflutn- ing á vínberjum, kiwi og fleiri ávöxt- um. Í fréttinni kom fram að Mata hefði hingað til selt Baugi vínber og kiwi og að stjórnendur verslunar- keðju Baugs héldu því fram að með eigin innflutningi væri hægt að lækka verð út úr verslunum Baugs. Það er hreint kostulegt að verða vitni að því hvernig forsvarsmenn Baugs reyna með þessum hætti að slá sig til riddara í augum neytenda á kostnað Mötu. Einfaldast er að spyrja: „Hvers vegna hafa stjórn- endur Baugs ekki fyrir löngu lækkað verð á ávöxtum út úr verslunum sín- um?“ Nóg hefur svigrúmið verið því að samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins síðastliðinn fimmtudag hef- ur álagning verslana Baugs á ávöxt- um og grænmeti a.m.k. verið á bilinu 60 til 80%. Hins vegar leitast Jón Ás- geir, forstjóri Baugs, við að sann- færa neytendur um að hún sé ein- ungis 28% (mbl.is síðastliðinn fimmtudag). Ef útreikningar Morg- unblaðsins eru réttir er ljóst að Baugur er vísvitandi að blekkja neytendur. Það er dapurlegt sjónarspil þegar Baugssamsteypan, sem er risavaxin á íslenskan mælikvarða, reynir að hvítþvo sig á kostnað þeirra sem minna mega sín. Er það nokkur til- viljun að nú þegar athygli sam- keppnisyfirvalda og fjölmiðla beinist að álagningu á grænmeti og ávöxtum í smásöluverslun, grípi stjórnendur Baugs til þess úrræðis að beina at- hyglinni frá eigin álagningu með því að skella skuldinni á aðra? Í ljósi umræðu undanfarinna daga er nærtækt að álíta að væntanleg verðlækkun í verslunum Baugs sé fyrst og fremst til marks um að yf- irmenn samsteypunnar sjái sig knúna til að láta undan þrýstingi al- menningsálitsins.“ Yfirlýsing frá Mötu ehf. Er Baugur að blekkja neytendur? FRÉTTAÞORSTANUM verður að svala jafnvel þótt maður sé staddur fjarri heimkynnunum í framandi landi. Þetta á að minnsta kosti við um ferðalanginn sem tyllti sér uppi við vegg Hallgrímskirkju í blíðunni. Morgunblaðið/Ásdís Fréttirnar heima og að heiman „RÁÐUNEYTIÐ er sammála því mati OECD að tímabært sé að huga að lækkun fyrirtækjaskatta með það að meginmarkmiði að styrkja stöðu atvinnulífsins og þannig stuðla að auknum hag- vexti,“ segir m.a. í vefriti fjár- málaráðuneytisins nýlega þar sem fjallað er um skýrslu OECD, Efna- hags- og framfarastofnunar Evr- ópu, um stöðu og horfur í íslensk- um efnahagsmálum. Í skýrslu OECD segir að skatta- kerfið hér fái í heild ágæta ein- kunn en greint var frá nokkrum atriðum skýrslunnar í frétt í Mbl. nýverið. Bent er þó á að skattlagn- ing fjármagns sé ekki hlutlaus, lagt er til að eignaskattar og stimpilgjöld verði lögð niður og bent er á leiðir til að bæta skatt- lagningu vöru og þjónustu. Fjár- málaráðuneytið segist geta tekið undir flest sjónarmiðin í skýrslu OECD en bendir á að nú þegar séu stimpilgjöld og álagning eign- arskatta til endurskoðunar. „Í þessu samhengi er þó mik- ilvægt að horfa til almennrar stöðu efnahagsmála og þá sérstaklega ríkisfjármála. Þá er ráðuneytið sammála því mati OECD að sala á Landssímanum og bönkunum tveimur muni hafa jákvæð áhrif á fjármálamarkaðinn, m.a. með því að laða að erlent fjármagn og þannig hamla gegn útstreymi fjár og neikvæðum áhrifum þess á gjaldeyrisstöðuna,“ segir í vefrit- inu. Ráðuneytið er ósammála þeirri skoðun OECD að hætta sé á að gengi krónunnar lækki enn frekar og telur engar efnahagslegar for- sendur fyrir þeirri þróun. Fjármálaráðuneytið um hugmyndir OECD Lækkun fyrirtækja- skatta athugandi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða rúmlega þrítugum karlmanni hálfa milljón í bætur fyrir að hafa verið látinn sitja óþarflega lengi í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var handtekinn í tengslum við innflutning á 969 e- töflum sem fundust á hollenskri konu þegar hún kom til landsins þann 7. júlí 1999. Konan var þá dansmær á nektardansstað sem maðurinn rak en við yfirheyrslur hjá lögreglu bar hún að hún hefði flutt inn eiturlyfin fyrir manninn. Konan var í fyrra dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir smyglið. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald frá 16.–28. júlí og var sá úrskurður staðfestur af Hæsta- rétti. Að kröfu lögreglunnar í Reykjavík framlengdi Héraðdómur Reykjavíkur gæsluvarðhaldið til 18. ágúst en Hæstiréttur stytti það til 6. ágúst. Alls sat maðurinn því í gæsluvarðhaldi í 22 daga. Maðurinn fór fram á 7,9 milljónir í bætur og byggði kröfu sína á því að gæsluvarðhaldið hafi reynst hon- um þungbært að mörgu leyti. Hann hafi m.a. misst allt samband við fjöl- skyldu sína, í kjölfar gæsluvarð- haldsins hafi hann neyðst til að selja sinn hlut í nektardansstaðnum og þar með misst starf sitt sem fram- kvæmdastjóri og því orðið af tekjum í 6 mánuði. Þá hafi hann liðið and- lega þjáningu vegna gæsluvarð- haldsins sem hafi auk ákæru um að- ild að fíkniefnainnflutningi skaðað mannorð hans enda hafi málið verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Sýknaður af ákæru um fíkniefnainnflutning Maðurinn var í febrúar í fyrra sýknaður af ákæru um aðild að smygli e-taflnanna 969 til landsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir þó að þegar maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi legið fyrir rök- studdur grunur um að hann hefði framið refsiverðan verknað. Hins vegar hafi rannsókn lögregl- unnar ekki bætt miklu við það sem fyrir lá þegar stefnandi var úr- skurðaður í gæsluvarðhald. Grunur um sekt mannsins byggðist á fram- burði hollensku stúlkunnar og kunningja mannsins en búið var að yfirheyra þau þegar maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Því hafi ekki verið ástæða til að úr- skurða manninn í jafnlangt gæslu- varðhald og gert var þann 16. júlí. Jafnframt hafi ekki verið nægjan- legt tilefni til að krefjast framleng- ingar á gæsluvarðhaldinu. Héraðs- dómur dæmdi því manninum 200.000 krónur í bætur vegna tekju- taps en 300.000 krónur í miskabæt- ur. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp dóminn. Sat of lengi í gæsluvarðhaldi Dæmd hálf milljón í bætur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.