Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 24

Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 24
VIÐSKIPTI 24 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓLI Björn Kárason, Ágúst Einarsson, Einar Sigurðsson og Hjörtur Nielsen hafa stofnað sérstakt fjárfestingarfélag sem keypt hefur 40% hlut í Útgáfufélaginu DV en Útgáfufélagið á að taka að sér rekstur og sjá um útgáfu DV. Frjáls fjölmiðlun á enn meirihluta í Útgáfu- félaginu eða 60% hlut en Frjáls fjölmiðlun er í meirihlutaeigu Sveins R. Eyjólfssonar og Eyj- ólfs Sveinssonar. Aðspurður segir Óli Björn Kárason, ritstjóri DV, að hér sé auðvitað fyrst og fremst um fjár- festingarsamvinnu þeirra félaganna að ræða. „Undirbúningur að stofnun sérstaks hluta- félags um rekstur og útgáfu DV hefur staðið nokkuð lengi eða í nokkra mánuði. Í þeim und- irbúningi, sem ég tók þátt í, lýsti ég áhuga á því að fá að kaupa hlut í útgáfufélagi blaðsins. Menn settust síðan niður og þetta varð nið- urstaðan. Við erum einfaldlega að mynda sam- starfsvettvang á milli okkar hóps, sem ég leiði, og Frjálsrar fjölmiðlunar.“ Aðspurður segir Óli Björn að enn eigi eftir að skipa stjórn Útgáfufélagsins DV og ekki liggi enn fyrir hvernig hún verði skipuð, það skýrist á næstu vikum. „Ég er sannfærður um að Útgáfufélagið DV er arðvænlegt fyrirtæki og þess vegna komum við inn í félagið. Þeir sem koma að þessu eru gamlir félagar mínir af Viðskiptablaðinu og tóku þátt í því með mér að stofna það á sínum tíma ásamt Frjálsri fjölmiðlun. Þannig að þetta er bara enn eitt samstarfið sem ég fer í með þessum þremur félögum mínum og Frjálsri fjölmiðlun.“ Tilbúnir að mæta harðnandi samkeppni Aðspurður hvort einhverjar sérstakar breyt- ingar séu í vændum í útgáfu DV segir Óli Björn að menn ætli sér að herða róðurinn enn frekar. Á síðustu misserum og mánuðum hafi orðið töluverðar breytingar á blaðinu og menn muni halda áfram að þróa það. „Við erum auðvitað að horfa fram á hörkusamkeppni núna á næstu dögum og við ætlum okkur að vera í stakk bún- ir til þess að mæta henni af fullri hörku.“ Aðspurður um hugmyndina að stofnun sér- staks útgáfufélags um DV segir Óli Björn að hún sé raunverulega sú að Frjáls fjölmiðlun hafi á undanförnum árum þróast út í það að vera nokkurs konar regnhlífarfyrirtæki með ýmis fyrirtæki á sviði útgáfu, fjölmiðlunar og prentunar svo eitthvað sé nefnt. DV hafi í raun verið eina starfandi fyrirtækið innan Frjálsrar fjölmiðlunar án þess að vera sjálfstætt félag. Þetta sé því mjög eðlileg aðgerð í því ljósi, kaup þeirra félaganna hafi einfaldlega komið í framhaldinu. Sérstakt útgáfufélag stofnað um rekstur DV Frjáls fjölmiðlun með 60% STJÓRN SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu, var nýlega á ferð um byggingarsvæði verslunarmið- stöðvarinnar í Smáralind undir leiðsögn Pálma Kristinssonar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Pálmi, sem áður stjórnaði framkvæmdum við gerð Hvalfjarðarganganna, seg- ir að unnið sé eftir aðgerðaáætlun sem hefur fengið heitið ,,10.10. 10:00 og vísar til áætlunar um tíma- setningu á vígslu verslunarmið- stöðvarinnar í haust. Sem dæmi um stærð verslana í Smáralind má nefna að verslun Hagkaups verður 10.440 fermetrar en það jafngildir samanlagðri stærð Nýkaupa í Kringlunni, Hag- kaupa í Smáranum og Hagkaupa í Skeifunni. Smáralind verður alls um 63.000 fermetrar. Það verða um 100 þjónustufyrirtæki í samstæð- unni, flest verslanir en einnig 5 kvikmyndasalir og fjöldi annarra afþreyingarkosta. Gert er ráð fyrir að 5–6 milljónir viðskiptavina komi árlega í Smára- lind og að 800–1.200 manns vinni í húsinu að meðaltali þegar það er fullbúið. Stjórn SVÞ í Smáralind FORSTJÓRAR breskra fyrir- tækja, sem lenda í svindlmálum, eiga á hættu að verða dæmdir frá rétti til að reka fyrirtæki í 2–15 ár. Nýjar tölur um slík mál frá síðasta ári sýna að fjöldi forstjóra sem misstu leyfi til fyrirtækjarekstrar sló öll met. Fleiri mál voru tekin í rannsókn en áður, hins vegar var fjöldi ábendinga um grun færri en áður. Mörg málanna koma til rannsóknar eftir ábendingar frá almenningi, að sögn Financial Times. Alls voru 1.502 forstjórar dæmd- ir á síðasta ári fyrir svindl af ein- hverju tagi, en 1.488 árið áður. Ný mál sem tekin voru til rannsóknar voru átta prósentum fleiri en árið áður, svo alls voru mál er varða 1.593 forstjóra tekin til rannsókn- ar. Um er að ræða mál er tengjast fjárdrætti og fjársvikum í tengslum við gjaldþrotamál. Flest svindlmál í fataiðnaði Svikamálin raðast áberandi á einstaka geira. Flest málin tengj- ast fataiðnaði, sem hefur lengi haft fremur illt orð á sér í Bretlandi, bæði varðandi skatt og önnur skil til hins opinbera og hvað varðar aðbúnað starfsfólks og virðingu fyrir réttindum þeirra. Alls tengd- ust þrettán prósent málanna fata- iðnaðinum eða 190 mál, sem lauk með sakfellingu. Næst á eftir fataiðnaðinum kom byggingariðnaðurinn, þar sem 169 forstjórar hlutu dóm fyrir svik af einhverju tagi. Af öðrum greinum, sem svikamál af þessu tagi setja svip sinn á, má nefna ráðgjöf af öllu tagi og sölu og rekstur örygg- is- og þjófavarnarkerfa. Tvær iðn- greinar sluppu við öll svikamál af þessu tagi, húsgagnaiðnaðurinn og verslunarrekstur, en síðastnefndi geirinn hefur annars oft áður ein- kennst af stórum svikamálum. Flest málanna tengdust London, en annars má finna svindlara í hópi forstjóra víðast hvar um land- ið. Almenningur hvattur til að benda á þá óprúttnu Lög um þessi efni voru sett 1986 og síðan þá hafa um fimm þúsund forstjórar verið dæmdir eftir þess- um lögum. Vægustu viðurlögin eru tveggja ára fangelsi og sekt upp á fimm þúsund pund, um 600 þúsund íslenskar krónur. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þeir harðsnúnustu í þessum hópi láta sér ekki segjast við sekt- ir og jafnvel fangelsisvist, og þess vegna þótti tilvalið að setja á fót upplýsingalínu. Til að auðvelda yf- irvöldum að fylgjast með þeim, sem hafa verið dæmdir, var opnuð bein símalína til yfirvalda 1998, þar sem hægt er að hringja inn og tilkynna ef eitthvað grunsamlegt er á ferðinni. Þetta tilboð hins op- inbera til almennings um að hjálpa til við að upplýsa um forstjóra, sem stunda rekstur eftir að hafa verið dæmdir, getur falið í sér upplýsingar um að viðkomandi sinni enn viðskiptum eða gefi út falskar ávísanir í nafni fyrirtækja sinna. Bæði koma einstaklingar með ábendingar svo og fólk í við- skiptalífinu sem hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum náungum. Fjöldi forstjóra sem svindla slær öll met London. Morgunblaðið. REKSTRARTEKJUR móðurfélags- ins EJS hf. voru 2.422 milljónir króna á síðasta ári og hækkuðu um 7,3% á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir var 231 milljón króna en var 236 milljónir króna árið áður. Rekstrar- tekjur samstæðunnar voru 3.144 milljónir króna á síðasta ári og dróg- ust saman um 1,4% á milli ára. Hagn- aður ársins eftir skatta var 8,4 millj- ónir króna en 202 milljónir króna árið áður. Eigið fé í árslok var 1.183 millj- ónir króna og eiginfjárhlutfall móð- urfélags 56% og samstæðu 49,2%. Uppbygging og rekstur EJS-sam- stæðunnar, sem nú samanstendur af 10 fyrirtækjum, tók miklum breyt- ingum á síðasta ári, sem allar miða að því að tryggja framtíðarvöxt og af- komu samsteypunnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meðal þeirra breytinga sem hér um ræðir er viðamikil endurskipulagning á rekstri einstakra dótturfélaga, sér- staklega Hugar hf, umfangsmikil vöruþróun og fjárfesting EJS Int- ernational fyrir erlenda markaði og stækkun samsteypunnar með stofn- un og þátttöku í rekstri á fimm nýjum fyrirtækjum. Hagnaður EJS minnkar um 96% ● SAMSTARFSSAMNINGUR um sameiningu fréttaritstjórna Vísis.is og Fréttablaðsins hefur verið und- irritaður og byrjar Fréttablaðið að segja fréttir og annast fréttarit- stjórn á Vísi.is frá og með nk. fimmtudegi, að því er segir í frétta- tilkynningu. Í tilkynningunni segir að með sameiningunni sé mörkuð sú stefna að fréttirnar birtist fyrst á Vísi.is og síðan birti Fréttablaðið heildaryfirlit yfir fréttir og viðburði dagsins. Þá segir að fréttastjórn Vísis.is flytjist yfir á nýja dagblaðið en jafnframt verði áfram í gildi samningar við DV og Stöð 2. Fimm af níu blaðamönnum á Vísi.is verða framvegis hluti rit- stjórnar nýja fréttablaðsins. Með sameiningunni fjölgar blaðamönn- um Fréttablaðsins í 21, sam- kvæmt því sem haft er eftir Einari Karli Haraldssyni, ritstjóra Frétta- blaðsins, í tilkynningunni. Fréttaritstjórnir sameinaðar KURT Hellström, forstjóri Erics- son, mun á föstudag kynna næstu áætlun um endurskipulagningu fyr- irtækisins. Tilkynningin gæti orðið þess efnis að segja þurfi uppp 30% starfsmanna Ericsson. Á föstudag verður afkoma Ericsson á fyrsta fjórðungi þessa árs kynnt en fyrir- tækið sendi sem kunnugt er frá sér afkomuviðvörun í síðasta mánuði. Í kjölfarið var tilkynnt um fyrirhug- aðar uppsagnir á fjórða þúsund manns. Ericsson þarf jafnvel að segja upp 30% starfsfólks Ósló. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.