Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 32

Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 32
LISTIR 32 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR Erla Guðmundsdóttir kallar sýningu sína hjá Sævari Karli „Söfnun, Söfnuður, Safn“, og leggur mikla áherslu á rót hugtaksins safn, og allar þær afleiddu merkingar sem af því má draga. Eins og hlutunum er komið fyrir í salnum undir fata- verslun Sævars Karls minnir skip- anin helst á kirkju með bekkjum, alt- aristöflu og ritningarorðum. Í staðinn fyrir mannfólkið eru bekkirnir tólf þétt setnir keramik- snældum – ávölum, grófrenndum keilum, með rauf, í ýmsum grátónum – sem virðast stinga saman nefjum eins og kirkjugestir við guðsþjón- ustu. Á veggnum andspænis er þrí- hyrnd tafla skipt í miðju og alsett hundraðkrónupeningum. Á hinum veggnum er tilvitnun í Ísland Jón- asar Hallgrímssonar: Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart. En hvað skyldi þetta eiga að þýða? Í fljótu bragði mætti ætla að þetta væri einhver sértækur lofsöngur til lands og þjóðar, með vel valinni til- vitnun í dýrasta ættjarðaróð sem kveðinn hefur verið á Íslandi. En þá koma hundraðkallarnir og eyði- leggja stemninguna. Ekki bætir raufin úr skák sem finna má á leir- keilunum, en listakonan ítrekar í sýningarskránni að um nytjahluti sé að ræða. Ekki er hægt að taka það öðruvísi en svo að leirkerin á bekkj- unum, sem telja marga tugi, séu sparibaukar, enda kemur það heim og saman við orðin safn, söfnuð og söfnun. Allt í einu er upphaflega hug- myndin rokin út í veður og vind og eftir stendur spurningin um það hvað raunverulega vaki fyrir Sigríði Erlu. Varla er hægt að skoða alla þessa peningabauka úr leir, og alt- aristöfluna með öllum hundraðkalls- hlunkunum öðruvísi en sem ádeilu; en ádeilu á hvað? Íslenska auð- hyggju, nísku eða gróðavon? Sigríður Erla lætur okkur eftir að botna þá hlið mála. Skipan hennar er vissulega falleg og ágætlega útfærð en hún er próblematísk eins og hálf- kveðin vísa, auk þess að vera uppfull af móthverfum sem erfitt er að koma heim og saman. Hvað á tilvitnunin í kvæði Jónasar til dæmis að þýða? Er hún ákall til þjóðarinnar, fornra dyggða eða fátæktar fyrri alda? Um það er erfitt að spá, en ef til vill er það hluti af ætlun listakonunnar að rugla okkur eilítið í ríminu. Upphafning eða ádeila? Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Sigríðar Erlu Guðmundsdóttur í Galleríi Sævars Karls. Halldór Björn Runólfsson MYNDLIST G a l l e r í S æ v a r s K a r l s Til 19. apríl. Opið á verslunartíma. LEIRLIST & BLÖNDUÐ TÆKNI – SIGRÍÐUR ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR VATNSLITAMYNDIR Sigríðar Rósinkarsdóttur eru af íslensku landslagi í ýmsum ham, svo sem þeg- ar snjóa leysir og jörð fer að gægjast undan vetri. Vatnslitir eru einmitt vel til þess fallnir að lýsa veðráttu og náttúrulegum hamskiptum vegna þess að sjálfir eru litirnir eins og vatn- ið í öllum sínum fjölbreytilegu mynd- um. Þeir deyfast, renna saman við sína nánustu og springa líkt og vatns- elgur í hláku. Bestu myndir Sigríðar eru án efa þær myndir þar sem hún leyfir sér að vinna á smáan flöt því þar fær flæðið mest frelsi til að móta fyrirmyndina. Verkin á lofti Stöðlakots eru þannig betri helmingur sýningarinnar þótt ýmsar myndir á jarðhæðinni séu ágætlega heppnaðar. Greinilegt er að Sigríður er í essinu sínu þar sem hún kemst í samband við einfaldleik landslagsins og fábreytni þess. Af þess háttar fyrirmyndum spretta bestu myndirnar, einfaldastar að formi og eðlislægastar miðlinum. Nálægðin og innleikinn skiptir því miklu máli í myndgerð Sigríðar. Við- fangsefnið þarf ekki að vera af val- inkunnum örnefnum. Það nægir að stöðva bifreiðina í vegarkantinum og bregða upp lausri mynd af snæviþökt- um heiðunum umhverfis. Það er ein- mitt látleysið í óði Sigríðar til landsins sem gefur sýningu hennar gildi. Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Eitt af verkum Sigríðar Rósinkarsdóttur í Stöðlakoti. Vatnslitamyndir MYNDLIST S t ö ð l a k o t Til 22. apríl. Opið daglega frá kl. 14–18. VATNSLITAMYNDIR SIGRÍÐUR RÓSINKARSDÓTTIR Halldór Björn Runólfsson ÚLFAR Bragason flytur er- indi á Rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30, í Sögufélagshúsinu í Fischerssundi. Erindið nefn- ist Ímynd Bandafylkjanna og ætlar Úlfar að beina sjón- um að því hvaða þekkingu ís- lensku vesturfararnir, sem hleyptu heimdraganum um og upp úr 1870, höfðu um Bandafylkin og hvað þeir ímynduðu sér um þau. Hvaðan fengu þeir þekkingu sína og hugmyndir? Í bók sinni, The Icelandic People in Manitoba, gerir Wilhelm Kristjanson ráð fyrir að Íslendingar hafi frekar dregist að ímynd Am- eríku, þegar vesturferðirnar hófust um 1870, en að þeir hafi vitað út í hvað þeir voru að fara. Sömu skoðunar hafa flestir sagnfræðingar verið, þótt engar eiginlegar rann- sóknir hafi verið gerðar í þeim efnum. Úlfar Bragason, Ph.D, hefur verið forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordal síðan 1988. Hann er kunnur fræðimaður á sviði íslenskra fræða og undanfarin ár hefur hann meðal annars unnið að rannsóknum á Vesturheimsferðum Íslendinga. Erindi um Bandafylkin Úlfar Bragason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.