Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 18.04.2001, Qupperneq 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 39 UMRÆÐUR um urðunarsvæðið á Gler- árdal hafa ekki verið í brennidepli að undan- förnu. Þar hefur sorp verið urðað á vegum Sorpeyðingar Eyja- fjarðar sem er stofnun sem sveitarfélögin á svæðinu komu á lagg- irnar til að koma sorp- förgunarmálum í skipulagðari farveg en áður var. Margt gott hefur verið gert síðustu ár. Mengandi úrgangi er skilað í móttökustöð á vegum Endurvinnsl- unnar, dekk munu verða flokkuð frá og endurnýtt, plastflöskum er skilað. Farvegur fyrir pappír var til staðar til skamms tíma og bjartara virðist nú aftur yfir þeim flokki sorpsins. Stefnir í endur- vinnslu og flutning plasts, pappa og pappírs í náinni framtíð. Öll um- gengni um svæðið hefur stórbatnað. Staðreyndin er þó sú að Akureyr- ingar hafa ákveðið að Glerárdalur verði ekki notaður áfram sem sorp- urðunarstaður enda er dalurinn perla og framtíðarútvistarsvæði bæjarbúa. Vegna þeirrar ákvörðun- ar hefur stjórn Sorpeyðingarinnar verið að leita fyrir sér með nýjan urðunarstað. Að leita að nýjum stað Stjórnin ákvað að leita eftir því með auglýsingu hvort einhverjir hefðu hug á að taka hluta jarða sinna undir til sorpurðunar og auglýsti. Svör bárust frá þremur landeigend- um í jafnmörgum sveitarfélögum á svæðinu. Áður hafði verið skoðaður einn staður í Glæsibæjarhreppi vegna vísbendinga um að hann gæti hentað. Nú liggur fyrir niðurstaða vegna þessara kannana. 1. Skútar í Glæsibæjarhreppi. Gerðar lauslegar forkannanir en sveitarstjórn hafnaði síðan erindinu án raka. 2. Hella í Dalvíkurbyggð. Hafnað án skoðunar og raka. 3. Skriðuland í Arnarneshreppi. Ekki skoðað. 4. Samkomugerði Eyjafjarðar- sveit. Hafnað en þó skoðað með vilja íbúanna. Fræðileg könnun engin. Stjórn Sorpeyðingarinnar er því nánast á byrjunarreit. Stjórnin hef- ur þó skrifað Sveitarfélaginu Skaga- firði bréf og leitað eftir svörum vegna hins nýja urðunarsvæðis við Kolkuós. Ef til vill kæmi til greina að flytja sorp til urðunar þangað. Akureyri og Staðardagskrá 21 Eftir skamman tíma mun bæjarstjórn Akur- eyrar taka til umfjöll- unar áætlun varðandi Staðardagskrá 21. Þar er á ferðinni metnaðar- full áætlun í umhverf- ismálum í víðum skiln- ingi. Eitt af stóru málunum í þeirri áætl- un er hvernig sveitar- félagið ætlar að haga sínum endurvinnslu og sorpmálum. Markvisst mun verða stefnt að því að draga úr sorpmagni og endurvinna sem mest. Stefnt verður að því í framtíðinni að jarðgera lífrænan úr- gang á vegum sveitarfélagins, jafn- framt sem íbúarnir sjálfir verða hvattir til þess að stunda slíkt. Í ná- grannalöndum okkar er slíku stýrt með misháum sorphirðugjöldum. Því meira sem þú vinnur sjálfur því minna greiðir þú í slík gjöld. Á Álandseyjum þar sem unnið er mjög markvisst að þessum málum í anda Staðardagskrár 21 er mark- miðið að urða aðeins um 10% af sorpi eftir 5 ár. Það er í þeim anda sem Akureyri þarf að vinna í framtíðinni. Er Sorpeyðingin bs. dragbítur á Akureyri? Samvinna sveitarfélaganna við Eyjafjörð hefur miðað að því að koma þessum málaflokki í fastan og skipulagðan farveg með hagsmuni svæðisins að leiðarljósi. Hvað hafa Akureyringar borið úr býtum? Öllu sorpi hefur verið ekið af svæðinu frá Ólafsfirði til Grenivíkur og það urðað í landi Akureyrar sem er hvað land- lausasti hreppurinn á svæðinu. Þeg- ar Akureyringar segja: Nú þurfum við að huga að öðrum lausnum er það augljóst að enginn kærir sig um að axla þá ábyrgð að taka við þessum afrakstri nútímans. Sveitarfélögin sem til greina hafa komið láta flest ekki einu sinni kanna hvort það væri góð lausn í augsýn. Málinu er hafnað af tilfinningaástæðum einum saman sem er því miður ekki í þeim sam- vinnuanda sem Sorpeyðingin á að byggjast á. Þess vegna erum við Ak- ureyringar á þeim tímamótum nú að taka það til alvarlegrar skoðunar hvort þessi samvinna sé að bitna á Akureyri og Akureyringum. Framtíðin Neyslusamfélag nútímans skilar frá sér hríðvaxandi sorpi og aðferðir sem Íslendingar hafa beitt til að tak- ast á við þann vanda hefur lítið breyst frá landnámstíð, koma drasl- inu úr augsýn og hugsa ekki um það meir. Slík vinnubrögð eiga að heyra fortíðinni til og þeir sem stjórna sveitarfélögum í dag geta ekki látið framtíðinni, börnunum okkar, það eftir að hreinsa upp eftir okkur. Bæj- aryfirvöld á Akureyri munu hefjast handa við að gera áætlanir sem miða að framtíðarlausnum á þessu vanda- máli. Við verðum að: 1. Hefja flokkun á sorpi við heima- hús og í fyrirtækjum. 2. Hefja jarðgerð á vegum sveit- arfélagsins. 3. Setja sér markmið sem miðar að því að minka magns sorps (fræðsla og kynning). 4. Setja sér markmið um það magn sem fer til urðunar. 5. Auka áhuga og skilvirkni í flokkun með misháum sorphirðu- gjöldum. 6. Tryggja endurvinnslu á pappír, pappa og þess háttar (útflutningur). Akureyringar vilja vera í farar- broddi í umhverfismálum á Íslandi. Við erum á þeim tímapunkti að nú komi athafnir í stað orða. Nóg hefur verið skrifað og sagt, nú hefjumst við handa og vinnum að framtíðarskipu- lagi þessara mála í bænum okkar. Best væri að öll sveitarfélögin við Eyjafjörð gætu verið samstiga í þessari áætlun og hagsmunum Eyja- fjarðarsvæðisins væri þar með borg- ið. Umhverfismál á Akureyri Jón Ingi Cæsarsson Sorphirða Bæjaryfirvöld á Akureyri munu hefjast handa við að gera áætl- anir sem Jón Ingi Cæs- arsson segir miða að framtíðarlausnum á sorphirðu. Höfundur er formaður náttúrvernd- arnefndar Akureyrar og stjórnar- maður í Sorpeyðingu Eyjafjarðar. HINN 6. febrúar síðastliðinn hélt und- irritaður erindi á ráð- stefnu í París þar sem rætt var um líftækni og áhrif hennar á samfélagið. Að ráð- stefnunni stóðu L’Association Did- erot, sem er félags- skapur vísindafræð- inga í Frakklandi, og háskólinn í París. Á ráðstefnunni hélt ég erindi er í lauslegri þýðingu nefndist: „Hvernig stórfyrir- tæki blekkti auðtrúa þjóð“. Þar var blaða- maður frá Le Monde sem hafði mikinn áhuga á erindinu og um- ræðum sem á eftir fylgdu. Gaf hann sig á tal við mig og spurði hvort hann gæti fengið eintak af erindinu. Kvað ég já við, hann fékk eintakið og ræddum við síðan örstutt saman. Eftir það heyrðist ekkert í blaðamanninum fyrr en frá honum barst tölvupóstur 15. febrúar þess efnis að ég yrði á for- síðu Le Monde daginn eftir! Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu um málið, en ýmislegt í Le Monde- fréttinni var eigi á rökum reist. Í erindinu var ég mjög gagnrýninn á íslensk stjórnvöld og Íslenska erfðagreiningu og í umræðum að því loknu sagði ég í hálfkæringi að allt eins mætti líta á mig sem erfðafræðilegan flóttamann, en ætlaðist auðvitað ekki til þess að það yrði tekið bókstaflega. En viti menn, þetta var gert að meginefni annars ágætrar fréttar. Ég er and- vígur stefnu stjórnvalda í gagna- grunnsmálinu en hef ekki flúið land. Eftir á að hyggja var þessi rangfærsla til góðs og málstað Mannverndar mjög til framdráttar vegna þess að hún vakti nýjar um- ræður um málið. Eins og bent er á í nýjasta Stúd- entablaðinu höfðu íslenskir fjöl- miðlar ekki samband við mig. Í stað þess að spyrja af hverju óþekktur Íslendingur, sem að sögn Le Monde taldi sig flóttamann, var á forsíðu eins helsta dagblaðs Frakklands fjölluðu þeir um frétt- ina án þess að fylgja henni eftir. Hefði ég verið íslenskur blaðamað- ur hefði mitt fyrsta hugboð verið að frétt- in hlyti að vera vafa- söm og rétt að bera hana undir „flótta- manninn“, því Íslend- ingar eru ekki á hverjum degi á forsíð- um heimspressunnar. Ég vil því ítreka að ég er ekki flúinn til Englands, ég er þar við nám. Rétt er einn- ig að leiðrétta annan misskilning franska blaðamannsins. Í frétt Le Monde er sagt að ég hafi orðið fyrir þrýstingi innan Há- skóla Íslands vegna afskipta minna af gagnagrunnsdeilunni. Þetta er rangt! Á ráðstefnunni gat ég þess að ég hefði fengið ábend- ingar um að þessi afskipti mín yrðu mér ekki til framdráttar en þær komu ekki frá Háskóla Ís- lands því eins og einn af mörgum vinum mínum innan þeirrar stofn- unar benti mér á væri það alls ekki lagt mönnum til lasts í há- skólanum að hafa skipt sér af deil- unni um Íslenska erfðagreiningu á hvorn veginn sem er. Erindið sem ég hélt verður gefið út í bók í Frakklandi í lok apríl, ásamt öðrum erindum á ráðstefn- unni og geta þeir sem vilja kynnt sér efni þess á ensku og frönsku á heimasíðu minni. Slóðin er: http:// www.raunvis.hi.is/~steindor/ gagn.html. Steindór J. Erlingsson Höfundur er vísindasagnfræðingur og hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands. Erfðagreining Ég er andvígur stefnu stjórnvalda í gagna- grunnsmálinu, segir Steindór J. Erlingsson, en hef ekki flúið land. Dálítil athuga- semd frá ,,flóttamanni“ FYRIR jólin sendu 16 óþolinmóðir skip- stjórar vinnsluskipa á Halamiðum sameigin- legt símskeyti í land til stjórnvalda og fóru fram á þá breytingu á fiskveiðistjórnuninni að heimiluð stærð á veidd- um þorski yrði minnkuð úr 55 cm í 50 cm. Í hópn- um var síðasti vestfirski togarinn með kvóta. Leyfið fengu þeir ekki, en framtakssamur inn- flytjandi leysti málið fyrir þá þegar hann auglýsti slógdælur með hnífum. Enginn þarf því að vera í vafa um hvar smáfiskurinn lendir því að við vitum að honum verð- ur ekki hlíft. Kvótakerfi Kvótakerfi framsóknarmanna er nú langt komið með að eyða öllum byggðum á Vestfjörðum. Þar mega heimamenn aðeins veiða á smábátum með línu eða færi. Allt frá stofnun Framsóknarflokksins hefir það verið helzta gæluverkefni flokksins að koma á allskonar skömmtunarkerfum þar sem þeir hafa átt lykilaðstöðu við úthlut- un gæðanna til gæðinga sinna. Þótt Viðreisnar- stjórninni tækist á 7. áratugnum að leysa landsmenn undan margvíslegum haftak- lafa framsóknar hefir þeim tekist að endur- vekja skömmtunarkerf- ið á ný í aðalatvinnuvegi landsins, fiskveiðunum. Það dapurlega við þetta nú er að það er gert í skjóli núverandi stjórn- ar Sjálfstæðisflokksins, sem sýnist hafa gleymt gömlum dyggðum hans. Vegna rýrnandi fylgis flokksins reyndi nýr fylgismaður framsóknar að setja fram breytingar á kvótakerfinu á flokksþinginu, en sú tillaga fékk ekki fylgi og dagaði uppi í nefnd. Heildarskuldir Heildarskuldir stórútgerðarinnar námu í byrjun síðasta árs 140 millj- örðum en hækkuðu á árinu upp í 173 milljarða. Hækkunin nemur 33 millj- örðum eða um 23,6%, aðallega vegna gengisbreytingar og kvótakaupa. Gengi dollarans hefir nú fallið í 93 kr./$, og skuldir stórútgerðarinnar þannig komnar í um 200 milljarða. Allar stórútgerðir landsins eru nú og verða skattlausar í mörg ár því að þær eru að afskrifa gengistapið á er- lendum skuldum sínum. Gengisfelling er aðeins aðferð til að velta skulda- klafa stórútgerðarinnar vegna offjár- festingar og kvótakaupa yfir á al- menning í landinu, sem borgar nú 30% hærra verð fyrir allar innfluttar neyzluvörur sínar. Framsókn vinnur ekki nein atkvæði á þessum blekking- um. „Óþvegnu börnin“ hans Davíðs flýta sér því að yfirtaka bæði Lands- bankann hf. og Búnaðarbankann hf. meðan þeir enn hafa umboð til að stjórna bankamálum landsins og hafa til þess allan stuðning stjórnvalda. Það hlakkaði í bankamálaráðherra Framsóknar þegar hún sagðist hafa skipað SF-mann í bankastjórn í and- stöðu við formann Samfylkingarinn- ar. Kemur Sjálfstæðisflokknum ekk- ert við þótt framsókn hirði báða ríkisbankana? Hver stjórnar þessu? Gengisþróun síðasta árs sýnir að fjármál landsins eru nú komin aftur í sama gamla farið. Stórútgerðin græt- ur lítillega í sjónvarpinu og gengið er strax fellt. Framseljanlegir kvótar eru mesta ógæfa sem yfir þessa þjóð hefir gengið. Nýtt einkaframtak í fiskveiðum er útilokað vegna ofur- valds þeirra sem hafa aðstöðu til að útvega sér erlent fjármagn og kaupa sér kvóta. Kvótakerfið var ekki sett til að stjórna fiskveiðunum, svo sem margir halda, en það er gert af Hafró. Kvótakerfið var sett af framsókn til að verzla með kvótana og útdeila þeim til „réttra“ flokksmanna, sem síðan hafa haft aðstöðu til að selja þá. Reynzlan liggur nú fyrir og hún er ólygnust. Um eðli skömmtunarkerfa Ønundur Ásgeirsson Kvótinn Framseljanlegir kvótar, segir Ønundur Ásgeirs- son, eru mesta ógæfa sem yfir þessa þjóð hefir gengið. Höfundur er fv. forstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.