Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 55

Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 55 ✝ Hinrik Þórarins-son fæddist á Húsavík 16. júní 1939. Hann lést á Kanaríeyjum 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Magda Agnette Jensen, f. 20. júní 1909, af dönskum ættum, og Þórarinn Örbekk Vigfússon frá Þorvaldsstöðum á Húsavík, f. 18. desember 1909. Hann er látinn. Hin- rik átti tvær systur, Bergþóru Guðjónsdóttur, gifta Höskuldi Sigurjónssyni, og eiga þau fimm börn; og Helgu Sig- ríði Þórarinsdóttur, gifta Ólafi Karlssyni og eiga þau þrjú börn. Þær búa báðar á Húsavík. Hinn 30. október 1961 giftist Hinrik Svövu Björgu Karlsdótt- ur og eignuðust þau þrjú börn og er eitt á lífi. Pálína Hinriks- dóttir, f. 16. febrúar 1959, gift Svavari Helga Ás- mundssyni og eiga þau þrjú börn, Hin- rik Þór, f. 1978, Ír- is, f. 1984, og Davíð Pál, f. 1990. Synir Hinriks og Svövu voru Þórarinn Hin- riksson, f. 5. ágúst 1961, d. 2. febrúar 1984, og Karl Jakob Hinriksson, f. 12. október 1970, d. 13. október 1990. Hinrik og Svava hafa búið á Húsavík alla tíð utan náms- ára Hinriks í Stýrimannaskólan- um í Reykjavík. Hinrik fór ung- ur til sjós í kringum 15 ára aldurinn með föður sínum á Hagbarði ÞH 1. Hann starfaði sem skipstjóri á ýmsum skipum, en lengst af hjá útgerðinni Nirði í eigu Hafliða Þórssonar. Útför Hinriks fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þvílíkt reiðarslag. Enn hefur sorgin knúið dyra og hreiðrað um sig hjá fjölskyldu okkar. Hvers vegna? Er ekki nóg komið? Þetta eru áleitnar spurningar en fátt er um svör. Elsku pabbi minn, ekki grunaði mig þetta er þið mamma lögðuð upp í langþráð frí til Kanaríeyja og stoppuðuð eina nótt hjá okkur í Garðabænum. Eins og alltaf var notalegt að hafa ykkur í kjallaran- um. Þetta var stutt stopp, en við töl- uðum um að á leiðinni heim mynduð þið dvelja nokkra daga hjá okkur. Pabbi minn, þú varst þessi sterki og duglegi maður, vinnan gekk fyrir öllu, sjómennskan var þitt líf. Þar varstu harður karl, skipstjórinn í brúnni, enda fiskinn með eindæmum og ekki óalgengt að þú veiddir jafn- mikið og helmingi stærri bátar. Enda þekktir þú rækjumiðin út og inn eins og lófann á þér. Þú varst óspar á að veita öðrum ráð um heppilega veiðistaði, það var ekki þinn stíll að pukrast með hlutina enda varstu vinsæll í talstöðinni. Ég var samt farin að finna að þú varst farinn að þreytast, langaði að vera meira heima hjá mömmu og hafa meira samneyti við barnabörnin. Þú varst jafnvel farinn að tala um að flytja suður og eiga náðuga daga. Pabbi minn, þú varst yndislegur maður, hlýr og góður, alltaf hress og kátur og örlátur með eindæmum og skammaði ég þig stundum fyrir það hvað þú lést eftir krökkunum mín- um. Mér er minnisstætt þegar Hin- rik Þór minn var yngri og þið mamma voruð stödd hjá okkur í heimsókn. Hinnarnir tveir skruppu í bíltúr á bryggjuna og komu heim klyfjaðir af nammi. Ég skammaði þig en stráksi sagði: Mamma, ekki skipta þér af þessu, við nafnarnir er- um nefnilega nammisjúkir. Það eru margar minningar sem streyma fram en þær ætla ég að geyma í minningunni um þig og draga fram þegar mér líður illa og ég sakna þín. Elsku pabbi minn, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína og mun ég alltaf minnast þín sem einstaks föð- ur og afa. Megi góður guð vernda mömmu og veita henni styrk á þess- ari stundu. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Þín dóttir Pálína. Elsku besti afi minn. Ég verð nú að byrja á því að segja að fráfall þitt kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hvern hefði grunað að honum afa mínum, þessum hressa, káta og hrausta manni, yrði kippt frá okkur svona snögglega? Ég er viss um að hann þarna uppi hefur haft sína ástæðu til að taka þig frá okkur sem dýrkum þig og dáum. En alltaf kem- ur upp þessi sama spurning: Af hverju þú? Afi minn, það eru margar góðar minningar sem flögra um í huga mínum þessa stundina. Ég á aldrei eftir að gleyma þegar ég var hjá ykkur ömmu á Húsavíkinni. Við fór- um á bryggjurúntinn og alltaf end- uðum við í Essó-skálanum þar sem við löbbuðum út með fangið fullt af nammi. Við áttum nefnilega sameig- inlegt að vera miklir sælkerar og þá var ekki keypt eitt stykki á mann heldur hellingur á mann. Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér og þær mun ég geyma í hjarta mér. Þín Íris. Jæja, kall. Þá ertu kominn á fund sona þinna, og hver veit nema það sé einmitt staðurinn sem þú vilt vera á. Yfir haf eilífðarinnar sendi ég þér mínar kærustu kveðjur og einnig Tóta og Kalla. Loksins getur þú tek- ið þá með þér út á sjó og siglt með þeim út í eilífðina. Lokakveðjur til Járnkarlins í skipstjórastólnum. Nafni. HINRIK ÞÓRARINSSON Hann Nonni minn hefði orðið 30 ára í gær, 17. apríl, og við söknum hans sárt. Við hefðum haldið upp á afmæli okkar saman því aðeins 3 dagar voru á milli af- mæla hjá okkur og við héldum alltaf upp á það saman. Þessi afmælisdagur hefði orðið svo stór hjá honum Nonna mínum og hefði hann haft miklar áhyggjur af því að verða orðinn þrítugur því honum fannst þetta vera svo stór tala. Við ætluðum að fara til útlanda og ferðast saman í fyrsta skipti á þessu ári því Nonni hafði aldrei farið til útlanda en aldrei fáum við tækifæri til þess. Vonandi færðu að ferðast og gera það sem þú vilt núna, elsku Nonni minn. Í dag ætlum við fjölskylda þín að hittast og halda upp á afmælið þitt því ég veit að það er það sem þú hefð- ir viljað, þú hafðir svo gaman af að hafa mikið af fólki í kringum þig og borða góðar kökur og það verður skrítið að hafa þig ekki hjá okkur í þetta sinn en vonandi fáum við tæki- færi til þess þegar við erum öll sam- an komin hinum megin til þín. Aþena Marey, ljósið þitt, spyr svo mikið um þig og skilur ekki af hverju hún getur ekki hringt í þig því hún veit að þú JÓN ANDRÉSSON ✝ Jón Andréssonfæddist á Akur- eyri 17. apríl 1971. Hann lést 7. ágúst 2000 og fór útför hans fram frá Víði- staðakirkju 18. ágúst 2000. áttir síma og heldur að þú hafir hann hjá þér hjá Guði en ég segi henni að þú hafir gefið Aroni stóra bróður þín- um símann þinn svo að það sé enginn sími hjá Guði. En hún er svo lítil að hún skilur þetta ekki og það eina sem hún hefur um þig eru ljós- myndir og myndböndin sem við vorum svo dug- leg að taka upp, og hún tekur það fram yfir teiknimyndir sem er mjög gott því það sýnir að hún saknar þín sárt og hún er ekki búin að gleyma þér og mun aldrei gera. Brynja Sól talar líka mikið um þig og vildi að þú kæmir til að sjá hana og Aþenu Marey þegar þær byrjuðu í nýjum leikskóla en ég veit að þú fylgdist með þeim frá Guði. Ég hugsa til þín á hverjum degi, á enn þá erfitt með að skilja þetta allt saman og vildi ég óska þess að ég hefði fengið tækifæri til að hjálpa þér, og ég veit að margir vildu hjálpa þér en þér er hjálpað mikið hinum megin. Ég mun kveikja á kerti fyrir þig í dag og vona að engillinn í kert- inu verði líka hjá þér. Hér eru orð sem ég dró fyrir þig, Nonni minn: Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, þeim er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann. -Sálmarnir 34:19. Þú munt alltaf eiga stað í okkar hjarta. Þín, Elísabet Lára og dætur okkar. og aðstoða aðra. Hún safnaði ekki veraldlegum auði, en hún safnaði vináttu fólks, því alltaf var hún tilbú- in að standa með þeim og gefa er minna máttu sín. Létt á fæti og létt í lund sveif hún í kringum fólk þannig að ef illa lá á manni, var það horfið innan stundar. Kaffi og meðlæti snarað á borðið, hlegið og sagðar sögur – einkum frá Húsafelli, draumastaðnum hennar, en þar hafði hún dvalið bæði sem barn og unglingur og þaðan átti hún sínar ljúfustu minningar. Og í hvert skipti sem maður kvaddi sagði hún: „Komdu bráðum aftur því að ég ætla að fara að baka jólaköku.“ Ég vil kveðja þig með þessu erindi eftir Matthías Jochumsson: Hver, sem á himneska auðinn, frá honum stelur ei dauðinn; þótt eigi hann ekki’ á sig kjólinn, er hann samt ríkari’ en sólin. Farðu á Guðs vegum, Helga mín. Dætrum þínum og barnabörnum votta ég mína innilegustu samúð. Þorgerður. Þegar fundum okkar Helgu Sig- urðardóttur bar fyrst saman vorum við níu og tíu ára gamlar, báðar ný- farnar að heiman eins og stundum er tekið til orða. Hún kom frá Innri Akraneshreppi frá foreldrum sínum, send í sveit sem barnapía, ég neðan úr Stafholtstungum frá góðum fóst- urforeldrum, sem af erfiðum heimilisástæðum gátu ekki fóstrað mig lengur. Staðurinn sem við mætt- umst á var Húsafell í Hálsasveit. Það var vor í lofti í júlíbyrjun 1920 eftir snjóþungan vetur. Mikið fjöl- menni var á staðnum því að brúð- kaup var í nánd. Báðar vorum við óvanar slíkum mannfjölda. Helga var hressileg stelpa, tæplega hægt að segja það sama um mig þó að einu til tveimur árum eldri væri. Engir voru þarna á þessum aldri svo að við drógumst eitthvað saman, en ég man hvað ég var feimin við hana, hún hafði forystuhlutverkið. Einnig átti hún von á heimkomu með haustinu til foreldra sinna en ég ekki. Nú harma ég ekki lengur örlög mín með áframhaldandi veru á þessu heimili. Helga var kona hreinskilin, djörf í framkomu, trölltrygg og gjöful vin- um sínum. Hún var eftirmynd föður síns, hét nafni móður hans. Hann var í senn skapstór og ljúfur maður. Á yngri árum var hann að sögn glíminn, felldi stóra og sterka mótstöðumenn vegna sinnar lipurðar og snerpu, einnig gat hann með vísum sínum hitt í mark. Átti það til ef hann áleit menn vera að stækka sig að eigin mati. Við þá sem eitthvað áttu bágt og börn var hann hið mesta ljúf- menni og góður. Þessa eiginleika átti Helga í mjög ríkum mæli. Hann var ástríkur faðir, einhvern veginn fannst mér að hann dáði Helgu mest barna sinna. Nú hverf ég aftur til fyrri ára en ég held áfram að vera á Húsafelli til 1933. Sumarið 1926 kemur Helga sem kaupakona og er þar samtímis mér í fjögur sumur. Öll vinna á þessum ár- um áður en vélaöld gekk í garð mátti heita erfiðisvinna. En víst var gaman í góðu veðri að raka ilmandi töðu á rennisléttu túni eða snúa heyi í flekk. Síðasti rifgarðurinn var líka spákona og sagði manni nokkurn veginn til um örlög manns. Svo kom engja- sláttur mislangt burtu frá bænum. Þá var riðið á engjar. Hestar voru heimfúsir að kveldi og væri stutt heim af engjum mátti búast við að það væri samfelldur sprettur heim í hlað. Aldrei var fundið að, að of hart væri farið. Já, það var sannarlega sprett úr spori. Þetta var okkur Helgu ógleymanlegt. Æskan var fundvís á gleðigjafa. Ekki var tímanum eytt á bíó eða sjónvarp. Það var líka æskufólk á öðrum fjallabæ hinum megin við óbrúaða Hvítá. Ekkert gat samt hamlað því að þetta æskufólk slægi sér saman á sunnudögum í góðum útreiðatúr. Langur skógarstígur í milli bæj- anna. Hann var ekki malbikaður þá, svo hann var mjúkur fyrir hesthófa og mátulega breiður fyrir tvo og tvo að vera samsíðis og var það óspart notfært sér. Húsafellskaupakonur voru nágrönnunum sem sumarrósir. Hann var á ljósgráum hesti sem með árunum varð hvítur. Hann söng með fagurri röddu: Ó, Ramóna þú sem minn allan huga átt. Nú er ég komin með hugaróra og set botn í þessa minningargrein. Ég kveð þig með þökk fyrir alla kynn- ingu. Guðs blessun fylgi þér í æðra lífi. Ólína I. Jónsdóttir. þess lengstra orða að bíða með þetta þar til ég kæmi til baka að utan, þar sem mig langaði að taka af honum myndir. Hann tók vel í þetta og þegar ég kom til baka fórum við og tókum af honum myndir við sólarlagið tvö kvöld í röð. Fyrra kvöldið uppi í Öskjuhlíð og það síðara úti á Gróttu. Úr þessu varð hin skemmtilegasta myndaröð og eru þessar myndir nú meitlaðar í huga minn. Svona mun ég muna tengdaföður minn; með einbeittan svip og sítt hárið og skeggið flaksandi í marsgolunni og hið einstaka íslenska sólarlag í bakgrunni. Mér finnst sárt til þess að vita að Stefán sé nú horfinn á braut, en líf mitt er ríkara eftir viðkynn- inguna við hann og minninguna um hann mun ég bera með mér alla ævi. Magnús Ólason. Þegar ég sat hjá þér, elsku afi minn, síðustu dagana áður en þú fórst rifjuðust upp fyrir mér ýms- ar minningar um þig. Ein mín fyrsta minning sem ég man eftir er þegar mamma sendi mig 5 ára gamlan með rútu til Reykjavíkur og Sæmundur var að keyra. Þú ætlaðir að taka á móti mér en þá varstu að vinna í lögreglunni. Ekki varstu kominn á vegamótin til að taka á móti mér og það var ákveð- ið að ég færi niður á BSÍ. Þegar Sæmundur var kominn áleiðis nið- ur á BSÍ kom undarlegur svipur á hann og hann stoppaði rútuna. Lögreglumaður kemur og spyr eftir Stefáni en þar varst þú kom- inn til að sækja afastrákinn. Þegar ég var hjá ykkur ömmu í heimsókn var það fastur liður hjá mér að fara með þér niður á löggustöð eða til Friðleifs tann- læknis að spila við strákana eins og þú sagðir. Mér þótti gaman að fara með þér því oft heyrði ég skemmtilegar sögur eða varð vitni að einhverju spennandi á löggu- stöðinni. Ég gleymi því aldrei þeg- ar ég fékk fyrsta fjarstýrða bílinn, þér þótti svo gaman að leika þér að honum. Ég velti því fyrir mér þegar þú sagðir sögur af þér frá því þú varst ungur að þú byrjaðir ungur að vinna og hefur ekki upp- lifað barnæskuna eins og ungir krakkar fá í dag. Síðasta haust komst þú með mér upp í Borgarnes, þú og mamma ætluðuð að tína ber. Tilhlökkunin var mikil hjá þér og ræddum við um hvort það væri eitthvað um ber. Sú stund er við lögðum á stað til baka um kvöldið er ógleym- anleg. Við vorum með marga lítra af berjum og þú varst svo glaður og hress með þetta allt saman. Á leiðinni spjölluðum við nafnarnir um heima og geima og ekki var nú slæmt að heyra nokkrar sögur frá þér. Elsku afi minn, með þessum orðum kveð ég þig, þú varst ekki bara afi heldur góður vinur. Þinn nafni og vinur Stefán Valberg Ólafsson. „Eigum við að taka einn hring?“ Þessi orð á ég alltaf eftir að tengja við hann afa minn, en við eyddum oft okkar tíma í að spila saman. Hvort sem það var manni, rommí eða marías, það var alltaf jafn gaman. Mig langaði til að minnast hans afa í nokkrum orðum, en þeg- ar ég hugsa til baka koma ótal minningar upp í huga mér. Sterk- ust er minningin um stærsta sand- kassa í heimi en þegar ég var fjög- urra ára fór ég með afa og ömmu í ferðalag norður í Fljót. Á meðan afi veiddi lék ég mér hjá honum í fjöruborðinu og hafði ég aldrei séð stærri sandkassa. Sögurnar hans báru líka af öll- um öðrum sögum. Sagan þegar steinbíturinn beit hann í þumal- fingurinn og hann þurfti að róa í land með hausinn fastan á, var al- veg ævintýraleg. Hann afi var mesta hetjan. Hann var jafnvel meiri hetja en nokkur bræðranna sjö úr ævintýrinu um hann Alsjá- andi og bræður hans. Það var ósjaldan sem ég fór í heimsókn til afa á lögreglustöðina. Hann var auðvitað flottasta löggan og fannst mér nú ekki leiðinlegt að koma stundum með lögreglubíl í leikskólann hér í gamla daga. Afi var mikill veiðimaður og það var alltaf gaman þegar hann kom í veiðiferðirnar norður í land þegar ég bjó á Blönduósi. Hann unni náttúrunni mikið og fannst honum hvergi betra að vera en í lautunum að tína ber eða að bíða eftir gæs- unum. Ég hef alltaf verið svo stolt af honum afa mínum og finnst ég vera svo rík að hafa átt svona góð- an afa. Samband okkar var alveg sérstakt og lýsir sér kannski best með því að þegar ég lærði að skrifa nafnið mitt, skrifaði ég allt- af Halla Hrund Afadóttir undir allt. Það var líka alltaf alveg aug- ljóst hvað hann elskaði ömmu mik- ið en ást hans og umhyggja fyrir henni fór ekki fram hjá neinum. Elsku amma, megi góður guð styrkja þig og okkur öll í sorginni. Ég kveð þig í bili og veit að þjáningum þínum er lokið, elsku afi. Megir þú hvíla í friði. Halla Hrund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.