Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 65

Morgunblaðið - 18.04.2001, Page 65
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 65 6)    7  8    4   8)      1 - )9"M5 $# 2/H( %  5       48,  &  *   =.  ?;  .)   "%,"# . "  # *+)) ( 9 5   5  7   8  4 74      8) .     %N '1  8 " 2)8++2&-8( % 5  & 4 ;   , A .. & ) . ,-+' )))  3)+%9++' )))  + + . -# .  0.*' )# /- . 2 .8))    . " 6   + ))   #.+  +)+2 ( *5    7  8  4    )     ) )    $ 'N J 1  1  ' -H -+ #)( C  ?;  .)   ++ ))  / #. - & @2 +( 6)   7 8  4     ;&    %A1!' 1 1- .)M4 2& -+*" ( ! "   /-+ + # '#G+ /++))  !+ + /+! " # +92 -+8)) ( A 5)   )  5 )  4 &  4 74 .     7 5   8)   4) 4&  . 6 N1 !0%   A ? .)   ;   $+ "++ - . + ))  .  6+ )2# $+.G  +. + ))  6+ )2. + #   A . + # #.+  H)).-+ ( 9 5   5  7   8  4   8);&  '!% 6 11! 1 3 /+ + H-+ *2)( %  5  & A     ,!"+/2) "  %9++#.%( MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstak- ling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina hann hóf að syngja með Kór Lang- holtskirkju í janúar 1997. Fljótt kom í ljós að hann var skemmtilegur og glaðvær félagi. Ragnar var traustur og heilsteypt- ur og sýndi í strörfum sínum fyrir kórinn að hann var þess trausts verð- ur þegar hann var kjörinn gjaldkeri kórsins. Gegndi hann því starfi af al- úð og trúmennsku til síðasta aðal- fundar. Við sem sátum í stjórn kórsins með Ragnari og fjölmargir aðrir kór- félagar sem nutu þeirra forréttinda að fá að kynnast honum vel og eign- ast fulla vináttu hans missum með honum góðan vin sem ætíð var hægt að leita til, hvort sem var í leik eða starfi. Vann hann öll störf sem kórn- um tengdust af mikilli gleði og ein- lægni og ætíð með hagsmuni kórsins að leiðarljósi. Við kveðjum Ragnar með djúpum söknuði og kærri þökk fyrir sam- fylgdina, sem varð allt of stutt. Ragnari auðnaðist ekki að syngja með okkur Jóhannesarpassíuna á föstudaginn langa, eins og við ætl- uðum okkur og byrjuðum að æfa saman, en ég er þess fullviss hann var eins nærri og aðstæður framast leyfðu. Orð segja oft svo lítið en góður hugur segir margt. Við minnumst Ragnars af miklum hlýhug. Um leið og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Ragnari og starfa svo náið með honum að málefnum Kórs Langholtskirkju, sem honum var mjög kær, vil ég fyrir hönd kórs- ins færa ástvinum hans, sem áttu hug hans allan, og sem við mörg hver þekkjum svo vel úr starfi kórsins, innilegar samúðarkveðjur og bæn um að guð styrki þau í sorg þeirra. Sigurbjörn Skarphéðinsson, formaður. Ég kynntist Ragnari fyrir rúmum fjórum árum þegar við hófum þátt- töku í Kór Langholtskirkju. Það var eitthvað sérstakt við hann, eitthvað svo jákvætt og alúðlegt sem dró okk- ur nýliðana saman. Þessi kynni leiddu fljótt til vinskapar okkar í milli. Ég var svo heppinn að fá að starfa með Ragnari að málefnum kórsins okkar. Jákvæðari og fórnfúsari mann var ekki hægt að hafa sér við hlið. Alltaf var hann tilbúinn að standa vaktina ef með þurfti. Alltaf var allt sjálfsagt og stutt í brosið. Ragnar naut þess sérstaklega að börnin hans þrjú sungu líka í kórnum, ýmist eitt eða öll. Í samræðum okkar kom líka ein- att fram væntumþykja hans til barna sinna og ánægja hans og stolt þegar vel gekk hjá þeim. Hann naut hverr- ar stundar sem hann var með þeim. Og Ragnar var líka sá sem tók þátt í gleði og sorgum félaganna af ein- lægni. Yfirborðsmennska var ekki hans stíll. Ég kveð hér vin minn, allt of fljótt, þakka honum fyrir mig og mína. Ég votta fjölskyldu Ragnars samúð mína og ég þykist þess fullviss að hann er þegar farinn að líta til með þeim. Guð blessi góðan dreng. Helgi. Ég man þig, kæri vinur, man fegurð augna þinna, brosið, man leiftrandi húmorinn, gleðina, man elskulegt viðmótið, hlýjuna, man lundina ljúfu, elskuna, man röddina þína, sönginn, man vináttu þína, þig. Megi minn kæri vinur ganga eilíf- lega með Guði um grænar grundir Paradísar. Ég bið ástvinum hans blessunar og að sorgir þeirra megi sefast eins og hægt er. Bjarney Kolbrún Garðarsdóttir (Badda). Fyrir rúmum 18 árum lágu leiðir okkar Ragnars saman á AA-fundum í Gerðubergi. Við urðum fljótlega kunningjar og síðan nánir vinir. Sá vinskapur hefur haldist síðan og er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst Ragnari og svo sannarlega hef ég notið góðs af umhyggju hans og eðl- islægri hlýju, því Ragnar var ætíð tilbúinn að aðstoða, ef það var í hans valdi að hjálpa til. Við Ragnar vorum ólíkir persónuleikar, en einhverra hluta vegna varð okkur vel til vina. Nokkrum árum eftir að við kynnt- umst gekk Ragnar í gegnum hjóna- skilnað, sem var honum erfiður og nokkru seinna skildi ég einnig og átti þá vísan stuðning hjá Ragnari, sem tók mig strax inn á sitt heimili og veitti mér þann stuðning sem var mér svo mikils virði og er í minning- unni lítið sýnishorn af þeirri um- hyggju og hlýju, sem var svo ríkur þáttur í Ragnari. Lífið var oft erfitt hjá Ragnari hin síðari ár, vegna veikinda sem hann átti við að stríða, en hann reis upp aftur og byrjaði þar sem frá var horf- ið og lét ekki bugast. Þegar hann hringdi í mig fyrir rúmum mánuði og sagði mér að hann væri veikur, þá var mér mjög brugðið og hugsaði sem svo: Er ekki búið að leggja nóg á þig þegar. En enginn veit hvenær kallið kemur og kveð ég nú góðan vin með hryggum huga. Þinn vinur, Baldur. Að skrifa minningargrein – að skrifa minningu. Ég treysti orðunum rétt mátulega. Hvernig fá þau rúmað líf og dauða eins manns? Hvernig mega þau hugga þá sem syrgja? Ég veit mig langar að segja eitthvað um kímni í augum, bjartan svip og opinn faðm. Það eru aðeins bestu menn sem kunna að gefa og aðeins þeir stærstu sem kunna að þiggja. ,,Hvar er stelpan mín?“ kallaði hann og faðmaði mig svo að sér eins og hann ætti í mér hlut og bauð mér þannig hlut í sér. Og það er stærsta gjöfin. Ég fékk síðast að faðma Ragnar að mér þar sem hann lá á sjúkrabeði einn sólbjartan dag í mars. Sólin finnst mér varla hafa vikið af himni þær fáu vikur sem liðnar eru frá því hann veiktist svo snögglega. Í þeirri birtu minnist ég hans. Elsku Maggi, Gunnar Emil, Indra mín og Kristín. Örlæti Ragnars og hlýja lifir áfram í ykkur. Aldrei hefur birta morgunsins og litur landsins ljómað eins skært og í dag. Sjá, auga lyftist og fær ljós að gjöf. Lífbrún fagnar moldin og angar. Enginn skuggi við gröf. Geisli leikur tónmjúkt sterkri hendi við stráin. Enginn dáinn. Gangan er létt úr garði til glaðra endurfunda. Það sem var er heilt framundan horfið, en ekki liðið. Í birtu morgunsins mætir þú Kristi við hliðið. (Þorgeir Sveinbj.) Oddný. Ég kynntist Ragnari Einarssyni haustið 1961, er við settumst í stærð- fræðideild MR í sundurleitan stráka- bekk, sem kallaður var zetubekkur- inn. Þessi hópur þróaðist síðar í Skarphéðingafélagið, sem haldið hef- ur hópinn eftir stúdentspróf og hafa vinaböndin styrkst æ meir eftir því sem árin hafa liðið. Þetta haust var Ragnar nýkominn úr ársdvöl sem skiptinemi í Ameríku. Hann hafði yfir sér frjálsmannlegt yfirbragð heimsborgarans, og glað- værð sem ávallt einkenndi hann, og laðaði að fólk, enda var hann vinsæll og eftirsóttur félagi. Á þessum árum var margt brallað í félagslífi. Minnisstæðar eru fjörleg- ar selsferðir, og skemmtanir af ýmsu tagi innan skólans. Við Ragnar urð- um samferða í gegnum menntaskól- ann og urðum stúdentar vorið ’64. Þá lá leiðin í viðskiptadeild Háskólans og urðum við þá miklir félagar og stofnað var til vináttu sem hélst alla tíð. Við tókum mikinn þátt í félagslífi innan deildarinnar, m.a. var hann formaður NHS eða norræns sam- starfs og þegar deildin átti 25 ára af- mæli 1965 var myndaður söngkvart- ett – Rebbakvartettinn – og við tókum nokkur lög á Borginni á af- mælishátíðinni. Við vorum svo lánsamir að Stúd- entakórinn var endurlífgaður á þess- um árum með þátttöku stúdenta og kandidata undir stjórn Jóns Þórar- inssonar tónskálds. Þarna voru m.a. æfðir klassískir stúdentasöngvar til flutnings við hátíðleg tækfæri, en einnig var fjörlegt félagslíf í kórnum, sem lifir enn í minningunni. Ragnar naut sín vel í þessum hressa hópi, enda hafði hann yndi af söng, var með hlýja og mjúka bassa- rödd, sem tryggði honum síðar aðild að fleiri kórum. Þeim félagsmálastörfum sem hann tók að sér sinnti hann af trú- mennsku og áhuga. Hann kvæntist skólasystur okkar Kristínu Waage í maí 1968 og eign- uðust þau þrjú myndarbörn, sem eru foreldrum sínum til sóma og eru þau miklir áhugamenn um tónlist eins og hæfileikar og uppeldið hafa lagt grunn að. Ragnar var hlýr og skemmtilegur félagi og félagslyndur í góðu lagi. Hann var m.a. félagi í Oddfellowregl- unni til margra ára. Áhugi hans á tónlist og söngmennt hélst til hinstu stundar, en fyrir hans áhrif fórum við hjónin að stunda tónleika Skagfirsku söngsveitarinnar og Langholtskórs- ins, okkur til mikillar ánægju, en hann var virkur félagi í báðum þess- um kórum. Hann var jákvæður og æðrulaus í framkomu allt til hinstu stundar, þó að stundum blési á móti í lífsbarátt- unni. Mér þótti eftirtektarvert, hvað hann mætti þeim sjúkdómi, sem að lokum dró hann til dauða, með mikilli karlmennsku og stillingu. Við Sigga þökkum margar liðnar ánægjustundir með honum og Krist- ínu í góðra vina hópi á liðnum áratug- um. Við sendum Kristínu, Elísabetu Indru, Magnúsi og Gunnari innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur. Blessuð sé minning Ragnars Ein- arssonar. Júlíus Sæberg Ólafsson.  Fleiri minningargreinar um Ragnar Einarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.