Morgunblaðið - 18.04.2001, Síða 74

Morgunblaðið - 18.04.2001, Síða 74
74 MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í KYNNINGARBÆKLINGUM gumar Reykjavíkurborg af heil- næmu andrúmslofti og hreinni borg. Ætlum við að halda í þá ímynd? Í fyrrasumar fékk ég sænska vinkonu mína í heimsókn. Við fór- um víða um og fékk ég nýja sýn á borgina og landið. Á góðviðrisdegi heimsóttum við Öskjuhlíðina. Í norðri gnæfði Esjan tíguleg yfir roðagylltum sænum og Bláfjöllin báru nafn með rentu. Snæfellsjök- ull reis úr hafi sem tiginborinn píramíti útvörður í vestri og skein á jökulskallann. Vinkona mín átti ekki orð yfir fjársjóði borgarbúa að hafa fjallasýn. Engin tilviljun réð því að flugvelli var valinn staður í Vatnsmýrinni og réð flugöryggi efalaust þar miklu. Skyldu skýja- kljúfar byrgja fyrir sólu og sýn út yfir sundin blá í náinni framtíð? Við vinkonurnar ókum hringinn kringum Elliðavatn og skruppum í Heiðmörk en þar hafði fjöldi fólks lagt bílunum við fólkvanginn og naut veðurblíðunnar. Á þessu svæði stinga sjónmengundi raf- magnslínur í stúf við friðsældina. Risamöstrin liggja í röðum yfir Hellisheiði, kljúfa heilu byggðar- hverfin á höfuðborgarsvæðinu og stefna í átt að Hvalfirði. En önnur raflínumöstur liggja samsíða Elliðavatni og Heiðmörk út að ál- verinu í Straumsvík. Virtir breskir vísindamenn telja nú að hvítblæði gæti tengst búsetu nálægt há- spennulínum. Nær allir íbúar Hval- fjarðar og nágrennis hafa mótmælt auknum háspennumöstrum ofan- jarðar og vilja grafa kaplana í jörð. Íbúar höfuðborgarsvæðisins ættu að taka höndum saman og styðja granna sína. Á Íslandi er víðsýnið sérkenni landsins. Hér er enginn hávaxinn skógur sem getur leynt slíkum röðum af risavöxnum járn- möstrum sem eru mikil lýti í lands- laginu. Okkur ber að vaka yfir um- hverfi okkar og heilsu. ÓLÖF STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR, Viðjugerði 2, 108 Reykjavík. Glöggt er gests augað Frá Ólöfu Stefaníu Eyjólfsdóttur: Háspennulínur – sjónmengun? Morgunblaðið/Einar Falur HVER var það sem mælti þessi fleygu orð og hirti ekki um konungs- boð? Það var Snorri Sturluson sjálf- ur og í þessum orðum hans fólst sú skoðun hans að hann væri frjálsbor- inn Íslendingur en ekki konungs- þræll. Hann vildi út til Íslands, heim til landsins síns, heim til þjóðar sinnar. Hann var orðinn sextugur að aldri og hin veraldlegu umsvif höfð- uðu áreiðanlega ekki lengur til hans eins og þau höfðu gert. Kannski var hann með það í huga að eyða þeim árum sem eftir væru við ritstörf. Hver getur ímyndað sér hvílíkar sögugersemar hefðu getað runnið fram úr penna hans ef hann hefði notið lífs og griða í tíu ár í viðbót? En konungsvaldið ytra sætti sig ekki við það að Íslendingur hunsaði skipun þess eins og Snorri Sturlu- son hafði gert. En samt hefði það þó ekki unnið honum mikinn geig ef það hefði ekki átt sína þjónustu- menn meðal Íslendinga sjálfra. Tveir íslenskir ættarhöfðingjar áttu fund saman upp á Kili og þar munu þeir hafa ákveðið að Snorri Sturlu- son skyldi deyja. Það eru margar ástæður fyrir því að reimt er á Kili. Þar hittust Reynistaðabræður Sturlungaaldarinnar og fastréðu út frá fyrirmælum erlends konungs að taka af lífi þann mann sem almennt hefur verið talinn höfuðsnillingur ís- lenskrar ritlistar fram á þennan dag. Hákon konungur kallaði Snorra í bréfum sínum landráða- mann við sig! Hann var landráða- maður samkvæmt skilningi Hákon- ar konungs!! En hvað voru þeir Íslendingar sem hlýddu konungs- boðum og létu drepa Snorra Sturlu- son? Hverjir hafa verið meiri land- ráðamenn en einmitt þeir? Í dag segja margir Íslendingar „Út vil ég “ en nú þýða þessi orð annað og verra en fyrr. Þeir eiga við það að þeir vilji út til Brussel, til að leggj- ast þar á spena hins yfirþjóðlega valds. Þeir vilja þjóna undir kon- ungsvaldið og seinna meir koma þeir svo heim með konungsfyrir- mæli og erkibiskups boðskap. En við skulum fylgja því fornkveðna og hafa þau fyrirmæli og þann boðskap að engu eins og sönnum Íslending- um ber að gera. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. „Út vil ek“ Frá Rúnari Kristjánssyni:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.