Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 18.04.2001, Blaðsíða 77
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. O- O-O Rbd7 9. Bc4 Dc7 o.s.frv. Lokastaða áskor- endaflokks varð þessi: 1. Björn Þorfinnsson 7½ vinning af 9 mögulegum 2.–3. Páll Agnar Þórarins- son og Lenka Ptacniková 6½ v. 4. Sigurður Daði Sig- fússon 6 v. 5.–9. Sigur- björn Björnsson, Dagur Arngrímsson, Róbert Harðarson, Jón Árni Hall- dórsson og Ingvar Þór Jó- hannesson 5½ v. o.s.frv. STAÐAN kom upp í áskor- endaflokki, Skákþingi Ís- lands, er lauk um páskana. Íslandsmeistari kvenna ár- ið 2000, Harpa Ingólfsdótt- ir (1630) hafði hvítt gegn Ólafi Kjartanssyni (1740). 10.Bxe6! O-O? Það hefði veitt svörtum meiri von um viðnám að þiggja manns- fórnina þó að eftir 10. ...fxe6 11. Rxe6 Da5 12. Rxg7+ Kf7 13. Rf5 standi hvítur vel að vígi. 11. Bxd7 Dxd7? 12. Rf5 Hd8 13. Rxe7+ Dxe7 14. Rd5 De6 15. Bxf6 gxf6 16. Dh6 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. Byrj- unarleikirnir voru þessir: SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 77 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake HRÚTUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert öðrum góð fyrirmynd ef þú bara gætir þess að hafa stjórn á skapi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að sóa ekki orku þína á einskis nýta hluti. Mál- ið er að skilja hafrana frá sauðunum og drífa svo hlut- ina af. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það verkefni sem þú stendur nú frammi fyrir er varla á eins manns færi svo þú skalt ekkert vera að tvínóna við það að leita þér aðstoðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Mundu að þú ert dæmdur af verkum þínum og það þýðir ekki að slá ryki í augu fólks með einhverjum látalátum. Gakktu ekki gegn samvisku þinni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hlustaðu á þína innri rödd því þegar allt kemur til alls er það hún sem leiðir þig á rétt- ar brautir og hjálpar þér þeg- ar öll sund virðast lokuð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki tilfinningarnar ráða ferðinni í fjármálunum því nú þarf kalda skynsemi svo hlutirnir fari ekki úr böndunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt þér finnist aðrir ekki jafnskjótir í ferðum og þú myndir helst kjósa skaltu fara varlega í að reka á eftir þeim því hverjum hentar sinn hraði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu ekki vinnufélaga þína leiða þig útaf sporinu. Þeir hafa engra hagsmuna að gæta varðandi þín verk svo haltu áfram ótrauður. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Blandaðu ekki saman raun- veruleika og ímyndun því sú blanda getur reynst hin mesta ólyfjan. Gakktu djarf- ur á vit framtíðarinnar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að læra af öðrum því það getur oft sparað þér bæði tíma og fyrirhöfn þótt aldrei komist þú hjá því að gera þín eigin mistök frekar en aðrir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Haltu góðu sambandi við vinnufélaga þína og gættu þess að enginn misskilningur rísi því leiðindi á vinnustað eru hvimleið og niðurdrep- andi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gættu þess að hafa jafnan góða yfirsýn yfir fjármál þín og hafðu jafnan borð fyrir báru ef einhver óvænt útgjöld skyldu koma upp á. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reikult er rótlaust þangið og þú ættir að setjast niður og gaumgæfa málin þar til þú hefur fundið þína ákveðnu stefnu í lífinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT HÆTTU AÐ GRÁTA Hættu að gráta, hringaná, heyrðu ræðu mína; ég skal gefa þér gull í tá, þótt Grímur taki sína. Hættu að gráta, hringaná, huggun er það meiri; ég skal gefa þér gull í tá, þótt Grímur taki fleiri. Hættu að gráta, hringaná, huggun má það kalla: Ég skal gefa þér gull í tá, þótt Grímur taki þær allar. Þjóðvísa ÍSLANDSMÓTIÐ var jafnt og spennandi í ár, enda margar sterkar sveitir í úr- slitunum. Fyrir síðustu um- ferð gátu fjórar sveitir unnið titilinn, en leikar fóru svo að Skeljungsmenn áttu besta endasprettinn og stóðu uppi sem Íslandsmeistarar með 161 stig, eða 17,89 stig að meðaltali úr leik. Sveitin er skipuð Erni Arnþórssyni, Guðlaugi R. Jóhannssyni, Antoni Haraldssyni, Sigur- birni Haraldssyni, Helga Sigurðssyni og Herði Arn- þórssyni. Sveit Þriggja Frakka varð í öðru sæti með 150 stig, og Subaru-sveitin varð þriðja með 148. Feðg- arnir Jón Sigurbjörnsson og Ólafur Jónsson urðu efstir í fjölsveitaútreikningi mótsins (butler) með +0.54 IMPa í spili, en þeir spiluðu í sveit Boga Sigurbjörnssonar. Bogi er bróðir Jóns, en makker Boga er Birkir, sonur Jóns. Hluti af bridsfjölskyldunni stóru frá Siglufirði. Sveitin varð í fjórða sæti með 145 stig. Bræðurnir Hrólfur og Oddur Hjaltasynir í Þremur Frökkum urðu næstefstir í fjölsveitinni með + 0.51 IMPa úr spili, en bræðurnir í sigursveitinni, Anton og Sig- urbjörn, urðu þriðju með +0,45 IMPa. Þeir spiluðu öll 216 spil mótsins, eins og reyndar meðlimir í sveit Boga, sem aðeins voru fjórir. Austur gefur; AV á hættu. Áttum breytt. Norður ♠ 4 ♥ Á863 ♦ 109532 ♣ D65 Vestur Austur ♠ K6 ♠ DG9872 ♥ K1097 ♥ DG52 ♦ K874 ♦ – ♣ G87 ♣ 1042 Suður ♠ Á1053 ♥ 4 ♦ ÁDG6 ♣ ÁK93 Hér er spil úr sjöttu um- ferð, þar sem Íslandsmeist- ararnir mættu sveit SPRON. Anton og Sigurbjörn voru í NS gegn Birni Eysteinssyni og Helga Jóhannssyni: Vestur Norður Austur Suður Björn Sigurbjörn Helgi Anton -- -- Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 lauf Pass 6 tíglar! Allir pass Kerfið er Standard og eftir tígulopnun og hjartasvar sýnir Anton sterka opnun með stökki í tvo. Kerfið er Standard og eftir tígulopnun og hjartasvar sýnir Anton sterka opnun með stökki í tvo spaða. Síðan má segja að Sig- urbjörn keyri spilið á hörk- unni upp í sex tígla. Hann fer framhjá þremur gröndum og eftir fyrirstöðusagnir á fjórða þrepi lofar Anton þremur ásum með fimm laufa fyrirstöðunni (fjögur grönd hefði sýnt jafna tölu ása), og Sigurbjörn stekkur þá í slemmu. Slemman er raunar prýði- leg þegar horft er á tvær hendur, og Anton var bjart- sýnn þegar hann fékk út tromp og sá blindan. En svo henti austur spaða í fyrsta slaginn og þá dökknaði útlitið verulega. Eigi að síður tókst Antoni að koma slemmunni í hús. Hann tók strax þrjá slagi á lauf (og varpaði önd- inni léttar þegar allir fylgdu lit) en lagðist síðan í víxl- trompun. Fyrst tók hann hjartaás og stakk hjarta, en síðan stakk hann spaða og hjarta á víxl og náði þannig í tólf slagi. Vestur fékk aðeins slag á trompkónginn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 18. apríl, verður áttræður Val- geir Scheving Kristmunds- son, Gnoðarvogi 36, Reykjavík. Valgeir tekur á móti ættingjum og vinum í Dugguvogi 12, 2. hæð, á morgun, fimmtudaginn 19. apríl, kl. 15. 50 ÁRA afmæli. Á morgun, fimmtudaginn 19. apríl,verða fimmtugar tvíburasysturnar Guðmunda Jó- hannsdóttir og Lára Jóhannsdóttir. Eiginmenn þeirra eru Rúnar Guðjónsson og Halldór Karlsson. Þau taka á móti gestum í sal Dúndurs, Dugguvogi 12, í kvöld, 18. apríl, kl. 20.30-23.30. 50 ÁRA afmæli. Í gær,þriðjudaginn 17. apr- íl, varð fimmtug Helga Ólafsdóttir, Stífluseli 1, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jón Ingi Ólafs- son. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Víkings, Stjörnugróf, í kvöld kl. 20. Með prentara og án prentara Fyrir rafhlöðu og 220 V AC RÖKRÁS EHF. Kirkjulundi 19, sími 565 9393 Hágæða vogir á góðu verði Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 4. flokkur, 17. apríl 2001 Kr. 1.000.000,- 5244E 6987H 8047B 10988B 15414F 22426B 30100G 33215F 38924B 42720H Hönnun List Gullsmiðir SKRÁNING ER HAFIN! Símar 551 9160 og 551 9170 Meðvirkni Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjá- skipti og tilfinningar verður haldið föstu- dagskvöldið 27. apríl og laugardaginn 28. apríl í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi AÐ NJÓTA, ELSKA OG HVÍLAST er upplyfting fyrir elskandi pör á öllum aldri sem vilja spila á strengi ástarinnar á Hótel Skógum helgina 27.–29. apríl. Aðgát, félagsráðgjafastofa, símar 551 5404, 861 5407 og netfang annaoli@mmedia.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.