Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 79

Morgunblaðið - 18.04.2001, Side 79
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2001 79 Jakkar frá 1.900 Buxur - 500 Peysur - 990 Bolir - 500 Gallabuxur - 1.900 Toppar - 500 Dragtir - 5.800 Jakkaföt - 9.500 Skór - 500 Bretta skór - 2.900 o.fl. OUTLET 10 +++merki fyrir minna+++ Faxafeni 10, s. 533 1710 Opið mán.-fös. 12-18, lau. 11-16 OUTLET 10 +++merki fyrir minna+++ 50-80% lægra verð Sumarfatnaður frá: GERÐU GÓÐ KAUP NÝTT KORTATÍMABIL MERKJAVARA TÍSKUFATNAÐUR eva SMASH á merkjavöru og tískufatnaði Á SÍÐUM dagblaðsins International Herald Tribune í gær birtist grein er sagði frá þremur farandhönn- unarsýningum frá Norðurlöndum á ferð um Bandaríkin. Ein þeirra heitir Young Nordic Design: Gen- eration X og þar sýna verk sín hús- gagna-, borðbúnaðar- og fatahönn- uðir frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Íslandi. Sýningin var upphaflega sett upp í fyrrahaust fyr- ir opnun Scandinavia House, lista- miðstöðvar Norðurlanda í New York. Síðan þá hefur hún verið sett upp í Washington og verður næst opnuð í Franz Mayer safninu í Mexíkóborg þann 27. apríl. Í sumar verður hún sett upp í Helsinki en í Berlín í haust. Sérstaklega er minnst á íslensku hönnuðina þrjá og verk þeirra. Talað er um borðmottur Tinnu Gunnars- dóttur er gerðar eru úr iðnaðar- plasti, hina viðkvæmu silfurskart- gripi Guðbjargar Kr. Ingvadóttur og hvernig hún sæki innblástur sinn í íslenska náttúru og að lokum „hinar nýtísku- og glæsilegu“ peysur Lindu Bjargar Arnardóttur eins og þeim er lýst í greininni. Talað er við Lis Frederiksen, talsmann danska sendiráðsins í New York, sem segist sjá bein áhrif frá hinu „furðulega og nakta“ íslenska landslagi í verkum íslensku hönnuðanna. Að lokum er svo sagt frá því að margir hönn- uðanna telji það rangt að líta á hönn- unarmenningu sína sem skandínav- íska. Þeim finnist þeir frekar vera hluti af ungmennamenningu heims- ins þar sem fólk tjáir sig óaðfinn- anlega í gegnum stíl hvort sem það býr í Tókýó, Sydney, London eða Reykjavík. Innblástur sóttur í náttúruna Íslensk hönnun í Bandaríkjunum Greinin eins og hún birtist í Herald Tribune í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.