Morgunblaðið - 05.05.2001, Page 4

Morgunblaðið - 05.05.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „SEÐLABANKINN spáir því að verðbólga á seinni hluta þessa árs geti orðið allt að 6% og verði 5,7% yf- ir árið. Úr því er líklegt að verðbólga minnki samfara því að spennan í hagkerfinu hjaðnar,“ segir m.a. um nýja verðbólguspá Seðlabanka Ís- lands sem kynnt var í gær og birtist í nýju hefti Peningamála, ársfjórð- ungsrits bankans. Spáin byggist á þeirri forsendu að hugsanleg frekari gengislækkun verði tímabundin og að fyrirliggjandi kjarasamningar raskist ekki. Birgir Ísleifur Gunnarsson, for- maður bankastjórnar, kynnti spána og minnti hann í upphafi á þær breytingar sem gerðar hefðu verið nýlega á umgjörð peningastefnunn- ar, vikmörk gengis hefðu verið af- numin en þess í stað myndi Seðla- bankinn miða peningastefnuna við að verðbólga verði til frambúðar sem næst 2,5%. Meðan aðlögun frá nú- verandi verðbólgu stæði yfir gæti verðbólga þó orðið meiri. Spá Seðla- bankans gerir ráð fyrir að verð- bólgumarkmiðin, þ.e. 2,5% verð- bólga, geti náðst um mitt árið 2003. Birgir Ísleifur sagði verðbólguspá bankans um 4% verðbólgu fyrir fyrsta ársfjórðung hafa gengið eftir en vegna lækkandi gengis og hækk- andi vísitölu neysluverðs hefðu verð- bólguhorfur á næstunni versnað. Birgir Ísleifur sagði skýringar á lækkandi gengi krónunnar meðal annars verkfall sjómanna. Það hefði áhrif þegar atvinnuvegur sem gæfi um 60% útflutningstekna lamaðist svo og fréttir um hugsanlegan nið- urskurð aflamagns. Hann sagði að það sem gæti snúið þessari þróun við væri að samningar tækjust við sjó- menn og hvort um aflaskerðingu yrði að ræða eða ekki og hann benti einnig á að framtíðaráform varðandi stóriðju hefðu áhrif á gjaldeyris- streymi til landsins. Annars vegar frá erlendum fjárfestum og hins veg- ar gegnum lántökur Landsvirkjunar vegna framkvæmda. Þá sagði hann einkavæðingu bæði banka og Landssíma og skipta máli í þessu sambandi. Bankastjórinn sagði næstu spá Seðlabankans gerða að þremur mánuðum liðnum og hann taldi að gengislækkun síðustu daga væri tímabundin og myndi ekki hafa veruleg áhrif á verðbólguhorfur. Útlánaaukning og viðskipta- halli fela í sér áhættu Í greinargerð í Peningamálum kemur fram að útlánaaukning und- anfarin misseri og óhóflegur við- skiptahalli sem hafi stuðlað að um- talsverðri gengislækkun síðustu mánuði feli sér áhættu fyrir stöðug- leika fjármálakerfisins eins og bank- inn hafi varað við áður. „Á sama tíma hefur geta fjármálakerfisins til að standa af sér erfiðari aðstæður að ýmsu leyti minnkað. Kemur það fram í verri afkomu og lækkandi eig- infjárhlutfalli. Það er eðli fjármála- kreppna að þær geta dunið yfir án þess að gera afdráttarlaus boð á und- an sér, eins og gerst hefur í ná- grannalöndum Íslands og um heim allan,“ sagði Birgir Ísleifur m.a. er hann vitnaði til inngangsorða ritsins. „Seðlabankinn telur ekki efna- hagslegar langtímaforsendur fyrir þeirri gengislækkun sem nú hefur orðið, auk þess sem hún er óæskileg frá sjónarhóli verðbólgumarkmiðs bankans. Hin mikla lækkun gengis krónunnar undanfarna daga er að mati bankans tímabundin og skýrist meðal annars af tregari fjármögnun viðskiptahalla, sjómannaverkfalli og tilhneigingu gjaldeyrismarkaða til yfirskota. Ljóst má vera að óhófleg- ur viðskiptahalli grefur til lengdar undan genginu, jafnvel þótt hátt gengi sé ekki meginorsök hans, og getur þar með sett verðstöðugleika í hættu.“ Seðlabankastjóri sagði að- hald í peningamálum áfram mikið og að verri verðbólguhorfur og þrýst- ingur á gengi krónunnar myndu hamla frekari vaxtalækkun í bráð jafnvel þótt minni umsvif í hagkerf- inu gætu gefið tilefni til þess. „Því eru auknar líkur á að peningastefn- an, sem miðar að því að draga úr verðbólgu á ný, hafi tímabundinn samdrátt í för með sér. Nýsett verð- bólgumarkmið bankans mun þó nást að lokum þrátt fyrir tímabundinn verðbólgukúf og harkalegri aðlögun en vonast var eftir,“ sagði Birgir Ís- leifur Gunnarsson. Um forsendur verðbólguspárinnar segir m.a. að tekið sé mið af nýrri spá Þjóðhags- stofnunar um hagvöxt og vinnuafls- notkun og spám alþjóðastofnana um verðlagsþróun í utanríkisviðskipt- um. „Mat á samningsbundinni hækkun launa er byggt á fyrirliggj- andi samningum. Um hana er því nokkuð góð vissa. Við áætlun launa- skriðs á innlendum markaði hefur verið tekið mið af aðstæðum á vinnu- markaði. Gert er ráð fyrir að spenna á vinnumarkaði minnki á næstu ár- um, sem er í samræmi við spá Þjóð- hagsstofnunar,“ og gert er einnig ráð fyrir því að heldur dragi úr vexti á framleiðni vinnuafls á næstu árum með minnkandi hagvexti. Þá er gert ráð fyrir óbreyttu gengi krónunnar frá spádegi eða 26. apríl, sem sé 6,5% lægra gengi en miðað var við í spá bankans í febrúar. „Reynsla undanfarinna mánaða virðist gefa til kynna að áhrif geng- isbreytinga á innlent verðlag gætu verið með lengri töf en áður, hvort sem sú breyting er tímabundin eða varanleg. Er það í samræmi við reynslu annarra ríkja sem tekið hafa upp sveigjanlega gengisstefnu. Hins vegar eru engin rök, hvorki fræðileg né byggð á reynslu, fyrir því að áhrif varanlegra gengisbreytinga muni ekki koma fram í verðlagi að lokum,“ segir um gengið og sé af þeim sökum gert ráð fyrir að nýleg gengislækkun komi heldur hægar fram en fyrir- liggjandi líkön geri ráð fyrir en að langtímasambandið sé óbreytt. Styrkara gengi krónunnar Gengi krónunnar hækkaði um rúmlega 1% í viðskiptum á milli- bankamarkaði í gær. Námu heildar- viðskipti 19,8 milljörðum króna. Í upphafi dags var gengisvísitalan 141,53 stig. Í fyrstu styrktist krónan lítillega en veiktist þó fljótlega aftur og fór gengisvísitalan hæst í 143,60 stig. Seinni hluta dags styrktist gengi krónunnar verulega og endaði gengisvísitalan í 140 stigum. Seðlabanki Íslands telur markmið um 2,5% verðbólgu eiga að nást um mitt árið 2003 Verðbólgan 5,7% í ár en síðan minnkandi Morgunblaðið/Jim Smart Birgir Ísleifur Gunnarsson í ræðustóli. Við borðið sitja Eiríkur Guðna- son, Finnur Ingólfsson og Már Guðmundsson hagfræðingur.                                                               ÞORVARÐUR Tjörvi Ólafsson, for- maður Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands, hefur verið valinn í fyrsta sinn í landsliðshópinn í handbolta, en hann er sem kunnugt er leik- maður Hauka og núverandi Ís- landsmeistari. Þorvarður Tjörvi er fæddur 2. maí 1977 og býr með Önnu Margréti Bjarnadóttur, sem er að ljúka námi í dönsku í Háskóla Íslands. Þorvarður Tjörvi hefur verið í miklum önnum í vetur, bæði vegna starfa sinna í Stúdentaráði en ekki síður vegna mikils álags í handboltanum, en Haukar komust í undanúrslit í Evrópukeppni meist- araliða þar sem þeir féllu með sæmd úr keppni eftir leiki gegn króatíska liðinu Metkovic. „Ég bjó fyrstu sjö árin í Kópavogi og hef síðan búið í Hafnarfirði að undanskildum tveimur árum þegar ég var í námi í Danmörku. Þegar ég flutti í Hafnarfirðinn kynntist ég Einari Gunnarssyni [syni Gunnars Einarssonar, markvarðar í Hauk- um um árabil], sem leikur með mér í Haukum, og hann var fljótur að draga mig með á æfingar. Ég spil- aði eitt ár með Bjæring Bro í efstu deildinni í Danmörku,“ segir Þor- varður Tjörvi, sem var eitt ár í hag- fræði í Háskólanum í Árósum. „Konan mín er að ljúka námi í haust og stefnir á framhaldsnám í Danmörku og við ætlum út eftir næstu handboltavertíð. Ég gerði tveggja ára samning við Hauka í fyrra. Ég stefni að því að spila handbolta í Danmörku. Þarna ætla ég líka að klára námið því skólinn hefur setið dálítið á hakanum eftir að ég kom heim. Það hefur verið mikið að gera í handboltanum og í stúdentapólitíkinni.“ Það hefur mikið brunnið á Þor- varði Tjörva á þeim vettvangi í vet- ur. „Yfirvofandi verkfallsaðgerðir kennara tóku sinn toll og sköpuðu okkur mikla vinnu. Sem betur fór tókst að semja og það var gert rétt fyrir úrslitaviðureignina í Íslands- mótinu. Það var mikill léttir og ég get varla hugsað þá hugsun til enda ef komið hefði til verkfalls. Það hefði myndast upplausnarástand í háskólanum.“ Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið Þorvarð Tjörva í landsliðs- hópinn ásamt þremur öðrum nýlið- um. „Þetta eru miklar gleðifregnir. Þetta hefur alltaf verið draum- urinn en hann rættist fyrr en ég þorði að vona. Í raun hefur þetta verið draumavetur, frábært ár með Haukunum. En rúsínan í pylsuend- anum kæmi í ljós ef okkur tækist að leggja KA að velli fyrir norðan,“ segir Þorvarður Tjörvi. Þorvarður Tjörvi Ólafsson með mörg járn í eldinum Hand- bolti og stúdenta- pólitík Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorvarður Tjörvi Ólafsson kastar mæðinni utan vallar um stund í fjórða úrslitaleiknum í fyrrakvöld. Til vinstri eru Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, og Óskar Ármannsson. FORSTJÓRI Landsvirkjunar, Frið- rik Sophusson, segir að niðurstaða Þjórsáraveranefndar, um að skoða betur áhrif miðlunarlóns upp á 575 metra yfir sjávarmáli, sé jákvæð og viðunandi fyrir báða aðila ef heimild verði að lokum gefin fyrir þeim fram- kvæmdum. Slíkt lón rýri ekki veru- lega náttúruverndargildi Þjórsár- vera, að mati Landsvirkjunar. Friðrik segist hafa viljað sjá nefnd- ina samþykkja 6. áfanga Kvíslaveitu, sem hefði gefið meiri orku, en hann telur lónshæð upp á 575 metra duga Landsvirkjun til að afhenda næga orku á réttum tíma til stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Að sögn Friðriks er skylt að setja þessar framkvæmdir í mat á umhverfis- áhrifum og þá gefist öllum tækifæri til að koma með ábendingar og at- hugasemdir. „Aðalatriðið er að fólk og hags- munaaðilar fái að kynna sér rann- sóknaniðurstöður málsins. Nú er verið að tala um mun minna lón en lýst er í undanþáguákvæði friðlýs- ingarinnar. Rúmmál lónsins er um fjórðungur af því sem ella hefði orð- ið,“ segir Friðrik og bendir á að lón- flötur innan friðlandsins, miðað við 575 metra hæð yfir sjó, sé 5,6 ferkíló- metrar en flöturinn sé 27,7 ferkíló- metrar innan friðlandsins í lóni upp á 581 metra yfir sjávarmáli, sem gert sé ráð fyrir í friðlýsingunni. Heild- arflötur þess lóns sem Þjórsárvera- nefnd vill skoða nánar er 28,5 ferkíló- metrar en er alls 62 ferkílómetrar miðað við 581 metra hæð. Hagstæðasti kosturinn Friðrik bendir á að í friðlýsingu Þjórsárvera, sem hafi lagagildi, sé gert ráð fyrir því að Landsvirkjun setji niður lón við Norðlingaöldu, enda sé vissum skilyrðum sé full- nægt. „Ástæðan fyrir því að við erum að sækjast eftir þessu lóni núna er sú að þetta er langhagstæðasti virkjun- arkosturinn í dag og svarar mjög til þess sem um er beðið af hálfu Norð- uráls. Með því að setja þarna niður lón spörum við okkur byggingar- framkvæmdir við virkjanir en auk- um vatnsrennslið í gegnum þær virkjanir sem fyrir eru,“ segir Frið- rik. Forstjóri Landsvirkjunar segir að með umræddu lóni upp á 575 metra yfir sjó sé hægt að afhenda Norður- áli þá orku sem um hefur verið beðið vegna stækkunar álversins á Grund- artanga, og á réttum tíma eða árið 2004. Gerir hann þá einnig ráð fyrir Búðarhálsvirkjun, sem Landsvirkj- un hefur fengið virkjanaleyfi fyrir, og samningum við Reykjavíkurborg vegna stækkunar Nesjavallavirkjun- ar. „Þegar öllu er safnað saman telj- um við okkur hafa næga orku á þeim tíma sem um er beðið. Ef við fáum þetta ekki verður meiri bið á því að við getum sett niður virkjun sem svarar til þeirra þarfa,“ segir Frið- rik. Lónshæð upp á 575 metra dugar Forstjóri Landsvirkjunar um niðurstöðu Þjórsárveranefndar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.