Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 19

Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 19 NÝR skóli í Grafarholti tekur til starfa í haust. Ekki er nóg með að skólinn sé nafnlaus, heldur á eftir að byggja hann auk þess sem ekki er vitað hversu margir nemendur verða í honum á fyrsta starfs- árinu. Þrátt fyrir alla þessa óvissu er skólastjórinn óbang- inn að takast á við starfið framundan. Að sögn Guðlaugar Stur- laugsdóttur, sem mun stýra hinum nýja skóla, er gert ráð fyrir allt að 400 nemendum í skólanum í framtíðinni. Hversu margir verða næsta haust er hins vegar óljóst. „Við vitum ekki hvað við verðum með marga, það gætu orðið allt frá 50 og upp í 80. Það verður sem sagt fámennt hjá okkur næsta vetur en alveg örugglega góðmennt,“ segir hún og bætir því við að þegar séu um 20 nemendur búnir að innrita sig í skólann og vel gangi með ráðningu kennara. Guðlaug býst við að til að byrja með ráði hún fimm kennara fyrir utan skóla- stjórnendur og fjölgi þeim svo eftir því sem þörf verður á. Á þessu fyrsta starfsári verða nemendur í fyrsta til sjöunda bekk í skólanum en svo verður bekkjardeildunum bætt við einni og einni árin þar á eftir. „Þannig að þetta fer rólega af stað og við gefum okkur góðan tíma í aðlögun og að undirbúa starfið,“ segir hún. Notalegt bráðabirgða- húsnæði á leiðinni Ekki er hægt að reka skóla án húsnæðis og þó að langt sé í að skólahúsnæðið verði tilbúið verða börnin ekki á götunni. „Það er talað um að við verð- um tvö ár í bráðabirgðahús- næði,“ segir Guðlaug. „En það er munur á bráða- birgðahúsnæði og bráða- birgðahúsnæði. Húsin sem við fáum eru úr timbri og þau eru öll tengd þannig að það er inn- angengt alls staðar á milli. Ég er búin að vera í þessum hús- um áður sem skólastjóri í Borgaskóla og ég kvíði því ekki neitt því það er mjög notalegt andrúmsloft í þessum húsum, sérstaklega fyrir yngri börnin. Og það verður þokka- lega rúmt um okkur þó að nemendurnir verði 80. Við skipuleggjum okkur miðað við það að þeir verði það margir til að byrja með.“ Von er á húsunum í byrjun júní þannig að allt ætti að verða tilbúið þegar starfið hefst í haust. Undirbúningsvinnu sér- staks stýrihóps fyrir skóla- starfið framundan lauk í vik- unni og að sögn Guðlaugar tekur nú við yfirferð banda- rísks sérfræðings áður en nið- urstöður vinnunnar verða kynntar hinn 8. júní næstkom- andi. „Við erum bæði búin að fara í gegn um kennslufræðina og hönnunaratiði og gera okk- ur hugmyndir um hvers konar byggingu við þurfum utan um það starf sem við ætlum að vera með.“ Í stýrihópnum er fólk víðsvegar úr þjóðfélaginu, kennarar, fulltrúar fræðsluyf- irvalda, byggingahönnuðir, pólítíkusar, fulltrúar foreldra, kennara, verkfræðinga og stuðningsfulltrúa, garðyrkju- maður og svo mætti lengi telja. Undirbúningurinn hófst í febrúar og hefur hann verið mjög gefandi, að sögn Guð- laugar. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og mikils virði fyrir mig að fá þessa ólíku sýn á þetta. En samt sem áður komust menn nokkurn veginn að svipaðri niðurstöðu um hvernig við vildum hafa þetta og ég vona að þeir fylgi því svolítið eftir með mér og hafi svolítið eftirlit með því að við gerum það sem ákveðið var.“ „Gerist ekki í einum hvelli“ En hvað kemur þá til með að einkenna starfið í hinum nýja skóla? „Þetta er ný sýn á skólastarfið þótt auðvitað sé ekkert alveg nýtt undir sól- inni. En við ætlum að prófa að gera þetta á einhvern annan hátt en venjulega,“ segir Guð- laug og útskýrir það nánar. „Til dæmis erum við ekkert viss um að við verðum með þetta hefðbundna bekkjakerfi þó að við aldursskiptum að einhverju leyti því krakkar þurfa félagsskapinn og vilja vera í einhvers konar hópum. Hins vegar er þróunin sú að skólastarfið er orðið miklu ein- staklingsmiðaðra og við erum farin að horfa miklu meira á hvað hver nemandi þarf. Kannski verður þetta líka svo- lítið þemabundnara því við munum vinna svolítið eftir þemum og tengja námið inn í þau.“ Guðlaug segir ljóst að þetta muni ekki gerast í einum hvelli og því verði fínt að hafa þessi tvö ár til undirbúnings og hönnunar skólans þannig að kennararnir geti komið að þeirri vinnu. Og það er greini- legt að það er hugur í hinum nýja skólastjóra því að hún segir veturinn leggjast mjög vel í sig. „Ég hlakka bara til að fara að vinna,“ segir hún að lokum. Ný sýn á skólastarfið Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðlaug ásamt núverandi nemendum sínum í Korpuskóla. Grafarholt HAMRASKÓLI fór með sig- ur af hólmi í spurn- ingakeppni milli grunnskóla í Grafarvogi og Mosfellsbæ, sem haldin var í Borgarholts- skóla í fyrrakvöld í rífandi stemmningu. Er þetta í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin og var eitt markmiða hennar að efla tengsl milli þessara skólastiga. Alls tóku sex grunnskólar þátt; Engja- skóli, Foldaskóli, Hamra- skóli, Húsaskóli, Rimaskóli í Grafarvogi og Varmárskóli í Mosfellsbæ. Um 50 manna stuðningslið mátti koma frá hverjum skóla og þar á meðal voru tveir piltar, Hörður Aron Harðarson og Sigurður Vignir Jóhannsson, báðir nemendur í 8. bekk Húsa- skóla. „Við erum með lið í keppninni,“ sögðu þeir í sam- tali við blaðamann, sem tókst að fá þá augnablik úr hring- iðunni. „Það var félagsstarfskenn- arinn í skólanum sem valdi það. Það var gengið í bekki um morguninn á keppnisdeg- inum og sagt frá þessu. Flest- ir voru þá reyndar búnir að ráðstafa kvöldinu, svo að það komu færri til að horfa á en annars hefðu komið.“ „Frekar erfiðar spurningar“ Þeir félagar kváðust hafa fylgst grannt með „Gettu betur“ í sjónvarpinu og fund- ist þættirnir rosalega skemmtilegir; þessi keppni fylgdi nokkurn veginn sömu reglum og eins og þar voru í hverju liði þrír keppendur. Að þeirra sögn er reynt að hafa spurningarnar sem fjöl- breyttastar. „Það er meðal annars farið í almennar gát- ur, kvikmyndir og tónlist, jafnvel í málfræði. Einnig landafræði, bókmenntir, sögu og íþróttir og allt það. Þetta eru frekar erfiðar spurningar.“ Skyldi vera þörf fyrir svona keppni á grunn- skólastigi? „Já, tvímælalaust. Þetta gerir það að verkum að nem- endur fara að auka þekkingu sína til að geta staðið sig sem best. Við vitum ekki hvort verður framhald á þessu eða keppnin taki yfir fleiri skóla á Reykjavíkursvæðinu næst eða hvað, en vonum að hún verði áfram næstu árin og vonandi um alla framtíð, en hún þarf að fá að þróast, eins og er með alla hluti,“ sögðu þeir Hörður og Sigurður, ánægðir með þetta framtak. Heimasmíðaður farandbikar Það var spurningalið Borgarholtsskóla úr „Gettu betur“ sem sá um að semja spurningarnar, spyrja, dæma og telja stigin, en Bjarni Jóhannsson íþrótta- kennari var kynnir. Allir þátttakendur fengu boli fyrir þátttökuna og sigurliðið að auki farandbikar sem smíð- aður var af nemendum Borg- arholtsskóla. Rimaskóli og Hamraskóli fóru í úrslit og bar Hamraskóli sigur úr být- um, eins og áður var nefnt. Engjaskóli fékk hins vegar verðlaun fyrir besta klapp- liðið. Athygli vakti, að lögreglan var á staðnum þegar Morg- unblaðið bar að garði. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að lögreglumennirnir höfðu átt leið þar hjá, séð að eitthvað var um að vera og ákveðið að kanna málið. Ef- laust hafa þeir glaðst yfir þeim anda sem ríkti meðal vímulausra unglinganna, því þeir stöldruðu við og fengu sér kaffi og fylgdust með spurningakeppninni af áhuga. Spurningakeppni milli sex grunnskóla í nágrannasveitarfélögum haldin í fyrsta sinn Sigurður Vignir Jóhannsson og Hörður Aron Harðarson í 8. bekk Húsaskóla eru ánægðir með spurningakeppnina milli grunnskólanna og vilja hafa hana á hverju ári. Morgunblaðið/Kristinn Mikil spenna var í keppninni enda stóðu liðin sig vel og stuðningsmenn hvöttu sitt fólk af krafti. Rífandi stemmning Mosfellsbær/Grafarvogur ÁFENGIS- og tóbaksversl- un ríkisins opnaði verslun í Spönginni 31 í Grafarvogi í gær og kynnti um leið nýtt útlit sem undirstrikar aukna áherslu á vínsölu fremur en áfengissölu. Að sögn Höskulds Jóns- sonar, forstjóra ÁTVR, er verslunin með 400 tegundir til sölu sem er svipað og í stærri áfengisverslunum að Kringlunni og Heiðrúnu undanskildum. Hann segir fjölda nýjunga í versluninni: „Það sem vekur kannski fyrst athygli utanfrá er að yfir versluninni er stórt skilti sem á stendur „Vín- búð“ og orðið er klofið í sundur með rauðum vínber- jaklasa sem við munum framvegis nýta sem einkenni verslunarinnar.“ Höskuldur segir að með útliti verslunarinnar sé fremur verið að leggja áherslu á vínsöluna en annað áfengi en innandyra er hún máluð í rauðum lit sem er slitinn í sundur með eikar- listum. Sömu liti er að finna í hillum og klæðnaði starfs- fólks og að sögn Höskulds munu aðrar verslanir sem opnaðar verða á árinu verða í svipuðum stíl. „Þá er í versluninni aðstaða til að pakka inn vörum fyrir þá sem vilja setja sellófan utan um flöskur eða eitthvað álíka,“ segir hann. Opnunartími verslunar- innar er lengri en gengur og gerist með verslanir ÁTVR og tekur mið af opnunartíma flestra verslana í nágrenn- inu. Þannig verður opið frá kl. 14–19 mánudaga til fimmtudaga, frá kl. 12–20 föstudaga og 12–16 á laug- ardögum. Verslun ÁTVR í Spönginni Grafarvogur Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmargar nýjungar eru í nýju vínbúðinni í Spönginni og er litavalið annað en fólk á að venjast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.