Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 25 ÁÐUR en gengisvísitala krónunnar tók að hækka verulega fyrir rúmlega mánuði var áætlað að í gangi væru framvirkir samningar og skipta- samningar að upphæð um 60 millj- arðar króna á markaðnum í heild sinni. Undanfarið hefði hins vegar verið mikið um lokanir á slíkum samningum og sennilega væri upp- hæðin í dag um 30 milljarðar króna. Ingólfur Bender hagfræðingur hjá Íslandsbanka-FBA sagði að skýringin á þessu væri sú að aðilar hefðu að stórum hluta verið með slíka samninga á grundvelli fyrrver- andi vikmarka krónunnar og litið á það sem einskonar gengistryggingu, en þegar sú forsenda væri ekki leng- ur fyrir hendi hefðu þessir aðilar kosið að loka sínum samningum. Hjá Kaupþingi fengust þær upp- lýsingar að upp á síðkastið hefðu menn verið varkárari í að fara í samninga sem tengdust vaxtamun á krónunni, en síðastliðna tvo daga hefði þó orðið vart við meiri áhuga á slíkum samningum. Algeng skoðun markaðsaðila á gengislækkuninni nú í vikunni væri þó sú að hún hefði í raun ekki átt sér sterkan efnahags- legan eða viðskiptalegan grundvöll utan millibankamarkaða. Þess vegna héldu menn að sér höndum með að fara inn í nýja samninga og dregið hefði úr því að veðjað væri á enn frekari lækkun krónunnar. Arnar Jónsson, sérfræðingur í gjaldeyrisviðskiptum hjá Lands- banka Íslands, segir að frekar lítið sé um að fyrirtæki séu að selja krónur og taka stöður í erlendri mynt. Þeir sem ætluðu sér að gera framvirka samninga með þessum hætti eru búnir að því og lítið um slíka samn- inga þessa vikuna. „Þetta skýrir að einhverju leyti fall krónunnar frá síðustu tveimur mánuðum. Það að fyrirtækin hafa viljað draga úr skuldsetningu í erlendri mynt og auka vægi krónunnar hefur auðvitað haft áhrif á lækkun krónunnar.“ Arnar segir að menn hafi lítið gert af því að selja gjaldeyri undanfarið enda lítill gjaldeyrir til að selja. Það er því lítið um framvirka samninga núna. Árni Maríasson, forstöðumaður hjá Búnaðarbanka Íslands, segir að fyrirtæki hafi áhuga á því að gera framvirka samninga og með vakandi auga fyrir því en stærstur hluti þeirra hefur ekki gert slíka samn- inga. Hann segir að það séu aðallega fyrirtæki með tekjur í erlendri mynt sem hafi gert slíka samninga en ekki sé verið að gera framvirka samninga í hina áttina. Samningar fyrir 30 milljarða í gangi Mikið um lokanir á framvirkum samningum vegna breyttrar gengisstefnu Seðlabanka Íslands FINCH, alþjóðlegalánshæfismats- fyrirtækið gefur Landsbanka Ís- lands hf. lánshæfiseinkunnina A fyr- ir langtímalán og F1 fyrir skammtímalán en einkunnin F1 er hæsta einkunn sem fyrirtækið gefur. Jafnframt gaf Fitch bankanum C fyrir sjálfstæðan fjárhagslegan styrkleika og stuðningseinkunnina 2. Þetta er nokkuð betri einkunn en Landsbankinn fékk frá Moody’s þar sem sérfræðingar Fitch telja ekki vera ástæðu til að hafa áhyggjur af hlutfalli lána bankans til sjávarút- vegsins enda endurspegli það ein- faldlega mikilvægi sjávarútvegsins fyrir íslenska hagkerfið. Gunnar Þ. Andersen, fram- kvæmdastjóri Alþjóða- og fjármála- sviðs Landsbankans, segir að enginn íslenskur aðili hafi fengið betri láns- hæfiseinkunn hér á landi að íslenska ríkinu einu undanskildu. Í fréttatilkynningu frá Fitch kem- ur fram að lánshæfismatið undir- strikar sterka stöðu Landsbankans á innlendum markaði og víðfeðmt dreifikerfi. Matið endurspegli enn- fremur hátt gæðastig útlána, að- haldssamt áhættustig, viðunandi eiginfjárstöðu og jafnframt er bent á að hagræðingarmöguleikar innan bankans séu miklir. „Þetta lánshæfismat Fitch er mjög jákvætt fyrir Landsbankann og styrkir enn frekar ímynd hans á alþjóðamörkuðum. Jafnframt er matið stuðningur við þá stefnumótun og aðgerðir sem stjórnendur hafa unnið markvisst að á undanförnum misserum,“ segir Gunnar. Fitch gefur Landsbanka góða einkunn TAP Skeljungs fyrstu þrjá mánuði ársins nam 44 milljónum króna en 113 milljón króna hagnaður varð árið 2000. Fjármagnsliðir hjá félaginu fyrstu þrjá mánuði ársins 2001 eru neikvæðir um 135 milljónir króna, þar af nemur gengistap 121 milljón króna. Á sama tíma árið 2000 voru fjármagnsliðir Skeljungs hf. jákvæð- ir um 8 milljónir króna og gengis- hagnaður nam 14 milljónum króna. Á stjórnarfundi hjá Skeljungi í gær kom fram, að áætlað gengistap Skeljungs hf. frá 1. apríl síðastliðn- um til dagsins í dag nemur u.þ.b. 500 milljónum króna. Frá upphafi árs til dagsins í dag nemur því áætlað gengistap félagsins u.þ.b. 620 millj- ónum króna. Í ofangreindu 3ja mán- aða yfirliti er áhrifa sjómannaverk- falls ekki farið að gæta, en það hófst 1. apríl síðastliðinn. Stjórnendur Skeljungs hf. gera því ráð fyrir að tap verði á rekstri félagsins við end- urskoðað sex mánaða uppgjör. Fyrstu þrjá mánuði ársins nam sala félagsins 3,4 milljörðum króna en 2,7 milljörðum árið áður. Hagnaður hefur verið af rekstri Skeljungs hf. undanfarin liðlega tuttugu ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Skeljungur með 44 millj- ónir í tap ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.