Morgunblaðið - 05.05.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 05.05.2001, Síða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM LEIÐ og William Hague leið- togi Íhaldsflokksins heimsótti Yorkshire í síðustu viku til að vekja athygli á fjölþjóðamenningu Breta lét John Townend þingmaður flokksins svo ummælt að stjórn Tony Blair leiðtoga Verkamanna- flokksins væri á góðri leið með að breyta Bretum í kynstofn kyn- blendinga. Orð þingmannsins skyggðu ekki aðeins á tilgang ferð- ar Hagues, heldur vöktu deilur flokksins í kynþáttamálum og af- hjúpuðu enn einu sinni ótraust flokkstök Hagues. En ekki nóg með það, heldur sagði annar þingmaður, Laurence Robertson, að orð Townend væru „sönn í grundvallaratriðum“. Báðir þingmennirnir urðu að draga orð sín til baka, en ekki fyrr en Taylor lávarður af Warwick, eini svarti lá- varður Íhaldsflokksins, hótaði að segja sig úr flokknum. Allt þetta rót hefur ekki hjálpað Hague. Skoðanakönnun IPO fyrir BBC, birt í vikunni, sýnir að 63 prósent kjósenda álíta Hague hafa haldið illa á spöðunum í kynþátta- málum. Er hinn flugmælski Hague kynnti stefnuskrá flokksins í gær sagði hann að flokkurinn stefndi að því að bæta afgreiðslu á umsóknum þeirra er sækja um pólitískt hæli svo Bretland yrði þeim öruggt at- hvarf er á því þyrftu að halda. Um leið afhjúpaði Hague nýtt kosn- ingaplakat: Mynd af kasóléttum Tony Blair forsætisráðherra með orðaleik er vísaði til efndaleysis stjórnarinnar: Eftir fjögurra ára hríðir væri barnið enn ófætt. Óþægir þingmenn Þegar Townend lýsti því yfir að Bretar væru að breytast í kynstofn kynblendinga valdi hann enska orðið „mongrel“ til að lýsa þessari þróun. Orðið vísar oftast til hunda, sem eru kynblendingar, svo það hljóm- ar ekki göfuglega í eyrum hinna hundelskandi Breta, þó flestir séu á því að blandaðir hundar séu reyndar oft gæddir betri eiginleik- um en hinir hreinræktuðu. Þó ýmsir hafi séð ástæðu til að ræða þennan þátt málsins hafði Hague ekki frið til að vera með heimspekilegar vangaveltur um málið. En það var ekki fyrr en nokkrum dögum eftir að Townend lét ummæli sín falla að Hague greip til aðgerða. Ummæli Town- end koma þó engum á óvart. Það er ekki nema um mánuður síðan hann sagði að innflutningur útlendinga stefndi einleitni engilsaxneska kyn- stofnsins í voða. Townend var þá harðlega gagnrýndur af Hague, líka af því Townend vildi ekki und- irrita yfirlýsingu formanna flokk- anna um að gera kynþáttamál ekki að kosningamáli. Hague sagði þá að það tæki því ekki að svipta Townend trúnaðar- störfum í flokknum. Þingmaðurinn ætlaði hvort sem er ekki að bjóða sig fram við næstu kosningar, sem allir búast við að verði í byrjun júní og það væri því merkingarlaus gjörð að grípa til aðgerða gegn Townend. Hins vegar hikaði Hague ekki við að svipta annan þingmann, Charles Wardle, sem líka hættir eftir næstu kosningar. Wardle varð það nefnilega á að lýsa því yfir að hann ætlaði að styðja óháðan fram- bjóðanda í næstu kosningum, ekki frambjóðanda eigin flokks. Og allt kom fyrir ekki þó Wardle segði að rangt hefði verið haft eftir sér. Auðmýkt án sannfæringarkrafts Townend var harðlega víttur af Hague fyrir fyrri ummæli sín. Í þetta skiptið var Townend auk þess neyddur til að koma með yfirlýs- ingu á mánudaginn, þar sem auð- mýktin draup af hverju orði. Að hann hafi meint orð sín í raun og veru efast menn um eftir að fréttir komu upp í fyrradag um að Town- end hefði sagt við einhverja blaða- menn að hann ætti eftir að leysa frá skjóðunni svo um munaði eftir kosningar. Eftir á lýsti Townend því yfir að þetta hefði ekki verið rétt eftir sér sagt, en ónefndir heimildarmenn halda því hins vegar fram að Town- end þyki flokksforystan hafa farið ómaklega með sig. En það voru fleiri sem þurftu að grípa til auð- mýktar. Þegar Robertson þing- maður sagði orð Townend alveg sönn fékk hann alveg sömu með- ferð, var ávítaður og neyddist til að biðjast afsökunar og lofa að tala aldrei svona aftur. Það sem kastar rýrð á leiðtoga- hæfileika Hagues er að ávíturnar til þingmannanna tveggja komu ekki fyrr en hinn svarti Taylor lá- varður hafði haft uppi svo hörð orð um kynþáttastefnu flokksins og meðferð Hagues á þeim málum að næsta skref hans virtist vera að segja sig úr flokknum. Hann benti á að hann gæti ekki verið í sama flokki og Townend. Þeir eru þó báðir enn í flokknum. Taylor virðist ekki sérlega sannfærður um leið- togahæfileika Hagues en hefur ver- ið hvattur til að hafa hægt um sig og hvetja heldur aðra blökkumenn til að styðja flokkinn, en grafa und- an honum. Illvíg orðaskipti og sein tök Hagues á þeim hafa enn ýtt undir efasemdir um framtíð hans sem flokksleiðtoga. Stöðugar vangavelt- ur um hæfileika hans vekja áhygg- ur flokksmanna um að með Hague við stjórnvölinn muni flokkurinn ekki eiga afturkvæmt í stjórn. Það hefur spurst út að í Somerset hyggist frambjóðendur Íhalds- flokksins reka áróður fyrir því að atkvæði til þeirra þýði ekki endi- lega að ekki sé hægt að losna við Hague, komist flokkurinn í ríkis- stjórn. Kynþáttaumræður hrella Íhalds- flokkinn breska Reuters William Hague, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, sótt- hreinsar skó sína fyrir stjórnmálafund í Skotlandi. AP Taylor lávarður, sem situr í lávarðadeildinni fyrir Íhaldsflokkinn, hefur hótað því að segja sig úr flokknum vegna kynþáttamálanna. William Hague skrifaði undir yfirlýsingu um að flokkur hans höfðaði ekki til kynþáttafordóma í komandi kosningabar- áttu en gengur illa að fá frambjóðendur til að hlíta því. Að sögn Sigrúnar Davíðs- dóttur ýtir þetta undir efasemdir um leiðtogahæfileika hans. VÆNTANLEG ný aðildarríki Evr- ópusambandsins (ESB) munu geta sett hömlur við kaupum borgara annarra ESB-ríkja á fasteignum og landi í allt að sjö ár eftir inngöngu viðkomandi ríkja í sambandið, sam- kvæmt tillögum sem framkvæmda- stjórn ESB birti í gær. Leggur framkvæmdastjórnin til að sjö ára aðlögunarfrestur verði á kaupum á landi og fimm ár á fast- eignakaupum. Framkvæmdastjórn- in er með þessum tillögum að bregðast við óskum nokkurra Mið- og Austur-Evrópuríkjanna, sem nú standa í aðildarviðræðum við ESB. Einkum eru það Pólverjar sem óttast að Þjóðverjar, öðrum frekar, muni vilja kaupa land og fasteignir sérstaklega á þeim svæðum sem áð- ur voru hluti af Þýzkalandi en færð voru undir pólsk yfirráð eftir síðari heimsstyrjöld. Samkvæmt tillögunum munu stjórnvöld hinna væntanlegu nýju aðildarríkja geta haldið sinni lands- löggjöf um kaup útlendinga á landi og fasteignum út hinn umsamda að- lögunarfrest en að honum loknum muni samræmd löggjöf ESB á þessu sviði taka gildi. Hún gerir ráð fyrir að borgari ESB-ríkis geti keypt fasteignir hvar sem er í sambandinu. Sjö ára aðlögunarfrestur á fasteignakaupum Brussel. Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.