Morgunblaðið - 05.05.2001, Page 35

Morgunblaðið - 05.05.2001, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 35 HUGTAKIÐ „geðklofi“ verður úrelt eftir 10 til 20 ár og munu þar ráða mestu framfarir á sviði erfðafræði og taugavís- inda. Þetta er mat þýska pró- fessorsins Klaus-Peter Lesch sem er þekktur fyrir rannsókn- ir sínar á þessum vettvangi. Hugtakið „geðklofi“ (á ensku „schizophrenia“) er í raun eins konar „regnhlífar- hugtak“ sem nær yfir fjölmargar birtingarmyndir al- varlegrar geðröskunar sem þjaka um það bil hundraðasta hvern mann. Nýverið var greint frá því að tekist hefði að greina gen sem á líklega hlut að máli í einni erfiðustu birt- ingarmynd geðklofa en hún einkennist af ofskynjunum sjúklingsins, ranghugmyndum og truflaðri hreyfigetu. Niður- stöður þessarar rannsóknar, sem hópur þýskra vísinda- manna stóð að, eru birtar í tímaritinu Molecular Psychi- atry. Prófessor Lesch, sem fór fyrir hópnum, segir að eigi við- líka framfarir í vísindalegri þekkingu á þessum sjúkdómi sér stað á næstu árum megi gera ráð fyrir að hugtakið „geðklofi“ verði ekki lengur notað sem safnheiti yfir mis- munandi sjúkdóma í heila. „Ég tel að þessi greiningaraðferð verði einn góðan veðurdag lögð til hliðar og að heitið „geðklofi“ verði úrelt.“ Lesch kveðst telja að lítill hluti arfgengs geðklofa orsak- ist af minnst 20 mismunandi genum. Hann telur því að „geðklofagenið“ eina og sanna sé ekki til. Hópnum sem prófessor Lesch fór fyrir tókst að ein- angra gen sem talið er að komi við sögu í þeirri mynd geðklofa sem lýsir sér í stjarfa sjúk- lingsins (á ensku er þetta form nefnt „catatonic“). Þessi mynd sjúkdómsins leggst á um það bil einn af hverjum 20 sem veikjast af geðklofa. Rann- sóknin var erfðafræðileg og tókst að bera kennsl á stökk- breytt genið í 30 manna fjöl- skyldu þar sem sjö höfðu tekið sjúkdóminn. Prófessor Lesch segir að meingenið hafi komið fram í þremur ættliðum sem geri að verkum að hann sé nokkuð viss um að þarna sé fundinn raun- verulegur áhrifaþáttur. Frek- ari rannsókna sé þó þörf. Spá enda- lokum geðklofa- hugtaksins The Daily Telegraph. TENGLAR ....................................... Tímaritið Molecular Psychiatry: www.stockton-press.co.uk/mp/ contents.html KARLAR og konur eru ólík og þegar um er að ræða lækn- isfræðilegar rannsóknir skiptir það máli. Þetta er niðurstaða vísindamannanefndar sem Bandaríska læknastofnunin (Institute of Medicine) kvaddi saman til að fara yfir rannsókn- aráætlanir í læknisfræði. „Kyn … er mikilvægt grund- vallaratriði sem taka ber með í reikninginn þegar rannsóknir eru hannaðar og greindar á öll- um sviðum og öllum stigum læknisfræði og heilbrigðismála,“ segir í niðurstöðum nefnd- arinnar. Vísindamenn hafa jafnan litið svo á að burtséð frá æxl- unarfærunum séu karlar og konur í grundvallaratriðum eins og bregðist eins við lyfjum. Hef- ur þetta verið gagnrýnt af sum- um kvennahópum sem hafa haldið því fram að rannsóknir hafi beinst að körlum og of lítill gaumur gefinn að frábrugðnum viðbrögðum og þörfum kvenna. Í niðurstöðum sínum segja nefndarmenn að munur á kyni nái alla leið niður á frumustig. Karlar og konur séu ólík hvað varðar sjúkdómamynstur og lífs- mynstur, komist í snertingu við sjúkdóma með ólíkum hætti, geymi orku á ólíkan máta, efna- skipti þeirra séu mismun- andi og þau bregðist við lyfjum á mismunandi hátt. Í niðurstöðunum er hvatt til þess að rann- sóknir séu settar upp með þeim hætti að greina megi niðurstöður þeirra með til- liti til kyns, greint skuli frá kynjaskiptingu þátttak- enda í vísindalegum rit- gerðum og þegar konur taki þátt í rannsóknum skuli taka fram hvar þær séu staddar í tíða- hringnum. Bandaríska læknastofn- unin er óháð vísinda- samtök sem bandaríska þingið hefur ráðið til að veita stjórnvöldum vís- indalega ráðgjöf. Rannsóknir taki mið af kynjamun Gleymast alþekktar staðreyndir? Washington. AP. Associated Press

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.