Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 43
NÝLEGA tók for-
sætisráðherra, Davíð
Oddsson, fyrir hönd ís-
lensku ríkisstjórnarinn-
ar, við svokölluðum
Global Green-verðlaun-
um úr hendi Gorbat-
sjovs. Þessi samtök eru
nokkurs konar græni
kross á sviði umhverfis-
mála og var Gorbatsjov
aðalhvatamaður að
stofnun þeirra. Þetta er
í fyrsta skipti sem rík-
isstjórn eru veitt verð-
laun þessara samtaka. Í
raun er íslenska þjóðin
vel að þessum verðlaun-
um komin. Daginn fyrir
verðlaunaveitinguna var fjallað um
loftslagsbreytingar í einu virtasta
tímariti heims, Time. Í 10 síðna um-
fjöllun um umhverfismál er rúmlega
einni síðu varið í Ísland sérstaklega.
Niðurstaða sérfræðinga tímaritsins
er sú að: „Vilji lesendur sjá hvernig
ábyrg stjórnvöld takast á við vist-
væna orkugjafa skulu þeir heimsækja
Ísland.“ Þannig er upphafskynningin
um umfjöllun um Ísland. Í kjölfarið
fylgir síðan úttekt á því hvernig Ís-
lendingar hafa notað vatnsorku og
jarðvarma í efnahagslíf sitt. Síðan er
rækilega rætt um stefnumörkun ís-
lensku ríkisstjórnarinnar um að
stefna að vetnisvæðingu íslensks
efnahagslífs – fyrstir þjóða. Sérfræð-
ingarnir enda íslensku umfjöllunina á
þeim orðum að Ísland sé fyrirmynd-
arríki og öðrum ríkjum hvatning á
sviði vistvænnar orkustefnu.
Verðlaunafhendingin og umfjöllun-
in í Time er í fullu samræmi við u.þ.b.
60 frásagnir í ýmsum virtum fjölmiðl-
um aðþjóðasamfélagsins á síðustu
misserum. Þannig hefur verið fjallað
um vetnisvæðinguna með sérstökum
þætti á Discovery Channel, þrisvar
sinnum í Der Spiegel, Financial Tim-
es og þannig má áfram telja. Rauður
þráður í þessari umfjöllun er annars
vegar ríkjandi orkustefna og hins
vegar markmiðin um vetnisvæðingu.
Til viðbótar þessu má nefna að reglu-
lega hafa fulltrúar vetnishópsins á Ís-
landi verið fengnir til þess að halda
erindi á fjölmennum ráðstefnum
austan hafs og vestan um orkumál Ís-
lendinga. Þannig var undirritaður
fenginn til að flytja erindi á ráðstefnu
öflugra umhverfissamtaka Pew Cen-
ter for Climate Change í apríl síðast-
liðnum (um ráðstefnu þessa má lesa á
slóðinni: www. pewclimate.org).
Einkennilegur úrtölutónn
Í ljósi þessa er athyglisvert að
fylgjast með umræðu ýmissa stjórn-
arandstæðinga og háværra einstak-
linga í þjóðfélaginu. Af
máli þeirra mætti skilja
að stefna íslenskra
stjórnvalda sé hræðileg
í orkumálum. Bölmóð-
urinn ríður húsum.
Framarlega þar í flokki
hafa verið einstakir
þingmenn Vinstri
grænna og þarf ekki að
fletta langt aftur í þing-
tíðindum eða blaða-
greinum til þess að
finna tón þeirra. Það er
einmitt athyglisvert að
ýmsir fulltrúar virtra
umhverfissamtaka er-
lendis skuli fagna því
hversu vel að orkunýt-
ingu er staðið hér á Íslandi. Allar töl-
ur tala í rauninni þar sínu máli. Þá er
einnig umhugsunarefni að hinir öfga-
fyllstu skuli ávallt ræða um umhverf-
ismál sem staðbundið fyrirbrigði
meðan sannir umhverfissinnar skoða
þau í hnattrænu samhengi enda er
annað órökrétt og beinlínis rangt. En
hverjar skyldu nú vera staðreyndirn-
ar um orkumál Íslendinga?
Heimsmet bætt!
Ekki verður fram hjá þeirri stað-
reynd litið að 67% af allri orku okkar
Íslendinga er byggð á vistvænum
orkugjöfum. Engin önnur þjóð kemst
með tærnar þar sem við höfum hæl-
ana í þessu tilliti. Til samanburðar má
geta þess að Evrópusambandið að
meðaltali nýtir 5–6% vistvæna orku-
gjafa í heildarorkunotkun sinni. ESB
stefnir að því að ná tölunni upp í 12%
á næstu 10 árum. Þessi glæsilegi ár-
angur okkar Íslendinga er árangur af
framsýnni stefnu yfirvalda hér á Ís-
landi fyrr og nú. Ekki er lengra síðan
en á 4. áratugnum að kolareykur lá
yfir Reykjavíkurborg. Þetta birtist
m.a. í viðtali við Sigurbjörn Einars-
son, fyrrverandi biskup, þegar hann
lýsir mistrinu ofan af Öskjuhlíð í upp-
hafi 4. áratugar. Þarna hefur orðið
breyting, fyrst og fremst vegna fram-
sýni yfirvalda hverju sinni til þess að
nýta vistvænar auðlindir okkar í þágu
efnahagslífs og þjóðarinnar allrar.
Hér hefur með öðrum orðum náðst
stórkostlegur árangur. Það er líka
ómetanlegur árangur sem vísinda-
menn okkar hafa skilað með Jarðhita-
skóla Sameinuðu þjóðanna. Þar eru
nemendur ýmissa þjóðríkja þjálfaðir
upp í þeirri reynslu, sem Íslendingar
hafa aflað sér, og flytja þá reynslu til
sinna heimalanda. Þessi útflutningur
mannauðs verður seint metinn. Við
skulum hafa í huga að t.d. álver, sem
byggist á rafmagni úr kolum, mengar
að minnsta kosti 9 sinnum meira en
álver sem nýtir vatnsafl eða jarðorku.
Þetta eru einfaldar staðreyndir sem
ekki verður litið fram hjá. En nú
hyggjast Íslendingar ganga lengra.
Í samningaviðræðum við erlendu
stórfyrirtækin um stofnun Íslenskrar
nýorku (Íslenska vetnisfélagsins) réð
úrslitum yfirlýsing undirrituð af Dav-
íð Oddssyni forsætisráðherra, Finni
Ingólfssyni iðnaðarráðherra og Guð-
mundi Bjarnasyni umhverfisráð-
herra þess efnis að ríkisstjórn Íslands
stefndi að því að vetnisvæða íslenskt
efnahagslíf á næstu árum. Þetta hef-
ur vakið heimsathygli og beint sjón-
um alheimsins frekar að þessu merki-
lega eylandi og dregið enn skýrar
fram þá staðreynd að 67% orkunotk-
unarinnar byggist á vistvænum orku-
gjöfum. Og nú á að stíga lengri skref.
Hvað þýðir það? Með því að nýta
vetni á bílaflotann og fiskiskipaflot-
ann getum við minnkað gróðurhúsa-
áhrif á Íslandi um 66% og jafnvel enn
meira með því að bæta ýmsum iðnaði
þar inn í. Til þess að ná þeim mark-
miðum þarf aðeins að nýta tæplega
10% af nýtanlegri orku á Íslandi og
eru þá ekki talin með vindorka, sjáv-
arföll og aðrir vannýttir orkumögu-
leikar. Hin pólitíska yfirlýsing ríkis-
stjórnar Íslands um að verða fyrsta
vetnisríki veraldar hefur hleypt af
stað skriðu sem ekki verður stöðvuð.
Hún birtist ekki bara í ítrekuðum um-
fjöllunum heimsfjölmiðlanna heldur
og eru verkin tekin að tala. Reglulega
koma hingað erlendir vísindamenn,
fjárfestar og fulltrúar ýmissa sam-
taka til þess að vera þátttakendur í
þeim tilraunum sem fara fram í þágu
mannkyns á Íslandi með hina nýju
vetnistækni.
Ekki er laust við í ljósi þessa að
ýmsar raddir verði heldur hjáróma í
ómálefnalegri gagnrýni á orkustefnu
Íslendinga.
Forysturíkið Ísland
Hjálmar
Árnason
Umhverfismál
Hin pólitíska yfirlýsing
ríkisstjórnar Íslands
um að verða fyrsta
vetnisríki veraldar,
segir Hjálmar Árnason,
hefur hleypt af stað
skriðu sem ekki verður
stöðvuð.
Höfundur er formaður iðn-
aðarnefndar Alþingis.
Upplýsingar í síma 698 2846
(ásett verð 1 milljón)
Lifandi tónlist
allar helgar
Matargerð
er okkar list
Hafnargötu 19a - Sími 421 4601
Netpóstur: rain@mi.is
Tilboðsverð
fyrir hópa !
og skemmtistaður
í Keflavík
Flísar
og
parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri