Morgunblaðið - 05.05.2001, Page 46

Morgunblaðið - 05.05.2001, Page 46
46 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Rútubílstjóri Viljum ráða fjölskyldumann sem rútubílstjóra. Þarf að hafa aðsetur á Snæfellsnesi. Húsnæði fylgir. Upplýsingar gefa Haukur eða Kristín í símum 561 8000, 8925270 og 892 5269. Sérleyfisb. Helga Péturssonar ehf., Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík. Húsvörður Óskum að ráða nú þegar húsvörð til afleysinga í sumar. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt á góðum vinnu- stað. Vaktavinna. Laun skv. samningum S.F.R. Nánari upplýsingar um starfið veitir skrifstofustjóri. Sólvangur Sólvangsvegi 2 sími 555 6580. SÓLVANGUR HJÚKRUNARHEIMILI HAFNARFIRÐI R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalsafnaðarfundur Grensásprestakalls verður haldinn í Grensáskirkju laugardaginn 12. maí nk. Fundurinn hefst kl. 13.00. Fundarefni: Aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum um sóknarnefndir. Önnur mál. Sóknarnefnd. Aðalfundur Svalanna verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Víkingasal, þriðjudaginn 8. maí kl. 19.30. Húsið opnað kl. 19.00. Veislumatur og skemmtiatriði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fjölmennum! Stjórnin. Stjörnutónleikar á nýrri öld! Harmonikutónleikar í Langholtskirkju laugardaginn 5. maí kl. 16.00. Þekktir snillingar frá Rússlandi, Finnlandi og Svíþjóð leika listir sínar. Einstakt tæki- færi fyrir unnendur harmonikunnar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Ársfundur 2001 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavík- urborgar boðar til ársfundar miðvikudaginn 23. maí 2001, kl. 15.00 í fundarsal BSRB á Grettisgötu 89, 4. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Breytingar á samþykktum sjóðsins. 3. Önnur mál löglega upp borin. Allir sjóðfélagar sem og fulltrúar aðildarfélaga BSRB og BHM svo og launagreiðendur eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 4. maí 2001. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. HÚSNÆÐI Í BOÐI Íbúð til leigu Til leigu er gæsileg 100 fm íbúð, 3ja hæð, í mið- bænum. Útsýni, öll heimilistæki, pallloft, geymsla á jarðhæð. Laus nú þegar. Umsóknir merktar: „V — 11204“ sendist til auglýsingadeildar Mbl. HÚSNÆÐI ÓSKAST Leiguhúsnæði óskast Vönduð fjögurra manna fjölskylda óskar eftir rúmgóðu húsnæði til leigu, helst einbýlishúsi. Frá miðju sumri til eins til tveggja ára. Upplýsingar veittar í síma 561 2428. KENNSLA Píanókennsla Kenni frá 1. og upp í 8. stig í píanóleik. Tek fólk í einkatíma og byrja aftur 1. júní. Upplýsingar í síma 553 0211. Jakobína Axelsdóttir, píanókennari, Austurbrún 2 (9 5), 104 Reykjavík. Líföndun Guðrún Arnalds verður með námskeið í Vestmannaeyjum helg- ina 11.—13. maí og í Reykjavík 26.—27. maí. Vorhreingerning á líkama og sál. Líföndun er góð leið til að leysa upp spennu og létta á hjartanu. Gleði er ávöxtur innri friðar. Guðrún Arnalds, símar 896 2396/551 8439. TIL SÖLU Rýmingarútsala Laugardaginn 5. maí 2001 höldum við rýmingarsölu frá kl. 13.00—16.00 síðdegis og bjóðum ykkur álstiga og áltröppur á frábæru verði. Einig úrval af ódýrum verkfæra- og veiðikössum. Ferðavörur á mjög hagstæðu verði: Uppblásin vask í útileguna, sápu- hulstur, töskur, grillgafla og margt fleira. Einnig er mikið úrval veiðarfæra, flugustangir, kaststangir, kast- stangir með hjóli á góðu verði, fluguhjól, flugulínur, flugu- og baklínu í sama pakka, fluguhýtingarsett, túbu „Visa“ ódýrar vöðlur, Camo vöðlur til gæsa- veiða, veiðigalla, heilgalli vatteraður, vöðlusokka, stangapoka, hjólapoka o.fl. Fjölbreytt úrval leikfanga: Dúkkur, bílar, boltar, sandkassaleikföng, litabækur pússluspil o.fl. Örbylgjuofnar á kynningarverði. Safapressur á tilboðsverði. Ódýr tréherðatré 3 í pakka, plastherðatré, örbylgjuofnabakkar, vínkælar, plasthnífapör í sumarhúsin og útileguna, plastborð- dúkar, servíettur, pappaglös og -diskar, gluggasköfur, uppþvottabustar o.fl. o.fl. Lítið við og gerið góð kaup. Greiðslukortaþjónusta. I. Guðmundsson, Vatnagörðum 26, 104 Reykjavík, sími 533 1991. UPPBOÐ Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Nauðungarsala lausafjármuna. Eftirtalin ökutæki og annað lausafé verður boðið upp við lögreglustöðina í Þórunnar- stræti, Akureyri, laugardaginn 12. maí 2001 kl. 14:00 eða á öðrum stað eftir ákvörð- un uppboðshaldara, sem verður kynnt á staðn- um: 1. Bifreiðar, dráttarvélar og önnur ökutæki:                                                            !       " !                       !                         "  "  " "  " "" " " ! !  !  !  ! ! !      #      !      " !       $  $  $   $ $ $$ $     % % %!    2. Annað lausafé: Kvernaland pökkunarvél, Class 1150 stórbagga- vél, Marshall S 10 sturtuvagn, rakstrarvél Vicon, pylsuvagn, Baader flökunarvél, Plasmaskurðar- vél P-51, kinnavöðvavél, Torrent 52 rennibekkur, tölvur, prentarar, skanni, fax, plotter, myndavél, Megamix útsendingarforrit, veiðistangir, veiði- hjól, veiðistakkar, byssuskápur o.fl. 3. Ótollafgreiddur varningur: M.a. garn, bifreið, varahlutir í fiskvinnsluvélar, fiskvinnsluvél. 4. Óskilamunir úr vörslu lögreglu; m.a. reiðhjól. Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávísanir ekki teknar gildar nema með samþykki gjaldkera. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu embættisins og þar verða einnig veittar frekari upplýsingar ef óskað er. Sýslumaðurinn á Akureyri, 3. maí 2001. Harpa Ævarrsdóttir, fulltrúi. ÝMISLEGT Handverksmarkaður Handverksmarkaður, er vera átti á Garðatorgi 5. maí, fellur niður. Upplýsingar í síma 861 4950. Garðatorg. Álftanesskóli, Bessastaðahreppi Kennarar og skólaliðar Næstkomandi skólaár, 2001 til 2002, eru lausar stöður við Álftanesskóla Bessa- staðahreppi. Við leitum að kennara í almenna bekkjar- kennslu og heimilisfræði. Ennfremur óskast kennarar til afleysinga frá 1. ágúst til 31. des- ember í almenna bekkjarkennslu og starfs- menn til að vinna með börnum sem eru í Frí- stund eftir hádegi. Álftanesskóli er einsetinn grunnskóli með 1. —7. bekk og fjöldi nemenda er 230 í 13 bekkj- ardeildum. Við tókum í notkun nýtt og glæsi- legt húsnæði haustið 2000 og er skólinn búinn fullkomnum kennslutækjum, þannig að vinnu- aðstaða bæði kennara og nemenda er eins og best verður á kosið. Fjaran og fuglarnir eru nágrannar okkar sem gefur mikla möguleika til lifandi náttúrufræðikennslu og ekki spillir að við höfum sérútbúna kennslustofu til raun- greinakennslu. Undanfarin ár hefur verið unnið öflugt þróunar- starf varðandi breytta kennsluhætti í stærð- fræði og skólinn hlotið styrki til þess. Einnig hefur skólinn fengið styrki til þróunarverkefna á sviði upplýsinga- og tæknimenntar, mats á skólastarfi og til samskipta við skóla á Norður- löndunum og í Lettlandi. Upplýsingar um störfin veita Erla Guðjónsdótt- ir, skólastjóri, í símum 565 3662 og 891 6590, og Ingveldur Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 5653662. Umsóknir berist til skólastjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.