Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 63
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 63 Glæsileg vélhjólasýning um helgina 594 6000 Laugardagur 10-17 Sunnudagur 13-17 Láttu drauminn rætast Nýtt símanúmer: S k ú t u v o g u r 1 2 a ÞJÓÐINNI fjölgar og skapa þarf störf. Þróunin er samt þannig að í mörgum atvinnugreinum verður að flytja inn útlendinga til þess að vinna störfin sem verið er að skapa innan- lands að því er sagt er fyrir Íslend- inga. Menn flýja sveitir landsins og frá sk. afskekktari byggðum til þétt- býlis. Fákeppnin stjórnar síðan strjálbýlinu úr þéttbýlinu. Nýverið voru gefin út leyfi til lax- eldis í sjókvíum og er talið að þar skapist mörg störf og útflutnings- tekjur aukast. Það má vel vera að svo sé en þess ber að gæta þegar leyfi eru gefin út til reksturs í viðkvæmri náttúru að tryggilega sé gengið frá því að þeir sem eiga að reka viðkomandi fyrir- tæki hafi skilning á og virði það um- hverfi sem þeim hefur verið gefið formlegt leyfi til þess að starfa í. Í raun hefur enginn einn leyfi til þess t.d. að gefa út leyfi fyrir sjókvíareldi t.d. inni á einhverjum undurfallegum firði. Slíkt umhverfi er sameign allra Íslendinga núlifandi og enn ófæddra og ættu menn vandlega að hugsa um hvort áhugi sé fyrir því að sjón- og umhverfismengandi iðnaður sé þar sem væri betra að varðveita fegurð landsins eins og hún er og hafa sjón- mengun og aðra umhverfismengun sem minnsta. Síðustu laxeldisævintýrin hafa skil- ið eftir sig herfilega slóð um nánast allt land og virðast fáir vera ábyrgir fyrir að þrífa upp eftir sig. Það er bara framkvæmt, mokað og grafið, leiðslur lagðar þvers og kruss og svo fer allt á hausinn ef menn fá ekki endalausar „fyrirgreiðslur“. Ég ferðast mjög víða um landið í mínu starfi og mér blöskr- ar og sárnar hvernig skilið hefur verið við þegar mörg svokallaðra atvinnu- skapandi verkefna hafa farið á haus- inn. Víða við aðsetur fyrrverandi til- vonandi milljónadraumafyrirtækja liggja plaströr og alls kyns dót árum og áratugum saman án þess að nokk- ur hreyfi litla fingur til þess að fjar- lægja það. Því fleiri ferðamenn sem koma til landsins því fleiri staði verðum við að vernda og halda þannig hreinum að gestir okkar hneykslist ekki á slóða- skapnum. Víða við fyrrverandi fiskeldisstöðv- ar standa eftir kaldavatnsborholur og rennur oftar en ekki vatn úr ryðguð- um stútum þeirra engum til gagns en öllum til ama vegna lýtis. Ég ætla ekki að orðlengja meira um þetta en treysti því að allir leggist á eitt um að halda umhverfinu í lagi því það er svo auðvelt að skemma en erfitt að lagfæra á nýjan leik þegar enginn virðist vera ábyrgur og allir vísa hver á annan í ákafa sínum við að skapa þjóðinni arðvænlega afkomu. Hjálagðar ljósmyndir eru teknar af fyrrverandi fiskeldiskerum og til- heyrandi „búnaði“ í fjöru einni fyrir vestan og dæmi hver og einn um „feg- urð“ umhverfisins. FRIÐRIK Á. BREKKAN Hringbraut 75, 220 Hafnarfjörður. Fórnarkostnaður? Frá Friðriki Á. Brekkan: Fyrrverandi fiskiker í vestfirskri fjöru. PÉTUR og Páll áttu sinn landskik- ann hvor og þar spruttu ber í svo miklu magni að landið virtist svart tilsýndar. Mikill og góður markaður var fyrir ber og sáu þeir félagar sér leik á borði að hagnast vel á berja- tínslu. Pétur var mikill náttúrusinni og leit á landareign sína sem guðs- gjöf og gekk um hana sem slíka. Hann réð fólk til berjatínslu án verk- færa og launin voru helmingur af því sem týnt var. Allir voru sáttir, fólkið og eigandi landsins; allir högnuðust og þannig gekk það og gengur enn. Páll var stórhuga og keypti stóra jarðýtu og skóflaði öllum berjum saman á einum degi en erfitt reynd- ist að aðskilja berin frá moldinni og lynginu svo hann tók á leigu frysti- hús sem nýlega hafði orðið gjald- þrota og ýtti öllum haugnum þar inn með ýtunni góðu og réð fólk til að týna berin úr hrúgunni. Þetta varð kosnaðarsamt svo hagnaðurinn varð minni en enginn. Næsta ár var góð berjaspretta hjá Pétri og hagnaður með ólíkindum, en landareign Páls var eitt moldarflag og þar hafa ekki sprottið ber árum saman. Nú harm- ar Páll að landið hans skuli ekki sökkva í sæ, svo hann geti keypt skuttogara og veitt fisk á eigin haf- svæði. SIGURÞÓR JÚNÍUSSON, Grenilundi 8b, Garðabæ. Saga fyrir sægreifa Frá Sigurþóri Júníussyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.