Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 66

Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEGAS þekkjum við best sem dægurlagahöfund í algjörum sér- flokki, einkum í textagerð. Það var því löngu orðið tímabært að gefinn yrði út diskur þar sem hann les úr verkum sínum. Megas syngur ekki tón á diskinum og lætur öðrum eftir tónsköpun, sem leikin er í bakgrunni við upplesturinn. Mér er því hálfvegis stirt um stef, því það heyrir tæpast undir hlutverk hljómplötugagnrýn- anda að fjalla um upplestur úr skáld- sögu eða prósum. Það er nefnilega rithöfundurinn Megas, ekki dægur- lagahöfundurinn, sem er í aðalhlut- verki á diski þeim sem hér til umfjöll- unar. Ég mun því fyrst og fremst fjalla um þá tónlistarsköpun sem mallar í bakgrunni við meistarann. Haugbrot inniheldur 14 hljóðstúfa en er þó tvískipt, textalega séð. Fyrri hlutinn er í tólf hljóðstúfum sem inni- halda stemmningar við upplestur Megasar úr eigin skáldsögu, Björn og Sveinn. Bókin var á sínum tíma gagnrýnd fyrir gífurlegt „orðafyllerí“ og er það til nokkurrar undrunar. Orðsnilldin í sögunni er slík að hug- takið „fyllerí“ hlýtur að öðlast já- kvæðari merkingu fyrir vikið. Seinni hlutinn á Haugbroti inniheldur tvo hljóðstúfa með stemmningum við upplestur Megasar úr óbirtum rit- verkum, „Á Þingvelli árið 0 (með nið- urtalningu)“ og „Plaisir d’Am- our#20: Kveðja“. Ræð ég kennimönnum um orðafyllerí sterk- lega frá því að kynna sér þessa áður óbirtu orðsnilld; þeir gætu orðið timbraðir. „Prelude: Jökullinn og Keilirinn“ er fyrsti hljóðstúfur Haugbrots. Poll- ock-bræður plokka gítara í opnum E- moll, heyrist mér, og krydda sann- færandi þjóðvegastemmningu Meg- asar á áhrifaríkan hátt. Stemmningin eykst í næsta stúf, „Vanhelgar bæk- ur“, og áfram líður áhrifamikill E- moll, líkt og „rýtingur djúpt í hvít- blæðandi morgunsárinu“, svo að maður fái sér nú aðeins neðan í orð- um meistarans. Kenderí þetta varir í rösklega tuttugu mínútur eða þar til þriðji stúfurinn, „Ungbarnaútgerð“, hefst. Þar er áðurnefndur E-moll orðinn að E-dúr og Pollock-bræður eru á heimavelli í bandarískum blús, af gamla skólanum. Angurvær „slide“-gítar og orðið „gras“ er manni ósjálfrátt ofar í huga en áfengi eða „fyllerí“ þegar stemmningin er með- tekin. Næstu tveir stúfar eru kenndir við „Utanbæjarmann“ og enn er graslykt í lofti. Mike Pollock plokkar gítarinn að hætti bandarískra dreif- býlinga og enn er leikið í E! „Interlude: Amfetamínóður“ heitir næsta stemmning Haugbrots og í henni er ekkert gras. Ringulreið hins hörmulega efnis er vel lýst í pönk- uðum og stefnulausum rafgítarleik, en Megas les lofrullu sína um efnið hvíta, eins og gítarleikurinn sé allur á misskilningi byggður! Pollock-bræður virðast hrifnir af títtnefndum E, því að áfram líður platan í hinum ágæta hljómi. „Modus Operandi SS“ fylgir í kjölfar „Am- fetamínóðsins“ og virkar eins og nið- urtúr. Millilendingu er náð og áfram berast þeir Björn og Sveinn fram og aftur blindgötuna. „Mannkostir SS“ eru og næstir með afar hljómþýðum og grípandi gítarlínum. Þetta er ópus sem hljómar eins og millikafli fyrir lag í E-dúr og hljómborðslæður frá Hilmari Erni liggjandi seiðandi undir ljóðrænum gítarleiknum. Í næstu tveimur stúfum, „Interlude: Árþús- undum síðar“ og „Makleg málagjöld Axlar Bjarnar“, er nálgun þeirra Hilmars Arnar og Guðlaugs Óttars- sonar, hugmynda- og andrík eins og búast má við af þeim bænum. Við tek- ur svo gullfalleg útsetning Guðlaugs á meistaraverki Bachs í E-dúr, „Air“, undir lestri Megasar á „Maklegum málagjöldum Sveins Skotta“. Guð- laugur útfærir tónsmíðar Bachs sömuleiðis í „Á Þingvelli árið 0“, en heldur er það nú stemmningslaust og miður heppnað. Ógetið hef ég um stúfinn sem lokar frásögninni af Sveini og Birni, „Finale – óreiðan er nafnið“, enda lítið hægt að segja um hann annað en eitur – meira eitur, eða kannski „Amfetamínóður #2“. Haugbrot endar á „Plaisir d’Am- our#20“ sem er hin skemmtilegasta stemmning og það er vel við hæfi að platan skuli enda í margumræddum E. Útgáfa þessi er um margt vel heppnuð. Tónlistarmenn plötunnar skila heilt yfir mjög góðu verki, undir öruggri stjórn Hilmars Arnar Hilm- arssonar. Megas les úr verkum sín- um af öryggi og einkar ánægjulegri skýrmælgi. Tilfinningin er yfirleitt góð í textaflutningi þrátt fyrir að kappið beri hana á stundum ofurliði. Haugbrot er og allrar athygli verð. Morgunblaðið/Einar Falur Megas við upptökur á Haugbrotum ásamt Hilmari Erni og Guðlaugi. Orðanna hljóðan Orri Harðarson TÓNLIST G e i s l a p l a t a Haugbrot – glefsur úr neó- reykvískum raunveruleika, geisla- plata Megasar og hjálparkokka. Megas les úr eigin skáldverkum við undirleik valinkunnra tónlistar- manna. Þeir Mike og Daníel Pollock léku á raf- og kassagítara, Guðlaugur Kristinn Óttarsson lék á rafgítar og Hilmar Örn Hilmarsson lék á hljómborð og önnur hljóm- tæki. Einnig lagði Sigtryggur Baldursson til slagverk við „Á Þingvelli árið 0“. Hilmar Örn Hilmarsson stýrði upptökum og hljóðblandaði ásamt því að útsetja með Pollock-bræðrum og Guðlaugi Óttarssyni sem ennfremur útsetti Air, Tökkötu og fúgu eftir J.S. Bach. Megas sá um texta- og hugmyndavinnu í félagi við Geir Svansson. Edda gefur út. HAUGBROT Sýnt í Gamla bíói (í húsi Íslensku óperunnar) Miðasala í síma 511 4200 og á Netinu - www.midavefur.is Hópar: Hafið samband í síma 511 7060. Lau. 5. maí kl. 23:00 - örfá sæti laus Fös. 11. maí kl. 20:00 - uppselt Fös. 18. maí kl. 20:00 - uppselt Lau. 19. maí kl. 22:00 - nokkur sæti laus Mið. 23. maí kl. 20:00 - nokkur sæti laus Lau. 26. maí kl. 20:00 - nokkur sæti laus     7( 8  &&  &          - $* 1   9     - : ;( $ < "  & "  &" "                      Í HLAÐVARPANUM Eva — bersögull sjálfsvarnar- einleikur 26. sýn. þri. 8. maí kl. 21.00 uppselt 29. sýn. fim. 17. maí kl. 21.00 30. sýn. mið. 23. maí kl. 21.00 31. sýn. fös. 25. maí kl. 21.00 Á Hótel Selfossi: 27. sýn. fim. 10. maí uppselt 28. sýn. fös. 11. maí kl. 21.00 Ath. Síðustu sýningar Ósóttar pantanir seldar samdægurs.            !"##$#%%#&& '&& () :C#,H1G 1'%1AA #'''$ *'<AA 'I #';'E1 $<1$J1#$H1 1>**" C *     ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: *"+,$$#-###+./012! 3   0  %&4&  5 (63  37 4&    8    37 &"=8  37 &<=8  37 =8  37 "=8  37 >=85 (637 "=85 637 =<5 (63 &=< &"=< 9$:!;<=22,/!<< 3 #   6  $ <=8&>5 (637 &"=8&>   637 =8 &>   637 >=8&>3    $#,+!<%2>?#<# 3 $ < @ && /  <=85 (637&/  ?=8   63#   A      3  B<.0#<C!%/!.<!<.,<<! 3 D 4. 49  +  &/  &=8  37&&/ &&=8  37&/  &@=8  37&.=8  37 '4&  &  37&?=8  37 8=8  374&  &  37<=8  37 "&=8  37&=<  37   47.=<5 (63 ?=<  37 &>=<5 (637&8=<5 (637&<=< 5 (637 &=<"=< >=< .=<?=< Smíðaverkstæðið kl. 20.00: *"+,$$#-###+./012! 3   0  $ <=8  37 ?=8  3 Litla sviðið kl. 20.30: 0:7;#!<.0#< 3 ? 3E( FG ;   7( 8=8#   # 3   $!2#?$H99,/$*!?;H?0#$$#/#<(    ) ' (   # -    !  +  (     ,      I J  I   3   (    7353     ( 8A   K7    8 552 3000 opið 12-18 virka daga SNIGLAVEISLAN KL. 20 sun 13/5 örfá sæti laus lau 19/5 nokkur sæti laus fim 24/5 nokkur sæti laus Sýningargestum er boðið upp á snigla fyrir sýningu. Sýningum lýkur í júní. Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 lau 5/5 örfá sæti laus fös 11/5 nokkur sæti laus fös 18/5 nokkur sæti laus lau 26/5 SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG fös 25/5 kl. 23 MIÐNÆT. AUKASÝN. 530 3030 Opið 12-18 virka daga FEÐGAR Á FERÐ KL. 20 ATH. Takmarkaður sýningarfjöldi! sun 6/5 D,E&F kort gilda örfá sæti laus lau 12/5 G,H&I kort gilda örfá sæti laus sun 13/5 örfá sæti laus lau 19/5 örfá sæti laus sun 20/5 nokkur sæti laus fös 25/5 nokkur sæti laus sun 27/5 nokkur sæti laus Á sýningardögum er miðasalan opin fram að sýningu og um helgar er hún opnuð í viðkom- andi leikhúsi kl. 14 ef sýning er um kvöldið. Hópasala er í síma 530 3042 frá kl. 10-16 virka daga. midasala@leik.is — www.leik.is SIMON & GARFUNKEL Í KVÖLD: Lau 5. maí kl. 20 og 22.30 Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson flytja tónlist Simon & Garfunkel ásamt góðum gestum. MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 6. maí kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sun 13. maí kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI LAUS ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! Geisladiskurinn er kominn í verslanir! SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Lau 12. maí kl. 19 – NOKKUR SÆTI LAUS Lau 19. maí kl. 19 – NOKKUR SÆTI LAUS ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR L.R. og Íslenska leikhúsgrúppan kynna MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fim 24. maí kl. 20 – FRUMSÝNING Fös 25. maí kl. 20 – 2. sýning Lau 26. maí kl. 20 – 3. sýning Fös 1. júní kl. 20 – 4. sýnin Lau 2. júní kl. 20 – 5. sýning Valsýning KONTRABASSINN e. Patrick Süskind Í KVÖLD: Lau 5. maí kl. 19 Fös 11. maí kl. 20 Fös 18. maí kl. 20 PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í KVÖLD: Lau 5. maí kl. 19 - UPPSELT Lau 5. maí kl. 22 – UPPSELT Mið 9. maí kl. 20 – AUKASÝNING Fim 10. maí kl. 20 - UPPSELT Fös 11. maí kl. 20 - UPPSELT Lau 12. maí kl. 19 - UPPSELT Sun 13. maí kl. 19 – UPPSELT Þri 15. maí kl. 20 – AUKASÝNING Mið 16. maí kl. 20 – AUKASÝNING Fim 17. maí kl. 20 - UPPSELT Fös 18. maí kl. 20 - UPPSELT Lau 19. maí kl. 19 - UPPSELT Lau 19. maí kl. 22 - AUKASÝNING Sun 20. maí kl. 19 - AUKASÝNING Þri 22. maí kl. 20 – AUKASÝNING Mið 23. maí kl. 20 - UPPSELT Fim 24. maí kl. 20 - UPPSELT Fös 25. maí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 26. maí kl. 19 - ÖRFÁ SÆTI Lau 26. maí kl. 22 - AUKASÝNING Sun 27. maí kl. 20 – AUKASÝNING Mið 30. maí kl. 20 – AUKASÝNING Fim 31. maí kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fös 1. júní kl. 20 - NOKKUR SÆTI Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið Litla svið 3. hæðin sýnir í Tjarnarbíói       10. sýning sunnudaginn 6. maí (næst síðasta sýning) 11. sýning föstudaginn 11. maí (síðasta sýning) Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 2525. Miðasala opin alla sýningardaga frá kl. 19.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.