Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 2

Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 2
Grindvíkingar endurheimta sterkan leikmann/B3 Enn óljóst hvar Íslandsmótið hefst/B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgun- blaðinu í dag fylgir blað frá Bílahúsinu. garðurinn Í dómnum segir að aðstæður á slysstað hafi verið mjög óvenju- legar en Jökulsá á Fjöllum hafði grafið sig hratt í átt að veginum. Fram kom að ökumaðurinn hafði ekið fyrir Vestfjarðaleið undanfar- in þrjú sumur og á þeim tíma farið þrisvar til fjórum sinnum inn í Herðubreiðarlindir á þeim tíma. Því taldi dómurinn að honum hefði átt að vera ljóst að aðstæður voru bæði óvenjulegar og viðsjárverðar. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ökumaðurinn stofnaði lífi og heilsu 13 farþega í mikla hættu en ljóst sé að þeir hafi verið í bráðri lífshættu þegar rútuna rak niður Jökulsána. Á hinn bóginn verði að líta til þess að hann hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að afstýra hættunni og lagt líf sitt í stórfellda hættu við að sækja hjálp. Taldi merki um lokun aðeins viðvörun Slysið varð á fjallvegi 88 inn í Herðubreiðarlindir. Við Lindaá hafði Jökulsá á Fjöllum flætt yfir veginn. Skömmu eftir að ökumað- urinn ók út í jökulvatnið gaf vinstri vegkanturinn sig með þeim afleið- ingum að rútuna rak niður ána og stöðvaðist hún ekki fyrr en 500 metrum neðar. Farþegarnir klifr- uðu upp á þak rútunnar og biðu þar björgunar í um þrjár klukku- stundir. Ökumaðurinn synti frá rútunni og náði í hjálp. Fyrir dómi sagði ökumaðurinn að hann hefði fengið þær upplýs- ingar frá Vegagerðinni að vegurinn væri lokaður. Á veginum inn í Herðubreiðarlindir hefði verið merki um að vegurinn væri lokaður vegna vatnavaxta í Lindaá. Lindaá væri hins vegar „saklaus“ á og straumlítil, en hann á geysiöflugri bifreið. Í samráði við fararstjórann hefði verið ákveðið að halda áfram og kanna aðstæður. Þetta staðfesti fararstjórinn. Ökumaðurinn bar að hálfum mánuði fyrr hefði einnig verið talað um að vegurinn væri lokaður vegna vatnavaxta, en þá hefðu hann og fleiri farið þessa leið án vandræða. Hann hefði ekki litið svo á að vegamerkið eða skiltið við Hrossaborg bannaði umferð um veginn, heldur væri aðeins um við- vörun að ræða. Hann sagði að venja væri að líta þannig á slík merki. Viðvörunarskilti 50 kílómetra frá hættustað Ökumaðurinn var sýknaður af ákæru um að hafa ekið fram hjá viðvörunarmerkjunum. Í dómnum segir að merking um lokun veg- arins hafi verið í um 50 km fjar- lægð frá þeim stað sem slysið varð. Ekkert viðvörunarskilti var hins vegar við hættustaðinn. Þá voru upplýsingar á öðru skiltinu óná- kvæmar að því leyti að þar sagði að um væri að ræða vatnsflóð við Herðubreiðarlindir, en ekki að Jök- ulsá á Fjöllum hefði flætt yfir veg- inn. Með hliðsjón af þessu og því að fyrir dómi kom fram að sömu merkingar höfðu verið uppi fyrr um sumarið vegna vatnavaxta í Lindaá, sem ekki höfðu hindrað för stórra og velútbúinna bifreiða, þótti varhugavert að sakfella öku- manninn fyrir að aka fram hjá um- ferðarskiltunum. Samkvæmt sakavottorði hafði ökumaðurinn gengist undir greiðslu sektar fyrir hraðakstur á fyrri hluta síðasta áratugar. Árið 1997 var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Sakarferill hans hafði þó ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Ragnheiður Bragadóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Ökumaður rútunnar sem lenti úti í Jökulsá á Fjöllum í fyrra 30 daga skilorðs- bundið fangelsi ÖKUMAÐUR rútunnar, sem lenti úti í Jökulsá á Fjöllum í ágúst í fyrra með 13 austurríska farþega innanborðs, hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi til tveggja ára. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í ljósi aðstæðna á slysstað verði að teljast eðlilegt að ökumaðurinn hefði kannað aðstæður með því að fara út úr rútunni og stika veginn eða kanna hann á annan hátt áður en hann ók út í ána. Það hafi hann hins vegar ekki gert heldur ekið næstum því viðstöðulaust út í vatnið. Hann var hins vegar sýkn- aður af ákæru um að hafa ekið fram hjá viðvörunarskiltum. SÖNGVAKEPPNI evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í kvöld og fór lokaæfing fram í Kaup- mannahöfn í gær. Talsverður munur er á spám veðbanka um hvaða þjóðum vegni best í keppninni, en flestir spá þó Svíþjóð og Frakklandi sigri. Er spáð 14. sæti Danska veðmálaþjónustan Bet- bank safnar niðurstöðum veð- banka um heim allan en tólf þeirra hafa opnað fyrir veð í keppninni. Samkvæmt meðaltali sem Bet- bank hefur unnið er Svíþjóð í efsta sæti, Frakkland í öðru og Grikkland og Slóvenía raða sér í næstu sætin. Samkvæmt spám veðbankanna lendir Ísland í 14. sæti en Tyrk- land og Portúgal hafa hins vegar þann vafasama heiður að verma botnsætin. Íslenski hópurinn, sem kallar sig „TwoTricky“, sýndi góð tilþrif á lokaæfingunni í Parken í gær þar sem hann kom í fyrsta skipti fram í þeim búningum sem hann klæðist í keppninni í kvöld. Morgunblaðið/Ásdís Syngja í Kaup- mannahöfn í kvöld FÉLAGSMENN í Hlíf í Hafnarfirði felldu öðru sinni samning, sem gerð- ur var við launanefnd sveitarfélaga, við atkvæðagreiðslu sem fram fór eftir kynningarfund á samningnum. Samninganefndirnar komu til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara í gær og eru aftur boðaðar til fundar á sunnudaginn. Kemur verkfall í leikskólum og öðrum bæjarstofnun- um í Hafnarfirði að óbreyttu til framkvæmda á miðnætti á sunnu- dag. Verkfallið nær til tæplega 398 manns á leikskólum, á gæsluvöllum, við heimilisþjónustu og ræstingu hjá stofnunum Hafnarfjarðarbæjar, og er þar aðallega um konur að ræða. Hlíf felldi samninginn í annað sinn GENGI krónunnar styrktist um 0,4% í gær og endaði gildi vísitölunnar í 134,02 stigum. Daginn áður hafði krónan lækk- að um 0,5%, en alls styrktist krónan um 4,2% í vikunni. Við- skipti gærdagsins námu 9,7 milljörðum króna. Samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka- FBA hf. mun aðallega tvennt hafa haft áhrif á gengi krónunn- ar í gær. Fréttir af verðbólgu aprílmánaðar höfðu neikvæð áhrif á gengið, en á hinn bóginn höfðu væntingar um að styttast færi í lausn á verkfallsdeilu sjó- manna og útvegsmanna jákvæð áhrif. Gengi Bandaríkjadals var 97,90 krónur og gengi evru 85,90 krónur í lok viðskiptadags. Krónan styrkist um 0,4% VARÐSKIPIÐ Týr er í Póllandi til breytinga og viðhalds og í haust fer varðskipið Ægir til Póllands í sama tilgangi. Hafsteinn Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að Týr hefði farið í vikunni til Póllands og komið þangað á miðvikudag. Skip- ið væri væntanlegt aftur til lands- ins í lok júnímánaðar. Ægir færi síðan í haust til Póllands í sama tilgangi. Kostnaður áætlaður 40 milljónir Hafsteinn sagði að auk almenns viðhalds væru gerðar mikilvægar breytingar á skipinu, en sett yrðu tvö stýri í það. Slíkur búnaður yki öryggi skipsins til muna, en það hefði háð því frá upphafi að hafa ekki slíkan búnað. Það sýndu kannanir ótvírætt, en þeir hefðu látið kanna það í tanki í Hamborg með módeli af skipinu. Nú væri eitt stýri og tvær skrúfur á skip- inu, en nú yrði þetta miðstýri tekið og sett tvö stýri fyrir aftan hvora skrúfu, sem yki mjög stjórnunar- kosti skipsins og þar með öryggið. Hafsteinn sagði að þá yrði skipt um tanka í skipinu, en þeir væru farnir að tærast, auk þess sem skipið yrði botnhreinsað og málað í leiðinni. Kostnaður vegna hvors skips er áætlaður um 40 milljónir kr. Týr í Póllandi til viðgerða Viðgerð að hefjast á tveim varðskipum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.