Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM 38% þeirra sem fengu húsa- leigubætur á síðasta ári eru öryrkjar eða ellilífeyrisþegar. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi síðustu ár en árið 1995 voru 23% þeirra sem fengu húsaleigubætur öryrkjar eða ellilíf- eyrisþegar. Námsmönnum sem fá húsaleigubætur hefur hins vegar fækkað mikið. Þeir voru 21% alls hópsins árið 1995, 33% árið 1997 en voru einungis 18% á síðasta ári. At- vinnulausum hefur einnig fækkað. Þessar upplýsingar koma fram í árs- skýrslu samráðsnefndar um húsa- leigubætur. Ellilífeyrisþegar voru 5% þeirra sem fengu húsaleigubætur árið 1995 en í fyrra var þetta hlutfall 14%. Samsvarandi tölur fyrir öryrkja voru 18% árið 1995 en 24% í fyrra. Í fyrra greiddu sveitarfélögin og ríkið 600 milljónir í húsaleigubætur. Alls fengu 4.198 húsaleigubætur í maí í fyrra sem er fjölgun um 461. Liðlega 14.000 leiguíbúðir eru á markaðinum, bæði í almennri leigu og félagslegar leiguíbúðir. Lætur nærri að 30% leigjenda hafi fengið húsaleigubætur á síðasta ári. 89 sveitarfélög greiddu húsaleigu- bætur en 35 sveitarfélög greiddu engar bætur. Um helmingur af öllum húsaleigubótum sem greiddar eru eru greiddar í Reykjavík. Yfir 90% heimila sem fengu húsaleigubætur í fyrra voru með árstekjur undir 1.700 þúsund krónum. 39% heimilanna voru með árstekjur undir 800 þús- und krónum. 600 milljónir greiddar í húsaleigubætur 38% bótaþega eru öryrkj- ar eða ellilífeyrisþegar Messa Ísfirðingafélagsins Kirkju- hátíð að vori Ísfirðingafélagið stend-ur fyrir messu í Ás-kirkju á morgun klukkan 14. Séra Halldóra Þorvarðardóttir messar og Ísfirðingakórinn mætir á staðinn og sér um söng. Ólafur Hannibalsson er formaður Ísfirðingafélags- ins, hann var spurður hvort þessi messa væri haldin af einhverju sérstöku tilefni. „Þetta er það sem við köllum „kirkjuhátíð að vori“, og er fastur liður í starfsemi félagsins. Við höldum þrjár hátíðir á ári, það er Sólarkaffi, sem er upphaflega kveikjan að stofnun félagsins og við höldum í þorrabyrjun, sem næst þeim degi þegar sólin nær að hefja sig aftur yfir fjallahringinn fyrir vestan. Það er ævagömul hefð á Ísafirði að halda upp á þetta og brottfluttir Ísfirð- ingar hafa viðhaldið þeim sið. Á síðustu árum hafa bæst við tvær aðrar samkomur sem félagið gengst fyrir, umrædd kirkjuhátíð að vori og sólkveðjuhátíð að hausti.“ – Hvað felur þessi kirkjuhátíð að vori í sér meira en messuna? „Það er þannig að kirkjan hefur alltaf verið snar þáttur í menning- arlífi Ísfirðinga. Í skjóli hennar hafa dafnað prýðilegir kórar, svo sem Sunnukórinn og karlakórar. Og í næstum því heila öld hafa Jón- as Tómasson organisti og tónskáld og fjölskylda hans og niðjar verið driffjöður í þessari kórastarfsemi sem á rætur í kirkjunni. Þess vegna er það eðlilegt að innan ár- legra samkoma sé haldin kirkjuhá- tíð. Við reynum líka að fá presta til að messa yfir okkur sem eiga ræt- ur að rekja til Ísafjarðar. Að þessu sinni er það séra Halldóra Þor- varðardóttir, dóttir Þorvarðar Kjerúlf, sýslumanns á Ísafirði, og Magdalenu Thoroddsen konu hans. Eftir messu tekur fólk svo tal saman yfir kaffibollum og góðu meðlæti, en besta meðlætið er samt gömlu kunningjarnir. Margir kunna betur við að hitta þá á kyrrðarstund eins og messan er heldur en á hávaðasömum skemmtistað.“ – Hvað eru margir félagar í Ís- firðingafélaginu um þessar mund- ir? „Það eru um átta hundrað félag- ar starfandi núna. Ísfirðingafélag- ið var stofnað 1945. Meginvið- fangsefni félagsins er að skapa Ísfirðingum hér syðra vettvang til að hittast og endurhlaða „batterí- in“ í hópi kunningja og vina.“ – Hvað þarf fólk að eiga rætur djúpt í ísfirskum jarðvegi til þess að teljast gjaldgengir í ykkar hópi? „Þetta fer nánast eftir mati hvers og eins. Sumir félagar okkar hafa bara átt heima á Ísafirði stutt- an tíma, gjarnan á bernsku- eða æskuárum, en hafa mjög sterkar tilfinningar til staðarins og svo eru afkomendur Ísfirðinga boðnir vel- komnir í okkar hóp, jafnvel þótt þeir hafi aldrei stigið fæti á ís- firska jörð. Til viðbótar við að vera sjálft vett- vangur til að hittast stendur félagið að út- gáfu tímaritsins Vest- anpóstsins, sem kemur út einu sinni á ári í tengslum við Sólarkaffið og er einskonar fjölskyldualbúm, aukið með viðtölum og greinum. Auk þess reynum við að leggja lið menningarmálum í heimabyggð og veitum á hverju ári nokkra styrki framúrskarandi nemendum á Ísa- firði. Þá er að geta eins þáttar enn í starfi félagsins. Fyrir nokkrum ár- um festi félagið kaup á skemmti- legu, litlu húsi á Ísafirði, Sóltúnum. Síðan hefur það verið snar þáttur í starfi félagsins að reka þetta hús og leigja það félagsmönnum og öðrum viku í senn.“ – Fer fram á ykkar vegum at- hugun á bókmenntum og öðrum menningarþáttum sem sérstak- lega tengjast Ísafirði? „Nei við við höfum nú ekki sinnt því verkefni en það væri verðugt að fá til liðs við sig þá mörgu rithöf- unda og listamenn sem tengjast Ísafirði með einhverjum hætti.“ – Eiga átthagafélög erindi inn í nútímann? „Það er nú þannig að það flýr enginn sitt fæðingarþorp eins og Patreksfirðingurinn Jón úr Vör orðaði það í kvæði. Maður flytur það nefnilega með sér í hjarta sínu, hvert sem maður fer. Starfsemi átthagafélaga er af sömu rót runn- in og ættarmót og fjölskyldusam- komur. Fólk sem hefur alist upp saman og í sama umhverfi hefur gaman af að sjást og hittast, spjalla saman og fylgjast með hvernig samferðamönnunum vegnar. Með- an andinn leitar í átthagana er þörf fyrir svona félög. En annan tilgang hafa þessi félög ekki en þann að vera vettvangur fyrir fortíðar- þrána.“ – Varst þú sjálfur lengi búsettur á Ísa- firði? „Ég var ekki búsett- ur þar nema í fimmtán ár, fór sautján ára gam- all að heiman. En þau ár eru líka sennilega sterkasti þátturinn í mínu lífi.“ – Er Ísafjörður einangraður staður til búsetu núna? „Hann er fjarri því eins einangr- aður og hann var fyrir nokkrum áratugum. En hann er einn af fáum stöðum á landinu sem enn eiga mest undir flugsamgöngum greiða leið til höfuðborgarinnar.“ Ólafur Hannibalsson  Ólafur Hannibalsson fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1935. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1956. Stundaði nám við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum og við hagfræðiháskólann í Prag á árunum 1957 til 1962. Hann starfaði hjá Loftleiðum í New York, var ritstjóri vikublaðsins Frjálsrar þjóðar og starfsmaður hjá Hafrannsóknastofnun. Hann var bóndi í Selárdal í tíu ár og síðan blaðamaður og ritstjóri og höfundur að sögu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Kona Ólafs er Guðrún Pétursdóttur lífeðlisfræðingur og eiga þau tvö börn og þrjú börn á Ólafur af fyrra hjónabandi. Ísfirðinga- félagið vett- vangur til að hittast og hlaða „batteríin“ UM þessar mundir er endur- vinnslufyrirtækið Hringrás að skipa út um 2000 tonnum af brotajárni til bræðslu á Spáni. Aukning á brotajárni og málm- um sem falla til hefur verið gríð- arleg undanfarið og leggur fyrir- tækið nú kapp á að flytja út sem mest af málmum og járni á meðan gengið er jafnhátt og raun ber vitni. Fyrirtæki, sveitarfélög og ein- staklingar um allt land leggja því endalausa verkefni lið að halda landinu hreinu með söfnun á brotajárni sem skilar sér í aukn- um útflutningi endurunninna brotamálma og þ.a.l. auknum gjaldeyristekjum. Þegar útskipun er lokið í Reykjavík fer Hringrás með fær- anlega endurvinnslustöð víðs veg- ar um landið til að vinna brota- járn sem safnast hefur upp í sveitarfélögunum. Verkefnið hefst á Akranesi og því næst ligg- ur leiðin á Akureyri. Jákvæðar hliðar gengislækkunar Þetta er víst ekkert óeðlilegt, Davíð minn. Finnur litli segir að þetta sé alveg eins og þeg- ar kýrnar séu fyrst settar út á vorin, þá hoppi þær svona og skoppi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.