Morgunblaðið - 12.05.2001, Page 16
SUÐURNES
16 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KARLAKÓR Keflavíkur heldur
tónleika í Ými, húsi Karlakórs
Reykjavíkur að Skógarhlíð 20,
sunnudaginn 13. maí kl. 17.
Efnisskrá tónleikanna er fjöl-
breytt. Hún samanstendur af ís-
lenskum og erlendum lögum. Má
þar nefna hefðbundin karla-
kóralög, verk úr óperum, valsa-
syrpu og dægurlög. Frumflutt
verður lagið Heimkoman eftir
Pálmar Þ. Eyjólfsson.
Stjórnandi kórsins er Smári
Ólason tónlistarmaður. Smári hef-
ur starfað sem tónlistakennari og
yfirkennari, organisti, kórstjóri
og sjálfstætt sem tónvísinda-
maður. Undirleik á píanó annast
Ester Ólafsdóttir tónlistarmaður.
Einsöngvarar með kórnum eru
Steinn Erlingsson, Rúnar Guð-
mundsson, Smári Ólason og
Sveinn Sveinsson.
Karlakór Keflavíkur er stofn-
aður 1. des 1953. Hann hefur
sungið víða um land og einnig í
sjö löndum, bæði austan hafs og
vestan.
Karlakór Keflavíkur syngur í Ými í Reykjavík.
Karlakórinn syngur í Ými
Keflavík
ALÞJÓÐLEGT andrúmsloft ríkir á
göngudeildinni við Bláa lónið þessa
dagana, en auk Íslendinga eru gestir
frá Færeyjum, Noregi, Ítalíu og Dan-
mörku í meðferð við Bláa lónið.
Samtals er von á 70 erlendum með-
ferðargestum í göngudeildina við
Bláa lónið á þessu ári og er það tölu-
verð aukning frá árinu 2000 þegar
fjöldi erlendra meðferðargesta vegna
psoriasis og exems var 41 og 35 er-
lendir gestir sóttu meðferðina árið
1999, segir í fréttatilkynningu frá
Bláa lóninu.
30 Danir væntanlegir
Frændur okkar Danir eru meðal
þeirra sem nú bjóða meðferð við Bláa
lónið sem meðferðarkost og eru um
30 Danir væntanlegir á þessu ári. Frá
árinu 1995 og fram til dagsins í dag
hafa 24 Danir sótt psoriasis-meðferð
við Bláa lónið.
Í Danmörku velja einstök ömt
hvaða meðferðarkosti sjúklingar sem
búsettir eru í viðkomandi amti geta
valið um. Í dag hafa 10 ömt af 14 gert
íbúum sínum kleift að sækja meðferð
við Bláa lónið. Árið 1999 varð Ring-
köbing Amt fyrst danskra amta til að
bjóða Bláa lónið sem meðferðarval-
kost.
Færeysk heilbrigðisyfirvöld bjóða
meðferð við Bláa lónið sem meðferð-
arvalkost fyrir þarlenda psoriasis-
sjúklinga. Frá árinu 1995 hafa 115
Færeyingar sótt meðferðina við Bláa
lónið og eru 20 sjúklingar væntanleg-
ir á þessu ári.
Á árinu 2000 sóttu 17 erlendir
psoriasis-sjúklingar meðferð við Bláa
lónið og eru þeir frá Þýskalandi, Eng-
landi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi,
Hollandi, Belgíu, Spáni, Portúgal,
Ítalíu, Sviss, Austurríki, Póllandi og
Bandaríkjunum. Að sjúklingum frá
Færeyjum og Danmörku undan-
skildum eru um 20 erlendir meðferð-
argestir væntanlegir á þessu ári.
Göngudeildin við Bláa lónið
Von á 70 erlendum
meðferðargestum
Bláa lónið
GERÐAHREPPUR heiðraði í gær
Guðna Ingimundarson fyrir störf í
þágu byggðarlagsins. Hann hefur
meðal annars unnið ötullega að því
að koma upp vélasafni Byggðasafns
Gerðahrepps.
„Við erum hér samankomin til að
þakka merkum manni fyrir hans
mikla framlag til þessa byggðar-
lags. Maðurinn er Guðni Ingimund-
arson, eða Guðni á Garðsstöðum
eins og hann er kallaður í daglegu
tali,“ sagði Sigurður Ingvarsson,
oddviti Gerðahrepps, við athöfn í
Byggðasafni Gerðahrepps í gær
þegar Guðni var heiðraður. Var
Guðna afhent listaverk sem minnir
á gamla hertrukkinn sem hann á og
er þekktur fyrir.
Sigurður gat sérstaklega um
framlag Guðna til byggðasafnsins.
„Hver maður sem lítur hér yfir véla-
safnið sér hversu gífurlegum tíma
hann hefur varið til að gera kol-
ryðgaða og illa farna hluti eins og
nýja. Hér sjá allir hversu mikill snill-
ingur er á ferð,“ sagði oddvitinn.
Morgunblaðið/Golli
Sigurður Ingvarsson oddviti afhenti Guðna Ingimundarsyni listaverk
að gjöf og konu hans, Ágústu Sigurðardóttur, blómvönd.
Heiðraður fyrir
framlag til
byggðasafnsins
Garður
„ÞAÐ er skoðun mín að þetta
svæði sé nokkuð sérstakt og frek-
ar óróasamt. Verkefni lögregl-
unnar eru margbreytileg og það
eru oftast miklar annir,“ segir
Karl Hermannsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í Keflavík.
Lögsaga lögreglustjóraemb-
ættisins er stór. Hún nær yfir
fimm stór sveitarfélög og er nokk-
uð langt á milli þeirra. Embættið
hefur 38 stöður lögreglumanna og
eiga 27 þeirra að ganga vaktir.
Karl segir að ekki sé hægt að
manna allar stöður. Eins og er
vanti til dæmis þrjá lögreglu-
menn. Þá sé erfitt að fá lærða lög-
reglumenn til starfa. Nú eru 25 á
vöktum og eru 10 þeirra án lög-
regluprófs.
Sex hafnir eru í þessum sveit-
arfélögum og eru tvær þeirra með
stærstu útgerðarhöfnum lands-
ins. Strandlengja lögsögunnar
nær frá sýslumörkum Grindavík-
ur og Selvogs, vestur allan
Reykjanesskaga og inn Faxaflóa,
allt að mörkum Vatnsleysustrand-
arhrepps og Hafnarfjarðar. „Mál
sem koma til afgreiðslu hjá emb-
ættinu vegna slysa á sjó eru alltíð
og kalla á tímafrekar rannsóknir.
Einnig kallar nálægðin við Kefla-
víkurflugvöll á aukna löggæslu,
svo sem vegna umferðar sem
honum fylgir og afskipta af varn-
arliðsmönnum. Þá er áætlað að í
Bláa lónið komi um fjögur
hundruð þúsund gestir á þessu ári
og það hefur í för með sér vinnu
fyrir lögregluna, svo sem við um-
ferðareftirlit og allt annað sem
svona mannfjölda fylgir,“ segir
Karl.
Mikið um ofbeldisbrot
Tuttugu og tveir skemmtistaðir
eru í þessum fimm sveitarfélög-
um. „Þessi mikli fjöldi skemmti-
staða er meiri en víðast hvar er í
öðrum lögsagnarumdæmum og
oftast er skemmtanahald í þeim
öllum á sama tíma um helgar.
Lögreglan sér um eftirlit með vín-
veitingahúsum. Á þessu svæði eru
mjög margar líkamsárásir kærðar
og á undanförnum árum hafa þær
hvergi verið fleiri nema hjá lög-
reglunni í Reykjavík. Sama á við
um önnur ofbeldisbrot, svo sem
kynferðisbrot ýmiss konar,“ segir
aðstoðaryfirlögregluþjónninn.
Nálægðin við höfuðborgar-
svæðið hefur, að sögn Karls, það í
för með sér að afbrotalið, fíkni-
efnaneytendur og fleiri slíkir hóp-
ar sækja á Suðurnesin og nokkuð
er um að slíkt fólk setjist að í
sveitarfélögunum þar. Sérstak-
lega hefur verið áberandi að það
sæki í minni sveitarfélögin þar
sem það telur sig vera óhult fyrir
afskiptum og eftirliti lögreglu.
Lögreglan í Keflavík hefur lagt
mikið upp úr forvarnavinnu ýmiss
konar. Segir Karl Hermannsson
að hún hafi töluverð afskipti af
börnum, meðal annars vegna úti-
vistarbrota og tekist hafi ágætt
samstarf við félagsmálayfirvöld,
skóla og foreldra um þau mál.
Suðurnesin frekar óróasöm og
miklar annir hjá lögreglunni
Mikið um
ofbeldisbrot
Morgunblaðið/Golli
Karl Hermannsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn í Keflavík.
Suðurnes
BAGGA opnar myndlistarsýn-
inguna Konur í meirihluta í Gallerý
Hringlist, Hafnargötu 29 í Keflavík,
í dag laugardag.
Á sýningunni eru eingöngu akrýl-
myndir unnar á síðastliðnum vetri.
Bagga var í sjö vetur í Baðstofunni
Keflavík og hefur einnig sótt ýmis
önnur námskeið. Þetta er fyrsta
einkasýning Böggu en hún hefur
tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Sýningin er opin til 26. maí á
opnunartíma Gallerý Hringlist,
mánudaga til föstudaga frá klukkan
13 til 18 og laugardaga frá kl. 10 til
16.
Konur í meirihluta
Keflavík
VORTÓNLEIKAR hljóm-
sveita, kóra og lengra kominna
nemenda í Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar hefjast eftir
helgina.
Mánudaginn 14. maí, kl.
19.30, í Fumleikhúsinu: Létt-
sveit og samspilshópar. Stjórn-
endur eru Karen J. Sturlaugs-
son og Eyþór Kolbeins.
Miðvikudaginn 16. maí, kl.
19.30, í Kirkjulundi: Yngri
strengjasveit, eldri strengja-
sveit, kór og bjöllukór. Stjórn-
endur eru Hjördís Einarsdótt-
ir, Unnur Pálsdóttir og Úlfar
Ingi Haraldsson.
Fimmtudaginn 17. maí, kl.
19.30, í Ytri-Njarðvíkurkirkju:
Lengra komnir nemendur.
Þriðjudaginn 22. maí, kl.
19.30, í Kirkjulundi: Lúðra-
sveitir A, B og C. Stjórnendur
eru David Nooteboom, Lára L.
Magnúsdóttir og Sturlaugur J.
Björnsson.
Skólaslit verða á sal Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja laug-
ardaginn 26. maí kl. 16.
Vortón-
leikar
tónlistar-
skólans
Reykjanesbær