Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 21

Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 21 S n o r r a b r a u t Su›urlandsbraut Miklabraut K r in g lu m ‡ r a r b r a u t L a n g a h lí › Heildsala: Bergís ehf. KAUPÞING hf. skilaði 292 millj- ónum króna í hagnað fyrir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins og 180 milljónum króna í hagnað eftir skatta. Í tilkynningu frá Kaup- þingi segir að þessi niðurstaða verði að teljast vel viðunandi í ljósi erfiðra aðstæðna á öllum helstu fjármálamörkuðum á tímabilinu. Einnig sé hún viðunandi í ljósi þess að hlutabréf í veltubók Kaup- þings hf. hafa lækkað verulega en alls lækkaði Úrvalsvísitala VÞÍ um 10% á tímabilinu. Erlendar starfsstöðvar skiluðu í heild góðri afkomu Undanfarin ár hefur Kaupþing hf. lagt mikla áherslu á útrás, en félagið rekur nú dótturfélög og útibú í sex löndum utan Íslands, þ.e. í Lúxemborg, New York, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Lausanne og Þórshöfn í Færeyj- um. „Kaupþing hf. nýtur þess að er- lendar starfstöðvar bankans skil- uðu í heild góðri afkomu og kemur verulegur hluti hagnaðar félagsins nú frá erlendu starfsstöðvunum,“ segir í tilkynningunni. Hreinar rekstrartekjur Kaup- þings námu 1,1 milljarði króna fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagn- aður fyrir skatta nam 292 millj- ónum króna og 180 milljónum króna eftir skatta. Eigið fé jókst um 193 milljónir króna frá árs- byrjun og nemur nú tæpum 5 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall 11% Eiginfjárhlutfall samstæðu Kaupþings samkvæmt CAD- reglum er nú 11,0%, en það má lægst vera 8,0%. Niðurstaða efna- hagsreiknings 31. mars 2001 var 86 milljarðar króna en í upphafi árs var hún 63 milljarðar króna. Fastráðnir starfsmenn samstæð- unnar voru 254 í byrjun árs en hafði fjölgað í 309 í lok mars. Af þessum 309 starfsmönnum voru 215 á Íslandi. Verulegur hluti hagnaðarins frá starfsemi erlendis Hagnaður Kaupþings hf. 180 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungiOpera- vafrinn þýddur á íslensku BÚIÐ er að þýða 5.11 útgáfu af Opera-vafranum frá hugbúnaðarfyr- irtækinu Opera Software yfir á ís- lensku og geta netnotendur nú hlaðið honum í tölvur sínar endurgjalds- laust. Slóðin er www.opera.com. Jóna Björk Sigurjónsdóttir, yfir- maður þjónustudeildar hjá Opera Software, þýddi vafrann yfir á ís- lensku. Hún segir að hugmyndin að þýðingu vafrans sé frá sér komin, hún hafi aðallega unnið að þýðingu hans utan vinnutíma og bendir á að nokkr- ir hafi reynt að þýða hann á íslenska tungu en gefist upp á verkinu. „Yf- irmönnum mínum leist hins vegar vel á þá hugmynd að þýða vafrann enda er Jón Stephenson von Tetzchner, annar af stofnendum Opera Soft- ware, af íslenskum ættum. Þá er búið að þýða Opera yfir á 20 tungumál, hvort sem það er gert af hálfu unn- enda Opera-vafrans eða á vegum fyr- irtækisins.“ Verkið tók þrjá mánuði Jóna Björk, sem lauk námi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1997 og flutti þá til Noregs, segir að það hafi tekið sig þrjá mánuði að þýða vafrann og þegar hann var settur á heimasíðu fyrirtækisins á mánudag var búið að þýða hann allan fyrir utan hjálpina, sem er enn á ensku. Jóna Björk segir að það standi til að þýða hjálpina og það geti farið svo að hún vinni að því í sumar. Hún kveðst ekki vita hve margir hafa hlaðið íslensku útgáfunni af heimasíðu fyrirtækisins en segir að það komi í ljós eftir helgi. Þegar hún er spurð um hvers vegna hún hafi tekið þá ákvörðun að þýða Opera- vafrann yfir á íslensku segist hún stolt af því að vinna fyrir Opera Software og eins sé hún stolt af ís- lenskri tungu og því hafi það legið beinast við að þýða vafrann sjálf. „Það er mikil áskorun að þýða vafr- ann yfir á íslensku. Mörg orð er ekki hægt að þýða beint úr ensku enda geta ensk orð haft mismunandi merk- ingu á íslenskri tungu og beyging orða vafðist stundum fyrir mér. Ég þurfti að leggja höfuðið í bleyti í mörgum tilvikum og leita að orðum sem hægt var að nota. Ég leitaði fanga í tölvuorðabókinni og kynnti mér það sem íslensk orðnefnd hefur sent frá sér og skoðaði önnur forrit sem búið er að þýða. Ég reyndi því að nota þau orð sem eru stöðluð á ís- lensku þó að mörgum finnist þau stinga í stúf við enska merkingu.“ Jóna Björk er búin að starfa hjá Opera Software í þrjú ár en hún er einn af fjórum íslenskum starfsmönn- um fyrirtækisins. Um 100 manns starfa nú hjá Opera. Fyrirtækið sendi frá sér fystu útgáfuna af Opera-vafr- anum fyrir fimm árum. Fyrstu árin var hann seldur á heimasíðu fyrir- tækisins, en síðan var tekin ákvörðun um að gera notendum kleift að ná sér í vafrann á heimasíðu þess án endur- gjalds. Þó er ennþá hægt að kaupa Opera-vafrann til þess að losna við auglýsingarnar þótt flestir notendur kjósi að fá hann ókeypis. Talið er að notendur Opera-vafrans séu nú um tvær milljónir en á hverjum degi er hlaðið 20 þúsund eintökum af vafr- anum af heimasíðu fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.