Morgunblaðið - 12.05.2001, Page 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 25
HÁTTSETTUR ráðherra í kín-
versku ríkisstjórninni hefur gefið til
kynna að Kínverjar séu reiðubúnir
að binda enda á
deiluna við
Bandaríkjastjórn
vegna áreksturs
bandarískrar
njósnavélar við
kínverska her-
flugvél í síðasta
mánuði, til að
forða því að sam-
skipti ríkjanna
versni enn frek-
ar en orðið er.
Kínverski fjármálaráðherrann,
Xiang Huaicheng, og bandarískur
starfsbróðir hans, Paul O’Neill,
ræddu saman á fimmtudag í Hono-
lulu á Hawaii, þar sem þeir sóttu ár-
lega ráðstefnu Þróunarbanka Asíu.
Fyrir fund þeirra sagði Xiang við
fréttamenn að stjórnvöld í Peking
og Washington hefðu komist að
„ásættanlegri lausn“ á deilunni
vegna njósnaflugvélarmálsins.
Sagði hann að Kínverjar litu svo á
að málinu væri lokið og að það hefði
ekki haft varanleg áhrif á samskipti
ríkjanna.
Bandarísk njósnaflugvél lenti í
árekstri við kínverska herflugvél yf-
ir Suður-Kínahafi 1. apríl sl., með
þeim afleiðingum að kínverska vélin
hrapaði í hafið. Kínverjar hafa neit-
að að afhenda bandarísku njósnavél-
ina, sem þurfti að nauðlenda í Kína,
og Bandaríkjamenn hófu fyrr í vik-
unni njósnaflug á svæðinu á ný,
þrátt fyrir mótmæli Kínverja.
Kínverjar
í sáttahug
Honolulu. AP.
Xiang
Huaicheng
MIKLAR umræður hafa orðið í
röðum vísindamanna á sviði lífvís-
inda um nokkra tugi barna sem
komið hafa í heiminn með aðferð-
um sem minna á genalækningar.
Fyrstu erfðabreyttu börnin eru
komin í heiminn en um leið er deilt
um siðferðislegan rétt manna til að
gera slíkar tilraunir þótt mark-
miðið sé að hjálpa fólki sem ekki
getur eignast barn. Helst er fundið
að því að vísindamenn séu að fást
við efni sem þeir viti sáralítið um.
Fátt sé vitað um afleiðingarnar af
því að blanda saman erfðaefni úr
þrem einstaklingum í einu og sama
barninu.
Um miðjan síðasta áratug fóru
menn að velta fyrir sér hvort
ófrjósemi kvenna gæti stafað af
göllum í umfrymi, þ.e. frumuvökv-
anum sem umlykur kjarnann í
eggfrumunni. Í tilraununum sem
nú hefur verið skýrt frá og voru
gerðar í New Jersey var notast við
glasafrjóvgun. Eggfruma úr kon-
unni var frjóvguð með sæðisfrumu
eiginmannsins en einnig var bætt
við umfrymi úr eggfrumu frá ann-
arri konu sem vitað var að var með
„heilbrigt“ umfrymi. Megnið af
genunum í erfðaefni mannsfrum-
unnar er í kjarna frumunnar en í
umfryminu eru einnig svonefndir
hvatberar, mítókondríur, og í þeim
eru nokkur gen. Oft eru hvatberar
kallaðir orkustöðvar frumunnar en
margt er enn á huldu um hlutverk
þeirra og samspil við kjarnann
með litningunum þar sem flest
genin eru.
Um 30 börn hafa þegar fæðst í
Bandaríkjunum með þessari aðferð
sem þróuð var af þeim Jacques
Cohen og Jason Barritt hjá rann-
sóknastofnun í New Jersey, að
sögn tímaritsins The New Scient-
ist. Gerðar hafa verið rannsóknir á
DNA-erfðaefni tólf barnanna og
hefur komið í ljós að í tveim þeirra
er hægt að greina gen úr umfrymi
„heilbrigðu“ konunnar auk gena
móðurinnar sjálfrar. Umrædd tvö
börn eru því einstök að því leyti að
erfðaefni þeirra kemur frá þremur
einstaklingum en ekki tveimur eins
og annars gerist í náttúrunni. Bar-
itt og félagar hans segja í grein í
tímaritinu Human Reproductions
að ekki muni koma í ljós fyrr en
börnin verði kynþroska hvort gen-
in úr þriðja aðilanum muni erfast.
Barritt vill ekki viðurkenna að
um raunverulega erfðabreytingu,
sem oftast er á íslensku nefnd
genalækning, sé að ræða, eins og
þegar vísindamenn hafa breytt
eiginleikum jurta og jafnvel bætt
erfðaefni úr dýrum í jurtir. Hann
leggur áherslu á að genin í hvat-
berunum hafi engin áhrif á þróun
genanna í sjálfum frumukjarnan-
um. Því sé öfugt farið, hvatber-
unum sé stjórnað af kjarnanum.
Vandinn er að enginn veit hvort og
þá hvernig viðbótin frá þriðja að-
ilanum olli því að fjóvgunin heppn-
aðist, hvað það var í umfryminu
sem hafði áhrif.
„Innst inni finnst mér að þar
sem verið er að bæta við DNA úr
hvatberum sé um að ræða breyt-
ingu á sjálfu erfðaefninu, beitt sé
genalækningum,“ segir Norman
Nevin en hann er formaður op-
inberrar nefndar í Bretlandi er
veitir stjórnvöldum og þingi ráð-
gjöf um genalækningar og löggjöf
á því sviði.
Alison Murdoch, vísindamaður
sem fæst við vandamál vegna
ófrjósemi í Bretlandi, sagðist búast
við að mörg hundruð manns
myndu þegar leita til stofnunar
sinnar í von um að fá úrlausn. En í
grein á fréttavef BBC er haft eftir
henni að niðurstöður Bandaríkja-
mannanna séu eingöngu á til-
raunastigi og því lítið hægt að full-
yrða um árangurinn. Annar
vísindamaður, Ruth Deech, sagði
að ekki yrði leyft að gera slíkar til-
raunir í Bretlandi fyrr en búið
væri að meta vandlega ávinninginn
og hætturnar sem þeim gætu
fylgt.
„Við megum ekki leyfa að menn
keppist svo um að láta barn koma í
heiminn, oft í von um peningalegan
hagnað, að þörfin fyrir öryggi,
virðingu fyrir mannslífinu og
ábyrgðarkennd víki,“ sagði Deech.
Algjör óvissa ríkir
um áhættuna
PressLink
Tölvukubbur sem notaður er til
að rannsaka gen.
Erfðabreytt börn komin í heiminn í Bandaríkjunum
NÝ bresk rannsókn bendir til þess
að allt að tíundi hver farþegi í
langflugi eigi á hættu að fá blóð-
tappa í fótleggjum vegna þrengsla
og hreyfingarleysis.
Rannsóknin var gerð undir
stjórn breska æðaskurðlæknisins
John Scurr og tók til meira en 200
manna, sem voru nýkomnir úr að
minnsta kosti átta klukkustunda
flugi. Helmingurinn notaði sér-
staka þrýstisokka og sýndi engin
einkenni um blóðtappa. Hins vegar
reyndust 10% þeirra sem ekki not-
uðu þrýstisokkana hafa blóðtappa í
æðum í kálfum. Í flestum tilfellum
var þó um litla og „einkennalausa“
blóðtappa að ræða, sem stækkuðu
ekki né urðu hættulegir.
Scurr sagði í viðtali við fréttavef
BBC að fólk gæti minnkað lík-
urnar á því að fá blóðtappa á lang-
flugi með því að fylgja ráðum
lækna og nota þrýstisokka.
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru birtar í læknablaðinu Lancet,
en ýmsir læknar hafa vefengt þær
og telja áhættuna við langflug vera
minni. Segja þeir frekari rann-
sókna vera þörf til að staðfesta
niðurstöður bresku vísindamann-
anna.
Einn af tíu
gæti fengið
blóðtappa
Farþegar í langflugi