Morgunblaðið - 12.05.2001, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Næringarfræði
Skaðsemi fitu
enn ósönnuð?
Sálfræði
Verða vísbendingar um
sjálfsvíg greindar?
Heilsugæsla
Breskir hjúkrunar-
fræðingar ávísa lyfjum
Börn
Lyf notuð til að draga
úr óframfærniHEILSA
Vinur minn sem er 25 ára hefur verið svo
dapur undanfarið og þar sem ég heyri svo
mikið um sjálfsvíg ungs fólks hef ég tölu-
verðar áhyggjur af honum. Er eitthvað sem
ég get séð í fari hans sem getur bent til að
hann sé í sjálfsvígshættu?
SVAR Það er í ýmislegt í hegðun ogfari fólks sem getur verið vís-
bending um að einstaklingur geti verið í
sjálfsvígshættu. Það sem fyrst ber að nefna
er vonleysi, það getur verið hættumerki ef
honum finnst framtíð sín vera vonlaus. Þó
svo að vinur þinn sé dapur eða þunglyndur
þarf hann ekki endilega að upplifa vonleysi,
það upplifa nefnilega ekki allir daprir ein-
staklingar vonleysi.
Það er ýmislegt sem hægt er að vera á
varðbergi gegn og skal ég nefna hér nokkur
atriði. Ef dapurleikinn stafar af einhvers
konar missi og/eða hann er farinn að
einangra sig skyndilega, er það áhyggju-
efni.
Ef vinur þinn væri farinn að gefa frá sér
mikilvæga persónulega hluti (t.d. myndir)
getur það verið merki þess að hann sé búinn
að taka ákvörðun um að stytta sér aldur og
vilji koma ákveðnum hlutum í góðar hendur
áður. Aðrir þættir sem má nefna er, t.d. ef
honum fer skyndilega að ganga illa í skóla
eða vinnu, útlit hans breytist, eða hann er
uppstökkari en venjulega. Með öðrum orð-
um, ef hegðun og fas breytist töluvert mikið,
er vert að athuga ástæður þess.
Oft er hægt að sjá vísbendingar um
skipulagningu sjálfsvígs í tali fólks. Þetta
geta verið setningar eins og t.d. „Þessu fer
nú öllu að ljúka bráðum,“ eða hreinlega bein-
ar sjálfsvígshótanir og sjálfsvígtilraunir, sem
ber alltaf að taka alvarlega.
Eitt atriði í viðbót er, að ef vinur þinn
verður skyndilega mjög glaður eftir að hafa
verið lengi dapur, þá gæti ein ástæða þess
verið að hann væri búinn að taka ákvörðun
um að taka sitt eigið líf og honum væri
skyndilega létt eftir að hafa tekið þá ákvörð-
un.
Þegar um ungt fólk er að ræða geta
ákveðnir þættir eða aðstæður, sem oft eru
þessum hópi sérstaklega erfið, verið und-
anfari sjálfsvígs eða sjálfsvígstilrauna. Þar
getur verið um að ræða einhverskonar missi,
t.d. einhver nákominn deyr eða kærastan/
kærastinn segir manni upp. Ungt fólk upp-
lifir oft endinn á fyrsta ástarsambandinu
sem endalok lífsins. Ungt fólk í dag þarf líka
að glíma við erfiðar framtíðarákvarðanir og
samkeppni frá umhverfi sínu í meira mæli en
áður. Erfiðleikar í skóla geta verið erfiðir,
höfnun vinahóps er hræðileg á þessum árum,
og höfnunartilfinning almennt er mjög erfið
ungu fólki. Allt eru þetta dæmi um þá þætti
eða aðstæður, sem geta ýtt ungu fólki fram
af brúninni.
Aðrar ytri aðstæður, sem eru ungu fólki
erfiðar, geta verið erfiður skilnaður foreldra,
refsing afbrots, áfengi og fíkniefnamisnotk-
un, svo eitthvað sé nefnt.
Að lokum er mikilvægt að benda þér á að
þessi atriði, sem ég nefni, eru aðeins dæmi
um mögulegar vísbendingar um að ein-
staklingur geti verið í sjálfsvígshættu. Marg-
ir glíma við þessa erfiðleika án þess að hugsa
nokkurn tímann um sjálfsvíg. Það sem mik-
ilvægast er, ef þú hefur áhyggjur af vini þín-
um, er að tala opinskátt um þessar áhyggjur
við hann án þess að fara í kringum hlutina.
Þá ertu ekki bara að kanna hvort áhyggjur
þínar séu réttar, þú ert líka að sýna um-
hyggju. Ef þú kemst að því að áhyggjur þín-
ar eiga sér stoð í raunveruleikanum, og vin-
ur þinn sé að íhuga sjálfsvíg, skaltu leita
ráða fagaðila og þeirra sem aðstoða í svona
aðstæðum. Auk þess er mjög mikilvægt að
þú reynir að fá vin þinn til að leita sér að-
stoðar hjá fagaðila sem allra fyrst.
Þegar þú hefur grun sem þennan, ræddu
það alltaf við einhvern, þetta eru allt of
þungar áhyggjur til að bera ein(n).
Er hægt að sjá merki um sjálfsvíg?
eftir Björn Harðarson
Oft er hægt að sjá vísbend-
ingar um skipulagningu
sjálfsvígs í tali fólks
Höfundur er sálfræðingur.
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurn-
ingum varðandi
sálfræði-, félags-
leg og vinnutengd
málefni til sérfræðinga á veg-
um persona.is. Senda skal
tölvupóst á persona-
@persona.is og verður svarið
jafnframt birt á vefsetri per-
sona.is
LÆKNAR í Bandaríkjunum búast
við því að fjöldi foreldra muni falast
eftir því að þeir skrifi upp á lyfið Luv-
ox, sem veitir feimnum eða kvíðnum
börnum meira sjálfstraust. Banda-
rísk rannsókn hefur leitt í ljós að
börn sem tóku lyfið áttu auðveldara
með að eignast vini og hætti síður til
hræðslu þótt þau væru skilin ein eft-
ir.
Þessi uppgötvun hefur vakið
spurningar um hvort skólar, foreldr-
ar og læknar séu farnir að leita
lausna við vandamálum sem betra sé
að meðhöndla án lyfja.
Marga grunar að lyfjafyrirtæki
séu að finna nöfn og lausnir á vanda-
málum sem hingað til hafi verið talin
hluti af uppvexti og unglingsárum.
Hundruð þúsunda barna taka lyfið
Ritalin, sem gefið er við athyglis-
bresti.
Margir skólar hvetja foreldra til að
setja börn á lyfið til þess að draga úr
hávaða og látum á heimilum og í
skólastofum. En gagnrýnt hefur ver-
ið að lyfin dragi fjöður yfir djúpstæð-
ari vanda sem rekja megi til uppeldis
barnanna, sem séu umkringd fjar-
huga foreldrum og síglymjandi tölv-
um og sjónvarpi.
Á síðasta ári var skrifað upp á
þunglyndislyf á borð við Prozac og
Zoloft fyrir 390 þúsund börn í Banda-
ríkjunum. Rannsóknin á áhrifum
Luvox beindist að 128 börnum og
vekur vonir fyrir þau 575 þúsund
bandarísk börn (eitt af hverjum tíu)
sem talið er að þjáist af kvíða. Þar af
voru um 136 þúsund yngri en tíu ára.
Reuters
Er réttlætanlegt að auka sjálfsöryggi barna með lyfjum?
Lyf veita feimnum
börnum sjálfstraust
New York. The Daily Telegraph.
STOFNFRUMUR sem teknar eru
úr beinmerg geta endurmyndað
hjartavef sem hefur skemmst vegna
blóðskorts. Er þetta niðurstaða
tveggja nýrra rannsókna. Stofn-
frumur eru ósérhæfðar frumur sem
skiptast í nýjar sérhæfðar frumur,
t.d. í beini, vöðvum og æðum.
„Ég held að þessi leið í rannsókn-
um lofi einstaklega góðu,“ sagði dr.
Ray Chiu, æðaskurðlæknir við
McGill-háskóla, en hann hefur gert
tilraunir með ígræðslu beinmergs í
hjartasjúklinga. Hann segir helsta
kostinn við mergfrumur vera að þær
eru ekki úr fósturvísum og því vakna
ekki siðferðislegar spurningar um
notkun þeirra. Enn fremur segir
Chiu að ef frumurnar eru teknar úr
sjúklingnum sjálfum sé ekki hætta á
að ónæmiskerfi líkamans hafni þeim.
Á hverju ári fær yfir ein milljón
Bandaríkjamanna hjartaáfall. Þótt
lyf á borð við beta-blokkara og ACE-
hemla geti dregið úr skemmdum
endurnýja þau ekki dauðan vef og
verða oft undir í baráttu við fylgi-
kvilla á borð við örvefsmyndun, sem
örkumlar hjartað.
Í rannsókn sem dr. Piero Anversa
og samstarfsfólk hans við New York-
læknaháskólann gerðu voru mýs
látnar fá óbanvænt hjartaáfall og síð-
an var beinmergi úr þeim sprautað í
vefinn umhverfis dauðar frumur. Níu
dögum síðar höfðu nýjar vöðvafrum-
ur sprottið upp á 68% svæðisins sem
hafði verið lífvana. „Það má vænta
þess að til lengri tíma litið muni end-
urbæturnar verða algerar,“ segir
Anversa.
Aftur á móti virkaði ígræðslan ein-
ungis í 12 músum af 30 vegna vand-
kvæða við að sprauta stofnfrumum
beint inn í starfandi hjarta. Engu að
síður hyggjast Anversa og sam-
starfsmenn hans gera hliðstæða til-
raun á öpum, og á fólki ef vel gengur.
Nánar er greint frá tilrauninni í ný-
legu hefti Nature.
Í annarri rannsókn fóru vísinda-
menn við Columbia-háskóla öðruvísi
að. Beindist hún ekki að hjartavöðva-
frumum heldur að æðunum sem
nauðsynlegar eru til að bera vöðvun-
um næringu. Eftir hjartaáfall reyna
vöðvafrumurnar sem lifðu af að bæta
fyrir þann vef sem hefur glatast með
því að bólgna og verða þrisvar til
fjórum sinnum stærri en þeim er
eðlilegt. Til skamms tíma nær hjart-
að svo að segja eðlilegri virkni.
En stækkuðu frumurnar deyja
fljótlega og í staðinn kemur stífur ör-
vefur sem bæklar hjartað. Ekki er
fyllilega ljóst hvers vegna frumurnar
deyja en sumir telja að minnkað blóð-
flæði til hjartans geti ekki viðhaldið
stækkuðum vefjum.
Vísindamennirnir, undir stjórn dr.
Silviu Itescu, reyndu að koma í veg
fyrir að vöðvafrumurnar dæju með
því að búa til viðbótaræðar fyrir þær.
Einangraðar voru úr merg stofn-
frumur sem er sérstaklega ætlað að
vaxa og verða að æðum og var þess-
um frumum sprautað í rottur sem
höfðu fengið hjartaáfall af völdum
stíflaðra æða.
Stofnfrumurnar bárust til hjartans
og byrjuðu að efna í nýjar æðar. Kom
þetta í veg fyrir dauða vefjanna sem
höfðu lifað af hjartaáfallið og úr varð
að starfsemi hjartans jókst um 40%,
að því er fram kemur í niðurstöðum
rannsóknarinnar. „Þetta er ótrúlegt.
Þetta er áhrifaríkasti bati sem sést
hefur,“ segir Itescu. Til samanburðar
nefnir hann að hjartalyf veiti aðeins
um 10% aukningu á starfsemi hjart-
ans í kjölfar áfalls.
Itescu og samstarfsmenn hans
ætla að gera tilraun með aðferð sína
á fólki innan árs til þess að finna út
hversu lengi eftir hjartaáfall hægt er
að græða frumur í hjartað þannig að
útkoman verði sem best. Þá telur
Itescu ekki útilokað að sameina æða-
meðferðina og endurbyggingu vöðva
til þess að ná enn betri niðurstöðu.
Stofnfrumur bæta
skemmdan hjartavef
The New York Times Syndicate.
Associated Press
Umdeildar
rannsóknir
Dr. Roger Williamson starfar við
frumurannsóknir á vegum háskól-
ans í Iowa í Bandaríkjunum. Und-
anfarin 11 ár hefur hann gert til-
raunir með að græða stofnfrumur í
mýs en miklar vonir eru bundnar
við að slíkar frumur úr mönnum
megi nýta til lækninga á mörgum
þeirra sjúkdóma sem leggjast á
mannfólkið. Slíkar rannsóknir eru
hins vegar umdeildar mjög einkum
sökum þess að frumur úr fóstrum
hafa verið nýttar.