Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 32

Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 32
32 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ BÍLG REIN A Bílasalar Námskeið til undirbúnings prófs fyrir þá sem vilja afla sér leyfis til sölu notaðra bifreiða verður haldið dagana 21. maí til 11. júní á Akureyri. Tekið er við skráningu í síma 586 10 50. Staðfesta þarf þátttöku fyrir 15. maí með greiðslu þátttökugjalds. PRÓFNEFND BIFREIÐASALA FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ BÍLGREINA HF. Þ EGAR bandaríska land-læknisembættið hófsthanda árið 1988 við að út-skýra í eitt skiptið fyrir öll þá hættu sem stafaði af fitu í mat virt- ist sem það lægi beint við hvaða vís- indarannsóknir þyrfti að gera, að því er segir í Science. Fjórum árum áður hafði Heilbrigðismálastofnun Banda- ríkjanna (NIH) tekið að ráðleggja öll- um Bandaríkjamönnum sem komnir voru úr vöggu að draga úr fituneyslu, og forseti Hjartaverndarsamtaka Bandaríkjanna (AHA) hafði sagt í viðtali við fréttaritið Time að ef allir tækju þátt „munum við hafa sigur gegn fituhrörnun [þrengingu slag- æða vegna fitumyndunar á veggjum þeirra]“ árið 2000. Landlæknisemb- ættið hafði skömmu áður birt 700 blaðsíðna tímamótaskýrslu sína um næringu og heilbrigði og lýst því yfir að fita væri óhollasti þátturinn í mat- aræði Bandaríkjamanna. Allt virtist þetta vera byggt á gild- um vísindaniðurstöðum. Vinna verk- efnisstjórans virtist því ekki fólgin í öðru en því, að safna saman þessum vísindaniðurstöðum á einn stað, fá sérfræðinganefnd, sem hafði verið snarlega skipuð, til að fara yfir þær, og gefa þetta svo út á bók. En, segir fréttaskýrandi Science, verkefnið gekk nú samt ekki þrautalaust. Fjór- ir verkefnisstjórar komu og fóru á næsta áratugnum. „Þetta tætti í sig verkefnisstjóra,“ hefur Science eftir Marion Nestle, sem tók þátt í að hleypa verkefninu af stokkunum og stjórnar nú næringar- og matvæla- rannsóknardeild New York-háskóla (NYU). Meðlimir eftirlitsnefndarinn- ar fengu í hendurnar drög að einum eða tveim köflum, gagnrýndu þau harðlega, og svo varla söguna meir. Það var svo loks í júní 1999, ellefu árum eftir að verkefninu var hleypt af stokkunum, að Landlæknisembættið sendi frá sér bréf, sem einn af síðustu verkefnisstjórnunum hafði skrifað, þar sem tilkynnt var að skýrslan myndi aldrei sjá dagsins ljós. Engin önnur tilkynning kom, og engin fréttatilkynning. Í bréfinu var út- skýrt að þeir stjórnendur sem málið varðaði hefðu ekki „gert sér fyllilega grein fyrir því hversu mikið þyrfti að leita til utanaðkomandi sérfræðinga og aðstoðarmanna“. Með öðrum orð- um, segir Nestle, málið „var of flók- ið“. Bill Harlan, sem átti sæti í eft- irlitsnefndinni, segir að þegar ákveðið hafi verið að vinna skýrsluna hafi menn gefið sér fyrirfram hver niðurstaðan yrði. En vísindalegar forsendur þessara skoðana hafi ekki reynst traustar. „Hugmyndir gær- dagsins virtust greinilega ekki ætla að nýtast okkur vel.“ Hugmyndum slegið saman Á undanförum þrjátíu árum í Bandaríkjunum hefur hugmyndin um heilsusamlegt mataræði runnið saman í eitt við hugmyndina um að maður eigi að forðast fitu. Fram- leiðsla og markaðssetning fituskertr- ar matvöru er orðin gríðarlega um- fangsmikil. Yfir 15.000 slíkar vörutegundir hafa skotið upp kollin- um í hillum verslana. Orðið hefur til sérstakur rannsóknariðnaður er vinnur að því að búa til gómsætar og aðlaðandi fitusnauðar matvörur, og í matvælaiðnaðinum er milljörðum dollara varið á hverju ári í það að boða að því minni fita sem sé í matn- um því heilsusamlegri sé hann. Bandarísk stjórnvöld leggja sitt af mörkum, og á fimm ára fresti gefur landbúnaðarráðuneytið út bækling um heilsusamlegt mataræði, og hinn þekkta matarpýramída, þar sem mælt er með því að fitu og olíu sé neytt „í takmörkuðu magni“. Fitu- skerðingarguðspjallið berst út með einskonar samfélagslegri osmósu, og er sífellt haldið á lofti af læknum, næringarfræðingum, blaðamönnum, heilbrigðissamtökum og neytenda- samtökum, t.d. bandarísku samtök- unum Center for Science in the Public Interest, sem hafa talað um „fituga morðingjann“. David Kritch- evsky, við Wistar-stofnunina í Fíla- delfíu, skrifaði fyrstu kennslubókina um blóðfitu 1958. Hann segir við Sci- ence: „Í Bandaríkjunum óttumst við ekki lengur Guð eða kommúnista, en við óttumst fitu.“ Landlæknisembættið komst að því fullkeyptu að vísindin um fitu í mat eru ekki nærri eins einföld og þau virtust vera hér áður fyrr. Sú stað- hæfing, sem nú er hálfrar aldar göm- ul, að fita sé heilsuspillandi er fyrst og fremst byggð á þeirri staðreynd að fita, einkum og sér í lagi harða, mett- aða fitan sem er einkum að finna í kjöti og mjólkurafurðum eykur blóð- fitumagn. Þetta eykur aftur á móti líkur á því að blóðfitan stífli slagæðar, sem er svonefnd fituhrörnun, en það eykur hættuna á kransæðasjúkdóm- um, hjartaáfalli og dauða. Þegar kom fram á áttunda áratuginn hafði hver og einn þáttur þessarar keðju – frá fitu til blóðfitu til hjartasjúkdóma – verið útskýrður í þaula, en aldrei hef- ur verið sýnt fram á áreiðanleika keðjunnar í heild. Með öðrum orðum; þrátt fyrir áratuga rannsóknir er það enn umdeilanlegt hvort neysla mett- aðrar fitu umfram það sem mælt er með (fyrsti hlekkurinn í keðjunni), af fólki sem ekki er þegar í mikilli hættu á að fá hjartasjúkdóma, muni auka hættuna á því að maður deyi fyrir aldur fram (sem er síðasti hlekkur- inn). Auk þess hafa milljóna dollara tilraunir ekki dugað til að sýna fram á, með sannfærandi hætti, að heil- brigt fólk geti aukið lífslíkur sínar um meira en fáeinar vikur – ef þá það – með því að borða minna af fitu. Það sem verra er; sífelldar hvatningar um að draga úr heildarfituneyslu hafa leitt til þess að fólk er farið að neyta í staðinn kolvetnisríkrar fæðu, sem er ef til vill lítið betri – ef ekki beinlínis verri – en fituríkur matur. Fituneysla og dánartíðni Síðan í byrjun áttunda áratugarins hefur fituneysla Bandaríkjamanna til dæmis minnkað um úr rúmum 40% heildarhitaeiningafjölda í 34% og blóðfitumagn hefur einnig minnkað. En engar sannfærandi vísbendingar hafa komið fram um að þessi minnk- un hafi haft bætandi áhrif á heilsufar landsmanna. Þótt dregið hafi úr dán- artíðni af völdum hjartasjúkdóma – og opinberir heilbrigðismálaforkólfar fullyrða að það megi að hluta rekja til minni fituneyslu – virðist tíðni hjarta- sjúkdóma ekki fara minnkandi, eins og þó virðist mega ætla ef minni fitu- neysla skiptir máli. Þetta var niður- staða til dæmis tíu ára rannsóknar á dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma er birt var í The New England Journ- al of Medicine 1998, þar sem talið var að dánartíðnin hafi lækkað aðallega vegna þess að læknar séu nú farnir að ná meiri árangri í meðhöndlun hjartasjúkdóma. Þetta er í samræmi við tölur frá Hjartaverndarsamtök- um Bandaríkjanna. Frá 1979 til 1996 fjölgaði læknisaðgerðum vegna hjartasjúkdóma úr 1,2 milljónum í 5,4 milljónir á ári. Á sama tíma hefur offitutilfellum meðal Bandaríkjamanna, sem voru jafnalgeng frá í byrjun sjöunda ára- tugarins og til loka þess áttunda, snarfjölgað síðan – úr 14% í rúmlega 22 prósent. Sykursýkitilvikum hefur fjölgað að sama skapi. Bæði offita og sykursýki eykur hættu á hjartasjúk- dómum, sem gæti útskýrt hvers vegna tilfellum hjartasjúkdóma hefur ekki fækkað. Þessi offitufaraldur skall á á sama tíma og stjórnvöld byrjuðu að herja á almenning með skilaboðum um minni fituneyslu, og bendir það til þess að hugsanlega – þótt það sé mjög ólíklegt – hafi neysla fituskertrar fæðu óvæntar afleiðing- ar, þ. á m. fitusöfnun. „Flestir hefðu spáð því að ef okkur tækist að fá al- menning til að [draga úr] fituneysl- unni … myndi það leiða til fækkunar offitutilvika,“ segir Harlan. „En það sem gerist í staðinn er nákvæmlega þveröfugt.“ Vegna þessarar óvissu hafa efa- semda- og andófsmenn skotið upp kollinum hvað eftir annað, en hafa tal- að fyrir daufum eyrum þar sem læknastéttin hefur einróma kveðið uppúr með óhollustu fitunnar. Til dæmis hefur heilbrigðisdeild Har- vard-háskóla í 20 ár staðið að svo- nefndri Hjúkrunarfræðingaheil- brigðisrannsókn og tveim fram- haldsrannsóknum í kjölfar hennar. Safnað hefur verið upplýsingum um mataræði og heilsufar hátt í 300 þús- und Bandaríkjamanna í rúman ára- tug. Niðurstöðurnar benda til þess að heildarmagn þeirrar fitu sem neytt er tengist ekki hættu á hjartasjúkdóm- um; að ómettuð fita eins og til dæmis ólívuolía dragi úr áhættunni; og að mettuð fita sé lítið verri – ef nokkuð verri – en pasta og annað kolvetni sem maður samkvæmt neyslupíra- mídanum á að borða í miklu magni. (Rannsóknirnar benda ennfremur til þess að transfita sé óholl. Það er fitan sem er í margaríni, til dæmis, og margir Bandaríkjamenn fóru að neyta hennar þegar þeim var sagt að mettaða fitan í smjöri gæti orðið þeim að aldurtila.) Talsmaður Hjúkrúnar- fræðingarannsóknarverkefnisins, Walter Willett, sem er faraldursfræð- ingur við Harvard, bendir á að Heil- brigðismálastofnunin hafi varið yfir 100 milljónum í þessar þrjár rann- sóknir og samt hafi engin opinber stofnun gert breytingar á þeim leið- beiningum sem þær gefi út, til sam- ræmis við þessar upplýsingar. „Þetta er hneykslanlegt,“ segir Willett. „Þeir segja að það þurfi verulega sannfærandi vísbendingar til að leið- beiningunum verði breytt, sem er heldur kaldhæðnislegt, því að þeir höfðu aldrei verulega sannfærandi vísbendingar til að ákveða þær.“ Tilgáta verður kennisetning Raunin er sú, að stjórnmálamenn, embættismenn, fjölmiðlar og al- menningur hafa leikið alveg jafnstórt hlutverk og vísindamenn og vísinda- rannsóknir hafa leikið í sögunni um það hvernig bandarískur almenning- ur hefur sannfærst um óhollustu fitu í mat, og því, hvernig þetta hefur breyst úr tilgátu í kennisetningu. Þetta er saga um það sem getur gerst þegar kröfur um opinbera stefnu í heilbrigðismálum – og kröfur al- mennings um einfaldar leiðbeiningar – komast í kast við raunveruleg vís- indi, sem eru margræð og óljós. Framan af tuttugustu öldinni höfðu bandarískir næringarfræðing- ar meiri áhyggjur af næringarskorti meðal almennings en offitu. En um miðja öldina virtist sem hjartasjúk- dómafaraldur gengi yfir, og þá hófust rannsóknir á hjartasjúkdómum. En vísindamenn komust ekki að einróma niðurstöðu, og fréttaskýrandi Science bendir á að á sjöunda áratugnum í Bandaríkjunum hafi orðið til hreyfing gegn fituneyslu, alveg óháð vísinda- rannsóknum. Hún hafi orðið til vegna vantrausts á ráðandi öflum – bæði í vísindum og matvælaiðnaði – mót- mælum við aukinni neyslu, hvort heldur var bensíneyðslu stórra bíla eða klassískri, bandarískri elda- mennsku á beikoni og eggjum og stórum steikum. Upplýsingar um áhrif fitu á heilsu- far voru tvíbentar og læknastéttin ekki á einu máli. Það hafi ekki verið neinar nýjar vísindalegar uppgötvan- ir sem hafi skorið úr, heldur hafi í rauninni þingmannanefnd tekið af skarið. Fjölflokkanefnd öldunga- deildarþingmannsins Georges Mc- Governs um næringu og mannlegar þarfir – og, nákvæmlega tiltekið, nokkrir starfsmenn McGoverns – hafi næstum ein síns liðs breytt stefnu Bandaríkjanna í heilbrigðis- málum og stigið fyrstu skrefin í að gera tilgátuna um óhollustu fitunnar að kennisetningu. Frá því farið var að mæla með því við Bandaríkjamenn, fyrir næstum hálfri öld, að neyta minni fitu, hafa vísindin um fitu og kólesteról breyst úr því að vera harla einföld saga í að vera einkar flókin saga. Vandinn er bara sá, segir fréttaskýrandi Science, að fáir af per- sónum og leikendum þessarar sögu hafa verið reiðubúnir að fást við flók- inn söguþráð. Í fyrstu vildu vísinda- menn helst af öllu trúa því að þetta væri einfalt mál – að hægt væri í raun að benda á eitt tiltekið, óhollt næring- arefni í öllum þeim fjölda matvæla sem fólk neytir. Heilbrigðismálafor- kólfar þurftu á að halda einföldum staðreyndum sem þeir gátu borið fyr- ir þingið og almenning, og fjölmiðlar þurftu einfaldar staðreyndir – að minnsta kosti þann daginn – til að greina ritstjórum og lesendum frá í innan við 50 dálksentimetrum. En eftir því sem gagnstæðum vísbend- ingum fjölgaði varð sífellt erfiðara að virða að vettugi eða útiloka flækjurn- ar, og fjölmiðlar fóru að vaða elginn eða hafa uppi varúðarorð. Svo var vís- indamönnum kennt um að hafa ekki haldið sig við einföldu söguna sem lagt var upp með – sögu sem því mið- ur hafði aldrei verið til. Enn ósannað að fita sé jafn- hættuleg og almennt er talið Hefðbundin næringarvísindi hafa komið óorði á fitu í mat, en samt hefur fimmtíu ára og margra milljarða króna rannsóknar- starfsemi enn ekki sýnt fram á að maður lifi lengur ef viðkomandi borðar fitusnauðan mat, að því er fram kemur í fréttaskýringu í nýlegu hefti tímaritsins Science. Associated Press Skyndibiti Hetja úr föðurlandsstríðinu mikla í Rússlandi á árum síðari heimsstyrjald- arinnar gæðir sér á hamborgara á skyndibitastað í Moskvu. Ýmsir eru þeirrar hyggju að fullyrðingar um skaðsemi tiltekins mataræðis og sjúk- dómahættu sem því fylgi styðjist við vafasöm vísindaleg rök.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.