Morgunblaðið - 12.05.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 12.05.2001, Síða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 35 LEIKÞÁTTURINN Listveldið eftir Odd Nerdrum verður flutt- ur í þriðja sinn í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum á sunnudag kl. 16, að lokinni leið- sögn um sýninguna kl. 15, en gestum safnsins gefst kostur á að njóta annars hvors eða beggja. Í verkinu spinnur lista- maðurinn upp samtal sjálfs sín og kollega Edvards Munchs um tilgang listarinnar og eigin stöðu í samfélagi lista og manna. Leikarar eru Arnar Jónsson og Sigurður Karlsson en leikstjóri er Hávar Sigur- jónsson. Listasafnið hefur einnig feng- ið að láni viðtalsþátt við Odd Nerdrum sem norska sjónvarpið gerði fyrir um ári. Þar gefst gestum enn frekari kostur á því að skyggnast inn í líf og starf þessa listamanns. Þátturinn er nú sýndur alla daga í miðrými Kjarvalsstaða og er um klukku- stundar langur. Sýningin stendur til 27. maí. Leiðsögn og leik- verk á listasýningu BILL Bourne er enginn venjuleg- ur tónlistarmaður. Hann er sveita- strákur frá Alberta í Kanada, hætti í skóla sextán ára, fór á flakk og ákvað að verða tónlist- armaður. Hann hefur ekki farið er- indisleysu á þeim vettvangi og á þeim tuttugu og fimm árum sem hann hefur verið í tónlistinni hefur honum hlotnast margháttaður heiður og viðurkenningar af ýmsu tagi. Hann er nú kominn í fyrsta sinn til Íslands og heldur tónleika víðs vegar um landið, en erindi hans hingað er einnig að skoða slóðir langafa síns, Stephans G. Stephanssonar skálds. Hann á ekki langt að sækja tónlistar- áhugann; foreldrar hans voru báð- ir farnir að spila með hljómsveit- um áður en hann fæddist; pabbi hans á nikku og mamma hans á gítar og tónlist var partur af dag- legu lífi á heimili hans. Hann held- ur því fram að hjá honum hafi þetta byrjað þegar móðir hans gekk með hann. Þá lék hún gjarn- an á gítarinn og leiðin stutt og greið að ófæddu höfði hans. Hef alltaf hlustað á alls kyns tónlist Bill Bourne segist ekki vera sagnamaður, þó er stutt í sögurnar þegar hann segir blaðamanni frá ævi sinni og tónlistinni. „Það var tónlist alls staðar í kringum mig. Þegar ég var fjórtán ára fór ég að spila á gítarinn, lög eftir söngvara þess tíma, Gordon Lightfoot, Bob Dylan og Joni Mitchell. Sextán ára var ég farinn að semja mína eigin söngva. Eyru mín hafa alltaf verið opin fyrir alls kyns tónlist, ólíkum stíltegundum, Mississippi Delta-blús og kelt- neskri tónlist, svo eitthvað sé nefnt. Ég var í skoskri hljómveit á níunda áratugnum, og pabbi og mamma voru bæði vel heima í keltneskri tónlist. Nú, svo er ég að fikta við flamenco-tónlist og fyrir nokkrum árum fór ég líka að kynna mér afríska tónlist. Það er merkilegt hvað maður finnur sterk tengsl alls staðar þarna á milli, sérstaklega milli írsku tónlistar- innar og þeirrar afrísku. Flam- enco-tónlistin er kannski svolítið frábrugðin, vegna áhrifa frá Mið- austurlöndum. Öll þessi tónlist hefur áhrif á það sem ég er sjálfur að semja, þótt útkoman sé mín eig- in sköpun. Mér finnst þjóðleg tón- list hvaðanæva úr heiminum bjóða upp á mikla möguleika og ég finn sterkt fyrir tengslum fólks í heim- inum gegnum þessa ólíku tónlist.“ Í sambandi við æðri meðvitund Bill Bourne segir að það hafi ekki verið auðvelt að byrja að semja. „Ég var náttúrulega búinn að læra ógrynnin öll af annarra manna lögum og ég átti erfitt með að ímynda mér að ég gæti gert þetta líka. Mér hugnast best að bíða eftir neistanum. Ég yrki og sum ljóðin verða að tónlist, önnur ekki, oftast koma bestu lögin mín bara frá mér áreynslulaust. Það er merkilegt ferli að semja lag, stundum er eins og maður komist í einhvers konar trans, og klukku- tíma seinna er komið lag. Mér finnst þetta ennþá afar leyndar- dómsfullt ferli og ekki alltaf með- vitað. Ég held að maður komist í samband við einhverja æðri með- vitund við að semja tónlist.“ Graceland var tímamótaverk Fyrir um tíu til fimmtán árum var nánast óþekkt að tónlistar- menn sæktu sér efnivið í eigin tón- list úr jafnmörgum áttum og Bill Bourne gerir. Þeir sem voru í blús voru blúsmenn, vísnasöngvarar voru bara vísnasöngvarar, rokk- arar rokkuðu og þjóðleg tónlist fjarlægari staða var sjaldheyrð á Vesturlöndum. Jafnvel þjóðleg tónlist þjóða Vesturlanda sjálfra var sjaldheyrð, ef undan er skilin sterk keltnesk þjóðlagahefð sem óx og dafnaði í Norður-Ameríku með þjóðlagasöngvurum á borð við Joan Baez og svo auðvitað tónlist blökkumannanna, blúsinn. Á síð- asta áratug hefur orðið róttæk bylting í landslagi tónlistarinnar hvað þetta varðar. Bill Bourne nefnir einn atburð sem hann telur hafa komið þessari bylgju af stað. „Þetta byrjaði þegar Paul Simon gaf út plötuna „Graceland“ þar sem Ladysmith Black Mambazo frá Suður-Afríku lék með honum og hvað mig varðar a.m.k. var þetta upphafið að samruna menn- ingarstrauma í tónlistinni og gíf- urlegri útbreiðslu slíkrar tónlistar. Í tónlistariðnaðinum varð til orðið heimstónlist, um þetta fyrirbæri.“ Hlutverk listarinnar Nú kemst Bill Bourne á flug og segir sögu af vini sínum sem hitti ókunnan mann. Það var rödd Guðs sem talaði gegnum þennan mann og sagði að áður fyrr hefði hann komið til fólksins með kirkjunni og stjórnmálamönnunum, en nú kæmi hann til fólksins í tónlistinni og öðrum listum. Og Bill Bourne er mikið í mun að tengja þessa sögu því að einmitt með tónlistinni fái kærleikur og skilningur meðal fólks að dafna og vaxa. „Mín til- finning er sú að eitthvað þessu líkt sé í raun að gerast og að tónlist, ljóðlist og myndlist hafi því hlut- verki að gegna að færa fólk nær hvert öðru. Stjórnmálamennirnir eru vissulega ekki að gera það, og mér virðist kirkjan, án þess kannski að hafa ætlað sér það, hafa gert svo mörg mistök í tímans rás að fólk sé hætt að treysta henni. Þá er ég ekki að meina að trúarbrögðin hafi ætlað sér illt; í trúarbókum heimsins, eins og Biblíunni, finnur maður vissulega leiðsögn til góðra verka, en kirkjan hefur bara orðið að enn einni póli- tísku stofnuninni, öfugt við það sem ætlað var í upphafi, og þar með hrakið frá sér fólk. Fjöldi fólks lætur það ekki einu sinni hvarfla að sér að leggja við hlustir þegar kirkjan talar og þetta finnst mér hafa verið óheillaþróun. Stjórnmálamennirnir eru ekki skárri. Það dýpsta sem ég hef heyrt á liðnum vikum var yfirlýs- ing George Bush, forseta Banda- ríkjanna um að Bandaríkin hefðu ekki ráð á að efna Kyoto-sam- komulagið til verndar loftslags í heiminum. Ég spyr bara, ef Bandaríkjamenn geta þetta ekki, hverjir eiga þá að hafa tök á því? Ég trúi því að fólk sé greindara en svo að það sjái ekki í gegnum þetta og sífelldar tilraunir stjórn- málamanna til að sundra okkur. Þess vegna finnst mér enn merki- legri þessi þróun sem er að verða í tónlistinni þar sem þjóðir heims eru virkilega að færast nær hver annarri.“ Íslenska í sveita- símanum Þegar Bill Bourne segir frá upp- runa sínum kemur í ljós að hann er hálfur Íslendingur. Móðir hans var dóttir Rósu, dóttur Stephans G., og afi hans í móðurætt var einnig íslenskur. Íslenska var móð- urmál móður hans. Og enn spretta sögur úr munni sagnamannsins Bill Bourne þegar hann rifjar upp bernskudagana þegar enn var sveitasími í Alberta. Þegar mamma hans og amma töluðu saman í símann var það óbrigðult að þær töluðu saman á íslensku til þess að forvitnir nágrannar gætu ekki fylgst með samræðunum. Föðurætt Bills kemur frá Eng- landi. Hann segir föður sinn hafa verið mikinn tónlistarmann og spilað listavel á harmónikku, þar til hann veiktist af lömunarveiki, og gat ekki lengur spilað. Hann stundaði þó bústörfin eftir sem áð- ur. Bill Bourne er eftirsóttur tón- listarmaður, hann ferðast milli landa og leikur á tónleikum og tón- listarhátíðum um allar jarðir. Hann er hingað kominn fyrir til- stilli Viðars Hreinssonar, sem hef- ur verið að rannsaka verk langafa hans, Stephans G. Stephanssonar í Kanada. Bill Bourne verður hér á landinu fram í júní, og ætlar að ferðast um, halda tónleika og skoða æskuslóðir langafa síns í Bárðardal og Skagafirði. Hún rifj- ast upp, sagan sem allir skóla- krakkar lærðu, um það þegar Stephan G. horfði tárvotum augum á eftir skóladrengjunum á leið í skóla og grét ofan í móður jörð af sorg yfir að fátæktin kæmi í veg fyrir að hann gæti líka menntað sig. Þessa sögu hafði Bill Bourne ekki heyrt. „Ekki gott að segja hvað kallinn hefði sagt um mig, sem hætti í skóla sextán ára, fór á flakk til að geta spilað tónlist. Þá var það þjóðvegurinn sem heillaði, tíðarandinn í kringum 1970 var þannig; Woodstock og allt það. Mig langaði að tilheyra þeirri ver- öld.“ Bill Bourne er barn þessa tíma. Hann bindur sítt dökkt hárið í tagl, og hann er ekki tæknivædd- ari en svo, að gítarinn hans er bæði gamall og lúinn og ber þess merki að hafa þvælst víða og sagt margar sögur. Bill Bourne talar af hugsjón um hvernig tónlistin getur sameinað fólk. Þúsundir manna um allan heim leggja við hlustir þegar hann hefur upp raust sína. Nú er komið að okkur Íslending- um að hlusta. Hann er langafabarn Stephans G. Stephans- sonar, barn hippatím- ans, ferðast um með gamlan gítar og flytur eigin lög og ljóð. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Bill Bourne, tónlistarmann og skáld, um það hvernig tónlistin hefur tekið við því hlutverki að auka kærleika og skilning milli þjóða heims. Bill Bourne með gítar, sólgleraugu og hatt. Listirnar færa fólk nær hvert öðru begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.