Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á „sigur-sunnudeginum“ 23. apríl1961 steig Fidel Castro fram ogflutti fjögurra klukkustunda sjón-varpsávarp þar sem hann útskýrði sigri hrósandi hernaðarlegan og pólitískan bakgrunn viðburðanna á Kúbu þegar her- menn hans hrundu innrás sem gerð var með stuðningi Bandaríkjamanna í Playa Girón við Svínaflóa. Ræða hans var tilþrifamikil og hann hækkaði róminn þegar hann sagði: „Menn okkar vita hvernig á að berjast og deyja og það hafa þeir sannað síðustu daga!“ Þennan dag náðu vinsældir Castros há- marki og lýðhylli hans var ef til vill enn meiri en daginn sem hann hélt upp á sigurinn á Bat- ista-stjórninni tíu árum áður. „Marx-Lenín- istaflokkur okkar fæddist við Playa Girón,“ sagði hann síðar, „frá og með þessum degi var sósíalisminn settur saman af blóði verka- manna, bænda og námsmanna okkar.“ Svínaflóainnrásin hafði djúp áhrif, ekki að- eins á samband Kúbu og Bandaríkjanna – og þar með þróunina í Rómönsku Ameríku í heild – heldur einnig á náin tengsl Sovétríkjanna við stjórn Castros næstu þrjá áratugina. Þessi viðburður varð til þess að Sovétmenn ákváðu að sjá Kúbu fyrir kjarnaflaugum sem leiddu síðan til hættulegasta ástands í sögu kalda stríðsins hálfu öðru ári síðar, þegar ekki mátti tæpara standa að heimsbyggðin yrði fórnarlamb hernaðarlegs uppgjörs, sem menn höfðu lengi óttast, milli stórveldanna. Í ljósi þaulskipulagðrar herferðar Banda- ríkjanna og fleiri ríkja gegn Saddam Hussein Íraksforseta fyrir áratug og síðar í stríðinu í Bosníu undrast menn hernaðarlega og póli- tíska steinaldarháttinn, sem einkenndi skipu- lagningu og framkvæmd Svínaflóainnrásar- innar. Þá gilti lögmál Murphys: geti eitthvað farið úrskeiðis, þá gerist það. CIA, Eisenhower og Kennedy Eitt af síðustu verkum Dwights D. Eis- enhowers forseta var að slíta stjórnmálasam- bandi við Kúbu 3. janúar 1961. John F. Kennedy hafði unnið nauman sigur á Richard Nixon, varaforseta Eisenhowers, í forseta- kosningum, m.a. með því að fullyrða að repúblikanar hefðu „ekki gert nóg til að stöðva sókn kommúnista á vesturhveli jarð- ar“. Kennedy erfði áætlun stjórnar Eisenhow- ers um að láta kúbverska útlaga gera innrás til að steypa byltingarstjórninni á Kúbu. Allen Dulles, yfirmaður bandarísku leyniþjónust- unnar CIA og bróðir Fosters Dulles, utanrík- isráðherra í forsetatíð Eisenhowers, sann- færði Kennedy um að innrásin myndi leiða til almennrar uppreisnar gegn Castro. Dean Rusk, utanríkisráðherra Kennedys, og Ro- bert McNamara varnarmálaráðherra tóku undir þessa rangtúlkun á ástandinu á Kúbu. Eftir að sett var viðskiptabann á Kúbu sam- þykkti Kennedy 13. mars víðtæka áætlun um að styrkja efnahag ríkja Rómönsku Ameríku og stuðla að lýðræðislegum umbót- um. Með „framfarabandalaginu“ átti að dæla 25 milljörðum dala – gífurlegri fjárhæð á þessum tíma – í álfuna sem áður hafði verið van- rækt (þetta var í raun afrit af tillögu sem Castro hafði lagt fram tveimur árum áður!). Í nokkurn tíma höfðu þá þegar gengið hvik- sögur í Miami á Flórída um að innrás stæði fyrir dyrum. Í Miami, „Litlu Havana“, bjuggu – og búa enn – hundruð þúsunda útlaga sem höfðu flúið frá Kúbu eftir þjóðfélagsbyltingu Castros. Útlagarnir höfðu stofnað sex vopnaðar and- spyrnuhreyfingar sem stóðu fyrir skemmdar- verkum og hryðjuverkum á Kúbu í samstarfi við andspyrnuhreyfingar á eyjunni. CIA út- vegaði útlögunum vopn og sá um að varpa nið- ur birgðum til andspyrnuhreyfinganna á Kúbu. Gagnnjósnarar Kúbustjórnar vissu af þessu. Þeir höfðu hins vegar ekki haft spurnir af því að leynileg herdeild var við æfingar í Guatemala, þar sem herforingjastjórn, vin- veitt Bandaríkjunum, var við völd. Deildin hafði fengið dulnefnið Herdeild 2506 með skír- skotun til skráningarnúmers fyrsta sjálfboða- liðans sem lét lífið á æfingunum. Í herdeildinni voru 1.500 kúbverskir útlag- ar og hún var undir stjórn Bandaríkjamanna. Innrásin hefst Kennedy sór og sárt við lagði á blaða- mannafundi í Washington 12. apríl að banda- rískum hersveitum yrði ekki skipað að ráðast á Kúbu. Castro gat nú lagt saman tvo og tvo. Árás hlaut að vera yfirvofandi. Þremur dögum síðar urðu flugvellir á Kúbu fyrir árásum sprengjuvéla sem voru búnar flugskeytum og merktar flugher Kúbu. Castro hafði látið koma fyrir flugvélaeftirlík- ingum á flugvöllunum og þær voru eyðilagðar í árásunum ásamt fimm orrustuvélum. Banda- ríkjamenn vissu ekki að stjórn Castros hafði enn yfir að ráða átta herflugvélum – og sjö flugmönnum. Þrjár þessara flugvéla voru æfingavélar af gerðinni T-33, ein tveggja hreyfla sprengjuvél af gerðinni B-26, fjórar orrustuvélar af gerð- inni Sea Fury, smíðaðar í Bretlandi. Kúbu var skipt í þrjú landvarnasvæði og Castro var æðsti yfirmaður alls heraflans. Che Guevara fór fyrir varnarsveitunum á vesturhluta eyjunnar. Fastaher landsins var með 25.000 vel þjálfaða menn undir vopnum. Auk þess gat Castro reitt sig á stuðning 200.000 manna heimavarnarliðs. Herdeild 2506 var flutt með skipum frá Puerto Cabezas í Nic- aragua, þar sem annar Banda- ríkjavinur, Anastacio Somoza hershöfðingi, réð ríkjum. Her- deildin kom að strönd Svínaflóa 17. apríl, um morguninn. Beggja vegna flóans voru víðfeðmar og ófærar fenjamýrar. Samkvæmt „pottþéttri“ áætlun Banda- ríkjastjórnar átti að láta útlagana ná þessu svæði á sitt vald til að hægt yrði að mynda „bráðabirgðastjórn“ á kúbversku landsvæði. Bandaríkjastjórn og vinir hennar í Rómönsku Ameríku myndu síðan viðurkenna þessa lepp- stjórn og hún myndi réttlæta frekari íhlutun af hálfu Bandaríkjanna ef þörf krefði. Bandaríkjamenn höfðu vanmetið skipulags- gáfu Castros og stuðning meðal þjóðarinnar. Þegar skýrt var frá innrásinni fyrirskipaði Castro að 35.000 hugsanlegir uppreisnar- menn y arliðið fjöllunu Cast Æfinga var bre þeirra. skotið nánast ir nutu Yfirm White, ungade ekki bú mér alg skyldu við að y ar vélar Þar s spreng hætta lagt ba í Band yrði be innrása búin lo leikur f þeim eð Cast vélum þegar skorti armenn Kenn móðurs útlagan 1.189 fanga misstu sleppt Kúbust andvirð „stríðs unum. Marg flóainn inn. No Kúbver bandar miðað hönd. Nokk sýslum Miami- Rómön hins ve semi og Svínaflóainnrásin fyrir 40 árum og aðdraga Fullkomið Fidel Castro stappar stálinu í hermenn skammt frá Svínaflóa stóð. Myndin er úr safni dagblaðsins Granm 40 ár eru liðin frá misheppn- aðri innrás kúbverskra and- stæðinga byltingarstjórnar Fidels Castros á strönd Svínaflóa. Halldór Sigurðsson fjallar um innrásina og að- draganda Kúbudeilunnar 1962, en talið er að hætta á þriðju heimsstyrjöldinni hafi aldrei verið meiri en þá. Innrásin hafði mikil áhrif á þróunina í Rómönsku Ameríku ÞARFASTA ÞJÓÐÞRIFAMÁLIÐ? „STEFNUMÓTUN MEÐ ÞÁTTTÖKU FÓLKSINS“ Áform borgaryfirvalda um að rífa40 hús í Skuggahverfi, þar af 20á reit sem afmarkast af Hverf- isgötu, Vitastíg, Lindargötu og Frakka- stíg, hafa bersýnilega komið íbúum hverfisins í opna skjöldu. Í greinum og viðtölum hér í blaðinu að undanförnu kemur fram að margir íbúar hverfisins hafa á undanförnum árum, í góðri trú um að núverandi skipulag yrði óbreytt, lagt í umtalsverðan kostnað og fyrir- höfn við að gera upp íbúðir sínar og hús. Áform borgaryfirvalda, sem kynnt voru íbúum á fundi í marz, um fjölbýlishúsa- hverfi og verzlunarmiðstöð á lóðunum, kippa fótunum undan áformum þessa fólks. Þeir, sem búa á eignarlóðum, segjast engin svör hafa fengið við því hvort sú staðreynd styrki stöðu þeirra. Brynja Helga Kristjánsdóttir, íbúi á Hverfisgötu 55, lýsir því í viðtali við Morgunblaðið í gær að hús hennar hafi brunnið að mestu fyrir nokkrum árum og hafi þá borgaryfirvöld ekki sýnt því eða lóð þess neinn áhuga. Því hafi eig- endurnir endurbyggt húsið, en fái nú að vita að það eigi að rífa það. „Ég hefði aldrei trúað því að það væri hægt að gera svona lagað við fólk og eigur þess,“ segir hún. Ásdís Þórhallsdóttir, Lindargötu 34, segist skiljanlega hafa staðið í þeirri trú að hún væri búin að kaupa sér fram- tíðarhúsnæði. Hún segir að fregnunum hafi verið dembt yfir íbúana á fundi, þar sem ekki var hvatt til spurninga. „Upp- lifun mín af fundinum ... var í stuttu máli sú að ég byggi á einhverju ham- farasvæði og íbúar þar fengju engu að ráða og ekkert um þetta að segja. Og áfallahjálpin átti þá að felast í því að fulltrúi borgarinnar myndi hjálpa okk- ur við að selja eignirnar okkar.“ Björn Þór Vilhjálmsson, Hverfisgötu 39, bendir á að íbúðirnar í húsinu hafi verið í stöðugri endurnýjun jafnframt því sem íbúarnir hafi lagt fé í að gera upp sameignina. „Maður fer að efast um sjálfsögð réttindi sín sem borgar- búa,“ segir Björn. „Það er rétt, að hverfið þarf upplyftingu, en það sem færri vita er að hverfið hefur verið í mikilli uppbyggingu undanfarin ár. Fólk hefur verið að kaupa eignir hér í hverfinu og gera heilu húsin skemmti- lega upp, með því markmiði að búa hér til langframa.“ Framkoma borgaryfirvalda við íbúa Skuggahverfis er óviðunandi. Það er ekki hægt að kippa í einu vetfangi fót- unum undan framtíðaráformum fólks nema sýnt sé fram á að ríkir almanna- hagsmunir réttlæti slíkt. Aðdragandi þessa máls skýtur skökku við í ljósi þeirrar áherzlu, sem núverandi borg- arstjórnarmeirihluti segist leggja á „stefnumótun með þátttöku fólksins“ og að „upplýsingastarf borgaryfirvalda verði stóraukið svo borgarbúum gefist kostur á að koma tiltölulega snemma að ákvörðunum sem þá varða og jafnframt taka þátt í mótun þeirra allt frá byrj- un,“ svo vitnað sé í kosningastefnu- skrár Reykjavíkurlistans. Borgar- stjórnarmeirihlutinn hefur jafnframt lagt áherzlu á vernd eldri hverfa borg- arinnar og hefur markað þá stefnu að nýta þurfi „fjölbreytni og sjarma“ þeirra „sem bezt í þágu íbúanna og ann- arra borgarbúa“. Ekki verður öðru trúað en að borgar- yfirvöld muni taka tillit til athuga- semda íbúa hverfisins áður en deili- skipulagi verður breytt formlega á svæðinu. Líkt og fram kom í grein eftir einn af íbúum Skuggahverfis hér í blaðinu á dögunum eru reglur um að leita beri álits borgaranna á breyting- um á skipulagi sýndarreglur ef afstaða borgarfulltrúa er fyrirfram fullmótuð. Það er ekki hægt að umgangast fólk með þessum hætti. Fyrir Alþingi liggja nú ýmis mikil-væg þingmál sem liggur á að af- greiða fyrir þinglok. Þar á meðal eru frumvörp um einkavæðingu Símans og ríkisbankanna, fiskeldi í sjó, réttar- stöðu útlendinga, félagsþjónustu sveit- arfélaga, lækkun tolla á grænmeti og hækkun á bótum almannatrygginga. Vandséð er að náist að afgreiða öll þessi mál fyrir áætlaða þingfrestun 18. maí nema þingmenn haldi þeim mun betur á spöðunum. Við þessar aðstæður vekur það vissu- lega furðu að menntamálanefnd þings- ins skuli afgreiða þingmannafrumvarp um lögleiðingu svokallaðra ólympískra hnefaleika. Þessi afgreiðsla bendir til að stuðningsmenn málsins fari fram af meira kappi en forsjá – hvaða skoðanir sem menn hafa á lögleiðingu hnefaleika er þetta mál ekki þess eðlis að ástæða sé til að eyða tíma í það nú á lokadögum þingsins þegar ýmis þarfari þjóðþrifa- mál bíða úrlausnar. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri afstöðu sinni að bann við iðkun hnefa- leika hér á landi eigi að vera áfram í gildi. Þar gerir blaðið ekki upp á milli atvinnumannahnefaleika og hinna svo- kölluðu ólympísku hnefaleika eða áhugamannahnefaleika. Stuðnings- menn áðurnefnds frumvarps halda því fram að ólympísku hnefaleikarnir séu allt önnur íþrótt og saklausari en hnefa- leikar atvinnumanna. Læknar eru þeim hins vegar ekki sammála. Hér í blaðinu birtist í fyrradag grein eftir Ólaf Hergil Oddsson, héraðslækni Norðurlands, sem bendir á að alþjóðasamtök lækna og læknafélög víða um heim leggi til að hnefaleikar verði bannaðir með öllu. Ólafur vitnar til rannsókna, sem sýna að í ólympískum hnefaleikum er hætta á örkumlum og dauðsföllum. „Brezka læknafélagið hefur tekið saman lista, sem ekki er tæmandi, yfir boxara, sem hafa látizt eða meiðzt illa í íþróttinni,“ skrifar Ólafur. „Af 15 tilfellum á árun- um 1986–1992 voru 6 áhugamannabox- arar, þrír af þeim létust, einn var enn í öndunarvél 1992 og tveir þurftu að fara í aðgerð vegna heilablæðingar.“ Ólafur Hergill vitnar jafnframt til annarra rannsóknarniðurstaðna, sem benda til að iðkun ólympískra hnefa- leika sé líklegri til að valda heilaskaða og taugasálfræðilegum vandamálum en ástundun annarra íþróttagreina. Undir það skal tekið með héraðs- lækni Norðlendinga að Íslendingar hafa sýnt öðrum gott fordæmi með því að banna hnefaleika, íþrótt þar sem mark- miðið er að slasa andstæðinginn. Þeirri stefnu á ekki að breyta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.