Morgunblaðið - 12.05.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 12.05.2001, Síða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ V ið þurfum að endur- skoða afstöðu okkar til vinnunnar, enda er nú svo komið að flestir líta á hana sem kvöð, segir Richard Donk- in, höfundur ágætrar bókar um þróun vinnunnar. Donkin er ritstjóri FTCareer- Point.com, sem er netútgáfa at- vinnumálaritstjórnar Financial Times í London. Hann gaf ný- lega út bókina „Blood, Sweat & Tears: The Evolution of Work“. Í henni rekur hann þróun vinn- unnar gegnum aldirnar, allt frá fyrstu samfélögum manna, þrælahald, áhrif trúarbragða á vinnu, og fjallar að sjálfsögðu um stökkbreytingarnar miklu, byltingarnar í landbúnaði og iðnaði. Donk- in segir að nú sé mannkynið að upplifa þriðju at- vinnubylt- inguna, í tölvu- tækninni, en geti vart höndlað hana vegna úreltrar afstöðu til vinnunnar. Donkin segir að margir séu ofurseldir vinnunni sinni og nú- verandi kerfi verði að endur- skoða, enda hvetji það fólk til að bæta endalaust við vinnutímann, að sjálfsögðu á kostnað tóm- stundanna. Í bók sinni bendir hann á, að hættulegt viðhorf til vinnunnar sem skerðingar á ein- staklingsfrelsi hafi kristallast í Þýskalandi nasismans, þar sem vinna var notuð sem refsiaðferð. Þetta viðhorf, að vinnan sé af hinu illa, hafi verið ríkjandi frá fornu fari og fátt bendi til að það sé á undanhaldi. Það sé því engin furða þótt fólk eigi oft erfitt með að koma auga á ánægjuna sem það geti haft af vinnunni sinni. Donkin bendir líka á kald- hæðnina sem felst í því, að á meðan fangar voru látnir vinna í refsingarskyni og reyndu að kaupa sér líf með góðri frammi- stöðu lögðu kvalarar þeirra oft mikið á sig til að gleyma sér við ýmis verkefni, svo þeir þyrftu ekki að hugsa of mikið um óþverraverkið mikla sem þeim hafði verið falið. Og nú telur sem sagt Donkin brýna nauðsyn á því að hrista rækilega upp í kerfinu. Það verði hins vegar hver og einn að gera. Fólk verði að hugsa um tilganginn með starfinu sínu, í stað þess að hella sér út í það af offorsi og hunsa alla möguleika á að njóta þess. Ef fólk helli sér út í botnlausa vinnu sé það um leið að þurrka út öll skil á milli starfsins og einkalífsins. Það hafi þær vondu afleiðingar að fólk missi alla yf- irsýn og hæfileikann til að hugsa sjálfstætt. Þar sem hann hefur nú rakið þróun vinnunnar í aldaraðir, auk þess að hafa sjálfur atvinnu af umfjöllun um atvinnulífið, tel- ur Donkin sig geta spáð um framtíðina. „Að tveimur kyn- slóðum liðnum munu flestir starfsmenn eiga hlut í fyrir- tækjunum eða stofnununum sem þeir starfa hjá. Gildismat starfsmannanna verður um leið gildismat fyrirtækjanna. Þá fyrst verða fyrirtækin fulltrúar þjóðfélagsins sem þau starfa í þegar samband vinnuveitandans og starfsmannsins þróast í krafti eignarhaldsins sem starfsmennirnir öðlast með vinnu sinni.“ Þessi framtíðarsýn hefði líklega glatt Marx gamla. Donkin fjallaði einnig um þetta hugðarefni sitt, þróun vinnunnar, í grein á heimasíðu Financial Times í síðustu viku. Þar kallar hann ýmsa til vitnisburðar um breyt- ingarnar á atvinnumarkaði. Jeff Taylor, forsvarsmaður net- atvinnumiðlunarinnar Monst- er.com, segir að það sé liðin tíð að fólk starfi hjá sama fyrirtæk- inu í áraraðir, jafnvel áratugi, sem sýnir auðvitað að það er þegar farið að hugsa öðruvísi um vinnuna en sem óhjákvæmi- lega kvöð. Hún er kannski óhjá- kvæmileg eftir sem áður, enda kjósa flestir að hafa í sig og á með vinnu, en nú telur fólk sig eiga rétt til skemmtilegs og þroskandi starfs. Taylor segir að þau fyrirtæki, sem ekki átta sig á þessum miklu breytingum, muni ekki ná að halda starfs- fólki sínu. Nú er svo komið að sjötti hver Bandaríkjamaður á vinnu- markaði kýs að vera eins konar lausamaður í atvinnulífinu og samkvæmt nýlegri könnun á þessu sviði, mun einn af hverj- um þremur Bandaríkjamönnum hugsa sér til hreyfings á vinnu- markaði á næstu þremur árum. Monster.com setti upp sérstaka heimasíðu, þar sem lausamenn gátu boðið þjónustu sína. Und- irtektirnar voru með ágætum, það er að segja á meðal lausa- mannanna. Vinnuveitendur sýndu þessu framtaki hins veg- ar lítinn áhuga. Hjá Monst- er.com segja menn að það sé vegna þess að vinnuveitendur telji enn að það sé réttur þeirra að hafa starfsmenn, en átti sig ekki á að það séu forréttindi að njóta góðra starfskrafta. Í grein Donkins kemur fram að fæstir skipta um starf ein- göngu peninganna vegna, held- ur vegna þess að þeir vilja fá að vaxa í starfi. Þeim hugmyndum er því varpað til vinnuveitenda að þeir leggi áherslu á að yf- irmenn hlúi vel að undir- mönnum sínum, tryggi þeim næga þjálfun í starfi og veiti þeim tækifæri til að auka starfs- svið sitt eftir því sem færni þeirra eykst. Yfirmenn verði jafnframt að fá umbun fyrir hæfileika sína til að sinna und- irmönnum á þennan hátt, en ekki eingöngu fyrir fjár- málastjórn sína eða tæknikunn- áttu. Þetta er auðvitað engin trygging fyrir því að fyrirtæki haldi starfsfólki sínu svo árum skipti enda óvíst að allir séu til- búnir til þess að kvitta upp á það að launin skipti minna máli en vaxtarmöguleikar í starfi. Hins vegar er líkast til óhætt að taka undir það að á næstu árum verði það stærsta verkefni fyr- irtækja að halda góðum starfs- mönnum sínum. Vinnan og frelsið Jeff Taylor, forsvarsmaður netatvinnu- miðlunarinnar Monster.com, segir að það sé liðin tíð að fólk starfi hjá sama fyrirtækinu í áraraðir. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu Í MORGUNBLAÐINU laugar- daginn 5. maí sl. birtir Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Ís- landsbanka-FBA og íbúi á Arnar- nesi, grein þar sem hann ræðst harkalega gegn framkomnum hug- myndum Björgunar ehf. og Bygg ehf. um Bryggjuhverfi í Garðabæ og hvernig unnið hafi verið að málinu. Ásmundur ræðst svo harkalega að æru, heiðarleika og starfsheiðri und- irritaðra, og reyndar margra ann- arra, að ekki verður undir því setið. Það sem gerir ásakanir Ásmundar sérstaklega alvarlegar er að maður í hans stöðu á að vita hvernig slík framkvæmdamál ganga fyrir sig. Ljóst er að í grein sinni veigrar hann sér ekki við að tala þvert gegn betri vitund og drepa staðreyndum á dreif. Ásakanir sem dæma sig sjálfar Að tína til allar ásakanir Ásmund- ar væri of langt mál. Lesa má úr grein hans að einungis óheiðarlegir aðilar hafi komið nálægt málinu, þeir sem múta, þeir sem láta múta sér, þeir sem falsa og þeir sem birta fals. Ásmundur heldur því fram að sjálf- stæðismenn í trúnaðarstöðum í Garðabæ láti múta sér, að einstak- lingar láti kaupa sig til að koma op- inberlega fram og að niðurstöðum um mat á umhverfisáhrifum sé hag- rætt. Skilaboðin dæma sig sjálf og þann er þau sendir. Ástæða er þó til að skýra út fyrir leikmönnum að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum er unnin af hlutlausri verkfræðistofu sem tekur tillit til og leitar umsagnar ýmissa aðila er málið varðar. Um- rædd verkfræðistofa hefur margoft unnið slíkt mat áður og er faglegur og óvilhallur aðili. Þetta veit Ás- mundur en veitist samt að heilindum þeirra sem þar vinna. Stuðlað að upplýstri afstöðu Garðbæinga Annað sem Ásmundur telur óeðli- legt og saknæmt teljast venjuleg vinnubrögð í öllum fyrirtækjum landsins sem viðhöfð eru á hverjum degi. Íslandsbanki-FBA vinnur t.d. daglega að kynningu á hugmyndum sínum og ímynd með fagaðilum. Það sem lagt var upp með í þessu máli var að kynna Garðbæingum þær hug- myndir sem voru á borðinu um Bryggjuhverfi í Arnarnesvogi. Það var talið nauðsynlegt til þess að Garðbæingar gætu tekið upplýsta af- stöðu til Bryggjuhverfisins, ekki síst þar sem mikil umræða hafði farið fram í fjölmiðlum án þess að nokkur hefði séð endanlegar tillögur. Er neikvætt að kynna hugmyndir? Ásmundur telur kynningu Bryggjuhverfisins óeðlilega og að greitt hafi verið fyrir hana, t.a.m. í Garðapóstinum og Listinni að lifa, blaði félags eldri borgara. Eitt er hvenær það hefur verið talið óeðli- legt að greiða fyrir kynningu, hitt er að ekki var ein króna greidd fyrir kynningu í Garðapóstinum. Þessum aðilum þótti málið varða Garðbæinga beint og voru hlynntir því að kynna það. Slíkt er eðlileg afstaða í bæjar- blöðum. Á kynningarskilti á Garða- torgi kemur skýrt fram að Bygg ehf. og Björgun ehf. kynni þar hugmynd- ir sínar um Bryggjuhverfi. Ásmund- ur segir það ekki standa á skiltinu og virðist því ekki hafa séð skiltið. Það er ótrúlegt að menn geti verið á móti því að hugmyndir séu kynntar fyrir fólki svo það geti tekið sjálfstæða af- stöðu um málið. Menn sem leggjast gegn slíku hljóta að hafa óvenju slæman málstað að verja. Menn sem beita sér á þann hátt sem Ásmundur gerir vinna sínum málstað mest ógagn sjálfir. Reynum að koma um- ræðunni á málefnalegt stig. Á það hefur verið lögð áhersla í öllu kynn- ingarefni frá framkvæmdaaðilum. Málefnalegur grundvöllur Það á að vera hægt að ræða um hugmyndir á grundvelli hugmynd- anna sjálfra án þess að leggjast í per- sónulegar árásir og vega að æru, heiðarleika og fagmennsku manna. Við höfum orðið varir við ákaflega góð viðbrögð við hugmyndum um Bryggjuhverfi frá öllum almenningi í Garðabæ. Það er von okkar að menn nálgist efnið á málefnalegum for- sendum í framtíðinni svo að komast megi að þeirri niðurstöðu er verður Garðabæ til heilla. Til framkvæmdastjóra Íslandsbanka-FBA, íbúa á Arnarnesi Sigurður R. Helgason Höfundar eru verktakar og við- skiptavinir Íslandsbanka-FBA. Arnarnesvogur Ásmundur ræðst svo harkalega að æru, heið- arleika og starfsheiðri undirritaðra, segja Gunnar Þorláksson, Gylfi Héðinsson og Sigurður R. Helgason, og reyndar margra ann- arra, að ekki verður undir því setið. Gunnar Þorláksson Gylfi Héðinsson UM nokkurt skeið hafa landsmenn tekið eftir því að nýtt svo- nefnt „skipafélag“ stundar siglingar milli Íslands og Bandaríkj- anna. „Skipafélag“ þetta hefur náð til sín flutningum fyrir banda- ríska varnarliðið í Keflavík á fölskum for- sendum, þar sem það er ekki skráð íslenskt skipafélag. Þar með brýtur þetta félag í bága við þau ákvæði sem kveðið er á um í milliríkjasamningi milli Íslands og Bandaríkj- anna. Hér er á ferðinni íslenskt einkahlutafélag sem hefur leigt hol- lenskt skipafélag til að annast ís- lenska hlutann af skipaflutningunum fyrir bandaríska varnarliðið í Kefla- vík. Íslenskar kaupskipaútgerðir geng- ust undir það með kjarasamningum sl. vor að láta íslensk launakjör gilda í föstum áætlunarsiglingum til og frá landinu. Einkahlutafélagið Atlants- skip, sem leigir til sinnar þjónustu er- lent fyrirtæki á hentifánakjörum, ber það ekki við að sinna þessari sjálfsögðu kröfu Sjómannafélags Reykjavíkur. Sjó- mannafélagið hefur ítrekað mótmælt ríkjandi aðstæðum við fulltrúa íslenskra stjórnvalda, félagið hef- ur tilkynnt Bandaríkja- her að það muni ekki horfa á þessar siglingar viðgangast með þessum hætti öllu lengur og sömuleiðis hefur fulltrúum bandarískra stjórnvalda, þ.e. sendi- ráði Bandaríkjanna á Íslandi, verið gerð ítar- leg grein fyrir stöðu mála. Nú kemur hins vegar jafnframt á daginn að þetta platskipafélag sem nefnir sig Atlantsskip stundar einnig siglingar fyrir íslenska utanríkis- þjónustu samfara flutningunum á dóti varnarliðsins. Sá er þó munurinn á þessu baksi að menn missa óbæt- anleg verðmæti í sjóinn. Það kemur okkur í Sjómannafélaginu heldur spánskt fyrir sjónir að sömu stjórn- völd (utanríkisráðuneytið) sem telja óásættanlega staðið að flutningum varnarliðsins af hálfu Atlantsskipa skuli á sama tíma senda dótið hans Svavars Gestssonar og frúar ásamt óbætanlegum listaverkum íslensku þjóðarinnar innan um vistir og við- legubúnað varnarliðsins – fyrirtæki sem síðan sýnir sig að er ekki frekar fært um að koma vörunni á leiðar- enda en Vikartindur forðum daga. Eimskip lærði á sínum tíma sína lexíu á Vikartindsævintýrinu. Nú er eftir að sjá hvaða lærdóma menn draga af ævintýri utanríkisráðuneyt- isins og Svavars Gestssonar um borð í útgerðarfélagsskipi sem ekki er ís- lensk útgerð þó samningar kveði á um annað! Sjómannafélag Reykjavíkur á hins vegar bágt með að sitja þegjandi undir þessari þróun öllu lengur. Hvað er fyrirbær- ið Atlantsskip? Jónas Garðarsson Höfundur er formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur. Skipafélög Þetta félag brýtur í bága við þau ákvæði, segir Jónas Garðarsson, sem kveðið er á um í milliríkjasamningi milli Íslands og Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.