Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 45
3–4 millj. á ári, ætti að draga nokkuð langt í nýsköpun atvinnulífs á Austur- landi. Kæmi ekki til greina að stofna iðngarðafríhöfn á Reyðarfirði? Nokkrar umræður hafa verið und- anfarið um breytingar á rekstri Þjóð- hagsstofnunar, væri ekki athugandi að flytja hana út á land og skipta henni upp í þjóðhagsstofur, eina í hvert landsbyggðarkjördæmi? Starfsfólkið yrði þannig í góðu sam- bandi við atvinnulífið og þær gætu líka orðið grunnur að öflugum tölvu- verum. Þau verkefni Þjóðhagsstofnunar sem ekki hentar að flytja frá Reykja- vík færu til hagdeildar Seðlabankans og Hagstofunnar. Þar ættu alþingis- menn að geta fengið allar upplýsingar um efnahagsmál og útreikninga sem þeir óska eftir. Þó að stjórnarformaður Lands- virkjunar vilji gera upp á milli lands- manna hvað varðar skilning á virkj- anaframkvæmdum á Austurlandi hafa Reykvíkingar engar áhyggjur af þeim dilkadrætti þeirra Landsvirkj- unarforkólfa. Margir vita að það er ólíku saman að jafna hvað varðar byggingarkostn- að og rekstrargrundvöll, Þjórsár- virkjunum sem allgóð sátt hefur verið um hjá þjóðinni og hinum illa ígrund- uðu virkjunum á Austurlandi. Það er nokkuð ljóst að ljúka ætti byggingu allra Þjórsárvirkjana sem hagkvæmar þykja og standast um- hverfismat og láta síðan gott heita þar til orkunýtingarskýrsla Orku- stofnunar lítur dagsljósið. Með þó kannski venjulegri undantekningu frá reglunni, t.d. Villinganesvirkjun í Skagafirði. Þegar álverið í Straumsvík verður komið í 200 þús. tn. framleiðslu, Járn- blendiverksmiðjan komin með fimm ofna í starfrækslu og Norðurál stækkað mun engin þjóð framleiða jafnmikið af stóriðjuvörum með mengunarlausri orku á hvern íbúa og Íslendingar. Getum við ekki vel við unað? Getur einhver komið með fullgildar ástæður fyrir því að orkuhákum og ál- festum verði leyft að vaða yfir hálend- ið og vinna þar óbætanleg skemmd- arverk, auka skuldir Landsvirkjunar um hátt á annað hundrað milljarða, stórhækka almennt orkuverð og þar með veikja samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar og fiskvinnslu, stórhækka út- gjöld heimilanna og skerða enn frek- ar en orðið er öræfatign Íslands. Það hljómar undarlega, svo ekki sé meira sagt þegar talað er um að af- nema eigi skattaafslátt sjómanna og minnka, helst afnema, allar greiðslur til bænda, þegar fjöldi manns er á sæmilegum launum við áætlanagerð um nýjar virkjanaframkvæmdir á Austurlandi og orkusölu til álvers á verði sem krefst 20–40% niður- greiðslu frá almennum kaupendum orku frá Landsvirkjun. Iðnaðarráðherra ætti nú þegar að koma því til leiðar að orkuverð frá Landsvirkjun til íslensks iðnaðar, garðyrkjubænda og annarra bænda, verði stórlækkað, þeim atvinnu- rekstri öllum til mikilla hagsbóta í hinni miklu og hörðu samkeppni við innflutning og þjóðinni allri í barátt- unni við verðbólguna. Tekjur Lands- virkjunar munu aukast vegna meiri orkukaupa Íslendinga. Bændum og sjómönnum eru send- ar baráttukveðjur. Höfundur er vélfræðingur. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 45 Í MORGUNBLAÐINU fimmtu- daginn 10. maí rakst ég á opnu með 5 greinum um áhugamanna- (ólymp- íska) hnefaleika en nú liggur fyrir Al- þingi frumvarp um að breyta lögum frá 1956 og heimila ólympíska hnefa- leika hérlendis. Frumvarp samhljóða þessu var fellt á Alþingi vorið 2000 og átti undirrituð aðild að því. Ein áðurnefndra greina er eftir Ólaf Hergil Oddsson, hér- aðslækni á Akureyri, og mælir hann eindregið með því að lög sem banna hnefaleika standi óhögguð. Álit hans er í samræmi við afstöðu Læknafélags Íslands. Hinar fjórar greinarnar eru skrifaðar af mönn- um sem vilja að lögun- um verði breytt og hrósa þeir boxi í há- stert, hver á sinn hátt. Í greinum þeirra eru all- margar rangfærslur og vil ég gera nokkrum þeirra skil í þessari grein. Ef nógu margir endurtaka að svart sé hvítt, verður svart þá hvítt? Er box í 71. sæti yfir tíðni meiðsla í íþróttum? Í greinum eftir Guðmund Arason og Guðjón Vilhelm er því haldið fram að lítið sé um meiðsl í áhugamanna- hnefaleikum og vitnað til skýrslu frá ameríska íþrótta- og tómstundasam- bandinu um slys í íþróttum þar sem boxið sé í 71. sæti (American Youth Safety Council). Guðjón segir að ólympískir hnefa- leikar séu ein af öruggustu íþrótta- greinum heims. Þórður Sævarsson heldur því fram að erfitt sé að finna íþrótt þar sem ekki fyrirfinnast meiðsli á meðal iðkenda. Sannleikur- inn er sá að í skýrslum þeim, sem vitnað er til máli greinahöfunda til stuðnings, eru tölur sem eru alls ekki samanburðarhæfar á þann hátt sem gert er. Áverkatíðni í hnefaleikum er há miðað við aðrar íþróttir og eru hnefa- leikar þannig ein hættulegasta grein- in að áliti brezka læknafélagsins. Margir boxarar, bæði áhugamenn og atvinnumenn, reyna hins vegar í lengstu lög að leyna áverkum sínum til þess að þurfa ekki að vera frá keppni eins og reglur kveða á um. Upplýsingar um slysatíðni í íþróttum gefa iðulega skakka mynd nema jafn- framt sé tekið tillit til fjölda iðkenda eða tímans sem íþróttin er stunduð. Gjarnan er miðað við þann fjölda sem kemur á slysadeild til skoðunar eða meðferðar eftir íþróttaiðkun. Í bandarískri slysaskráningarskýrslu frá 1998 (National Electronic Injury Surveillance System) eru m.a. skráð 1.207 tilvik vegna hnefaleika en jafn- framt sagt að 3.234 rugbyleikarar og 3.254 klappstýrur hafi slasast. Telja menn virkilega að það þýði að hættu- legra sé að vera klappstýra en box- ari? Slíkar fullyrðingar eru auðvitað fjarri öllu lagi, ósannar og hreinn út- úrsnúningur. Það hlýtur að vera hverju barni augljóst. Eykur það flóru íþróttalífs að kenna börnum og unglingum að berja aðra? Það er vitað að þjálfun fyrir áhuga- mannabox er heilsusamleg hreyfing, svokölluð loftsækin (aerobisk) íþrótt ekki síður en að hlaupa, hjóla og synda, og verður til þess að styrkja líkam- ann, er gagnleg fyrir stoðkerfi, hjarta og æðakerfi, snerpu og við- brögð. Við boxæfingar í sal verða ekki þeir al- varlegu heilaskaðar sem fylgt geta keppni. Við þjálfun í sal eru menn að berja í púða en ekki hver annan. Heila- áverkar þeir sem mik- ilvægt er að hindra verða í keppni og þegar þjálfað er í sal með and- stæðingi (sparring). Það sem aðgreinir hnefaleika frá öðrum íþróttagreinum er að höggum er vísvitandi beint að líkama and- stæðingsins, markmiðið er að koma höggi á andstæðinginn, fara inn fyrir varnir hans og þar með meiða hann. Þar greinir á milli hnefaleika og þorra annarra íþróttagreina því að hnefa- leikar, bæði í atvinnuskyni og sem áhugamannaíþrótt, eru árásaríþrótt en ekki sjálfsvarnaríþrótt eins og t.d. karate og júdó. Slysatíðni er vissu- lega há í nokkrum öðrum íþrótta- greinum en þar gegnir yfirleitt öðru máli þegar ekki er um ásetning að ræða heldur slys eða brot á leik- reglum. Svart er ekki hvítt. Markmið íþróttarinnar er annað, til dæmis að koma bolta í mark. Í hnefaleikum er markvisst reynt að koma höggi á and- stæðinginn og fær keppandi stig fyrir högg á höfuð jafnt sem aðra líkams- hluta. Þótt rothögg séu ekki verð- launuð sérstaklega í áhugamanna- hnefaleikum fær keppandi stig fyrir að höggi sé komið á höfuð andstæð- ings. Samkvæmt reglum um ólymp- íska hnefaleika geta börn tekið þátt í keppni í heimalandi allt frá 8 ára aldri (!) en í alþjóðlegri keppni frá 17 ára aldri. Í íslenzku þjóðfélagi er boðið upp á fjöldann allan af hollum (meira að segja ólympískum!) íþróttum sem ekki hafa það að markmiði að meiða aðra. Eru það mannréttindi að æfa hnefaleika? Guðjón Vilhelm heldur því fram að „þegar öllu sé á botninn hvolft snúist þetta um mannréttindi“. Flutnings- menn áðurnefnds frumvarps hafa ekki gefið í skyn að þeir vilji lögleiða atvinnumannahnefaleika. Getur það þá einnig talizt til mannréttinda að iðka þá? Boxarar telja að það eigi að vera á valdi hvers einstaklings að ákveða hvaða íþrótt hann kýs að stunda og komið hefur fram í um- ræðum um frumvarpið að allt annað sé forræðishyggja. Slík stefna hlýtur þá að fela í sér að lögleiða skuli at- vinnuhnefaleika, kjósi einhverjir Ís- lendingar að stunda þá. Ekki hefur komið fram að neinn flutningsmanna sé meðmæltur því og líklega vilja flestir landsmenn ekki sjá atvinnu- hnefaleikakeppni fara fram hér á landi. Þótt skýr munur sé á reglum þeim sem gilda í atvinnumannahnefa- leikum og áhugamannahnefaleikum er vitað að fjöldi atvinnuboxara hefur feril sinn í áhugamannaboxi, þannig að erfitt getur verið að greina skýrt á milli. Sýna rannsóknir að höfuð- eða heilaáverka sé ekki að finna hjá ólympískum boxurum? Í grein sem birt var í læknaritinu Physician and Sportsmedicine í jan- úar 2000 og er eftir Barry D. Jordan og fleiri er sagt frá rannsókn á áverk- um á heila í áhugamannahnefaleik- um, bæði í bráð og lengd. Þar kemur fram að heilastarfsemi getur skaðast þrátt fyrir höfuðhlífar og frekari leið- beininga er þörf til að draga úr hættu á endurteknum heilaáverkum. Í rannsókninni var kannað hvaða áhrif endurtekin höfuðhögg geta haft til langframa og talið er líklegt að íþróttamenn sem hljóta endurtekna heilaáverka nái sér ekki að fullu. Í ofangreindri rannsókn Jordan og félaga kom einnig fram að keppendur hlutu að meðaltali 8 (0 til 31) höfuð- högg í keppni. 65% keppenda hlutu 10 eða færri höfuðhögg og 35% 10 eða fleiri. Heilahristingur með eða án meðvitundarmissis var algengur. 13% keppnanna enduðu í knock-out (KO= heilahristingur með meðvit- undarleysi) eða teknísku KO (sem er heilahristingur án þess að viðkom- andi missi meðvitund, t.d. þegar keppandinn gat ekki lokið keppni vegna sljóleika/ mental impairment). Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að tíðni höfuðáverka sé einungis 1% í ólympísku boxi heldur sýnir þessi rannsókn að þeir geti ver- ið að meðaltali í 13% tilvika. Guðmundur Arason segir í grein sinni að hann hafi horft á atvinnu- hnefaleikakeppni árum saman í sjón- varpi og aldrei séð slys í neinum leikj- um. Þýðir það að enginn af þeim boxurum hafi hlotið heilaskaða? Nei, auðvitað er það röng ályktun. Svart er ekki hvítt. Þess hefur verið krafist að læknar séu viðstaddir boxkeppni. Það er þó vitað að erfitt getur verið að greina heilaáverka við venjulega læknisskoðun á staðnum (hvað þá við sjónvarpsskjá í öðru landi!) og telja margir nauðsynlegt að boxkeppni sé ekki háð nema aðgangur sé greiður að spítala með heilaskurðdeild. Fyrir hálfu ári fékk brezki boxarinn Paul Ingle heilablæðingu eftir höfuðhögg og í Ástralíu lézt boxarinn Ahmal Popal í aprílbyrjun af völdum höfuð- höggs í hringnum. Fyrsta konan mun hafa slasast alvarlega í hnefaleikum fyrir skömmu. Væg höfuðhögg geta verið hættuleg ekki síður en þung högg. Talið er að áhrif af ítrekuðum áverkum safnist saman og geti haft langtíma alvarlegar afleiðingar. Þá er einnig margt sem bendir til þess að ítrekuð höfuðhögg geti m.a. aukið lík- ur á parkinsonssjúkdómi og alzheim- ersjúkdómi. Verum áfram til fyrirmyndar Líkast til er það rétt að ólympískir hnefaleikar séu leyfðir víðast hvar nema á Íslandi. Ég tel að með því séum við til fyrirmyndar og ég er þess fullviss að fleiri þjóðir munu feta í fótspor okkar. Umræða um skað- semi hnefaleika hefur farið vaxandi víða um lönd að undanförnu. Einnig trúi ég því að hægt verði að sannfæra alþjóðaólympíunefndina um að heila- áverkar í hnefaleikum séu það al- gengir að ekki sé verjandi að keppa í þeim á Ólympíuleikum í framtíðinni. Höldum okkar skynsömu lögum því áfram óbreyttum! GETUR SVART ORÐIÐ HVÍTT? Katrín Fjeldsted Áverkatíðni í hnefa- leikum er há miðað við aðrar íþróttir, segir Katrín Fjeldsted, og eru hnefaleikar þannig ein hættulegasta greinin að áliti brezka læknafélagsins. Höfundur er læknir og 14. þingmaður Reykvíkinga. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.