Morgunblaðið - 12.05.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 12.05.2001, Síða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hlána tekur hlíð og brún, hagann gróður vefur. Lækir fossa og rista rún, rumskar flest, er sefur. (Jón Björgólfsson frá Þorvaldsstöðum.) Laugardagur 31. marz. Til grafar eru bornir Pétur frá Tóarseli og Björgólfur frá Tungufelli. Heydala- kirkja er full út úr dyrum. En það sakar ekki. Veður er milt og gott. Sólarlítið. Líkkisturnar standa sam- hliða frammi fyrir altarinu. Kirkju- klukkurnar taka að senda staka og hógláta tóna út í kyrrðina. Prest- urinn gengur inn og flytur bæn fyrir altari. Kirkjukórinn tekur síðan við og syngur ljóð Einars Benedikts- sonar er hefst svo: Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, / sem himnaarf skulum taka? – Mennirnir, Pétur Arnbjörn og Björgólfur, sem hér voru kvaddir hinstu kveðju af vinum, vandamönnum og sveitung- um, tengdust mjög náið. Báðir fæddir að Þorvaldsstöðum í Breið- dal og ólust þar upp. Í fyllingu tím- ans hóf Björgólfur búskap á fjórð- ungi jarðarinnar og reisti nýbýlið Tungufell snertispöl frá Þorvalds- staðabænum. Meðan kirkjukórinn syngur ,,Drottinn vakir, Drottinn vakir / daga og nætur yfir þér“ skyggn- umst við liðuga öld aftur í tímann. Á ofanverðri 19. öld bjuggu á Þorvaldsstöðum hjónin Björg Stígsdóttir frá Ásunnarstöðum í Breiðdal og Sigurður Guðmunds- son, sem jafnframt var silfursmið- ur, fæddur í Geitdal á Héraði. Þeim varð ekki barna auðið en ólu upp fimm fósturbörn. Þau voru: Jón Björgólfsson, er síðar tók við búi á Þorvaldsstöðum, faðir Björgólfs sem hér er til grafar borinn, Sig- urður, bróðir Jóns, kennari á Siglu- firði, Sigurbjörg Erlendsdóttir, húsfreyja á Hlíðarenda, og Guð- mundur Pétursson, bóndi á Streiti, bróðursonur Sigurðar Guðmunds- sonar og faðir Péturs sem hér er kvaddur. Varð hann yngsta fóstur- barn þeirra Þorvaldsstaðahjóna. Því skal engan undra þótt þessir sómamenn séu til grafar bornir samtímis, fyrst kallið kom sama dægrið. Hér er líka þeirra fólk sam- an komið. Tengsl þessara manna PÉTUR ARNBJÖRN GUÐMUNDSSON OG BJÖRGÓLFUR JÓNSSON ✝ Pétur ArnbjörnGuðmundsson frá Tóarseli í Breið- dal fæddist 4. marz 1906 að Þorvalds- stöðum í Breiðdal. Hann lést 22. marz síðastliðinn. Björg- ólfur Jónsson frá Tungufelli í Breiðdal fæddist 28. nóvem- ber 1919. Hann lést 22. marz síðastliðinn. Útför þeirra fór fram frá Heydala- kirkju 31. marz. voru næsta órjúfandi, jafnt í lífi sem dauða. Móðir Péturs hét Þórunn Ragn- heiður Jónsdóttir og var vinnukona á Þorvaldsstöðum þegar Pétur fæddist. Dó hún fjórum dögum eftir fæðingu drengsins. Ílentist hann því þar. Eftir að Sigurður og Björg létu af búskap 1915, en það ár dó Björg, (Sigurður dó 1923), tóku Jón Björg- ólfsson, f. 5.3. 1881, d. 10.5. 1960, og kona hans Guðný Jónasdóttir frá Dísastaðaseli, f. 30.10. 1991, d. 7.1. 1956, við búinu. Þau gengu í það heilaga ári síðar, 19. marz 1916. Þá var Pétur 10 ára og tóku hjónin að sér uppeldi drengsins. Þannig varð Jón bæði uppeldisbróðir og fóstur- faðir Péturs. Jón og Guðný eignuð- ust 13 börn. Þau voru: Sigurður, f. 1916, d. 1986, Kristín Björg, f. 1917, d. 1993, Árni Björn, f. 1918, Björg- ólfur sem hér er minnst, Helga Björg, f. 1920, Einar Björgvin, f. 1922, Oddný Aðalbjörg, f. 1923, Hlíf Þórbjörg, f. 1924, Jónas, f. 1927, d. 1980, Pétur Hlífar, f. 1929, Guð- mundur Þ(órðarson), f. 1930, Óskar Sigurjón, f. 1933, og Þórey, f. 1936. Þannig má ljóst vera að Pétur og Björgólfur voru fóst(ur)bræður. Fleira áttu þeir sameiginlegt. Urðu bændur í sinni sveit, á innstu bæjum í Norðurdalnum í Breiðdal, náttúru- unnendur, veiðimenn, lomberspilar- ar, sóttu samkomur sveitar sinnar og stigu dans, góðir og glaðir og lögðu engum illt til. Þeir áttu líka sín sér áhugamál. Pétur átti góða hesta og sat þá með einstakri prýði er mér sagt. Þá hefur því einnig verið gauk- að að mér að á meðan menn komu saman í heimahúsum á þriðja- og fjórða áratugnum, t.d. á Ásunnar- stöðum, og stigu dans, hafi Pétur einnig dansað við börnin sem þótti fremur sjaldgæft. Sýnir það e.t.v. að hann hafi ávallt varðveitt barnið í hjarta sér, enda bros hans hlýtt og notalegt. Þá minnist undirritaður þess að á fyrstu þorrablótum sem ég sótti, þegar ég og mínir líkar þóttust eiga talsvert undir okkur og tóku sér eldri menn út undir til að bjóða þeim brjóstbirtu, þriggjastjörnu koníak eða romm. Einn af þessum mönnum var Pétur í Tóarseli. Man ég enn að hann klappaði okkur á axl- irnar að veitingum loknum og brosti. Þetta bros ornar mér enn. Þannig var Pétur, góðmennskan holdi klædd. Björgólfur átti sína sérgrein sem var steinasöfnun. Lætur hann eftir sig mjög vandað og fagurt steina- safn sem má teljast fágætt á lands- vísu. Mun það bera þessari sjálf- gefnu gáfu hans vitni gegnum tíðina. Ég spurði hann einhverju sinni hvernig í ósköpunum hann færi að því að finna alla þessa dýr- gripi. Hann glotti í kampinn eins og hann gerði er menn gerðust hnýsn- ir. Þetta var líklega eins konar hern- aðarleyndarmál. En er konu hans fannst djúpt á svari sagði hún mér að það virtist sem bóndi sinn fyndi á sér hvar þeirra væri að leita. Kæmi allt eins fyrir í berjamó að hann liti upp, sæti hreyfingarlaus stundar- korn, stæði síðan á fætur og gengi spottakorn, tæki þar upp stein eða græfi upp stein sem við fyrstu sýn virtist ekki sérlega ásjálegur. Annað kæmi í ljós er hann var opnaður. Þá blöstu við hinar fegurstu holufyll- ingar. Þá var Björgólfur refaskytta og minkaveiðimaður, oft í slagtogi með Halldóri syni Péturs. Fengust þeir við þessar veiðar um árabil og nutu trausts út fyrir sveitina. Björg- ólfur var orðheppinn, gat skotið að skemmtilega orðuðum athugasemd- um. Mér dettur t.d. í hug eftir að mikið hafði verið rætt um íshellinn undir Kverkjökli og mikilleika hans lýst með hástemmdum orðum skaut Björgólfur að á sinn ísmeygilega hátt: ,,Maður hefur svo sem séð snjóloft fyrr.“ Þetta eru óborganleg orð og meiningin ekki síðri. Já, fátt skildi þessa menn að nema Norð- urdalsáin eftir að Pétur hóf búskap í Tóarseli, sem stendur nokkru utar í Norðurdalnum en Þorvaldsstaðir, undir stæltum tindum Tóar. Á langri ævi sáu þeir vorið koma yfir austurfjöllin, sumarið gera dalina græna, haustið leggja glitklæði á foldina og veturinn kveða kaldrana- lega utan ljóra. Þá var kominn tími til að taka fram spilin eða fara á rjúpnaveiðar. Undir stæltum tind- um Þórisfjalls og Tóar var þeirra heimur, þeirra skjól, þeirra kóngs- ríki. Hefi ég haft eftir Björgólfi, að honum fyndist hann ekki vera kom- inn heim fyrr en hann kæmist inn fyrir Háaleitið. Kannski þess vegna liggur leið þeirra saman inn að altari Heydalakirkju og síðan að hinsta hvílustað. Fólkið tekur að hlýða á sönginn sem ómar svo blítt yfir moldum allra Íslendinga ,,Allt eins og blómstrið eina / upp vex á sléttri grund / fag- urt með frjóvgun hreina / fyrst um dags morgunstund, … Rekum er kastað. Kirkjuklukkurnar taka að óma eintóna út í komandi vor. Fólk- ið stendur grafkyrrt og horfir á hvítar kisturnar bornar fram kirkju- gólfið og síðan áleiðis að hinsta beði þessara vina og fóstbræðra. Fólkið heyrir raddir þeirra úti í fjarskan- um. Minnist liðinna stunda meðan kisturnar þokast til grafar, til mold- arinnar sem var undirstaða lífs- starfs þeirra Péturs og Björgólfs … Dauði, ég óttast eigi / afl þitt né valdið gilt, / í Kristí krafti eg segi: / Kom þú sæll, þá þú vilt. Áfram óma erindi sálmaskáldsins frá Saurbæ yfir beði hinna látnu. Mun hljóma enn og aftur. Yfir mér, þér, öllum er byggja þetta dásamlega land er ól þessa fóstbræður er nú eru bornir suður í garðinn. Ástvinir fylgja á eftir, hljóðir, með tárvotar brár, sakna, syrgja, kveðja – að sinni. Um leið brýst sólin fram og kveður þessa heiðursmenn, táknrænn virð- ingarvottur til þessara manna er ætíð báru birtuna í hjartanu. Pétur kvæntist 15. júní 1929 Borghildi Guðjónsdóttur frá Tóarseli, f. 6.6. 1907, d. 12.7. 1990. Hófu þau búskap þar, 1935, ásamt með foreldrum Borghildar, Guðjóni Jónssyni, f. 23.8. 1874, d. 18.4. 1966, og Jónínu Sigrúnu Jónsdóttur frá Djúpavog, f. 16.3. 1879, d. 16.9. 1944. Þau brugðu búi 1943. Pétur og Borghildur tóku alfarið við og bjuggu í Tóarseli til ársins 1968. Þeim varð þriggja barna auðið. Elstur er Halldór Ósk- ar, (f. 23.10. 1930, kvæntur Guð- laugu Gunnlaugsdóttur frá Beru- firði, f. 15.7. 1943. Þau reistu nýbýlið Engihlíð úr landi Tóarsels 1967; næstur kom Sigurjón Geir. f. 31.10. 1934. Hann tók við búi foreldra                                     !    "  # !!$!  %&  %''(   !"#  $%&&   '$   (&'$ $%&&  )"#' *'$ +   , -  &' .' /  )& .* "01  /2 / 3!   .01          )     * "!   % %(( +      . &. 1 + ,   $  -  ." /   .         /      -4      )& .* "01  /2 &' .' 1 5 "'$ 6  2!3+ 0  $    #       7& -"+ 8&.   2 + 8&.   12 -" $%&&  %!. & 4%     -" $%&&  2$ + -"   ! !#   ! ! !# + 1                49 ,: 4  (! & 6 5.)'01      *   2  3    /   %%  " -   '' 4%.   12 4% '$%&&  0 +   ! !#   ! ! !# + ,   $  -  .  -! "     .      /      ,9-   ) /  2 &+  ' . 2 #$%&&  )"#' *'$+ 1             9: -   ;< .* "01  "  4 5  -   %'0. +   1$%&&  :' =.* 90 $%&&  &' &. 90   -  -"#    12 5 &$%&&  ,% -  - $%&&    1 + 2"%  =.* 4%$%&& + 6        + 5   :.&  '& * 0!3        %%  -#  &.$!#  ! !#   ! ! !# +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.