Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 51
Tíminn líður áfram, dagar ár og
aldir, kynslóðir hverfa, nýjar taka við.
Svo hefur það verið og mun áfram
verða. Nú hefur öldruð og góð vin-
kona okkar kvatt þetta jarðneska líf,
Elísabet Sveinsdóttir.
Við fráfall hennar leitar hugurinn
nokkuð aftur í tímann, eða til ársins
1946, er við leigðum saman íbúð í
Reykjavík með þeim hjónum í 2 ár,
Betu, eins og hún var venjulega köll-
uð, og Gunnari.
ELÍSABET
SVEINSDÓTTIR
✝ Elísabet fæddistá Hofsstöðum í
Reykhólahreppi í A-
Barðastrandarsýslu
24. janúar 1918. Hún
lést á Landspítalnum
23. mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sesselja Odd-
mundsdóttir og
Sveinn Sæmundsson.
Elísabet giftist 5.
maí 1945 Gunnari
Gísla Þórðarsyni, f.
10. apríl 1918. Börn
þeirra eru: Sigurður
Snævar, f. 10.10.
1945, Ingimar Þór, f. 29.3. 1948,
Sveinn Óttar, f. 5.9. 1950, Gísli
Arnar, f. 28.1. 1954, og Gunnur
Rannveig, f. 7.2. 1957.
Útför Elísabetar fór fram frá
Fossvogskapellu 3. apríl.
Þá hófst okkar vin-
skapur, sem hélst alla
tíð síðan, og bar aldei
neinn skugga á. Síðast
áttum við hjónin sam-
fundi með þeim á heim-
ili þeirra í Álfalandi 12 í
Reykjavík í desember
síðastliðinn. Þá var
heilsa hennar orðin lé-
leg líkamlega en hugs-
unin skýr og minnið
gott, hún sló á létta
strengi eins og hennar
var eiginleiki í gegnum
lífið.
Nú er þessi heiðvirða
kona komin yfir landamærin, á fund
látinna ástvina, sem fagnað hafa
komu hennar. Beta var mikill per-
sónuleiki og hafði þá kosti sem prýða
mest og best eina persónu. Hún var
prýðilega vel greind, skemmtileg í
samræðum og minni hennar var frá-
bært. Hún kom sínum skoðunum í
þann búning sem gaman var á að
hlýða.
Í okkar samræðum var oft komið
inn á ættina okkar Betu, Ormsættina,
í þeim efnum var hún mjög fróð og
fræddi mig um margt í því sambandi.
Þar kom glöggt fram hennar góða
minni.
Beta var eiginkona, móðir og hús-
móðir í þess orðs fyllstu merkinu.
Hún átti því láni að fagna að eiga góð-
an og traustan eiginmann og var
þeirra sambúð eins og best verður á
kosið. Þau átti fallegt heimili í Álfa-
landi 12 sem ber vott um eindæma
snyrtimennsku og faglegt handbragð.
Beta var mjög handlagin og vand-
virk í öllum sínum verkum svo af bar,
reglusemi og ráðvendni í fyrirrúmi.
Beta var hæglát kona, heldur hlé-
dræg en afar traust og greiðvikin. Oft
var gestkvæmt á heimili þeirra af ætt-
ingjum og vinum úr sveitinni að vest-
an, sem tekið var á móti með hlýhug
og fyrirgreiðslu, enda sló hjartað á
réttum stað.
Við hjónin áttum margar glaðar
stundir á heimili þeirra, alltaf sömu
hlýju handtökin og móttökur.
Beta og Gunnar eignuðust 5 börn,
fjóra drengi og eina stúlku, allt er
þetta myndarlegt fólk, ráðsett og
heiðarlegt og hefur komið sér vel fyr-
ir í þjóðfélaginu. Barnabörn og barna-
barnabörnin eru orðin mörg. Öllum
þessum hópi unni Beta af mikilli um-
hyggju og gladdist yfir velferð þeirra,
enda sýndu börnin móður sinni mikla
ástúð og tengdadætur og tengdason-
ur mátu hana mikils og undu sér vel í
návist hennar.
Að leiðarlokum er okkur efst í huga
þakklæti fyrir rúmlega hálfrar aldar
vináttu þessarar konu sem við bárum
mikla virðingu fyrir vegna mannkosta
hennar. Nú er hún Beta öll og við
söknum hennar. Þó er söknður mest-
ur hjá öldruðum eftirlifandi eigin-
manni og öllum stóra barnahópnum.
Við sendum þeim góðar kveðjur.
Guðs blessun fylgi ykkur öllum.
Gestur Guðmundsson,
Kristín Katarínusdóttir.
Elsku litli vinur okk-
ar er dáinn. Sara vin-
kona þín grét mikið
þegar hún heyrði að þú
væri dáinn. Við kynnt-
umst Stulla (eins og hann var alltaf
kallaður) þegar hann var rétt um 2
ára. Þá trítlaði hann um í Olís-sjopp-
unni hjá foreldrum sínum. Þá vissum
við ekki hvað hann og foreldrar hans
ættu erfitt líf fram undan. Þessi litli
drengur var með sjúkdóm sem leiddi
til lömunar og síðan endaloka þegar
hann var á 18. ári. Alltaf varstu jafn-
glaður og -kátur Stulli minn þótt þú
STURLAUGUR
EINAR ÁSGEIRSSON
✝ Sturlaugur Ein-ar Ásgeirsson
fæddist á Landspítal-
anum 15. október
1983. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað
25. apríl síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Norðfjarð-
arkirkju 5. maí.
værir í hjólastól og með
verki. Ég man þegar
þið Sara voruð að finna
spítur til þess að koma
þér upp á sólpallinn eða
inn til okkar þegar þig
langaði að koma í heim-
sókn. Eða þegar þið
fóruð heim til þín til að
leika í tölvunni, spila
eða horfa á vídeó. Oft
þurftuð þið að fara
heim til þín til að ná í
litla hjólastólinn þinn
svo þú gætir komið í
heimsókn til að leika
eða bara vera hér.
Hvað það var gaman að fara með þér
á sýningu eða þegar Dabbi bauð þér
á rúntinn til að fara í smá torfæu. Þá
manaðir þú hann til að taka hand-
bremsubeygju og láta bílinn spóla.
Þá hlóstu mikið. Alltaf varstu sami
brandarakarlinn.
Hve oft komstu ekki til að spyrja
eftir Söru og flautaðir á stólnum svo
við kæmum til dyra eða kallaðir á
mig. Söru fannst aldeilis ekki leið-
inlegt að hjálpa þér í skólanum eða
vera inni hjá þér í frímínútum.
Manstu hvað þið rúntuðuð um göt-
urnar á hjólastólnum. Þú við stýrið
en hún aftan á. Mér leist ekkert á
þegar þig fóruð í torfærur upp í fjall.
Alltaf skellihlæjandi eins og þið vor-
uð. Alltaf varstu duglegur að rúnta
með litlu krakkana aftan á stólnum
þínum. Þau hlupu á eftir þér og köll-
uðu: Má ég koma með á rúntinn,
Stulli. Mikið held ég að þau sakni þín
öll. Þið sprelluðuð mikið saman sum-
arið sem Sara var þér til aðstoðar.
Manstu þegar hún fór í sveitina
með þér og ætlaði að vera í viku. Hún
hlakkaði heldur betur mikið til en
heimþráin varð sterkari. Dabbi
þurfti að ná í hana eftir fyrstu nótt-
ina því hún var með svo mikla
heimþrá. Hún var heldur betur reið
út í sjálfa sig að geta þetta ekki, því
hana langaði svo að vera í sveitinni
með þér. Elsku litli vinur, við kveðj-
um þig öll með miklum söknuði. Von-
andi líður þér betur á nýjum stað.
Elsku Hansína, Ásgeir, Valgerður
og Sigurður. Guð gefi ykkur styrk.
Kær kveðja til ykkar allra.
Erla, Dagbjartur, Sig-
urveig, Sara, Guðmundur
og Björgvin.
Nú eru liðin hartnær
45 ár síðan ég kynntist
Ídu. Hún var nýkomin
til Reykjavíkur, ung og
glæsileg Kaupmanna-
hafnarstúlka, og ætlaði
að vinna í eitt ár á hárgreiðslustofu.
Við kynntumst þar í gegnum starfið
og höfum haldið vináttu upp frá því.
En örlögin höguðu því svo að Ída fór
ekki til baka til Danmerkur. Hún
kynntist eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Guðmundi Eggertssyni, og
stofnuðu þau sitt fyrsta heimili í
Reykjavík, seinna keyptu þau jörð-
ÍDA ELVÍRA
ÓSKARSDÓTTIR
✝ Ída Elvíra Ósk-arsdóttir fæddist
4. júlí 1932 í Kaup-
mannahöfn. Hún lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands fimmtudaginn
26. apríl síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Selfoss-
kirkju 5. maí.
ina Tungu austan
Stokkseyrar og bjuggu
þar í mörg ár en síð-
ustu ár bjuggu þau á
Háengi 15 á Selfossi.
Foreldrar Ídu voru
hjónin Oscar Olsbo,
skrifstofustjóri hjá
Tuborg-verksmiðjun-
um í Kaupmannahöfn,
og Elvira Olsbo hjúkr-
unarkona. Elvira var
mjög listfeng og um
það vitna margar fal-
legar myndir sem hún
gerði og prýddu heimili
hennar og einnig heim-
ili Ídu. Ída hlaut listfengi móður
sinnar í arf og hún bjó til marga fal-
lega gripi, meðal annars nælur og
aðra skartgripi sem hún hannaði
sjálf. En Ída fékk líka að reyna mót-
læti í lífinu, elsti sonurinn, Óskar,
lést í vinnuslysi og sjálf slasaðist hún
alvarlega í bílslysi á Hellisheiði og
náði sér aldrei að fullu eftir það. Árið
1994 greindist hún með alvarlegan
sjúkdóm og við tók erfið meðferð, en
Ída var alltaf bjartsýn og hélt í von-
ina. Hún sýndi mikinn dugnað, þegar
hún og Guðmundur fóru til Banda-
ríkjanna í heimsókn til Péturs og
Hilmars sem voru þar við nám. Þeg-
ar Ída kom til mín um daginn, eftir
að hafa verið í meðferð á sjúkrahúsi,
sagðist hún hlakka til að fara til Dan-
merkur næsta sumar þegar hún yrði
sjötíu ára. Það var létt yfir henni og
mig grunaði ekki þá að þetta yrði
okkar síðasti fundur. Við hjónin vott-
um fjölskyldu Ídu okkar innilegustu
samúð.
Ingibjörg G. Jónsdóttir og
Sigurður P. Kristjánsson.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga.
Að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.
Ekki hélt ég að svo fljótt og óvænt
þyrfti ég að kveðja Brand frænda
minn, þennan lífsglaða, hrausta og
sívinnandi mann. Hann var frændi
sem maður var stoltur af, hann var
hetja hversdagslífsins í orðsins
fyllstu merkingu, bar ekki sitt á torg
þótt á móti blési. Að koma í Miðtúnið
var ekkert venjulegt, hann með út-
breiddan faðminn á móti manni með
bjarta brosið sitt og mátulega mikla
stríðni og hæfilega miklar skammir
fyrir að koma ekki oftar þótt oft væri
komið svo ég tali nú ekki um ef ég
kom og hann ekki heima og sneri þá
öllu við í eldhúsinu, þá var bara kysst
fyrir hjálpina í næsta skipti.
Elsku Brandur minn, ég veit að þú
vilt ekki löng skrif eða lofræður en
nú er stórt skarð höggvið í frænd-
garðinn. En þótt þú sért ekki lengur
í Miðtúninu eru minningar um allt
það skemmtilega og glettnina í þér
og þegar þú settir upp svipinn og
sagðir það þýðir ekki að bjóða þér
GUÐBRANDUR
GUÐMUNDSSON
✝ GuðbrandurGuðmundsson
fæddist á Skálum á
Langanesi 28. apríl
1921. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss 19. apríl
síðastliðinn og fór
útför hans fram í
kyrrþey frá Kefla-
víkurkirkju 26. apríl.
kökur eða konfekt með
kaffinu, þá er að sækja
koníaksstaupið, og svo
hlóst þú, þetta var svo
hlýtt og gott.
Helga mín og þið öll,
ykkar missir er mestur
og ég veit að ég er alltaf
velkomin í Miðtúnið.
Brandur var mikill
náttúruunnandi, kunni
að meta það sem
Langanesið hefur upp
á að bjóða.
Blessuð sé minning
hans.
Nú er kliður söngur sætur,
nú er kvöldsólin rjóð.
Nú eru bjartar nætur
norður á heimaslóð.
(N.N.)
Þökk fyrir allt.
Þín frænka,
Una.
Og því varð svo hljótt við hel-
fregn þína,
sem hefði klökkur gígju-
strengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta
harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga
sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu á eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn og blómgast ævinlega
KRISTÍN GERÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Kristín GerðurGuðmundsdóttir
fæddist í Keflavík 13.
mars 1970. Hún lést
20. apríl síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Keflavíkur-
kirkju 27. apríl.
þitt bjarta vor í hugum vina
þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri
yfir,
sem ung á morgni lífsins stað-
ar nemur,
og eilíflega, óháð því sem
kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð
lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum
lófa lyki
um lífsins perlu í gullnu
augnabliki.
(T. Guðm.)
Ég bið algóðan Guð að varðveita
þig og fjölskyldu þína.
Emilía Súsanna.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra hans,
systkini, maka og börn, skóla-
göngu og störf og loks hvaðan út-
för hans fer fram. Ætlast er til að
þessar upplýsingar komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Formáli minningargreina