Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 1933 gengu tvær konur eftir Freyjugöt- unni í Reykjavík, báðar með barnavagn, önnur með frumburð sinn drenginn Jóhann Gunnar, hin með þriðja barn sitt, undirritaðan. Konurnar báru báðar nafnið Guðríður. Nú eru liðin 67 ár og enn hafa drengirnir samfylgd. Mæður þeirra mótuðu þá mikið. Sú eldri lést fyrir nokkrum árum, hin núna tæplega 90 ára að aldri. Ung að árum giftist hún Þorbergi Kjartanssyni kaupmanni sem rak „Parísarbúðina“ í mörg ár. Lengst- um áttu þau hjón heimili á Bollagötu 14 í Reykjavík. Eftir lát mannsins síns bjó hún þar ein. Tvo syni eign- uðust þau, Jóhann Gunnar lækni og Kjartan Odd tannlækni. Margar minningar eru tengdar Guðríði. Á æskuárum stóð heimili þeirra Þor- bergs ávallt opið okkur félögum og skólabræðrum Jóhanns Gunnars. Margar ferðirnar ók hún okkur í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og í Menntaskólann í Reykjavík og ekki vantaði góðgerðirnar þegar komið GUÐRÍÐUR ÞÓRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Guðríður ÞórdísSigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 13. apríl 1911. Hún lést á Landspít- alanum í Landakoti 4. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. var í heimsókn. Ávallt voru þau hjónin reiðubúin að tala við óharðnaða unglingana um landsins gagn og nauðsynjar og um allt sem ungir piltar voru að bauka eða að velta fyrir sér. Vakin og sofin fylgdust þau með námi í háskóla og framhalds- námi erlendis og spurð- ust fyrir um hagina þegar út í lífið var kom- ið. Guðríður átti fallegt heimili. Þar var hrein- læti í fyrirrúmi og allt í röð og reglu. Færi eitthvað úrskeiðis var því fljót- lega kippt í lag. Hún var lengi ekkja en vildi búa sjálfstætt og um kyrrt í íbúð sinni þar til yfir lyki. Hafði ekki verið upp á aðra komin og það skyldi ekki verða nema hún neyddist til. 89 ára ók hún Volvonum sínum gamla um götur Reykjavíkur og útréttaði það sem þurfti. Geri aðrir betur. Handavinnukona var hún mikil og prýddu hannyrðir heimilið. Sérstak- lega var útsaumur hennar fallegur. Tvo útsaumaða stóla gaf hún Bíldu- dalskirkju til minningar um móður sína og móðurforeldra, en þau voru að vestan. Stólarnir prýða kirkjuna þar í dag. Guðríður var svipmikil kona, létt í lund og smitaði út frá sér með glað- værð og góðlátlegri kímni. Hún var hlý og kærleiksrík, skapmikil, föst fyrir og ákveðin. Hreinskiptin var hún og fór ekki dult með skoðanir sínar og reyndi að hafa áhrif þegar því var að skipta. Þegar snjóplógur fór um Bollagötuna og snjónum var ýtt upp á gangstétt og að inngangi húsa hafði hún fljótlega samband við skrifstofu gatnamálastjóra og gerði athugasemd við göngumöguleika fólksins í og úr húsunum. Hlustað var á hana og snjóruðningurinn fjar- lægður. Hún var dyggur stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins. Væri hún ekki ánægð með framgöngu flokksins í einstökum málum hafði hún samband við forystumennina. Hún hældi þeim einnig ef henni fannst þeir gera vel. Að undanförnu átti afstaða flokksins í lífeyris- og skattamálum aldraðra ekki upp á pallborðið hjá henni. Hún vonaði að þar yrði breyting á. Á yngri árum okkar skólabræðra og endranær var stundum talað um trúmál. Á guðstrú og góða siði lagði hún áherslu. Heiðarleika, réttsýni og fallegt líferni boðaði hún. Guðsorð hreint og klárt vildi hún að bærist frá predikunarstólum kirkjunnar. Það skein svo í gegn þegar við Jó- hann Gunnar fermdumst hjá séra Sigurjóni Þ. Árnasyni í Hallgríms- kirkju á sínum tíma. Líf eftir þetta líf var henni sjálfsagt. Hún vænti þess að hitta Þorberg og vinanna hóp. Undanfarna mánuði var Guðríður á sjúkrahúsi. Ég fylgdist með henni og leit nokkrum sinnum til hennar. Við vinirnir Gústaf Jóhannesson stefndum að því að hylla hana á ní- ræðis afmælinu 13. apríl. Af því varð ekki en við minnumst með þakklæti góðrar konu og þökkum henni alla umhyggju og vináttu fyrr og síðar. Guð blessi minningu hennar og styrki nánustu ættingja. Ásgeir B. Ellertsson. Ó, hve heitt ég unni þér. Allt það besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson.) ---- Löng verður nóttin nöturleg og dimm. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Ótal, ótal minningabrot hafa þotið gegnum huga minn síðustu daga. Allt frá því að ég fékk þær hræðilegu fréttir að Inga elsta systir mín væri skyndilega burtu frá okkur kölluð. Inga var elst okkar systranna 5, ég yngst, svo munaði 21 ári. Hún var mér ekki aðeins yndisleg syst- ir heldur einnig eins og móðir og besti trúnaðarvinur. Hún hélt mér undir skírn. Hún annaðist mig í heilt ár 7 ára gamla er foreldrar okkar dvöldu erlendis. Langdvöl- um var ég með Ingu, Pétri og son- unum í sumarbústað fjölskyldunn- ar, langt fram á unglingsár. Tilvera mín hefur aldrei verið án Ingu og Péturs. Skyndilega er höggvið í þann vef. Við sem urðum að tala oft og reglulega saman eða hittast. Oft höfðum við ánægju af INGIRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Ingiríður Hall-dórsdóttir fædd- ist að Strandarhöfða í Vestur-Landeyjum 16. október 1926. Hún lést 21. apríl síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Nes- kirkju 2. maí. því að gauka svolitlum gjöfum að hvor ann- arri. Síðast gaf ég henni veskið mitt og hún mér prjónað handklæði og mynd af föðurömmu okkar. Enda með eindæmum gjafmild. Ekki aðeins á hluti. Hún gaf svo mikið af sálu sinni til þeirra sem hún elsk- aði. Fjölskyldan var henni allt og hún vakti yfir velferð allra sinna. Inga tók að sér Þorstein, drenginn okkar Krist- jáns, aðeins þriggja mánaða, er ég lá mikið veik á sjúkrahúsi. Hún gætti hans eins og sjáaldurs augna sinna. Má segja að hann ætti í Ingu sinni aðra ömmu. Inga var ákaflega listræn og mikil handavinnukona. Fjölda fal- legra mynda og púða saumaði hún af mikilli natni. Hún vildi vera vel til fara og Pétur hennar var iðu- lega að gefa henni fallega hluti eða föt. Nú þegar Inga hefur flust á annað tilverusvið bið ég þess að kærleikurinn og ljósið umvefji hana. Við sem eftir stöndum hníp- in getum ekki annað en leitað í fjársjóðinn sem við eigum. Fjár- sjóð minninganna. Hann mun ylja okkur um ókomna tíð. Elsku Pétur minn, Halldór Grét- ar, Eggert og fjölskyldur og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Minning hjartahlýrrar yndis- legrar konu mun ætíð lifa í hjört- um okkar. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég mikil undur sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (Davíð Stefánsson.) Oddný Dóra Halldórsdóttir. ✝ Guðbjörg MaríaGuðjónsdóttir fæddist á Hliði í Grindavík 1. desem- ber 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 7. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Ólöf Geir- mundsdóttir, f. 19.8. 1871, d. 30.11. 1955, og Guðjón Einarsson, formaður og útgerð- armaður Hliði, f. 14.5. 1872, d. 4.4. 1948. Systkini Guð- bjargar Maríu voru: Ráðhildur, f. 25.2. 1897, d. 8.2. 1979, Margrét, f. 7.11. 1898, d. 26.2. 1904, Sigur- geir, f. 9.9. 1900, d. 13.5. 1993, Bjargey, f. 4.4. 1907, d. 27.9. 1989, og Fanney, f. 13.6. 1909, d. 25.8. 1988. Guðbjörg María giftist Dem- usi Joensen frá Halldórsvík í Fær- eyjum, f. 5.2. 1914, d. 12.11. 1990. Foreldrar hans voru Súsanna Jo- ensen, f. 1.1. 1892, d. 25.4. 1972, og Andreas Joensen, f. 10.4. 1889, d. 27.5. 1924. Guðbjörg Mar- ía og Demus eignuð- ust fjögur börn. Þau eru: 1) Súsanna, f. 9.5. 1946, gift Jóni Guðmundssyni, börn þeirra eru Guðjón, Guðmundur og Aðal- heiður Hulda. 2) Alda Hafdís, f. 7.2. 1948, gift Sveini Þ. Ísakssyni, börn þeirra eru Guðbjörg María, Almar Þór og Ægir Demus. 3) Guð- björg Berglind, f. 22.12. 1953, giftist Birgi Ingvasyni, þau skildu, börn þeirra eru Halldóra og Vign- ir Þór. 4) Vignir, f. 21.8. 1960, kvæntist Guðbjörgu Magnúsdótt- ur, þau skildu, barn þeirra er Erla Ósk. Sambýliskona Vignis er Sig- rún Guðmundsdóttir. Útför Guðbjargar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jæja mamma mín og amma, þá er komið að kveðjustundinni. Þú varst yndisleg kona, jákvæð, hláturmild og hress, og jafnframt staðföst og ákveðin. Þú varst mjög umhyggjusöm kona, og var gaman að sjá hve stóran sess fjölskylda þín, börn, barnabörn og barnabarnabörn áttu í þínu hjarta. Gaman var að koma til þín og spjalla, og þá var alltaf stutt í hlát- urinn og góða skapið, og eigum við Erla Ósk margar og góðar minn- ingar frá okkar samverustundum. Okkur Erlu Ósk langar að kveðja þig með sálmi sem þér þótti svo vænt um, sálmi sem þú bentir mér á við ákveðið tækifæri nú ný- verið. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði, – líf mannlegt endar skjótt. Svo hleypur æskan unga óvissa dauðans leið sem aldur og ellin þunga allt rennur sama skeið. Innsigli engir fengu upp lífsstunda bið, en þann kost undir gengu allir að skilja við. Menn vaða’ í villu og svíma, veit enginn neitt um það, hvernig, á hverjum tíma eða hvar hann kemur að. Einn vegur öllum greiðir inngang í heimsins rann, margbreyttar lízt mér leiðir liggi þó út þaðan. (H. Pétursson.) Elsku mamma mín og amma, við kveðjum þig með söknuði og þökk- um fyrir samveruna. Blessuð sé minning þín. Vignir og Erla Ósk. Hún amma mín og nafna er látin eftir erfið veikindi. Söknuðurinn er sár og minningarnar áleitnar. Fyr- ir okkur barnabörnin var alltaf skjól á heimili þeirra ömmu og afa. Þau tóku svo einstaklega vel á móti okkur, eins og öllum sem til þeirra leituðu. Bernskuminning- arnar sem hrannast upp bera glöggt vitni um þetta. Einhverju sinni hafði mamma reynt að siða okkur systkinin til og mér fannst hún helst til ströng, jafnvel ósann- gjörn við uppeldið á mér og bræðrum mínum, en þeir eru báðir yngri en ég, pakkaði ég saman dótinu mínu, tók bræður mína nauðuga með mér og ákvað að strjúka að heiman. Stefnan var tekin beint heim til ömmu. Það var eini öruggi staðurinn í öllum heim- inum að leita til. Meðal þess sem hændi okkur að ömmu var baksturinn og elda- mennskan sem hún leyfði öllum að njóta með sér. Sú ástúð er þar bjó að baki náði síðar til langömmu- barnanna sem sóttu í að fara til ömmu og afa í blokkina, vitandi að eitthvað gott beið þeirra. Amma og afi nutu þess greinilega bæði að fá litlu krakkana í heimsókn; alltaf fundu þau til dót handa þeim að leika sér með og alltaf áttu þau eitthvað til að gefa krílunum í munninn. Mér fannst ég sjá það best í gegnum Svein son okkar, sem nú er á unglingsaldri, hvað það var gaman að vera heima hjá þeim; hann vildi alltaf fara til þeirra og þar átti hann sín uppá- haldsleikföng, sem hann vissi að þau myndu draga fram þegar hann kæmi. Nú eru tæp ellefu ár síðan við fjölskyldan fluttum til Bandaríkj- anna, en um svipað leyti dó afi Demus. Samverustundir með ömmu hafa því verið allt of stop- ular síðustu ár. Maður finnur það helst á svona stundum hvers mað- ur fer á mis í fjarveru frá þeim sem eru manni nánir og maður elskar. Ég á eftir að sakna þess lengi að vera ekki kölluð nafna og Sveinn á eftir að sakna þess að hafa ekki langömmu Mæju að tala við. En við varðveitum minningar um glaðværð, umhyggju og fastan stað í tilverunni. Guðbjörg María Sveinsdóttir. Með örfáum orðum langar mig að minnast móðursystur minnar Guðbjargar Maríu Guðjónsdóttur. Á kveðjustund reikar hugurinn aftur í tímann. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur Maja skipað stóran sess í hugskoti mínu, eða allt frá því að ég lítill patti var í heimsóknum hjá afa og ömmu á Hliði. Þá hafði Maja kynnst eiginmanni sínum, Demusi Joensen, og byrjað bú- skap. Alltaf hafði hún þó tíma til að sinna þessum litla frænda sín- um, af einstakri umhyggjusemi og þolinmæði. Fyrir það ber að þakka. Á mannmörgu heimili sem Hliðsheimilið var þurfti ýmsu að sinna. Maja fór snemma að taka til hendinni við hin margvíslegustu störf. Sem ung stúlka var hún í kaupa- vinnu að sumarlagi austur í Ölfusi. Fyrir nokkrum árum fór hún með okkur hjónum í dagsferð austur fyrir fjall. Ókum við þá um Ölfusið og komum að bænum þar sem hún hafði dvalið forðum. Víst höfðu miklar breytingar átt sér stað á jörðinni, en umhverfið kannaðist hún vel við og hafði ánægju af að rifja upp gamlar minningar. Maja og Demus bjuggu lengst af í Grindavík. Ég var tíður gestur á heimili þeirra og átti oft skemmti- legar og fróðlegar viðræður við þau um uppvaxtarár þeirra í ólík- um samfélögum, lífið og tilveruna. Heimili Maju og Demusar var ein- staklega fínt og fágað, enda voru þau bæði mikil snyrtimenni. Eftir lát eiginmanns síns flutti Maja í Víðihlíð, dvalarheimili aldr- aðra í Grindavík. Þar undi hún hag sínum vel og hafði þar ákveðið starf, sem hún innti samviskusamlega af hendi á meðan heilsan leyfði. Maja var yngst systkinanna frá Hliði sem nú eru öll horfin yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning þeirra. Ég og fjölskylda mín sendum börnum Maju og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og með eftirfarandi ljóðlínum kveð ég kæra móðursystur: Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt ef telja skyldi það í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós er gerir jafnvel dimma daga bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Ólafur Rúnar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Með þessum orðum kveðjum við Þig elsku amma María og þökkum þér í leiðinni allar samverustund- irnar okkar. Ægir, Hallfríður og Íris Eir. GUÐBJÖRG MARÍA GUÐJÓNSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.