Morgunblaðið - 12.05.2001, Síða 57
GREINARGERÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 57
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi greinargerð frá Heimi
Má Péturssyni, upplýsingafulltrúa
Flugmálastjórnar Íslands:
„Fimmtudaginn 3. maí flutti Karl
Th. Birgisson blaðamaður pistil í
þættinum Spegillinn á Rás 2. Nokkr-
ar alvarlegar rangfærslur voru hafð-
ar í frammi í pistlinum sem nauðsyn-
legt er að leiðrétta. Karl segir að
eftirlit Flugmálastjórnar í Vest-
mannaeyjum yfir verslunarmanna-
helgina síðustu hafi ekki verið eins
og það „átti að vera“. Eftirlit Flug-
malastjórnar í Vestmannaeyjum var
nákvæmlega eins og það átti að vera
samkvæmt áætlun. Eftirlitið fólst
fyrst og fremst í því að koma í veg
fyrir að farþegar væru á flughlaði að
óþörfu og kæmu ekki nálægt hreyfl-
um í gangi á leið inn eða út úr flug-
vélum. En umferðin um flugvöllinn
er mjög mikil um þessa helgi, sér-
staklega á föstudeginum og mánu-
deginum. Þá var haft eftirlit með því
að fólk án réttinda væri ekki að
fljúga farþegaflug.
Karl fullyrðir að „mikilvæg við-
haldsgögn hafi vantað“ þegar TF-
GTI, flugvélin sem fórst í Skerjafirði
7. ágúst 2000, var skráð til flutninga-
flugs hjá Flugmálastjórn Íslands.
Flugmálastjórn hefur í sérstakri
greinargerð gert grein fyrir þeim
vinnubrögðum sem beitt er við
skráningu flugvéla og hvaða gögn
þarf að leggja fram. Öll gögn sem
eiga að fylgja umsóknum sem þess-
um voru til staðar við skráningu
flugvélarinnar.
Í pistlinum er sagt að Flugmála-
stjórn hafi „neitað að svipta félagið
(Leiguflugi Ísleifs Ottesen) rekstr-
arleyfum“. Eftir slysið í Skerjafirði
var gerð ítarleg úttekt á rekstri flug-
félagsins sem lauk í desember. Eftir
að skýrsla RNF kom út gerði Flug-
málastjórn aftur sérstaka úttekt á
flugfélaginu. Í þeim úttektum kom
ekkert fram sem gaf Flugmálastjórn
lagalega forsendu til að svipta flug-
félagið flugrekstrarleyfinu. Flug-
málastjórn óskaði eftir lögreglu-
rannsókn á fullyrðingum sem fram
komu í fjölmiðlum um að flogið hafi
verið með of marga farþega í einni
ferð hjá Leiguflugi Ísleifs Ottesen á
mánudegi síðustu verlsunarmanna-
helgar. Verði sú lögreglurannsókn
að dómsmáli gæti það leitt til svipt-
ingar leyfis í refsiskyni. Það er nauð-
synlegt að fram komi að stofnunin
hefur ekki heimildir til að svipta
flugfélög tímabundið flugrekstrar-
leyfi eða beita sektum í refsingar-
skyni. Hins vegar getur Flugmála-
stjórn kyrrsett flugvélar tímabundið
leiði skoðun í ljós að viðhaldi þeirra
er alvarlega ábótavant, ákvæðum
um reglubundnar skoðanir hefur
ekki verið framfylgt, eða ef flugmað-
ur eða flugmenn flugvéla hafa ekki
tilskilin réttindi. Þá getur Flugmála-
stjórn svipt flugrekanda rekstrar-
leyfi tímabundið þar til hann hefur
gert nauðsynlegar endurbætur á
framkomnum athugasemdum.
Upplýsingagjöf Flugmálastjórnar
Karl Th. Birgisson segir að flug-
málastjóri hafi „dregið í efa gildi
gagna sem aðstandendur hinna
látnu þurftu sjálfir að hafa fyrir að
afla frá bandarískum stofnunum“.
Aðstandendurnir hafa ekki lagt nein
gögn fyrir Flugmálastjórn og þar af
leiðandi hefur stofnunin ekki lagt
mat á slík gögn. Þeir hafa hins vegar
óskað eftir ýmsum gögnum frá Flug-
málastjórn og fengið þau gögn sem
til eru. Flugmálastjórn varð við ósk-
um ættingjanna um að fá að hlusta á
samskipti flugmanns TF-GTI við
flugturninn í Vestmannaeyjum,
Reykjavík aðflug og flugturninn í
Reykjavík. Þá fengu þeir einnig að
skoða ratsjármyndir af fluginu. En
áður hafði Flugmálastjórn birt upp-
skrifað afrit af samskiptunum í
greinargerð sem dreift var til fjöl-
miðla, sem Félag íslenskra flugum-
ferðarstjóra hefur nýlega kært flug-
málastjóra fyrir að birta. Það er því
ljóst að stofnunin hefur gengið eins
langt og framast er unnt í upplýs-
ingagjöf sinni til ættingjanna og al-
mennings.
Í pistlinum segir Karl Th.: „…þá
fabúlerar flugmálastjóri um evrópsk
flugöryggissamtök og reglur sem
hvergi eru til.“ Þarna er s.s. fullyrt
að flugmálastjóri ljúgi því að til séu
samtökin Joint Aviation Authorities
(JAA) og þar sem þessi samtök séu
ekki til, séu flugöryggisreglur þeirra
heldur ekki til. En flugmálastjóri sit-
ur í stjórn þessara samtaka. Í beinni
og vondri þýðingu myndu þessi sam-
tök getað heitið „Sameiginlegu flug-
málayfirvöldin“ á íslensku. Þessi
samtök voru stofnuð árið 1990 af
flugmálastjórnum ríkja í Evrópu en
fullgild aðildarríki eru nú 22. Meg-
intilgangur samtakanna er að semja
samhæfðar reglur sem leiða til auk-
ins flugöryggis svo og að fylgjast
með hvernig til tekst að koma þeim
á, þannig að um gagnkvæma viður-
kenningu ríkjanna geti verið að
ræða. Eins og Íslendinga er siður
var því haft í huga að hafa nafngift-
ina á íslensku gagnsæja, svo nafnið
segði sem mest um tilgang þessarar
samvinnu.
Ísland í fararbroddi
Frá því JAA var stofnað hefur
verið unnið að því að móta reglur
sem byggjast á lögmálum gæða-
stjórnunar fyrir viðhaldsstöðvar,
flugrekendur og flugskóla. Reglurn-
ar varðandi viðhaldsstöðvarnar kall-
ast JAR-145 og voru þær innleiddar
að fullu á Íslandi árið 1994. Regl-
urnar fyrir flugreksturinn kallast
JAR-OPS 1 og voru teknar upp fyrir
stærri flugrekendur á Íslandi árið
1998. Reglur fyrir flugskóla og þjálf-
un flugmanna nefnast JAR-FCL og
þeim var komið á hér á miðju ári
1999. Undanfarin tæp tvö ár hefur
verið unnið að því að móta nýjar
flugrekstrarhandbækur fyrir
smærri flugrekendur. Íslendingar
eru í hópi þeirra JAA-ríkja sem
lengst eru komin í gildistöku regln-
anna og munu JAR-OPS 1-reglurnar
taka gildi fyrir smærri flugrekendur
í október. Mörg ríki í Evrópu hafa
hins vegar ekki enn komið þessum
reglum í framkvæmd hjá stærri
flugrekendum, hvað þá þeim
smærri.
Ástæðurnar fyrir þessu eru að
þessar reglur, hvort sem um er að
ræða viðhaldsstöðvar eða flugrek-
endur, kalla á nýjan hugsunarhátt
og breytt vinnubrögð á mjög mörg-
um sviðum. Semja þarf nýjar flug-
rekstrarhandbækur upp á hundruð
síðna og menn verða að tileinka sér
þær. Það hefur því ekkert upp á sig
að innleiða þessar reglur með til-
skipun. Það verður að undirbúa gild-
istökuna mjög vel, svo reglurnar nái
tilgangi sínum og vinna með öllum
þeim sem málið snertir.
Ég er í daglegum samskiptum við
menn sem sækja fundi hjá Flugör-
yggissamtökum Evrópu og hef enga
ástæðu til að trúa því ekki að sam-
tökin séu til og að þau sinni þeim við-
fangsefnum sem að framan greinir. Í
pistli sínum sakar Karl marga menn
um lygi og segir beinlínis: „…yfir-
menn flugöryggismála hafa verið
staðnir að því að ljúga út og suður.“
Hriktir nú í glerhúsum. Yfirmenn
Flugmálastjórnar hafa veitt allar
þær upplýsingar sem óskað hefur
verið eftir og svarað spurningum
fjölmiðlafólks og annarra eftir bestu
getu.
Rangt að ekkert
hafi verið gert
Undir lok pistils síns segir Karl
Th.: „Nöturlegasta niðurstaðan er
þó samt sú, að það hefur ekkert
gerzt í þessu máli og þessu kerfi sem
tryggir að það sem gerðist um síð-
ustu verslunarmannahelgi gerist
ekki aftur um þá næstu.“ Flugmála-
stjórn hefur ekki ástæðu til að
rengja niðurstöður rannsóknar-
nefndar flugslysa um orsakir flug-
slyssins í Skerjafirði, þar sem orsök-
in er rakin til skorts á eldsneyti til
hreyfils flugvélarinnar. Það nötur-
legasta sem það hafði í för með sér
var að flugvélin fórst og fimm manns
létust, þeirra á meðal flugmaðurinn.
Nú stendur yfir lögreglurannsókn á
málinu og rétt að bíða eftir henni.
Það er líka fullyrðing út í loftið að
Flugmálastjórn hafi ekkert gert til
að efla eftirlit á hátíðum eins og
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Karl
Th. hefur ekki spurst fyrir um það
atriði hjá stofnuninni. Það rétta er
að unnið er að tillögum þar að lút-
andi sem verða kynntar þegar þær
liggja fyrir. Enda hafa yfirmenn
Flugmálastjórnar marglýst því yfir
að tillit verði tekið til tillagna Rann-
sóknarnefndar flugslysa í öryggis-
átt. Það er hins vegar ljóst að eft-
irlitið mun ekki felast í því að
yfirheyra hvern einasta flugmann
um það hvort hann hafi nægjanlegt
bensín á flugvélinni til þeirra ferðar
sem hann er að leggja upp í.
Rangfærsla um
framkvæmdastjóra
Karl Th. heldur því fram í pistli
sínum að Pétur K. Maack, fram-
kvæmdastjóri flugöryggissviðs, sé í
fullu starfi annars staðar, eða eins og
pistlahöfundur sagði orðrétt: „...sá
náungi er líka í fullu starfi annars
staðar.“ Hið rétta í þessu máli er að
Pétur er lánaður með sérstökum
samningi frá Háskóla Íslands til
Flugmálastjórnar og hann vinnur
fulla vinnu hjá stofnuninni. Hann
kennir hins vegar námskeið í gæða-
stjórnun á haustönn í Háskóla Ís-
lands, tvisvar í viku, tvo tíma í senn.
Í lokin fullyrðir Karl Th. að Pétur
standist hvorki menntunar- né þekk-
ingarkröfur til starfsins. Pétur er
einn færasti sérfræðingur á Íslandi í
gæðastjórnun og það er sóst eftir
sérþekkingu hans út fyrir landstein-
ana. Það var óskað eftir honum í
starfið vegna færni og þekkingar
hans, enda er unnið ötullega að því
að koma upp gæðastjórnunarkerfi
hjá Flugmálastjórn.
Lýkur hér yfirferð yfir rang-
færslur í umræddum pistli. Flugör-
yggi hefur verið og verður alltaf í
fyrirrúmi hjá Flugmálastjórn Ís-
lands. Umræða og gagnrýni á störf
hennar sem sett er fram af yfirvegun
og þekkingu er til þess fallin að auka
flugöryggi í landinu. Allar reglur í
fluginu byggjast á þeirri hugsun að
um samvinnu sé að ræða og að
traust ríki á milli fólks. Það er erfitt
að öðlast flugréttindi, flugrekstrar-
réttindi og réttindi til viðhalds flug-
véla og það er engin tilviljun. Kröf-
urnar eru miklar og síðan er það
skoðað með úttektum hvort aðilar
eru traustsins verðir.
Alveg eins og vönduð umræða um
flugöryggismál stuðlar að auknu ör-
yggi, grefur illa upplýst og stóryrt
umræða undan flugöryggi og þar
með tiltrú almennings. Það er alvar-
legt mál. Innan skamms er von á
skýrslu frá Alþjóðaflugmálastofnun-
inni (IACO) um úttekt sem hún
gerði á starfsemi Flugmálastjórnar
Íslands í september 2000. Sú skýrsla
verður gerð opinber þegar hún ligg-
ur fyrir.“
VÖNDUÐ OG ÓVÖNDUÐ
UMRÆÐA UM FLUGÖRYGGI
Morgunblaðið/Pétur P. Johnsson
ÞINGVALLAHLAUPIÐ fer
fram í 5 skipti, laugardaginn
12. maí.
Þingvallavatnshlaupið er
lengsta skipulagða hóphlaup
landsins. Frá upphafi hefur
hlaupið verið lengt á hverju ári
og nú er fyrirhugað að hlaupa
viðstöðulaust samtals 68,5 km.
Lagt verður af stað frá Nes-
búð við Nesjavallavirkjun kl.
8.45 um morguninn og hlaupið
sem leið liggur réttsælis um-
hverfis Þingvallavatn og suður
fyrir Úlfljótsvatn í samræmi
við tíma og vegalengdaáætlun
sem er að finna á vefnum
(http://www.raunvis.hi.is/~ag-
ust/thvhl01.htm). Nokkrir
hlauparar hyggjast hlaupa alla
leiðina, en auk þess munu aðr-
ir sem þess óska slást í hópinn
og hlaupa hluta leiðarinnar að
eigin vali. Bílar sem kunna að
verða skildir eftir á hlaupaleið-
inni verða sóttir í lok hlaups-
ins.
Hlaupinu lýkur við Nesbúð
þar sem unnt verður að fá
veitingar. Álfur SÁÁ mun
fylgja hlaupurunum.
Þingvalla-
hlaupið fer
fram í dag
INNLENT
KIWANISKLÚBBAR í
Garðabæ, Hafnarfirði og Kópa-
vogi gangast fyrir skemmtun
og dansleik fatlaðra búsettra í
bæjarfélögunum í Kirkjulundi,
safnaðarheimili Vídalínskirkju,
sunnudaginn 13. maí og hefst
skemmtunin kl. 17.
Á síðasta ári stóðu Kiwanis-
klúbbarnir Setberg í Garðabæ
og Eldborg, Hraunborg og Sól-
borg í Hafnarfirði fyrir sameig-
inlegri skemmtun fyrir fatlaða
en nú bætast Kiwanisklúbbarn-
ir Eldey og Harpa í Kópavogi í
hópinn. Áætlað er að skemmt-
unina muni sækja um 200 fatl-
aðir einstaklingar. Auk Kiwan-
isklúbbanna koma margir
aðilar að samkomunni, leggja
til tónlist og skemmtiefni, veit-
ingar, gjafir, aðstöðu og marg-
víslegt vinnuframlag. Kiwanis-
félagar munu sjá um flutning
fatlaðra að og frá samkomustað
eftir þörfum. Öllum sem styrkt
hafa samkomuna eru færðar
bestu þakkir.
Skemmtun
fyrir fatlaða
SMÁRAHLAUPIÐ í Kópavogi
fer fram sunnudaginn 13. maí
og þá í sjöunda sinn. Hlaupið
verður frá Smáraskóla kl. 13,
skráning við skólann frá kl. 11.
Hlaupnir verða 7 km og 2,5 km.
Allir þátttakendur fá verð-
launapeninga og boli. Þátttöku-
gjald fyrir fullorðna er kr. 800
og fyrir börn kr. 600. Fjölskyld-
ur fá 20% afslátt. Sundlaug
Kópavogs býður þátttakendum
í sund eftir hlaupið.
Smárahlaup
í Kópavogi
VÍKURVAGNAR ehf. eru með
kerrusýningu í dag 12. maí frá
kl. 10-16 og á morgun 13. maí frá
kl. 13-16, á Dvergshöfða. Mikið
úrval af kerrum verður á sýn-
ingunni ásamt bílum frá Heklu.
Víkurvagnar tóku við
Brenderup- og Monoflex-um-
boðunum síðastliðið sumar. Á
sýningunni verður kynningar-
verð á Víkurvagnakerrum og
kerrum frá Brenderup. Há-
landa-kraftakarlarnir verða á
staðnum með aflraunir og uppá-
komur og veitingar verða í boði
Egils Skallagrímssonar.
Kerrusýning
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Huglækningar/
heilun
Sjálfsuppbygging.
Samhæfing líkama
og sálar. Áran.
Fræðslumiðlun.
Halla Sigurgeirsdóttir,
andlegur læknir.
Uppl. í síma 553 8260 f.h.
FÉLAGSLÍF
Fuglaskoðunarferð laugard.
12. maí kl. 9:00. Fararstjóri
Einar Þorleifsson, verð 1.800.
Þorlákshöfn — Selvogur
sunnud. 13. maí kl. 10:30.
Um 4 klst. ganga. Fararstjóri Sig-
urður Kristjánsson, verð 1.800.
Brottför í báðar ferðir frá BSÍ og
Mörkinni 6. Hvítasunna með
FÍ: Eiríksjökull 1.—3. júní,
Hvannadalshnúkur 1.—4.
júní. Pantið strax á skrifstofu, s.
568 2533. Aukaferð á Víkna-
slóðir 23. júlí, fólk af biðlistum
hafi samband sem fyrst. Auka-
trússferð um Laugaveginn í
júlí. www.fi.is, textavarp RUV
bls. 619.
Sunnudagsferð 13. maí kl. 13:
Reykjavegurinn, 2. áfangi:
Stóra-Sandvík — Eldvörp —
útilegumannakofarnir. Aðeins
um 3 klst. ganga. Kjörið að byrja
þessa 10 ferða raðgöngu.
Brottför frá BSÍ, stansað í Hafn-
arfirði v. kirkjug. og Fitjum. Verð
1.500 kr. f. félaga og 1.700 kr. f.
aðra. Bókið tímanlega í hvíta-
sunnuferðir, Jónsmessunæt-
urgönguna og sumarleyfis-
ferðir.
1. 1.—4/6 Látrabjarg — Rauði-
sandur — Sjöundá.
2. 2.—4/6 Goðaland — Básar.
3. 2.—4/6 Fimmvörðuháls —
Básar.
4. 2.—4/6 Fimmvörðuháls, skíða-
ferð inn á jökla.
5. 22.—24/6 Jónsmessunætur-
ganga yfir Fimmvörðuháls.
Sjá Á döfinni á heimasíðu:
www.utivist.is og textavarp
bls. 616.