Morgunblaðið - 12.05.2001, Page 58
FRÉTTIR
58 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
3
4
1
5-2 5-3
! " #
$% & #
6
! $ $
+7
/
7
1 +
-
7#"+
8
..
'
&""#""#
&""#""$
&""#""
&""#""
&""#""'
&""#"")
&""#""(
&""#""&
&""#"#"
&""#"##
&""#"#!
&""#"#$
&""#"#
&""#"#
&""#"#'
&""#"#)
&""#"#(
&""#"#&
&""#"!"
&""#"!#
&""#"!!
&""#"!$
845- 9
:;
8
61 4
5
7+
5
<1 8 4.+ * => 9 4
< ?@ A
/ 3
2
B/>BC
-
B/>BC
A
5 >-.
9
5
> D3 =/E7
4
/>
4F
;
G
7D5
2
HH
0%
I/J
4
>4
2K.
A>
!5 G5
A> -74
7
2
*D
A5D3
!&
!&&(& )
AF HVERJU símtali í Evróvisjón-
kosningunni í kvöld renna 40 krónur
til forvarna gegn sjálfsvígum. Sím-
inn annast framkvæmdina.
Fyrirtækið hefur gert verulegar
aukaráðstafanir í símakerfinu til
þess að tryggja að kosningin geti
gengið sem best fyrir sig, en almenn-
ingur hefur aðeins fimm mínútur til
að greiða atkvæði. Það er gert með
því að hringja í númer á bilinu 900
1001 til 900 1023.
Samkvæmt reglum keppninnar er
mælst til þess að ekki sé hringt oftar
en þrisvar sinnum úr hverju síma-
númeri. Hvert símtal mun kosta 100
krónur og munu 40 krónur af hverju
símtali renna til Landlæknisemb-
ættisins og verður fénu varið til for-
varna gegn sjálfsvígum. Landlæknir
mun beina sjónum sínum sérstak-
lega að ungu fólki en árlega falla
fleiri fyrir eigin hendi á Íslandi en í
umferðarslysum, segir í fréttatil-
kynningu frá Símanum.
Þeir aðilar sem hafa lokað fyrir
900-númer geta ekki tekið þátt í
símakosningunni. Mögulegt er að
opna fyrir hringingar í 900-númer á
Þínum síðum á siminn.is. Sérstök at-
hygli er vakin á því að ekki verður
heldur hægt að kjósa í gegnum far-
símakerfi Símans, Tals eða Íslands-
síma.
Vegna hins skamma tíma, sem
kosningin stendur, er hugsanlegt að
færri komist að en vilja þar sem bú-
ast má við að mikið álag á símkerfið
skapist þegar allir hringja á sama
tíma. Þetta ástand getur valdið því
að sónleysis verði vart í skamma
stund á stöku stað á landinu. Í þessu
sambandi hefur Síminn gert tölu-
verðar ráðstafanir til að minnka lík-
urnar á þessu ástandi eins og áður
segir m.a. með því að bæta við bún-
aði í símstöðvar fyrirtækisins.
Þegar hringt er í kosninganúmer-
in er vert að hafa eftirfarandi atriði í
huga: Þegar símnotandi tekur tólið
af símtækinu fer hann í biðröð eftir
sóninum og það hjálpar honum lítið
að leggja á og taka aftur upp tólið.
Landssíminn hefur gert verulegar aukaráðstafanir vegna símakosningarinnar í kvöld
40 krónur til sjálfsvígsvarna