Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 12.05.2001, Qupperneq 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 59 FERÐAMÁLASKÓLINN Í KÓPAVOGI Innritun fyrir skólaárið 2001 - 2002 fer nú fram í Ferðamálaskólanum í Kópavogi, og stendur til miðvikudagsins 23. maí nk. Alþjóðlegt IATA-UFTAA nám • Markmið námsins er að þjálfa einstaklinga til starfa á söluskrifstofum ferðaskrifstofa og flugfélaga •Kennsla hefst í september, kennt er frá kl. 17.30-21.15 • Námið er 7 mánuðir frá september til marsloka Starfstengt Ferðamálanám Bóklegt 3ja anna starfstengt FERÐAMÁLAnám. Námið skiptist í 2 námsbrautir, FERÐAFRÆÐInám og HÓTEL- OG GESTAMÓTTÖKUnám. • Markmið námsins er að þjálfa einstaklinga til starfa í ferðaþjónustu á Íslandi, við móttöku erlendra ferðamanna og til starfa og úrvinnslu v. ferðalaga fyrir Íslendinga erlendis. • Nemendur fara í þriggja til sex mánaða starfsnám í fyrirtæki í ferðaþjónustu. • Kennsla hefst í september. Kennt er frá kl. 17:30-22:00 Fjarnám Boðið er upp á fjarnám í Ferðafræðinámi og Hótel- og gestamóttökunámi í vissum áföngum. Inntökuskilyrði Umsækjendur í allt nám Ferðamálaskólans þurfa að hafa náð 20 ára aldri, vera með stúdentspróf eða sambærilega menntun og starfsreynslu og hafa gott vald á enskri tungu. Leiðsöguskóli Íslands Innritun í Leiðsöguskóla Íslands fer fram í ágúst nk. Sjá nánari auglýsingu í lok júlímánaðar. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans. FERÐAMÁLASKÓLINN Í KÓPAVOGI Menntaskólanum í Kópavogi v/Digranesveg Sími: 544 5520 og 544 5510 Blómabúð Akureyrar VELKOMIN Á BÁTASPORT 2001 Í DAG - miðbæ Hafnarfjarðar ...bátar ...kajakar ...rafting ...fatnaður ...búnaður ...ferðir ...hressing aðeins NÝLEGA flutti verslun Véla & þjónustu í nýtt húsnæði að Krók- hálsi 5. Verslunin er staðsett á annarri hæð með aðkomu inn af lóð Véla og þjónustu, þar sem næg bílastæði eru fyrir hendi. Við flutninginn stækkar versl- unar- og lagerpláss búðarinnar um rúma 200 fermetra frá því sem áður var. Við stækkunina eykst jafnframt vöruúrval versl- unarinnar til muna og má þar nefna t.d. handverkfæri ýmiskon- ar, aukið úrval ljósabúnaðar á bíla og vagna, efnavörur og bílavörur, auk þess sem aðstaða og starfs- umhverfi starfsmanna verður með öðrum og betri hætti en áður var, segir í fréttatilkynningu. Við kaup Véla og þjónustu á öll- um vörulager Bílfoss ehf. á Sel- fossi er fyrirtækið að auka vöru- úrvalið í verslunum sínum bæði í Reykjavík og á Hellu. Varahlutaverslun flutt í nýtt húsnæði BORIST hefur tilkynning frá Sam- tökum iðnaðarins vegna umræðna í fjölmiðlum um námskeið til löggild- ingar iðnmeistara. „Með skipulags- og byggingarlög- um sem samþykkt voru á Alþingi 1997 og tóku gildi 1. janúar 1998 voru sett skilyrði fyrir því hvaða iðnmeist- arar gætu borið ábyrgð á einstökum verkþáttum við byggingarfram- kvæmdir. Þeir þurftu samkvæmt þeim lögum leyfi ráðherra og það leyfi var veitt þeim aðilum einum sem höfðu fullgilt meistarabréf og höfðu lokið prófi frá meistaraskóla enda væru þeir starfandi sem meistarar í iðn sinni. Þegar þetta ákvæði var skoðað nánar kom í ljós að ekki var settur á meistaraskóli á landsvísu fyrr en 1. janúar 1989. Þannig að fyrir þann tíma höfðu fjölmargir iðnaðarmenn fengið meistarabréf án meistaraskóla enda var það í samræmi við mennt- unarkröfur þess tíma. Hins vegar var lagaákvæðið sett fram með þeim hætti að þessir einstaklingar glötuðu í raun starfsréttindum sínum. Oftast er það svo að þeir sem hafa starfs- réttindi við setningu nýrra laga sem hafa í för með sér strangari ákvæði halda þeim réttindum án nokkurra takmarkana. Þrátt fyrir það ákvað umhverfisráðuneytið í þessu tilviki að gera að skilyrði að þessir aðilar yrðu að sækja námskeið til þess að halda starfsréttindum sínum. Þess vegna var sett til bráðabirgða ákvæði í skipulags- og byggingarlög í desember 1999 sem tók gildi 1. jan- úar 2000 til að heimila námskeið þannig að þessir aðilar gætu sótt sín starfsréttindi að nýju. Rétt er að geta þess að Meistarafélag húsasmiða gerði ekki athugasemdir við þessa lagabreytingu á umsagnarstigi frum- varpsins. Í framhaldi af þessu lagaákvæði hófst vinna af hálfu umhverfisráðu- neytisins við setningu reglugerðar um námskeiðin. Leitaði ráðuneytið m.a. til Samtaka iðnaðarins vegna þess. Það var fyrir tilstuðlan Sam- taka iðnaðarins að Meistarafélag húsasmiða kom að þeirri vinnu. Tókst Meistarafélagi húsasmiða að hafa mikil áhrif á reglugerðina og hvernig hún leit út í endanlegri mynd. Umhverfisráðuneytið samdi síðan við Menntafélag byggingariðnaðar- ins um að halda þessi löggildingar- námskeið. Menntafélag byggingar- iðnaðarins sér því um að halda námskeiðin, innheimtir námskeiðs- gjald o.s.frv. Námskeiðsgjöld renna því ekki til Samtaka iðnaðarins en Samtökin eru aðili að Menntafélag- inu eins og Meistarafélag húsasmiða. Í marsmánuði sl. kom Meistara- félag húsasmiða því í gegn að reglu- gerðinni um námskeiðin var breytt þannig að þeim lýkur í dag með verk- efnum þar sem þátttakendur eiga að sanna kunnáttu sína í námsefninu. Einnig var gerð sú breyting á reglu- gerðinni að Meistarafélag húsasmiða á sinn aðila í verkefnastjórn nám- skeiðanna. Það skýtur því skökku við að Meistarafélag húsasmiða lýsi yfir áhyggjum sínum vegna þessara nám- skeiða þegar ljóst er að Meistara- félagið hefur haft mest áhrif á reglu- gerðina um námskeiðin og á jafnframt aðila í verkefnastjórn þeirra. Þá er ljóst að fátt hefur orðið til þess að auglýsa námskeiðið eins mikið og framganga Meistarafélags húsasmiða í málinu. Að lokum er vert að nefna að 66% þátttakenda á námskeiðum þessum hefur verið eldri en 41 árs miðað við könnun sem gerð var á námskeiðum á Akureyri, Borgarnesi, Reykjanesi, Reykjavík og Selfossi. Þessir ein- staklingar hafa væntanlega mikla reynslu í sínum störfum og varla dettur nokkrum í hug að kasta rýrð á þeirra störf sem iðnaðarmenn frá því að þeir luku formlegu námi í sam- ræmi við þær kröfur sem gerðar voru er þeir voru í iðnnámi.“ Skilyrði til löggild- ingar iðnmeistara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.