Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 62

Morgunblaðið - 12.05.2001, Side 62
62 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EFTIR miðjan apríl og fram eftir öllum maímánuði er uppskerutími margra íslenskra kóra, þ.e.a.s. fólki gefst kostur á að sækja tón- leika og hlýða á söng kóranna og komast að raun um hvort vetrar- starfið hefur borið góðan ávöxt. Einn þeirra kóra sem hér um ræðir er Karlakór Rangæinga sem brá undir sig betri fætinum og sótti Reykjavík heim nýlega. Hélt kórinn tónleika í Fella- og Hóla- kirkju 5. maí sl. og þó kórinn hafi víða komið fram bæði hérlendis og erlendis á þeim 12 árum sem hann hefur starfað, voru þetta fyrstu sjálfstæðu tónleikar kórsins í höf- uðborginni. Stjórnandi Karlakórs Rangæinga er Guðjón Halldór Óskarsson sem á að baki farsælt starf bæði sem kórstjórnandi og organisti. Sennilega hafa því margir tón- listargesta mætt með talsverðri eftirvæntingu, en kórinn söng fyrir fullri kirkju. Eftir að hafa hlýtt á söng kórsins er ég þeirrar skoð- unar að reynsla Halldórs sem kór- stjóra hafi skilað sér vel. Þó vissu- lega hafi verið sáð góðum fræ- kornum innan starfsemi Karlakórs Rangæinga af sumum forverum hans er óhætt að segja að upp- skeran hafi skilað sér ríkulega undir handleiðslu Halldórs, því varla var um neina hnökra að ræða á þeim tónleikum sem hér verður fjallað um. Hljómur kórsins var mildur og fagur, hvort sem sungið var veikt eða sterkt og fannst mér áberandi hve stjórnandinn hafði gott vald á flutningi kórsins. Þá var eftirtektarvert að fylgjast með því hversu kórfélagar voru öruggir varðandi texta og framkomu. Hvert einasta orð komst til skila og dagskráin sem kórinn flutti var greinilega þaulskipulög og vel æfð. Svo vikið sé að efnisvalinu þá hófust tónleikarnir á heimavelli, þ.e.a.s. með laginu Rangárþingi eftir Björgvin Þ. Valdimarsson við ljóð Sigurjóns Guðjónssonar, en efni ljóðsins sem höfðar til sveit- arinnar átti einkar vel við og flutti kórinn ljóð og lag af stakri alúð. Af öðrum lögum má nefna Þórsmerk- urþrá eftir Harald Konráðsson, sem er einn kórfélaga. Textann gerði Kristjana Unnur Valdimars- dóttir og útsetningu Björgvin Þ. Valdimarsson. Tvísöng í umræddu lagi sungu þeir Hákon Mar Guð- mundsson og Kjartan G. Magnús- son og fórst þeim það vel úr hendi enda þar á ferðinni mjög smekk- legar og skólaðar raddir. Hraustir menn voru á efnisskránni og í því lagi söng Gísli Stefánsson einsöng með sinni fallegu rödd. Veit ég að Gísli er í námi við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Eiðs Gunnarssonar sem greinilega hef- ur náð að láta rödd Gísla falla í réttan farveg að mínum dómi. Mátti ekki síður heyra það í túlkun Gísla á laginu Bergljót sem hann söng mjög músíkalskt og fallega en lagið er úr lagaflokknum „Gunnar á Hlíðarenda“ eftir Jón Laxdal. Enn einn söngvarinn steig fram og söng Fögur er hlíðin úr sama lagaflokki og áður var nefndur. Þar kom fram virkilegur víkingur hvað útlit og atgervi snertir og átti það sérlega vel við lagið sem flutt var af Jóni Smára Lárussyni er hefur glæsilega rödd og vel skólaða eins og heyra mátti, en söngvarinn er útskrifaður úr Tónlistarskóla Hvolsvallar undir handleiðslu Jóns Sigurbjörnssonar. Af öðrum lögum sem flutt voru vil ég nefna Þakkarbæn. Lag: Addrian Valerius. Ljóð: Óskar Ingimarsson. Þetta lag söng kórinn af mikilli innlifun og tilfinningu. Allir eins og einn maður. Svo silki- mjúkt af stað og upp í svo fallegan styrkleika að undir tók í allri kirkj- unni. Þarna sýndi stjórnandinn getu sína og stjórnaði kórnum eins og hann væri að spila á orgel. Hver tónn á sínum stað og blæbrigðin eftir því hnitmiðuð. Ekki má gleyma laginu Bræðralag, lag Hlyns Snæs Theódórssonar og ljóð Smára Lárussonar sem báðir eru í kórnum, en útsetningar gerði Hörður Bragason. Karlakór Rang- æinga býr svo vel að eiga marga hæfileikaríka listamenn innan sinna vébanda eins og lagið Bræðralag er glöggt dæmi þar um. Á tónleikum Karlakórs Rang- æinga kom einnig fram hornleik- arinn László Czenek og aðstoðaði undirleikari kórsins, Hédi Maróti, hann. Þau munu bæði vera kenn- arar við Tónlistarskóla Hvolsvallar og undirstrika enn frekar hversu blómlegt menningar- og tónlistarlíf fer fram á Hvolsvelli og í sveit- unum þar í kring. Eitt vil ég ítreka í þessum skrifum mínum, en það er hversu kórinn var vel undirbúinn. Kórmeðlimir kunnu hvert einasta lag og texta utanað. Ekki einn ein- asti maður með nótur. Allir eins og einn maður og horfðu á einn punkt og það var söngstjórinn. Þá er björninn unninn að mínu viti þegar allir bregðast við eins og einn mað- ur. Þó ég hafi hér tiltekið hluta efnisvalsins og nokkuð dvaldið við einsöngvarana þá vil ég taka fram að öll efnisskráin var einstaklega vel unnin og hvergi veikan blett að finna. Gæti ég haft um það fleiri orð hér en vil í stað þess hvetja þá sem tök hafa á því að sækja næstu tónleika Karlakórs Rangæinga, því sjón er sögu ríkari. Að lokum vil ég þakka söngstjór- anum, undirleikara, einsöngvurum og öðrum sem fram komu, ekki síst kórnum sjálfum sem heild. Karla- kór Rangæinga og aðstandendur hans geta verið glaðir og stoltir með glæsilegan árangur. Þökk fyrir komuna, lifið heilir. SIGURVEIG HJALTESTED, óperusöngkona. Söngfuglar úr Rangárþingi Frá Sigurveigu Hjaltested:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.