Morgunblaðið - 12.05.2001, Page 69

Morgunblaðið - 12.05.2001, Page 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 69 „MÉR gæti ekki verið meira sama,“ sagði framleiðandi bjargálnaþáttar- ins Survivor, Mark Burnett, er upp komst að atriði í þættinum hefðu verið sviðsett en þátturinn gerir út á það að sýna raunverulegt fólk í raun- verulegum aðstæðum, ekki leiknum. „Ég er enda að búa til frábært sjón- varpsefni,“ bætti hann við. Svikin liggja í því að áhættuleik- arar voru fengnir til að leika nokkur atriði sem tekin voru upp fyrir fyrstu þáttaröðina sem tekin var upp á eyju í Malasíu. Þar með hafið þið það. Óraunverulegt raunveruleikasjón- varp! Sniðugt ekki satt? CBS Atriði úr Survivor. Svik í Survivor GENGI GJALDMIÐLA mbl.is Í DAG verður Mosfellsbær und- irlagður af mikilli hátíð sem ber nafnið Fló og fjör. Er það foreldra- félagið Þrumur og eldingar sem stendur fyrir þessum fjölskyldu- degi sem haldinn er til styrktar ungum knattspyrnumönnum í Aft- ureldingu. Hátíðin fer fram við íþróttahúsið á Varmá og hefst kl. 12. Er þetta í fjórða sinn sem þessi bæjarhátíð fer fram en vinsældir þessa fjölskyldudags Mosfellinga er sífellt að færast í aukana, að sögn Karls Tómassonar, trommuleikara Gildrunnar, sem mun leika á hátíð- inni, en Karl situr einnig í stjórn Aftureldingar. Dagurinn hefst á flómarkaði þar sem margt sniðugt verður á boð- stólum en jafnframt munu fara fram skemmtiatriði; Valdi koppa- sali verður með hjólkoppasýningu, lúðrasveit bæjarins mun leika og einnig mun fara fram uppboð á list- munum ýmiss konar. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður göngu- garpurinn eini og sanni, Reynir Pétur, en hann verður með sýningu og sölu á kertum sem vistmenn Sól- heima í Grímsnesi framleiða. Um kvöldið verður svo árlegur risadansleikur Gildrunnar og rauð- hærða rokkarans Eiríks Hauks- sonar, og mun hann standa frá kl. 23 til 3. Heiðursgestur verður eng- inn annar en sjálfur Billy Start, söngvaskáld, hljóðfærasmiður og sjóari. Fló og fjör Gildran ásamt Eiríki Haukssyni. Hátíð í bæ í Mosfellsbæ ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.