Morgunblaðið - 12.05.2001, Page 70

Morgunblaðið - 12.05.2001, Page 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vinsamlegast athugið að gengið er inn frá Austurvelli á meðan á framkvæmdum í Austurstræti stendur. Galdradauði (Death by Magic) S p e n n u m y n d  Leikstjóri: Lorraine Senna. Aðal- hlutverk: Charlie O’Connelly og Peter Firth. Bandaríkin, 2000. Sam-myndbönd. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. ÉG held að myndaröðin um Há- lendinginn þar sem Christopher Lambert fer með titilhlutverkið hafi fyrir löngu full- nægt allri þörf fyr- ir skopstælingu á upphaflegu hug- myndinni, svo slæmar hafa mynd- irnar verið árum saman. Eigi að síð- ur er Galdradauði auglýst sem alveg eins og Hálending- urinn, nokkuð sem í mínu tilfelli verður að teljast einkar óaðlaðandi tilhugsun. Áhersla er lögð á brellur og hraða atburðarás, og það verður að segjast eins og er að myndin tek- ur seinni hlutum Hálendingsmynda- raðarinnar nokkuð fram. En því mið- ur er það lítið hrós. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Hálendingurinn snýr aftur H ILMAR Jensson og Skúli Sverrisson eru nú á ferð um Evrópu með kvartett banda- ríska trommuleikar- ans Jims Blacks og léku meðal annars á tónleikum í Barcelona í síðustu viku. Kvartettinn, sem Chris Speed er fjórði maður í, er væntanlegur hingað til lands á næstunni, en áður en af því verður hyggjast þeir félagar taka upp breiðskífu í Þýskalandi. Jim Black hefur leikið með ýms- um hljómsveitum og tónlistar- mönnum á síðustu árum, þar á meðal Ellery Eskelin, Chris Speed, Tim Berne, Dave Douglas, Uri Caine og Pachora, en meðal félaga hans í þeirri sveit er einmitt Skúli Sverisson. Á síðasta ári sendi Black frá sér fyrstu skífuna þar sem hann er í stýrishúsinu, Alas- NoAxis, sem Winter & Winter gef- ur út. Á þeirri plötu leika með hon- um þeir Hilmar Jensson, Chris Speed og Skúli Sverrisson en lögin á plötunni eru öll eftir Black og samin fyrir þennan hóp hljóðfæra- leikara. Þeir félagar kynntust fyrst í Boston fyrir mörgum árum og fyrir 10 árum tóku þeir upp plötu á Íslandi sem aldrei hefur komið út. Tónleikaferðin um Evrópu sem nú stendur yfir er einmitt farin til að kynna plötuna, en hún hófst 21. apríl síðastliðinn og lýkur með tónleikum í Tjarnabíói 16. maí næstkomandi en 13. til 15. maí verður sveitin við upptökur í München í Þýskalandi á vegum Winter & Winter. Ég spjallaði við þá félaga Jim Black, Chris Speed, Hilm- ar og Skúla eftir tónleikana baksviðs og spurði þá hvort nýja platan yrði mikið frábrugðin þeirri sem þeir væru að kynna á tónleikaferðinni. Þeir sögðu að nýja platan væri rökrétt framhald af þeirri fyrri nema hvað að á þeirri nýju væru afmarkaðri lög og aðalviðbótin meiri elektróník þó að það sé ekki mikill munur. Þeir eru búnir að vera á ferð um Evrópu og hafa haldið tónleika á Ítalíu, í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og nú á Spáni og segj- ast hafa fengið mjög góðar við- tökur, en næstu tónleik- ar eru á Ír- landi. „Það hefur gengið mjög vel að spila nýju tónlistina og lögin hafa breyst eftir því sem við spilum þau. Vissir kafl- ar halda sér alltaf en heildin breyt- ist á hverjum tónleikum fyrir sig,“ segja þeir. Jim Black lýsir tónlistinni sem lögum og áferðum. Í nýju tónlist- inni sé meiri elektróník og fleiri litir en hann segist ekki alveg bú- inn að ákveða hvernig nýja platan verði í heild sinni. „Aðalmunurinn er að fyrir fyrstu plötuna æfðum við ekki nema þrisvar til fjórum sinnum saman og fórum svo beint í stúdíó en á nýju plötunni verður meiri tónleikablær, hún er dýpri og meiri hraði og litur. Nýja plat- an verður minni tilraunamennska.“ Black segist mjög ánægður með Evrópuferðina þótt þetta hafi verið mjög stíft prógramm. „Þetta er minn fyrsti túr sem foringi með mitt eigið verkefni og mér finnst allt þetta ferðalag vel þess virði bara til að koma Hilmari og Skúla á svið. Það eru forréttindi að spila með þeim og þeir eru sífellt að koma á óvart.“ Á tónleikunum um kvöld- ið voru um það bil sjötíu manns í salnum og góð stemmning fyrir því sem fram fór. Fyrst á svið var spænskt „noise“-tvíeyki sem var mjög slappt. Jim Black- kvartettinn tók lög af nýja og gamla diskinum en á nýju lög- unum er meiri hávaða-jazz- „ambient“ blær. Einnig tóku þeir þrælgott lag sem var í frumskógarhörðum anda en al- mennt meiri hraði og meira „noise“ í nýju lögunum. Lög og áferðir Kvartett Jims Blacks, með þá Skúla Sverr- isson og Hilmar Jensson innan borðs, er á leið hingað til lands til að ljúka tónleikaferð um Evrópu. Erna Björt Árnadóttir hitti þá kvartettfélaga að máli í Barcelona. Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson í góðri sveiflu. Ljósmynd/Erna Björt Árnadóttir UNGLINGAPOPPSTJARNAN breska, Billie Piper, og fjölmiðla- gúrúinn Chris Evans eru nú í brúð- kaupsferð eftir leynilega giftingu þeirra í Las Vegas á sunnudaginn. Þau borguðu um 35 þúsund krón- ur fyrir athöfnina sem tók innan við stundarfjórðung í Little Church of the West í Las Vegas, þar sem m.a Bob Geldof og Paula Yates gengu í það heilaga, auk Noel Gallaghers og Meg Math- ews, og Richard Gere og Cindy Crawford. Engir fjölskyldu- meðlimir voru viðstaddir at- höfnina, einungis nokkrir vin- ir. Séra James Hamilton pússaði parið saman og segir það hafa verið í sæluvímu. Billie sló fyrst í gegn með laginu „Because We Want To“ árið 1998 þegar hún var nýorðin 15 ára en hún var uppgötvuð eftir að hafa tekið þátt í fyrirsætukeppni. Billie og Chris byrjuðu saman í desember þegar hún kom fram í morgunþættinum hans Virgin Rad- io til að kynna eina af smáskífum sínum. Ástin blómstraði strax, Bill- ie og Chris urðu óaðskiljanleg, og hefur orðrómurinn um giftingu verið viðloðandi þau þrátt fyrir mikinn aldursmun. Fréttin um trú- lofunina kom svo í apríl en sagt er að hin átján ára söngkona hafi beð- ið hins heittelskaða plötusnúðs á 35 ára afmælinu hans í París. Chris á eitt hjónaband að baki auk tólf ára dóttur úr öðru sam- bandi. Ást í útsendingu Billie og Chris eru gengin í það heilaga. Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.