Morgunblaðið - 18.05.2001, Side 21

Morgunblaðið - 18.05.2001, Side 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 21 TVEIR ökumenn hafa á skömmum tíma verið stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur í Vestfjarða- göngum. Aðfaranótt miðvikudags var ökumaður stöðvaður eftir að bíll hans mældist á of miklum hraða þeg- ar hann kom út úr göngunum Breið- dalsmegin. Maðurinn var færður á lögreglustöðina þar sem tekið var úr honum blóðsýni. Í ljós kom að hann hafði ekki ökuréttindi þar sem hann hafði verið sviptur ökuskírteini ævi- langt. Í gær var annar ökumaður stöðv- aður grunaður um ölvun við akstur. Ökulag hans vakti athygli lögreglu vegna þess að hann ók sérstaklega hægt. Ölvaðir í Vestfjarða- göngunum BÆJARSTJÓRN Austurs-Héraðs hefur samþykkt kauptilboð Sigur- jóns Sighvatssonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar í Eiða. Tilboð þeirra var lagt fram á bæjarstjórn- arfundi á miðvikudag og er gert ráð fyrir að kaupsamningur verði lagður fyrir bæjarstjórn til formlegrar stað- festingar þann 6. júní næstkomandi. Björn Hafþór Guðmundsson bæjar- stjóri vill ekki segja upp á hvað til- boðið hljóðaði. Ætla má að það sé hærra en fyrra tilboð Sigurjóns, sem hann lagði fram í nóvember síðast- liðnum og var upp á 35 milljónir króna. Mennta- og menningar- starfsemi aftur á Eiða Fyrra tilboð Sigurjóns barst eftir að tilboðsfrestur rann út. „Innan tímamarkanna bárust tilboð sem hljóðuðu upp á hærri tölur en tilboð Sigurjóns, en menn vildu að þarna kæmist í gang starfsemi sem hæfði virðuleik staðarins sem mennta- og menningarsetur,“ segir Björn Haf- þór. Hann segir að einnig hafi verið litið til þess að koma þar á fót starf- semi sem leiði af sér margfeldisáhrif, sem stuðli að auknum útsvars- og fasteignatekjum fyrir sveitarfélagið. „Við höfum ekki viljað selja Eiða á ákveðnum skammtímahagnaði, held- ur fá samning sem stuðlar að lang- tímahagnaði.“ Kaup Austur-Héraðs á Eiðum af íslenska ríkinu gengu í gegn í febr- úar síðastliðnum og var kaupverðið um 28 milljónir króna. Eignirnar sem Sigurjón og Sigurður Gísli kaupa eru skólahúsið, heimavistin og tvær jarðir; Eiðajörðin svokallaða og Gröf. Aðrar jarðir fylgdu með í kaup- unum af ríkinu, en sveitarfélagið mun halda þeim eftir. Austur-Hérað gerir kaupsamning um Eiða Tilboð Sig- urjóns og Sigurðar Gísla sam- þykkt GÓÐA veðrið endaði jafn skyndi- lega og það byrjaði. Á Egilsstöðum snjóaði í hvössum byljum og ný- bruma gróðurinn beygði af í kuld- anum. Þessi glæsilegi hestur birtist í Egilsstaðatúninu eins og hálfgerð undravera og nagaði kalsalega nál- ina af stökustu rósemd. Eins og hesta er siður sneri hann rassinum upp í vindinn. Nýliðinn vetur hefur víðast hvar verið mildari en sá síðasti sem var útigangshrossum nokkuð erfiður.Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vorhret á Austurlandi Egilsstaðir ♦ ♦ ♦ Klapparstíg 44, sími 562 3614 HÚSASKILTI Pantið fyrir 25. nóvember til jólagjafa. HÚSASKILTI Maítilboð 10% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.