Morgunblaðið - 18.05.2001, Side 27

Morgunblaðið - 18.05.2001, Side 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 27 LÖGFRÆÐINGAR Wojciech Jaruzelskis, hershöfðingja og fyrrverandi leiðtoga pólsku kommúnistastjórnarinnar, til- kynntu í gær, að þeir hefðu sagt af sér sem verjendur hans. Jaruzelski er sakaður um að hafa gefið her- og lögreglu- mönnum skipun um að skjóta á starfsmenn skipasmíðastöðvar í Gdansk, sem efndu til mótmæla gegn kommúnistastjórninni 1970. Voru 44 menn skotnir til bana og rúmlega 1.000 særðir. Verjendur Jaruzelskis sögðu af sér eftir að dómarinn hafði hafnað ósk þeirra um að máli gegn honum yrði látið niður falla. Jaruzelski neitar því, að um sé að ræða úthugsað bragð til að vinna tíma. Kabila leyfir stjórnmála- flokka JOSEPH Kabila, forseti Kongó, nam í gær úr gildi bann við starfsemi stjórnmálaflokka í landinu. Var það eitt af þeim skilyrðum, sem sett voru fyrir friðarviðræðum milli stjórn- valda, stjórnarandstöðuhópa og skæruliða. Faðir Josephs, Laurent Kabila, bannaði stjórn- málaflokka er hann komst til valda í maí 1997 en hann var myrtur í janúar sl. Joseph tók þá við af honum og hefur síðan reynt að koma á friði í landinu. Hefur honum orðið nokkuð ágengt í því, meðal annars hafa skæruliðar dregið sig til baka frá víglínunni milli þeirra og stjórnarhersins og hleypt að um 1.500 friðargæsluliðum frá Sameinuðu þjóðunum. Clinton at- aður eggi EGGI var kastað í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er hann var að skoða gamla borgarhlutann í Varsjá í gær. Brugðust pólskir og bandarísk- ir öryggisverðir skjótt við og sneru eggjakastarann í götuna. Var um að ræða 19 ára gamlan mann, sem líklega var að mót- mæla kapitalismanum með því að kasta í Clinton. Hann er nú á fyrirlestraferð um Evrópu. Falsa vega- bréf í áróðurs- skyni TALSMAÐUR taívansks stjórnmálaflokks, sem berst fyrir sjálfstæði eyjarinnar, sagði í gær, að maður nokkur hefði komist til fjögurra landa á vegabréfi, sem flokkurinn hefði sjálfur gefið út. Fremst á það var letrað gylltum stöfum „Lýð- veldið Taívan“ og hefði það ver- ið tekið sem gott og gilt í Hond- úras, Belize og El Salvador og einnig í fjórða landinu, sem ekki var nefnt á nafn. Fyrrnefnd þrjú ríki hafa viðurkennt Taív- an en ekki sem Lýðveldið Taív- an, heldur sem Lýðveldið Kína. Stjórnvöld á Taívan hafa þó ekki lýst yfir sjálfstæði lands- ins. STUTT Verjendur Jaruzelsk- is segja af sér ÆÐSTU ráðamenn Evrópusambandsins (ESB) og Rússlands ræddust við í Moskvu í gær og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem m.a. er varað við uppgangi ofstækisafla á Balk- anskaga og hvatt til friðarviðræðna Ísraela og Palestínumanna. ESB vill að Rússar samþykki að evran verði framvegis notuð í viðskiptum sambandsins og Rússlands í stað dollarans. Javier Solana, æðsti talsmaður ESB í utan- ríkis- og varnarmálum, og Göran Persson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, gagnrýndu báðir á blaðamannafundi að loknum viðræðunum hern- að Rússa í Tsjetsjníu en Svíar gegna for- mennsku í ráðherraráði ESB þetta misserið. Hvatti Persson til þess að stjórnvöld í Kreml rannsökuðu ásakanir mannréttindahópa um að rússneskir hermenn hefðu myrt óbreytta borg- ara. „Þannig yrði hægt að efla á ný trúnaðar- traust,“ sagði Persson. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði við upphaf viðræðnanna að tengsl Rússlands og Evrópusambandsins hefðu oft sannað gildi sitt. „Grundvöllur þeirra er sameiginlegar rætur siðmenningar, auk viðskipta og efnahags- og menningarlegra samskipta milli Evrópuland- anna og Rússlands er varað hafa í hundruð ára,“ sagði forsetinn. Forveri Pútíns í embætti, Borís Jeltsín, lagði mesta áherslu á samskiptin við Bandaríkin en Pútín hefur lagt sig fram um að rækta sam- skiptin við Evrópusambandið, Kína og Indland. Hefur hann sagt nauðsynlegt að koma í veg fyrir að Bandaríkin verði of einráð á vettvangi heimsmálanna, mynda verði „mótvægi“ gegn þeim. Evrópusambandið ítrekaði á fundinum stuðn- ing sinn við að Rússar fengju aðild að Heims- viðskiptastofnuninni, WTO. Rússar selja mikið af gasi og olíu til aðildarríkja ESB og vill sambandið nú fá að greiða fyrir vöruna í evr- um. Samþykkt var að ræða málið frekar en Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði hugmyndina afar mikilvæga og að „jafnt Evrópusambandið og Rússland“ myndu hagnast á breytingunni. Evrópuþjóðirnar myndu auka viðskiptin við Rússa og fjárfesta meira í landinu. Rússneskir embættismenn vildu aftur á móti lítið tjá sig um tillöguna. Rússar fái greitt fyrir gas í evrum Moskvu. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.