Morgunblaðið - 18.05.2001, Page 55

Morgunblaðið - 18.05.2001, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2001 55 Kringlunni - Faxafeni www.t k.is líttu á 6 stk. kr.2.500.- eða 12 stk. kr. 4.950.- Hvítvín, rauðvín, bjór, öl, kampavín, koníak, líkjör. Ó t r ú l e g t v e r ð ! rúðhjóna- listarnir eru hjá okkur SÉRFRÆÐINGAR frá Leica verða í Beco, Langholtsvegi 84, til að kynna framleiðslulínu fyrirtækisins í dag, föstudag milli kl. 10:00 og 18:00 og á laugardaginn milli kl. 10:00 og 14:00. Ýmsar nýjungar verða kynnt- ar ásamt því að sérfræðingarnri veita faglega ráðgjöf og tækniupp- lýsingar. Kynning á vörum í Beco AÐFARANÓTT sunnudagsins 13. maí sl. eða um kl. 2 varð árekstur á gatnamótum Sæbrautar og Holta- vegar en þar mun hvítri Mazda 323- bifreið hafa verið ekið aftan á bifreið- ina PE-003, sem er rauð Renault- fólksbifreið. Mazda-bifreiðin fór hins vegar af vettvangi án þess að hafa tal af öku- manni hinnar bifreiðarinnar eða til- kynna um óhappið til lögreglu. Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar um Mazda-bifreiðina eða tildrög óhappsins eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Auglýst eftir vitnum SÖNGVINIR, kór aldraðra í Kópa- vogi, heldur tónleika í Félagsheim- ilinu á Kirkjubæjarklaustri laugar- daginn 19. maí nk. og hefjast þeir kl. 17:00. Stjórnandi er Sigurður Bragason. Tónleikar á Klaustri HALDIÐ verður upp á 20 ára afmæli Ægisborgar að Ægisíðu 104 föstu- daginn 18. maí. Afmælishátiðin verð- ur sett kl. 15:00 og þá verður lagt af stað í skrúðgöngu um hverfið. Gest- um og gangandi gefst tækifæri til að skoða þau fjölmörgu listaverk sem börnin hafa unnið í tilefni dagsins. Að sjálfsögðu verður skemmtun af ýmsu tagi á boðstólum fram eftir degi. Ægisborg er fjögurra deilda leik- skóli sem stendur nánast við sjávar- síðuna og því er tilvalið að nýta sér umhverfi hans til könnunarleiðangra. Lögð er áhersla á skapandi starf, tón- list og frjálsan leik sem helstu leiðir til að hvetja barnið til að þroska með sér þá hæfileika sem það býr yfir og unnið er að ákveðnu þema á hverjum tíma, segir í fréttatilkynningu. Leikskólinn Ægisborg 20 ára í dag NORSKI trúboðinn Aril Edvardsen frá Sarons Dal í Noregi verður á Ís- landi dagana 18. til 20. maí næstkom- andi. Aril, sem er þekktur víða um heim, mun boða fagnaðarerindið og segja frá kristniboðsstarfi sínu. Starf- ið nær um allan heim fyrir tilstilli samtaka hans, Troens Bevis Verdens Evangelisering. Samkomur Arils verða haldnar í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2 í Reykjavík. Troens Bevis-kristniboðssamtökin beina kröftum sínum að því að boða fagnaðarerindið þjóðabrotum sem til þessa hafa ekki notið kristniboðs. Í því skyni eru styrktir meira en 1.200 innfæddir trúboðar víða um heim og sjónvarpsþættir sendir um gervi- hnetti til Evrópu og Norður-Afríku. Einnig er sent sjónvarpsefni til landa fyrrum Sovétríkjanna og víða um Afríku. Þessu starfi er fylgt eftir með bréfaskólanámskeiðum og eru reknar 25 skólaskrifstofur í 19 þjóðlöndum í því skyni. Aril Edvardsen verður á sjón- varpsstöðinni Omega föstudagskvöld 18. maí kl. 20:00 og síðan predikar hann á samkomum í Fíladelfíu, Há- túni 2, laugardagskvöld kl. 20:00 og sunnudag kl. 16:30. Það eru allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Norskur trúboði heimsækir Ísland STOFNFUNDUR undirbúnings- nefndar fyrir þátttöku í Heimsmóti ungs fólks og námsmanna í Alsír 8.- 16. ágúst 2001 verður haldinn á Geysi kakóbar laugardaginn 19. maí kl. 14:00. Heimsmót ungs fólks og náms- manna var síðast haldið á Kúbu 1997, en þá tóku 12.000 manns þátt. Það er undirbúið af World Federation of Democratic Youth, sem er samband félaga ungs fólks í öllum heimsálfum. Kjörorð mótsins er: „Hnattvæðum baráttuna fyrir friði, samstöðu og uppbyggingu, gegn heimsvalda- stefnu“. Á mótinu verða málstofur um frið og öryggismál, frjálshyggju og hnattvæðingu, lýðræði, mann- réttindi og félagslegt réttlæti, rétt- indi ungs fólks við nám og störf og al- þjóðlega hreyfingu ungs fólks. Auk þess verða aðrir fundir og uppákomur, meðal annars fundir félagshópa, ýmiss konar afþreying, íþróttir, tónlist og kvikmyndir. Netfang hefur verið opnað af und- irbúningshópnum: heimsmot@mi.is Heimsmót ungs fólks haldið í Alsír SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópavogs varð 50 ára í nóvember 2000 og af því tilefni hefur það gefið út göngu- stígakort sem verið er að dreifa inn á hvert heimili í Kópavogi þessa dagana. Sjálfstæðisfélagið vill með þessu korti kynna gönguleiðir í Kópavogi fyrir bæjarbúum, sér- staklega þeim sem hafa flutt sig um set á nýjan stað. Göngustígar hafa verið að lengjast jafnt og þétt í Kópavoginum undanfarin ár. Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs og bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins verða með göngudaga í sumarbyrjun og verður sá fyrsti laugardaginn 19. maí. Lagt verður af stað kl. 10.00 frá Lindaskóla og gengið um hverfið og niður að tjörn í Kópavogsdal. Annar göngudagur verður 26. maí. Þá verður farið frá stíflunni við Elliðavatn kl. 10.00 og gengið um Vatnsendahæð. Nýtt kort um gönguleiðir í Kópavogi HITAVEITA Suðurnesja hf. hefur fjárfest í nýju símkerfi sem sameinar tölvu- og símabúnað. Hitaveitan mun vera fyrst íslenskra fyrirtækja til að fjárfesta í slíkum búnaði. Fyrirtækið valdi Cisco CallMan- ager netbúnað frá Tæknivali hf. sem byggist á tækni frá stærsta netbún- aðarfyrirtæki heims, Cisco Systems. Tæknin kallast AVVID (Architect- ure for Voice Video and Integrated Data) og segir í fréttatilkynningu að með samningnum séu mörkuð þátta- skil hér á landi á þessu sviði þar sem almennt sé talið að IP-símkerfi muni leysa hefðbundnar símstöðvar af hólmi á næstu árum. Hitaveitan er með starfsemi á þremur stöðum, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Svartsengi og er nú unnið að því að setja upp eitt heild- stætt gagnakerfi fyrir bæði síma- þjónustu og flutning á tölvugögnum fyrir alla staðina. Ólafur Jóhann Ólafsson deildar- stjóri hjá Tæknivali segir þjónustu- möguleika breytast mikið með IP- símstöð því símakerfi renni saman við tölvukerfi. Hann segir að fyrir- tæki geti þannig dregið úr rekstr- arkostnaði. Hann segir að einnig sé hægt að ná sparnaði í línuleigu þar sem ekki þurfi að gera ráð fyrir símalögnum. Símkerfið getur annað allt að 2.500 notendum, sem geta verið á einum stað, eða mörgum. Hitaveita Suðurnesja fyrst með IP-símkerfi Sími og tölva renna saman í eitt tæki í nýju símkerfi BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega lögum rík- isstjórnarinnar um bann við verkfalli sjómanna. „Lögin svipta sjómanna- stéttina samningsrétti og eru það skýlaus brot á mannréttindum og hafa verið færð rök fyrir því að lögin standist ekki stjórnarskrá Íslands og alþjóðlegar samþykktir sem lúta að vinnurétti og mannréttindum. Áð- ur hefur ríkisstjórnin freklega gripið inn í þessa kjaradeilu og varð það til þess að veikja samningsstöðu sjó- manna. Þau lög sem nú hafa verið sett á sjómenn bera þess merki að ríkis- stjórnin gangi erinda atvinnurek- enda. BSRB krefst þess að sjómönn- um verði þegar í stað færður samningsréttur þannig að þeir geti samið um kjör sín eins og aðrar stéttir,“ segir í ályktuninni. BSRB mót- mælir lögum á sjómenn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.