Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 1

Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 1
112. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. MAÍ 2001 BANDARÍKJAMENN lýstu í gær miklum áhyggjum sínum vegna auk- ins ofbeldis í deilum Ísraela og Pal- estínumanna en 15 manns féllu í gær, sex í tilræði í borginni Netanya í Ísrael og alls níu í loftárásum sem ísraelski flugherinn gerði á Vestur- bakkann. „Við verðum að brjóta vítahring ofbeldisins til að hægt verði að hefja raunhæfar viðræður um samkomulag af einhverju tagi,“ sagði George W. Bush Bandaríkja- forseti. Tilræðismaðurinn í Netanya hafði vafið sprengiefni utan um sig og reyndi í gærmorgun að komast inn í húsakynni verslanamiðstöðvar en þótti grunsamlegur þar sem hann var kappklæddur þótt heitt væri í veðri. Vörður kallaði á lögreglu en áður en hún kom á vettvang sprengdi maðurinn sig og tók alls fimm manns með sér í dauðann en hátt í hundrað manns að auki slös- uðust, sumir illa. Netanya er um tíu kílómetra frá Vesturbakkanum. Samtök bókstafstrúarmanna úr röð- um Palestínumanna, Hamas, sögðu að maðurinn hefði verið tvítugur trésmiður úr þeirra röðum, Makhmoud Ahmed Marmash, og boðuðu samtökin fleiri sjálfsmorðs- árásir á næstunni. Skýrt var frá nafni hans eftir há- degisbænir múslíma í Ramallah í gær og sagt að hann hefði verið að hefna fimm palestínskra lögreglu- manna sem ísraelskar öryggissveitir myrtu fyrr í vikunni. „Ísraelar sáðu ofbeldi með því að myrða saklaust fólk,“ sagði andlegur leiðtogi Ham- as, Ahmed Yassin. „Nú uppskera þeir viðbrögð.“ Eftir að uppreisn Palestínumanna hófst í fyrra voru lagðar miklar hömlur á ferðafrelsi þeirra og hefur atvinnuleysi því aukist hratt. Enn munu þó um 20.000 Palestínumenn stunda vinnu í Ísrael, margir án leyfis. En í blaðinu Haaretz kom fram að einn af ráðherrum landsins, Nissim Dahan, sagðist í gær myndu leggja til á næsta ríkisstjórnarfundi að slíkum leyfum yrði enn fækkað þar sem öryggi ísraelskra borgara yrði að vera í fyrirrúmi. Ísraelsstjórn hefndi fyrir tilræðið í Netanya með því að láta F-16 þot- ur flughersins gera árásir á stöðvar öryggislögreglu stjórnar Yassers Arafats. Var ráðist á borgirnar Nablus og Ramallah, m.a. á fangelsi þar sem kunnur hryðjuverkamaður var í haldi. Einnig voru gerðar árás- ir á Gaza-svæðið. F-16 þotum hefur ekki fyrr verið beitt í átökunum sem hófust í fyrra. Stjórn Arafats fordæmdi þegar sjálfsmorðsárásina í Netanya en talsmaður Ísraelsstjórnar, Raanan Gissin, sagði í gær að tilræðið hefði verið svo „alvarlegt“ að það réttlætti notkun vélanna. Þótt Hamas hefði staðið fyrir tilræðinu væri ábyrgðin Arafats sem hefði enn á ný æst til haturs á Ísraelum fyrr í vikunni. Á fimmtudag sagðist stjórn Ariels Sharons í Ísrael reiðubúin að koma til móts við kröfur Palestínumanna um, að ekki yrði efnt til fleiri land- nemabyggða gyðinga á svæðum Pal- estínumanna. Í tillögum, sem kenndar eru við Bandaríkjamanninn George Mitchell, er sagt að eitt af skilyrðum þess að koma á friðarvið- ræðum sé að byggðunum verði ekki fjölgað. Blaðið The Jerusalem Post hafði í gær eftir ónafngreindum embættismanni í Washington að stjórn Bush myndi varla gera grundvallarbreytingar á stefnunni gagnvart landnemabyggðunum. Stjórnin teldi slæmt að þeim yrði fjölgað en myndi ekki reyna að þvinga Sharon til að hætta öllum að- gerðum til að styrkja núverandi byggðir, til dæmis með því að efla öryggi landnemanna. Bush Bandaríkjaforseti um deilur Ísraela og Palestínumanna Brjóta verð- ur „vítahring ofbeldisins“ Netanya, Nablus, Jerúsalem. AP, AFP. Reuters Ungir Ísraelar hrópa slagorð gegn aröbum í borginni Netanya. Fimm manns féllu í sjálfsmorðsárás Palestínumanns í borginni í gær auk til- ræðismannsins sjálfs og hefndu Ísraelar sín með því að láta F-16 herþot- ur ráðast á stöðvar palestínsku lögreglunnar.  Hvernig rjúfa/27 RUDOLF Scharping, varn- armálaráðherra Þýskalands, fær ekki að ganga í hjónaband með konunni sem hann elskar vegna þess að hann er búinn að týna fæðingarvottorðinu sínu. Scharping skildi á síðasta ári við eiginkonu sína til margra ára og hyggst nú kvænast á ný. Sú lukkulega er greifynja að nafni Kristina Pilati-Borggreve, lög- maður í Frankfurt. Hjónaleysin hafa þó enn ekki fengið leyfi til að ganga í það heilaga, þar sem brúðguminn finnur ekki fæðing- arvottorðið. Scharping hefur reynt að framvísa ökuskírteini og almannatryggingaskírteini, en þýska embættismannakerfið hvik- ar ekki frá reglunum. Brúðkaup- inu er því frestað um óákveðinn tíma. Fær ekki að ganga í það heilaga Berlín. The Daily Telegraph. Þýskur ráðherra BANDARÍSKA matvæla- og lyfja- eftirlitinu (FDA), sem gætir heilsu- fars Bandaríkjamanna, er teflt í tví- sýnu með fjárveitingum frá lyfjaiðnaðinum og þrýstingi frá Bandaríkjaþingi, að því er ritstjóri eins þekktasta læknarits í heimi sagði í gær. Richard Horton, ritstjóri The Lancet, sakaði FDA um að hafa hætt lífi fólks með meðhöndlun sinni á hinu umdeilda magalyfi Lotronex, sem fyrirtækið GlaxoSmithKline framleiðir, og sagði ritstjórinn eft- irlitið ganga erinda lyfjaiðnaðarins. Eftirlitið samþykkti Lotronex í febrúar á síðasta ári, en framleið- andinn tók það sjálfviljugur af mark- aðinum níu mánuðum síðar eftir að tveir sjúklingar, sem tóku lyfið, lét- ust. „Þetta mál sýnir ekki aðeins fram á alvarlega bresti í leyfisveitingu fyr- ir eitt tiltekið lyf og eftirlitsferlið, heldur einnig að hve miklu leyti FDA, og þá einkum og sér í lagi Lyfjamats- og rannsóknarstöð þess (CDER), er farið að ganga erinda iðnaðarins,“ skrifaði Horton í leiðara tímaritsins. Hann segir að alvarlegar auka- verkanir Lotronex hafi komið fram áður en það var samþykkt af eftirlit- inu, og skömmu síðar, en FDA hafi látið lyfið vera áfram á markaðnum. Lyfjaeftirlitið vísaði ásökunum Hortons á bug í samtali við frétta- stofu Reuters. „Ef Lotronex verður aftur fáanlegt með einhverjum hætti verður að bregðast við öryggiskröf- um FDA með viðunandi hætti,“ sagði Victor Raczowski, aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá FDA. Lyfjaeft- irlitið gagnrýnt ÁTTA svissneskir ferðalangar fundust á lífi í helli í Frakklandi í gær eftir að hafa orðið þar inn- lyksa þegar hellirinn fylltist skyndilega af vatni í hellirigningu á miðvikudag. Fólkinu tókst að finna stað þar sem nokkurt loft hafði lokast inni í hellinum og komast þannig hjá því að drukkna. Kafarar fundu Svisslendingana í hvelfingu u.þ.b. 100 m frá hellis- munnanum. Um 150 franskir og svissneskir björgunarmenn höfðu þá leitað þeirra í tvo daga, dælt vatni úr hellinum og notað bora og sprengiefni til að grafa göng að honum, auk þess sem kafað var inn í hellisgöngin. Óttast var að Svisslendingarnir, sjö námsmenn og leiðsögumaður þeirra, allir á þrítugsaldri, myndu deyja af völdum súrefnisskorts. Þeir voru þó við „góða heilsu en mjög þreyttir“ þegar þeir fundust, að sögn björgunarmanna. Kafarar færðu Svisslendingunum mat, vatn og teppi. Göng grafin að hellinum Björgunarmennirnir hugðust grafa 25-40 m löng göng niður að hellinum síðdegis í gær til að bjarga námsmönnunum og talið var að það myndi taka um sex klukkustundir. Björgunarmennirnir notuðu níu dælur, sem gátu dælt um 1.400 rúmmetrum af vatni á klukku- stund. Vatnshæðin í hellinum minnkaði þó ekki þar sem ekkert lát varð á rigningunni og að sögn fréttavefjar BBC tafði einnig fyrir að dælurnar biluðu vegna mikils álags. Aðeins þrjár af 12 virkuðu í gærkvöldi er fréttamenn ræddu við einn björgunarmanna. Hellirinn er í Goumois í Doubs- héraði, um 20 km frá landamær- unum að Sviss. Svisslendingarnir, fimm karlmenn og þrjár konur, höfðu enga reynslu af hellisferð- um. Frönsk yfirvöld segja að mjög hættulegt sé að fara inn í hella á þessum slóðum þar sem úrkoman síðastliðinn mánuð hafi verið 80% meiri en á sama tíma í fyrra. Átta svissneskum ferðalöngum bjargað í Frakklandi Fundust í helli sem hafði fyllst af vatni Goumois. Reuters, AFP. Reuters Björgunarmaður fylgist með slöngum sem notaðar eru við að- gerðina í hellinum. Vonir stóðu til að hægt yrði að ná fólkinu upp í nótt. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.