Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Gunnar Már Ing-ólfsson mjólkur- fræðingur fæddist 24. desember 1944 á Sauðárkróki. Hann lést 11. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Unnur Hallgrímsdóttir hús- móðir, f. 8.1. 1918, d. 20.10. 1976, og Ingólfur Nikódem- usson húsasmíða- meistari, f. 5.7. 1907, d. 31.7. 1991. Systkyni Gunnars eru: Jónína Björg, f. 27.12. 1938, Bragi Örn, f. 27.3. 1940, Þráinn Valur, f. 9.9. 1941, Hallgrímur Þór, f. 23.9. 1946, Ing- ólfur Geir, f. 10.12. 1950, Jón Hallur, f. 10.11. 1957, og Anna María, f. 5.12. 1960. Gunnar kvæntist 1968, Önnu Sigurbjörgu Leópoldsdóttur, f. 29.9. 1944, d. 26.6. 1989. Börn þeirra eru Unnar Þór, f. 11.1. 1968, sambýliskona hans er Silja Gunnarsdóttir og á hún eitt barn, og María Sif, f. 17.5. 1971, sambýlismaður hennar er Björgvin J. Sveinsson og eiga stundaði þar nám og útskrifaðist sem mjólkurfræðingur frá Stat- ens Meieriskole í Þrándheimi 30.4. 1968. Eftir nám settist hann að á Sauðárkróki og vann hjá mjólkursamlagi KS til ársins 1978 er hann flutti til Selfoss og vann hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Frá Selfossi flutti hann til Reykjavík- ur og starfaði hjá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík. Hann starfaði við sjómennsku um tíma og vann þá m.a. hjá Hafskip hf. í milli- landasiglingum. Einnig vann hann hjá Útgerðarfélagi Skag- firðinga á Sauðárkróki á togurum þess. Árið 1987 flutti hann aftur norður í Skagafjörð og settist að á Sauðárkróki. Hóf hann störf á sínum gamla vinnustað, Mjólkur- samlagi KS, og vann þar til dauðadags. Gunnar starfaði í ýmsum félagssamtökum, svo sem Leikfélagi Sauðárkróks, Ung- mennafélaginu Tindastóli og Kiw- anisklúbbinum Drangey og var fyrsti forseti klúbbsins við stofn- un hans. Einnig starfaði hann með kirkjukór Selfoss og samkór Selfoss meðan hann bjó þar. Hann starfaði í kórum á Sauðárkróki meðan hann bjó þar og frá árinu 1997 var hann félagi í Karlakórn- um Heimi. Útför Gunnars Más fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þau þrjú börn. Fyrir átti Anna son, Þórhall Björnsson, f. 30.3. 1965, Maki Henny Björnsson og eiga þau tvö börn. Gunnar og Anna skildu. Gunnar Már kvæntist 12. sept. 1998 seinni konu sinni, Hólmfríði Ragnarsdóttur, f. 23.9.1950. Börn Hólmfríðar eru: Kristján Gíslason f. 27.7. 1969, maki Elín Gréta Stefánsdóttir og á Kristján tvö börn; Anna Pála Gísladóttir, f. 5.6. 1972, maki Eyjólfur Sverr- isson og eiga þau tvö börn; Styrm- ir Gíslason, f. 5.7. 1978, sambýlis- kona Íris Sveinbjörnsdóttir og eiga þau eitt barn; og Sólveig Ragna Jónsdóttir, f. 14.2.1988. Gunnar ólst upp á Sauðárkróki og lauk hefðbundinni skólagöngu þar. Á unglingsárum vann hann ýmis störf til sjávar og sveita og réðst snemma til starfa hjá mjólk- ursamlagi Kaupfélags Skagfirð- inga. Hann fór til Noregs 1964 og Elsku pabbi minn. Að þú sért far- inn er eitthvað sem ég á aldrei eftir að sætta mig við. Minningarnar streyma fram, minningar sem ég á og mun alltaf eiga í hjarta mínu. Þú varst svo ánægður þegar ég tók þá ákvörðun í ágúst 1989, þá komin fjóra mánuði á leið, að koma norður og vera í einhvern tíma og vinna úr sorginni eftir að mamma dó þá um sumarið. Þú varst mín stoð og stytta í gegnum alla með- gönguna, ásamt Hallgrími bróður þínum og Sigrúnu konu hans. Ég fékk að búa hjá þeim þangað til þú varst búinn að gera húsið klárt sem þú varst að byggja. Þú varst, eins og ég, þeim afar þakklátur. Þú varst svo stoltur þegar ég bað þig að vera viðstaddur fæðinguna. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær svona gott boð, sagðir þú og varst ekki lengi að hugsa þig um. Arnar kom í heiminn 22. jan. 1990 og þetta var mikill gleðidagur hjá okkur. Takk, elsku pabbi, fyrir alla þá hjálp sem ég og Arnar fengum, þegar við bjuggum hjá þér í þessi tæpu tvö ár, eða þangað til ég flyt yfir götuna í mars 1992 með Arnari og Björgvin. Þú varst ekki síður glaður með tengdasoninn, hann Björgvin, þú vissir að við Arnar vorum í góðum höndum og þú fylgdist vel með litlu fjölskyldunni. Svo bættist við nýr fjölskyldu- meðlimur hinn 7. ágúst 1993, afa- stelpan Anna Sif. Þú varst svo glað- ur þegar ég sagði þér að ég ætlaði að skíra hana í höfuðið á mömmu. Í ágúst 1999 fæddist svo Berg- lind Ýr, sem er að leita að afa Gunna alla daga. Hún sá þig síðast 1. maí þegar við heimsóttum þig á sjúkrahúsið á Ak- ureyri og hún sat uppi í rúminu hjá þér og stýrði því upp og niður og þú hafðir svo gaman af. Hún var svo ánægð þegar þú opnaðir nammi- skúffuna og réttir henni súkkulaði- stykki. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Ég og fjölskylda mín söknum þín sárt, en minning þín lifir í hjarta okkar. Guð geymi þig, pabbi minn. Þín dóttir, María Sif. Í dag er tengdafaðir minn og vin- ur, Gunnar Már Ingólfsson, borinn til grafar frá Sauðárkrókskirkju. Í sorginni rifjast upp minningar um góðan félaga og vin sem kveður okkur hér á jarðríki allt of fljótt. Ég kynntist Gunna Má fyrst 1980 er ég stundaði sjómennsku á togara, og Gunni fór einn eða tvo túra með okkur þá um sumarið. Seinna byrjuðum við báðir að byggja okkur hús í Grenihlíðinni, Gunni í Grenihlíð 24 og ég hinum megin við götuna, númer 11. Oft hittumst við og röbbuðum saman, bárum saman bækur okkar og spáðum saman í hlutina, lánuðum hvor öðrum verkfæri og aðstoðuð- um hvor annan. Ekki grunaði okk- ur þá að við ættum eftir að tengjast á þann hátt sem seinna varð. Eftir að við María Sif hófum sambúð og stofnuðum heimili í Grenihlíðinni var Gunni nær daglegur gestur hjá okkur og veitti okkur styrk og að- stoð. Gunni var hjá okkur fjölskyld- unni í Grenihlíð 11 ásamt Unnari syni sínum nokkur aðfangadags- kvöld, áður en hann hóf sambúð með Hólmfríði Ragnarsdóttur. Gunni var mikill matmaður, og kokkur góður, enda tók hann alltaf virkan þátt í eldamennskunni. Rjúpnasósan hans var ein sú besta sem ég hef smakkað, og lét hann sig ekki muna um að hlaupa yfir göt- una og redda sósunni fyrir okkur, þótt hann væri í mat heima hjá sér. Gunni var alltaf tilbúinn að hjálpa til, hvort sem var við smíðar, barnapössun eða annað sem til þurfti. Stundirnar sem við erum búnir að eiga saman við bátinn okkar gleymast mér aldrei. Bras í við- gerðum og viðhaldi, og veiðiferðirn- ar hér út í álinn eða út á Reykja- disk, stundum mok og stundum ekki branda. Að dorga í rólegheit- um á spegilsléttum sjónum á sínum eigin báti, og spjalla saman um hitt og þetta, eru stundir sem ekki gleymast. Gunni spurði mig að því um daginn, þegar ég kom til hans á sjúkrahúsið á Akureyri, hvernig það væri með mig, hvort ég ætlaði ekki að fara að róa? Ég svaraði því til að hásetinn reri ekki án skip- stjórans, og við hlógum báðir. En ég veit að Gunni mun fylgjast áfram með útgerðinni á UNNI SK. Því þar átti hann góðar stundir, hvort sem hann var einn um borð eða með okkur hinum eigendunum. Veikindi Gunna stóðu stutt og ótrúlegt að þessi illvígi sjúkdómur næði að fella jafnsterkan mann og Gunni var á svo stuttum tíma. En nú verðum við sem eftir lifum að snúa bökum saman og styrkja hvert annað í sorginni. Ég vil þakka tengdaföður mínum og vini, Gunna Má, fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína. Guð blessi hann og veiti honum frið. Björgvin. Í dag kveð ég elskulegan mág minn og vin, Gunnar Má. Minningarnar streyma fram í hugann á stundum sem þessari, en Gunni eins og við kölluðum hann í daglegu tali var nær daglegur gest- ur á heimili okkar og alltaf jafn vel- kominn. Það var rennt á könnuna og spjallað. Minningaleiftur; af okkur í berjamó eða við kartöflu- rækt, sláturgerð, laufabrauðsgerð að ógleymdum veiðisögum af Skag- anum, við eggjatínslu í Nesinu og ferðum með karlakórnum Heimi. Þetta eru okkur ógleymanlegar minningar. Þorrablót á Skaganum þar sem ekkert var sjálfsagðara en að koma með og passa Hallgrím litla nokk- urra vikna gamlan og lesa svosem einn reyfara á meðan. Einnig er mér minnisstæð ferð okkar saman austur í Þistilfjörð til foreldra minna sumarið 1992. Þín verður sárt saknað um ókom- in ár. Það verður ekki glímt á Skag- anum framar við litla veiðimenn eða róið til fiskjar fram á fjörð með þig í brúnni. Barnungar sálir hér heima skilja ekki af hverju Gunni birtist ekki eins og vanalega. Að- fangadagur jóla mun renna upp en verða öðruvísi, það vantar afmæl- isbarnið. Það er svo ótal, ótal margt sem breytist og verður aldrei eins. Kæri vinur, nú er komið að leið- arlokum, alltof fljótt. Þitt stríð var stutt og snarpt en þú tókst því með æðruleysi og kvaddir þennan heim jafn hljóðlega og þú gekkst um hann. Ég veit að sá sem öllu ræður hef- ur tekið á móti þér og umvafið þig hlýju sinni og ljósi. Það var mér mikil gleði að fá að kynnast þér og minning um sér- stakan mann, hlýjan og einlægan, lifir. Hafðu þökk fyrir allt. Öllum ástvinum hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þín mágkona, Aðalbjörg. Kveðja frá félögum í Kiwanisklúbbnum Drangey Gunnar tók virkan þátt í stofnun Kiwanisklúbbsins Drangeyjar þeg- ar klúbburinn var stofnaður í maí 1978 og var hann fyrsti forseti klúbbsins. Hann fluttist síðan fljót- lega til Selfoss, til starfa hjá Mjólk- urbúi Flóamanna, og gekk þá til liðs við Kiwanisklúbbinn Búrfell á Selfossi og starfaði í honum um tíma. Eftir að hann fluttist aftur til Sauðárkróks gekk hann í Kiwanis- klúbbinn Drangey á nýjan leik og gegndi þar ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum. Það var mjög gott að vinna með Gunnari, hann var mjög jákvæður og hress, alltaf reiðubúinn að taka að sér störf fyrir klúbbinn, fara í fisksölu í sveitina, undirbúa jólaböll fyrir börnin og fleira sem til féll. Við félagarnir í Kiwanisklúbbn- um Drangey kveðjum góðan félaga og þökkum honum allar samveru- stundirnar og vottum eiginkonu hans og fjölskyldu innilega samúð. Það liðu ekki nema rétt rúmar þrjár vikur frá því Gunnar Már Ingólfsson var síðast að störfum á vinnustað sínum í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki þar til illskeyttur sjúkdómur hafði lagt hann að velli. Þegar hann leitaði læknis vegna þess, sem hann og fleiri héldu að væri eftirstöðvar slæmrar inflú- ensu, grunaði víst engan að þetta væri upphafið á hörðu stríði við andstæðing, sem engu eirir og oft- ast hefur sigur. Læknavísindin með alla sína tækni og þekkingu stóðu ráðþrota, ekkert var hægt að gera og eftir hart stríð og miklar þján- ingar lauk ævi Gunnars Más á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfararnótt föstudagsins 11. maí síðastliðins. Gunnar Már var fædd- ur á Sauðárkróki á aðfangadag árið 1944 og var því 56 ára er hann lést. Hann var sonur hjónanna Unnar Hallgrímsdóttur og Ingólfs Nik- odemussonar, húsasmíðameistara, en Ingólfur heitinn var landsþekkt- ur fyrir störf sín að málefnum Ferðafélagsins og forystu í hálend- isferðum. Gunnar Már hóf ungur störf í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki, fyrst sem verkamaður og nemi og eftir nám í iðngreininni í Noregi sem fullgildur mjólkurfræðingur. Stærstum hluta starfsævinnar varði hann þar, en fáein ár starfaði hann hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi og hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík við starfsgrein sína. Gunnar Már tilheyrði því þeim vaska hópi fólks, sem hefur gert ís- lenskan mjólkuriðnað að því sem hann er í dag, en Íslendingar eru í framvarðasveit hér í Evrópu hvað varðar vörugæði, vöruþróun og fjölbreytni í úrvinnslu mjólkurvara. Nám í mjólkurfræðum er ekki hægt að stunda hérlendis og má segja að það hafi í raun tryggt að greinin hafi á hverjum tíma á að skipa starfsfólki, sem hefur tiltæka nýj- ustu þekkingu og tækni, sem völ er á. Sjóndeildarhringur starfsmanna mjólkuriðnaðarins íslenska hefur því aldrei verið þröngur og greinin því bæði opin fyrir nýjungum og samhliða ástundað vönduð vinnu- brögð og aga í rekstri. Gunnar Már var engin undantekning á þessu sviði. Faglegur metnaður, vand- virkni og áhersla á vörugæði og hreinlæti setti mark sitt á öll störf hans og auk þess átti hann þess kost að sinna áhugamáli sínu við vöruþróun á sviði ferskvörufram- leiðslu. Átti hann mikinn hlut í þró- un landsþekktrar framleiðsluvöru í félagi við skólabróður sinn, jafn- aldra og vin, Snorra J. Evertsson, samlagsstjóra. Gunnar Már var ekki maður margra orða, óáreitinn og háttvís í framgöngu. Eins og þeir frændur margir var hann hagur vel og átti gott með að sjá hagstæðar lausnir á hinum ýmsu verkefnum, bæði í starfi og tómstundum. Gunnars Más verður saknað á vinnustað sín- um. Sárastur er þó missir ástvina hans og fjölskyldu, sem hafa án efa vonast til að eiga með honum marg- ar ánægjustundir í framtíðinni, enda hefði átt að vera framundan sá tími ævinnar, sem flestum verð- ur ánægjuríkur í samvistum við fjölskyldu sína. Þær óskir eiga félagar hans og vinir því bestar þeim til handa, að sá sem ræður komu okkar og brottför í þessum heimi verði þeim til stuðnings og styrktar. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson. Góður vinur og vinnufélagi til margra ára er fallinn frá langt um aldur fram. Í fáeinum orðum vil ég minnast hans og þakka honum um leið fyrir stuðning og góða samveru í gegnum tíðina. Gunnar Már var drengur góður og vildi öllum vel, bæði vinum og vinnufélögum í mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki. Hann reyndist mér ákaflega vel alla tíð, alveg frá því að við kynntumst á Freyjugötunni þar sem við ólumst upp. Hann sýndi mér mikið trygglyndi á hverju sem gekk og til marks um það heimsótti hann mig reglulega er ég lá eitt sinn á sjúkrahúsi um tveggja mán- aða skeið. Á vinnustaðnum sýndi hann sjúkdómi mínum ætíð sömu um- hyggjuna. Þá eru minnisstæðar stundirnar þegar hann kom lengi vel í heimsókn að kveldi gamlárs- dags og við fögnuðum nýju ári. Þó að samskiptin utan vinnu hafi verið lítil á seinni árum voru þau þeim mun meiri í samlaginu. Við- mót hans hafði ekkert breyst þegar hann kom til starfa þar á ný eftir nokkurra ára fjarveru. Alltaf mætti maður góðvild af hans hálfu. Fyrir allt þetta vil ég þakka þegar komið er að kveðjustund. Samstarfsmenn í samlaginu sakna hans sárt og kveðja hann í dag með þakklæti í huga. Vinnu- staðurinn er ekki samur á eftir. Að- standendum Gunnars Más; eigin- konu, börnum, barnabörnum og systkinum, færi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Eiður Birkir Guðvinsson. GUNNAR MÁR INGÓLFSSON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.