Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 67 Hálft í hvoru Vesturgötu 2, sími 551 8900 Nýr matseðill, léttir og spennandi réttir ÞAÐ er fátt skemmtilegra í þess- um heimi en að heyra í nýjum og frumlegum hljómsveitum. Því miður vill oft verða að nýjar hljómsveitir ráði illa við verkfærin sín, þrátt fyrir allan ferskan andblæ og furðulegu hugmyndir. Jafnframt sem reynslu- skortur plagar þær gjarnan. Á sama hátt eru reyndir og hæfi- leikaríkir hljóðfæraleikarar oft annað hvort komnir út í of framúrstefnulega hluti eða eru bara út í horni að dútla sér við að spila gamla djass- og rokk- slagara sjálfum sér til ánægju. Þó slík hegðun sé vissulega í allra besta lagi þá er það sjaldan uppskrift að ánægjulegri tónlistarupplifun ann- arra. Því var það mér mikil ánægja að sjá þetta kvöld sveitina Kuai sem sam- einar frumlegar lagasmíðar við einkar vandaða spilamennsku. Prince Valium spilaði fyrstur og verður að segjast að hann og hin makalausa eins manns sveit Skurken eru að gera mjög fallega og áhrifaríka raftónlist. Tónlist Prince Valiums verður helst líkt við Warp. Ég veit að þessi samlíking er orðinn frekar þreytt en því miður er þetta alltaf það fyrsta sem sprettur upp í hugann þegar maður heyrir lágstemmda og seiðandi tölvutóna í þessum dúr. En Prince Valium var ekki að gera nógu mikla lukku þetta kvöld. Tónlistin var róleg, sviðsframkoman daufleg og auk þess var farið að líða á kvöldið. Frammistaða hans varð full lang- dregin fyrir vikið og áhorfendur urðu ansi eirðarlausir eftir því sem leið á tónleikadagskrána. Það er nefnilega þannig með tölvutónlistarmenn að þeir missa nær enga orku á sviði, eru með heilu haugana af lögum tilbúna og til þess að stöðva þá þarf yfirleitt að brenna þá af lyklaborðinu með gló- andi sígarettu eins og blóðsugur til þess að þeir spili ekki áfram að eilífu. Næstir stigu á svið syfjulegu, kaffi- sötrandi piltarnir í Kuai og virtust lifna allir við þegar þar var komið. Þeir léku sér með hljóðfærin eins og handóðir simpansar, nýbúnir að fá orrustuþotu í fermingargjöf. Framúrskarandi hljóðfæraleikar- ar, gegnsósa af hæfileikum í huga jafnt sem hönd. Og ekki skemmdi hröð keyrsla og lífleg sviðframkoman fyrir. Trommarinn og bassaleikarinn voru glerþéttir, skiluðu sínu og gott betur þó þeir hafi ekki verið að standa í neinum 10 mínútna sólóum. Það var líka eins gott því þetta hefði orðið full ruglingslegt ofan á þann skrautlega og kröftuga gítarleik sem streymdi frá gítarleikurunum tveimur. Kuai spiluðu fyrst og fremst flókið og töff rokk til blands við djasstóna, þó það væri ekki enn komið út í það sem t.d. Tortoise eru að gera. Þeir voru líka sem betur fer lausir við þau tilbreyt- ingarlausu síðrokks áhrif sem alltof margar íslenskar sveitir eru búnar að festa sig í. Eftir uppklapp tóku þeir svo eitt besta lagið sitt. Kuai eru nýkomnir á neðanjarðar- markaðinn en strax er óhætt að stilla þeim upp í fremstu röð við hlið hinna lítt þekktu, en frábæru, íslensku jað- arrokksveitunum; Úlpu, Singapore Sling, Sofandi og Manhattan. Prince Valium er á réttri braut tón- listarlega séð en þarf að vera tilbúinn að stytta dagskrá sína eftir aðstæðum hverju sinni. Að öllu öðru leyti var þetta hið ánægjulegasta Stefnumót ... svona hamingjulega séð. Blóðsugur og handóðir simpansar TÓNLIST T ó n l e i k a r Kuai og Prince Valium, þriðjudaginn 15. maí. GAUKUR Á STÖNG Ljósmynd/Örlygur Örlygsson Hljómsveitin Kuai á sviðinu. Ragnar Egilsson ÁRLEGA halda nemendur í Ljós- myndaskóla Sissu sýningu á verk- um sínum. Árangur níu mánaða stanslausrar vinnu, hugmynda- vinnu, vinnu við myrkur, vinnu við ljós. Þetta árið eru þau fimmtán sem bjóða ykkur velkomin að Laugavegi 25, 3. hæð kl. 16 - 19 í dag. Sýningin verður opin alla daga á sama tíma til og með 27. maí. Þau tileinka sýninguna minn- ingu Kristínar Gerðar Guðmunds- dóttur sem var einn nemandanna en hún lést í apríl sl. Að fanga fólk Boðskort nemendanna er for- vitnilegt. Það er í formi lítillar bókar með myndum af hinum ýmsu beru líkamspörtum nemendanna. „Voruð þið að mynda hvert ann- að?“ spyr blaðamaðurinnHeiðdísi Hrafnkelsdóttur ljósmyndanema. „Já, það gerðum við,“ segir Heiðdís og hlær, en viðurkennir að hún hafi nú ekki verið alltof tilbúin til að hátta sig fyrir myndavélina. „Þessar myndir verða ekki á sýn- ingunni. Hver og einn velur sínar myndir sjálfur, rammar þær inn og hengir upp, auk þess sem „portfól- íurnar“ okkar liggja frammi.“ Heiðdís segist mest hafa tekið af landlagsmyndum í lit í gegnum tíð- ina, en nú sé hún að láta gamlan draum rætast að læra ljósmyndun. „Í skólanum kynntist ég svart/ hvítum myndum og portrett myndatöku, og mér finnst ég hafa uppgötvað svo mikið af nýjum hlutum. Nú er ég mikið að stúdera fólk og reyna að fanga það á rétta augnablikinu, en hef enn ekki myndað mér neina stefnu. En ég hef áhuga á halda áfram og fara jafnvel í skóla erlendis.“ Góður undirbúningur Nokkrir nemendanna eru þegar að undirbúa umsókn í skóla er- lendis, en skólinn hefur fengið á sig það orð að vera frábær und- irbúningur fyrir skóla erlendis. Öll grundvallaratriði ljósmyndatækni eru kennd og þjálfuð upp, stans- laus hugmyndavinna er í gangi auk þess sem verk snillinga ljós- myndasögunnar eru skoðuð í bak og fyrir. „Það var rosalega gaman að læra að framkalla og prenta upp. Mér fannst það skemmtilegast“ segir Heiðdís. Kennslan fer þannig fram að auk Sissu koma fremstu ljósmynd- arar landsins í heimsókn og setja nemendum fyrir verkefni á því sviði ljósmyndunar sem þeir halda fyrirlestur um. „Við leystum verkefnin svo sam- kvæmt eigin smekk, hugmynda- flugi og áhugasviði. Og þótt öllum hafi verið sett fyrir sama verk- efnið, þá var frábært að sjá útkom- una því myndirnar urðu svo ótrú- lega fjölbreyttar,“ segir Heiðís og lofar að það verði einmitt styrkur þessarar sýningar sem allir eru velkomnir á. Nemendur Ljósmyndaskóla Sissu sýna verk sín Ljósmynd/Ólafur Jóhann Harðarson Þetta er vinur hans Ólafs Jóhanns. Ljósmynd/Magnús Viðar Magnús Viðar tók mynd af pabba sínum. Ljósmynd/Pétur Örn Svona sér Pétur Örn kærustuna sína, Elínu Ösp. Ótrúlega fjölbreytt- ar myndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.