Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 29 HLUTHAFAR í De Beers, stærsta demantafyrirtæki í heimi, samþykktu í gær að ganga að kauptilboði Anglo American-námafélagsins, Oppenheimer-fjölskyldunnar og demantafyrirtækisins Debswana í fyrirtækið. Er kaupverðið næstum 1.900 milljarðar ísl. kr. en fyrirtæk- ið, sem hefur verið á almenn- um markaði frá árinu 1893, verður nú tekið af honum. De Beers hefur löngum ráðið öllu á demantamarkaðinum en tal- ið er, að nú verði hann enn lokaðri en áður. Vegna þess- arar einokunar hefur De Beers verið bannað að eiga bein viðskipti í Bandaríkjun- um og er ekki líklegt, að því verði nein breyting nú. Enn eitt flugslys í Tyrklandi TYRKNESK herflugvél hrap- aði til jarðar skammt frá höf- uðborg landsins, Ankara, í gær. Voru fjórir menn um borð og fórust allir. Þetta er önnur hervélin, sem ferst á þremur dögum, en með þeirri fyrri fórust 34. Eftir vitnum er haft, að vélin hafi farist skömmu eftir flugtak og segja þau, að mikil sprenging hafi orðið í henni. Alcatel að kaupa Lucent? NEW York Times sagði í gær, að franska fyrirtækið Alcatel, sem framleiðir fjarskiptabún- að, ætti í viðræðum um að kaupa bandaríska fyrirtækið Lucent í sömu grein fyrir um 4.000 milljarða ísl. kr. Tals- maður Alcatels vildi ekkert um málið segja í gær en búist er við niðurstöðu í næstu viku. Við fréttirnar lækkaði gengi hlutabréfa í Alcatel um 6,03% og því er spáð, að það muni lækka enn ef af kaupunum verður. Ástæðan er sögð slæm staða hjá Lucent, sem er litlu minna fyrirtæki en Alcatel. Kanada segi upp konungs- sambandi JOHN Manley, utanríkisráð- herra Kanada, hvatti til þess í gær, að landsmenn losuðu sig við Elísabetu Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja. Þykir þetta nokkuð djarflega mælt því að hann varð að segja af sér sem iðnaðarráðherra 1997 fyrir að lýsa yfir í útvarps- viðtali, að Kanada ætti að rjúfa öll formleg tengsl við bresku konungsfjölskylduna. Þykir yfirlýsing Manleys nú einkar óheppileg fyrir það líka, að Jean Chretien for- sætisráðherra kom fram í sjónvarpi kvöldið áður og lýsti þá yfir sérstökum stuðningi sínum við konungssambandið. STUTT De Beers selt og tekið af markaði BÚIST er við, að greiðslur tilfyrrverandi fanga, sem voru ínauðungarvinnu í Þýskalandi á stríðsárunum, geti hafist í sumar. Virðist sem síðustu hindruninni fyrir því hafi verið rutt úr vegi í fyrradag er bandarískur áfrýjunarréttur skipaði dómara í New York að breyta úrskurði, sem sett hafði málið í hnút. 480 milljarðar Fulltrúar þýskra stjórn- valda og þýskra fyrirtækja, sem ætla að greiða föngunum fyrrverandi 480 milljarða ís- lenskra króna í bætur, höfðu krafist þess, að um leið yrði vísað frá öllum yfirstandandi og væntanlegum skaðabóta- kröfum vegna nauðungarvinn- unnar. Á það féllst dómarinn í New York, Shirley Kram, en með því skilyrði, að Þjóðverjar greiddu einnig þær kröfur, sem fyrrverandi fangar hefðu gert á hendur austurrískum bönkum en Austurríki var undir Þjóðverjum í stríðinu. Á þetta vildu Þjóðverjar ekki fallast og var málinu skotið til áfrýjunarréttar. Hann skipaði síðan dómaran- um að fella burt fyrrnefnd skilyrði. Hafa Þjóðverjar fagnað því og einnig talsmenn nauðung- arvinnufanganna og nú er bú- ist við, að farið verði að greiða þeim bætur í sumar. Bætur til nauðung- arvinnufanga Greiðslur hafnar í sumar Berlín. AFP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til alþjóðlegrar samkeppni um varð- veislu dómkirkjurústarinnar í Kirkjubæ í Færeyjum. Tórbjørn Jacobsen, sem fer með menningar- mál í landstjórninni, segist munu verða opinn fyrir öllum tillögum og jafnvel, að kirkjan verði byggð upp og sett undir þak. Gæti eyðilagst í hörðu frosti Jacobsen segir, að raunar geti verið, að samkeppnin verði tak- mörkuð við Norðurlönd en mestu máli skipti að bjarga dómkirkju- rústinni eða Múrnum eins og hún er kölluð í Færeyjum. Segir hann, að ástandið á henni sé mjög slæmt og versni stöðugt. Kirkjan í Kirkjubæ var reist um 1300 þegar þar var biskupssetur og síðan hafa veður og vindur leik- ið um hana í 700 ár. Er múrinn að verða vatnsósa og því þarf ekki nema sæmilega hart frost til að hann molni í sundur. Eru skreyt- ingarnar við gluggana í sérstakri hættu því að þær eru höggnar í gljúpan stein. Hugmyndin er, að þessar skreytingar verði varðar eða skermaðar af og nauðsynlegt verð- ur að slá utan um eða vernda allan múrinn til bráðabirgða með ein- hverjum hætti. Kirkjan hefur verið þaklaus í mörg hundruð ár og lengi var tal- ið, að aldrei hefði verið lokið við smíði hennar. Fornleifafræðingar, færeyskir og danskir, hafa hins vegar komist að því, að þetta er rangt. Kirkjan var vissulega fullbúin á sinni tíð og var notuð fram til siðaskipta. Þá var kirkju- staðurinn lagður niður. Forngripir sendir heim Kirkjubær er raunar frægur fyrir fleira en dómkirkjurústina því að þaðan eða úr byggðinni eru líka Kirkjubæjarstólarnir, út- skornir tréstólar frá 15. öld. Þeir stóðu áður í sóknarkirkju sveit- arinnar en eru nú á danska þjóð- minjasafninu. Þeir ásamt öðrum færeyskum fornminjum verða sendir heim eftir næstu áramót en áður verður efnt til sérstakrar sýningar á þeim í danska þjóð- minjasafninu. Morgunblaðið/Sigga Múrinn eða dómkirkjurústin í Kirkjubæ. Stefnt að varðveislu og jafnvel uppbyggingu Alþjóðleg samkeppni um Kirkjubæ í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið. Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Umsóknarfrestur um nám við Tækniskóla Íslands skólaárið 2001–2002 er til 8. júní næstkomandi fyrir þær námsbrautir sem taldar eru upp hér á eftir: Frumgreinadeild, aðfararnám á framhaldsskólastigi, sem undirbýr nemendur sérstaklega fyrir frekara háskólanám í Tækniskóla Íslands. Byggingaiðnfræði, 45 eininga nám á háskólastigi (Diploma). Rafmagnsiðnfræði, 45 eininga nám á háskólastigi (Diploma). Véliðnfræði, 45 eininga nám á háskólastigi (Diploma). Iðnrekstrarfræði, 60 eininga háskólanám, (Diploma). Inntökupróf verða haldin í október og kennsla hefst í janúar 2002. Byggingatæknifræði, 105 einingar til B.Sc prófs. Iðnaðartæknifræði, 105 einingar til B.Sc prófs. Orkutæknifræði, 105 einingar til B.Sc prófs. Rafmagnstæknifræði, 105 einingar til B.Sc prófs. Véltæknifræði, 105 einingar til B.Sc prófs. Tölvu– og upplýsingatæknifræði, 105 einingar til B.Sc prófs. Meinatækni, 120 einingar til B.Sc prófs. Geislafræði (áður röntgentækni), 120 einingar til B.Sc prófs. Allar nánari upplýsingar um einstakar námsbrautir er að finna á vefsíðunni http://www.ti.is. Þar er einnig að finna umsóknareyðublöð. Auk þess veita forstöðumenn einstakra deilda/námsbrauta og námsráðgjafi upplýsingar í síma 577 1400. Í dag, 19. maí mun TÍ verða opinn milli kl. 12:00 og 16:00 í tilefni Höfðabakkadagsins. Þar munu forstöðumenn einstakra deilda veita upplýsingar um námsframboð og inntökuskilyrði. Höfðabakki 9 · 112 Reykjavík · Sími 577 1400 Bréfasími 577 1401 · Internet heimasíða: http://www.ti.is/ a 9 • 12 Reykjavík • Sími 577 1400 réfasí i 577 1401 • Internet heimasíða: http:// w.ti.is/ HÁSKÓLI ATVINNULÍFSINS Umsóknarfrestur um nám skólaárið 2001–2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.