Morgunblaðið - 19.05.2001, Page 22

Morgunblaðið - 19.05.2001, Page 22
LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Margar gerðir og stærðir Verð frá kr. 75.500 Útiarinn/grill úr náttúrulegu efni VORHRETIÐ sem gekk yfir Norð- ur-Hérað er nú gengið yfir og sum- arið komið að því er fróðustu menn telja. Hretið það arna kom ekki alveg á óvart, Hjörtur Kjerúlf bóndi á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal var bú- inn að spá um það, sagði í útvarps- þættinum Laufskálanum í byrjun mai frá því að það mundi koma fjög- urra daga hret í mánuðinum. Ekki sá Hjörtur fyrir sér frekari ótíð svo nú treystir fólk því að sumarið sé komið. Sigríður Sigurðardóttir, Sigur- geir Hrafnkelsson og Hrafnkell Sig- urgeirsson notuðu tækifærið og huguðu að sumarkomunni með Dyr- fjöllin, stolt Úthéraðs, gnæfandi hátt yfir. Vorhretið gengið yfir Norður-Hérað Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sumarið komið ÁRSREIKNINGUR Borgarbyggð- ar var tekinn til seinni umfjöllunar og samþykktur á fundi bæjarstjórn- ar 10. maí. Ársreikningurinn saman- stendur af ársreikningi bæjarsjóðs, framkvæmdasjóðs og félagslegum íbúðum. Skatttekjur bæjarsjóðs námu 498,9 milljónum króna á árinu 2000, en 442,6 milljónum árið áður sem er 12,7% hækkun. Skatttekjur saman- standa af útsvari, fasteignasköttum og framlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Rekstrargjöld mála- flokka námu 565,7 milljónum króna en á móti koma ýmsar þjónustu- tekjur að fjárhæð 122 milljónir. Rekstur málaflokka bæjarsjóðs, að frádregnum þjónustutekjum, nam því 443,7 m. kr. og framlegð fyrir fjármagnsliði 55,2 m. kr. sem er hækkun um 20 m. kr. milli ára. Nettó framkvæmdir bæjarsjóðs námu 82,1 m. kr. á árinu 2000. Helstu fram- kvæmdir voru við gatnagerð, Grunn- skólann í Borgarnesi og lokið var við smíði gámastöðvar. Gatnagerð var við Sólbakka vegna atvinnulóða og í Arnarkletti vegna íbúðarlóða og ver- ið er að stækka grunnskólann vegna einsetningar hans nk. haust. Betra en rekstraráætlun Fjármagnsgjöld umfram fjár- munatekjur bæjarsjóðs voru 19,7 m. kr. Þannig var niðurstaða af árs- reikningi bæjarsjóðs Borgarbyggð- ar að meðtöldum fjárfestingum nei- kvæð um 46,6 m. kr. sem er nokkru betri niðurstaða en rekstraráætlun gerði ráð fyrir, en skv. henni munaði um 37 milljónum. Í árslok 2000 námu skuldir bæjarsjóðs 493,5 m. kr. sem gerir skuldir á hvern íbúa 200 þús. krónur. Í efnahagsreikningi eru auk þess færðar lífeyrisskuldbindingar að fjárhæð 134,2 m. kr. Rekstur málaflokka nam 89% af skatttekjum á árinu en 92% árið áður. Fram- kvæmdasjóður Borgarbyggðar var rekinn með 4,7 milljóna króna tapi á árinu 2000. Hlutverk framkvæmda- sjóðs er fyrst og fremst eignarhald á hlut Borgarbyggðar í nokkrum fyr- irtækjum. Rekstur félagslegra íbúða var við núllið á árinu 2000. Skuldir félagslega íbúðakerfisins voru 232,7 m. kr. í árslok sem er óbreytt staða milli ára. Í árslok 2000 voru alls 83 íbúðir í Borgarbyggð sem byggðar voru samkvæmt lögum um Bygging- arsjóð verkamanna. Þar af voru 36 leiguíbúðir í eigu Borgarbyggðar en kaupskylda hvílir á bæjarsjóði vegna 47 íbúða. Í heild var niðurstaðan í ársreikn- ingi Borgarbyggðar fyrir árið 2000 heldur betri en áætlað var. Þar kem- ur annars vegar til að skatttekjur voru meiri en áætlað var vegna meiri umsvifa í samfélaginu en reiknað var með, og hins vegar að framkvæmdir á vegum Borgarbyggðar urðu heldur minni en gert var ráð fyrir, og skýr- ist það af seinkun verkefna. Umtals- verðar framkvæmdir eru áformaðar á árinu 2001, einkum í gatnagerð og framkvæmdum við stækkun Grunn- skólans í Borgarnesi. Rekstur mála- flokka sveitarfélagsins var þó að mestu í samræmi við áætlanir. Unnið verður áfram að því að auka framlegð til fjármagnskostnaðar og framkvæmda en ljóst er að nýgerðir kjarasamningar fela í sér töluverðar kostnaðarhækkanir í ár. Stefán Kalmansson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagði um ársreikn- inginn að fjárhagsstaða Borgar- byggðar mætti vera betri eins og víða annars staðar og á meðan sveit- arfélagið héldi áfram að framkvæma umtalsvert eins og nú er þýddi það skuldaaukningu. Þróun skulda ræðst einkanlega af framkvæmdum og hafa menn áhyggjur af að tekjur nægi ekki fyrir þeim verkefnum sem sinna þarf því að til lengdar gengur ekki að eyða meira en aflað er. Ársreikningur Borgar- byggðar samþykktur Borgarnes HRETIÐ í vikunni fór illa með fuglalífið því mikill skafrenningur og ofankoma varð til þess að mikið af hreiðrum fór undir snjó. Varp var hafið hjá mörgum teg- undum og tjónið því mikið, en búast má við að þeir fuglar, sem voru ný- lega byrjaðir, verpi aftur. Sem bet- ur fer standa margir fuglar af sér vond veður eins og öndin á mynd- inni sem sat sem fastast þó að fennti yfir hana og var það tilviljun að finna hana í snjónum. Ekki var ann- að að sjá en að henni hefði tekist að bjarga eggjunum þrátt fyrir veð- urhaminn. Víða fennti yfir hreið- ur í hretinu Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon ÞRÓUNARSTOFA Austurlands vinnur að athyglisverðum verkefn- um í markaðssetningu Austurlands innanlands sem utan. Annars vegar er um að ræða upp- lýsingavefinn east-iceland.is, sem ætlaður er erlendum fjárfestum og fyrirtækjum sem vilja stunda við- skipti eða fjárfestingar á Austur- landi. Hins vegar er gagnagrunnur yfir fyrirtæki á Austurlandi, sem auðveldar greiningu á atvinnulífi fjórðungsins. Gunnar Vignisson hjá Þróunar- stofu Austurlands sagði við Morgun- blaðið, að það væri ekki langt síðan fjárfestavefurinn var settur upp og núna væri verið að vinna þar upp fréttasíðu. „Vefurinn er unninn af Þróunarstofu og tæknivinnan keypt utan að frá,“ sagði Gunnar, „en við eigum þann vef og rekum. Við feng- um stuðning og vorum í samstarfi við Fjárfestingarstofuna-Almennt svið, en það er stofnun sem vinnur við að markaðssetja Ísland í heild gagnvart erlendum fjárfestum. Þeir eru sjálfir með vef sem okkar vefur fellur undir sem landshlutavefur. Eins kom RA- RIK að þessu máli með okkur á þeim forsendum að Austurland er stærsta virkjunarsvæði þeirra og RARIK á því mikilla hagsmuna að gæta hér varðandi búsetu og atvinnuþróun.“ Gunnar segir mikils vænst af upp- lýsingavefnum. „Við erum að mark- aðssetja vefinn á hinum og þessum leitarvélum og stöðum á netinu og viðbrögð koma víðast hvar að úr heiminum og eru allnokkur. Miðað við umferðina eins og hún er núna, eftir tiltölulega skamman tíma, má búast við um 4000 heimsóknum á ári. Það er hið sama og að við værum að senda út 4000 bæklinga, hefðum við farið þá leið til að koma upplýsingum á framfæri. Þetta fer því þokkalega af stað hjá okkur og auðvitað setjum við markið hátt. Við höldum áfram að finna leiðir til að markaðssetja east-iceland.is á vefnum.“ Gagnagrunnur yfir austfirsk fyr- irtæki er á hugmyndastigi og mun brátt færast á framkvæmdastigið. Gunnar segir hann unninn í tengslum við undirbúning hugsan- legra stórframkvæmda á Austur- landi. „Það sem við ætlum að gera er að safna saman í gagnagrunn upp- lýsingum um eins mörg fyrirtæki á Austurlandi og mögulegt er. Grunn- urinn á að verða þannig að hægt sé að taka út úr honum upplýsingar um t.d. hversu margar verslanir eru á Austurlandi, starfsmenn, starfs- stöðvar og þar fram eftir götunum, þannig að menn geti auðveldlega náð í ákveðnar tölulegar upplýsingar. Það á að geta gagnast bæði innan greinanna og eins út á við, þegar við erum að sýna fram á það, t.d. gagn- vart aðilum sem standa að álveri og öðru slíku, hvaða afl atvinnulífið hef- ur á svæðinu. Gagnagrunnurinn er hluti af mikilli vinnu sem nú er í gangi í fimm verkefnahópum. Þeir voru stofnaðir í kjölfar þingsins Nýir tímar í austfirsku atvinnulífi. Vinna þeirra hópa er komin vel á veg og má vænta nokkurra tíðinda þegar sér fyrir endann á henni.“ Mikils vænst af nýjum upplýsingaverkefnum Egilsstaðir ÍSLANDSPÓSTUR hefur verið að bæta þjónustu sína á Norður- Héraði á síðustu árum og er nú far- inn að keyra út póst alla virka daga. Fyrsta maí síðastliðinn var þjónustan aukin en þangað til voru póstferðir fjórum sinnum í viku. Þetta hefur þá breytingu í för með sér að morgunblöðin berast til lesenda samdægurs um og upp úr hádegi alla virka daga. Áður voru blöðin að berast allt að þriggja daga gömul, nú er það elsta í þeim efnum að helgarblöðin koma á mánudag. Núverandi landpóstur á Norður- Héraði er Garðar Þrándur Þorleifs- son en hann tók við af Grétari Karlssyni um síðustu mánaðamót, en Grétar hafði verið landpóstur fimm ár þar á undan. Bættar póstsam- göngur Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Garðar Þrándur Þorleifsson við póstkassa fréttaritarans á Norður-Hér- aði. Nú er hægt að lesa Morgunblaðið samdægurs fimm daga vikunnar. Norður-Hérað Morgunblöðin samdægurs til lesenda á Austurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.