Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 19.05.2001, Síða 27
Hvernig rjúfa má vítahringinn HIÐ mikla hryðjuverk sem fram- ið var í verslanamiðstöð í hjarta Ísraels á föstudagsmorgun sýnir rétt einu sinni fram á að baráttan stendur ekki lengur um framtíð Vesturbakkans og Gaza heldur um tilverurétt Ísraels. Leiðtogar Palestínumanna hafa nú bæði í orðum og gjörðum lagt fram nýja og volduga tillögu. Annað hvort samþykkja Ísraelar skilyrði Pal- estínumanna um að ríki gyðinga verði leyst upp smám saman eða stríðinu verður haldið áfram um ókomna tíð. Ríkisstjórn Sharons beitir að sínu leyti mun meiri hörku en þörf er á, til þess að „taka þá í karphúsið“. Þessi stefna leiðir til jafnvel enn meiri öfgahyggju og haturs á meðal Palestínumanna. Eina leiðin til að rjúfa þennan vítahring er að báðir aðilar sam- þykki skýrslu Mitchell-nefndar- innar án þess að reyna að breyta henni eða bæta. Palestínumenn láti algerlega af ofbeldisaðgerð- um í skiptum fyrir að landnám gyðinga á Vesturbakkanum og Gaza verði stöðvað alveg í að minnsta kosti þrjá mánuði til þess að samningaviðræður geti hafist á ný. Ísraelskir friðarsinnar, sem eru fullir örvæntingar og eiga sí- fellt erfiðara um vik vegna harðnandi afstöðu Palestínu- manna, geta ennþá gegnt mik- ilvægu hlutverki með því að lýsa opinberlega yfir að þingfulltrúar Friðarhreyfingarinnar muni styðja Sharon í vantraustsat- kvæðagreiðslunni sem hægri- sinnar munu án efa kalla til ef Sharon samþykkir að stöðva landnámið í að minnsta kosti þrjá mánuði. Þetta snýst ekki um starf Sharons – þetta snýst um að veita honum þann styrk sem hann kynni að þurfa á að halda ef hann ákveður að rjúfa vítahring- inn. Reuters Lík eins fórnarlamba sprengjutilræðisins flutt burt í gær. eftir Amos Oz © Amos Oz 2001 Eina leiðin til að rjúfa þennan víta- hring er að báðir að- ilar samþykki skýrslu Mitchell- nefndarinnar án þess að reyna að breyta henni eða bæta. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 27 FUGLAFLENSAN svonefnda er aftur komin upp í Hong Kong og yfirvöld hafa gefið fyrirskipun um að nær öllum alifuglum á svæðinu verði slátrað til að hefta útbreiðslu hennar. Sex manns létust af völdum fuglaflensu í Hong Kong árið 1997, en önnur veira veldur veikinni nú og hún mun ekki vera hættuleg mönnum. Engu að síður verður 1,2 milljónum alifugla slátrað, enda er veikin bráðsmitandi meðal fugla og þeim lífshættuleg. Á fyrsta sólar- hringnum eftir að veikin greindist drápust nær 800 fuglar á þremur mörkuðum í Hong Kong. AP-fréttastofan hafði auk þess eftir Lily Yam, umhverfis- og mat- vælaráðherra Hong Kong, að sá möguleiki væri fyrir hendi að veir- an tæki á sig ný form sem gætu reynst hættuleg mönnum. Rann- sókn sem gerð var árið 1998 sýndi töluverð líkindi milli fuglaflens- unnar árið áður og spænsku veik- innar, sem varð milli 20 og 40 milljónum manna að fjörtjóni árið 1918. Síðan veikin kom upp á miðviku- dag hefur hún greinst á tíu stöðum í Hong Kong, en ekki var ljóst í gær hvar hún hefði átt upptök sín. Fjölmiðlar í Hong Kong sögðu lík- legast að veikin hefði komið upp á fuglabúum þar og kínverskir emb- ættismenn fullyrtu að hún hefði ekki greinst í Kína. Fuglaflensa komin upp á ný Hong Kong. AP. Reuters Kjúklingakaupmaður færir fugla til slátrunar í Hong Kong. ÞORRI starfsmanna í málmsteypu sem framleiðir evrupeninga fyrir Frakkland samþykkti í gær á aðal- fundi stéttarfélagsins að leggja nið- ur vinnu og krefjast atvinnuöryggis. Evran tekur endanlega við hlut- verki frankans 31. desember og hef- ur verið keppst við að búa til jafnt seðla sem mynt fyrir umskiptin. Aftur verður haldinn fundur um málið í dag. Um 400 manns starfa hjá peningasláttunni Pessac sem er í Bordeaux og er dagsframleiðslan um 14 milljónir evrupeninga. Verkamennirnir óttast að margir þeirra missi vinnuna þegar mark- miði stjórnvalda, 7,6 milljörðum evrupeninga, verði náð. Vilja þeir að atvinna þeirra verði tryggð til framtíðar með því að koma á fót framleiðslu á sérhönnuðum málm- hleifum og ósleginni mynt á staðn- um. Fjármálaráðuneytið í París mun hafa vísað tillögunum á bug eftir vandlega íhugun. Vilja ráðamenn þess eiga kost á að láta erlend fyr- irtæki taka að sér myntsláttuna þegar þörf krefur. Franska evru- peningasláttan Heimta at- vinnuöryggi Bordeaux. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.