Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.05.2001, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LENGI hafa menn velt vöngum yfir því hvern- ig skýra megi þá staðreynd að dánarmein inúíta á Grænlandi er mjög sjaldan hjarta- og æðasjúkdómar. Þetta hefur komið vísinda- mönnum á óvart í ljósi þess hve fæði ínúíta er jafnan fituríkt. Sú skýring hefur verið sett fram að fæða inúíta innihaldi gagnlega fitu, t.d. úr feitum fiski. Rannsóknir hafa leitt í ljós að inúítar eru með um 20 sinnum hærra hlutfall af fiskfitusýrum í blóðinu en Evrópubúar al- mennt. Samt mun dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma tíu sinnum lægri hjá inúítum. Þetta kemur m.a. fram í bókinni Fiskolja och Hälsa eftir sænska vísindamanninn Tom Saldeen. Hann hefur verið prófessor við Há- skólann í Lundi frá árinu 1968 og er yfirmaður Stofnunar um réttarlæknisfræði þar. Hann hefur að auki verið gistiprófessor við hjarta- deild Flórídaháskóla og við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Tom Saldeen hefur um langt árabil rann- sakað tengsl fiskolíu og heilsu er telur sig hafa sýnt fram á að þau séu jákvæð. Feitur fiskur, svo sem lax, makríll og síld, inniheldur fjöl- ómettaðar fitusýrur sem nefnast omega-3 fitu- sýrur. Líkaminn getur ekki myndað þessar fitusýrur heldur verður að fá þær úr fæðunni. Svif og þörungar hafsins mynda omega-3 fitu- sýrur sem setjast að í fitu fiska og annarra sjávardýra. Í bók Saldeens kemur fram að fiskolía getur verið náttúruleg eða efnabreytt, stöðug eða óstöðug. Náttúruleg fiskolía inniheldur aldrei meira en 38% af omega-3 fitusýrum. Ef fisk- olía hefur hærra hlutfall en 38% af omega-3 fitusýrum hefur henni verið breytt með efna- fræðilegum aðferðum. Vinnsla náttúrulegrar fiskolíu fer þannig fram að fiskurinn er soðinn til að ná olíunni úr fiskholdinu og sótthreinsa hana. Fiskurinn er síðan pressaður og skilinn frá olíunni í skil- vindu. Jafnframt er öll mengun og þrávirk efni hreinsuð úr olíunni. Þá er andoxunarefnum bætt aftur í olíuna en þau glatast við vinnsl- una. Magn af þungmálmum, svo sem kadmí- um, kopar, járni og blýi, er svo lítið í stöðugri fiskolíu að það mælist ekki. Tom Saldeen segir að neysla stöðugrar fisk- olíu hafi verið tengd við minni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, liðsjúkdómum og bætta blóðrás. Auk þess hafi verið sýnt fram á tengsl við áhrif á blóðþrýsting. Sú skoðun hefur lengi verið uppi að fisk- neysla bæti gáfnafar og er niðurstaða Sal- deens sú að það eigi við rök að styðjast. Hvatt til aukinnar fiskneyslu Saldeen telur að hiklaust eigi að hvetja fólk til aukinnar fiskneyslu. Þeir sem borða feitan fisk 2–3 sinnum í viku fái nægjanlegt magn af fiskfitusýrum til að njóta jákvæðra áhrifa þeirra. Hann leggur áherslu á að fiskurinn verði að vera feitur, svo sem síld, lax eða mak- ríll. Gjalda verði varhug við því að fiskur sé víða mengaður. Í náttúrulegri stöðugri fiskolíu sé engin mengun mælanleg. Náttúruleg stöð- ug fiskolía geti því talist mikilvæg með tilliti til heilsufarsvanda og forvarna. Háskólinn í Upp- sölum í Svíþjóð hefur sinnt rannsóknum á fisk- fitusýrum. Þar hafa verið þróaðar aðferðir til framleiðslu náttúrulegrar stöðugrar fiskolíu. Reuters Hollmeti mokað á land. Sænskar rann- sóknir á fiskolíu TENGLAR ................................................................ Heimasíða dr. Tom Saldeen og upplýsingar um bók hans Fiskolje och Hälsa: http:// w1.185.telia.com/~u18502665/about.html. ÞÓTT „krakk“-börn séu einhver mest sláandi táknin fyrir fíkniefna- vandann í Bandaríkjunum hafa rannsóknir, er gerðar hafa verið frá því í byrjun níunda áratugarins, sýnt fram á að þótt fóstur komist í snert- ingu við kókaín hefur það ekki þær skelfilegu afleiðingar sem óttast hef- ur verið. Vísindamenn greina frá því í The Journal of the American Medical Association, að kókaínnotkun móður hafi ekki verri áhrif á fóstur en sígar- ettureykingar. Munurinn er sá, að aldrei hafa komist á kreik sögur um „tóbaks“-börn. Auk þess hefur aldrei nein verðandi móðir verið handtekin fyrir tóbaksreykingar eða áfengis- neyslu. Á níunda áratugnum drógu ljós- myndir af mæðrum, sem háðar voru „krakki“ – sem er ein tegund kóka- íns, upp nöturlega mynd: Nýfædd börn sem voru lystarlaus, sýndu lítil viðbrögð og óeðlilegar hreyfingar. Óttuðust margir að þegar þessi börn yrðu fullorðin myndu þau eiga við al- varleg vandamál að etja sem myndu hafa áhrif á greind þeirra, líkams- þroska og tilfinningar. En vísindalegar rannsóknir hafa ekki leitt sönnur á þetta, að því er fram kemur hjá dr. Deborah A. Frank og samstarfsfólki hennar við Boston-háskóla í Bandaríkjunum. Könnun þeirra á 36 rannsóknum, er unnar voru á 16 ára tímabili, leiddi í ljós að þegar reykingar og áfengis- neysla kvennanna, sem rannsóknirn- ar höfðu beinst að, var tekin með í reikninginn virtist kókaínneysla ekki auka hættuna á að hægði á þroska barna þeirra fram til sex ára aldurs. Þessar niðurstöður sýna fram á að hvað varðar áhættu fyrir barnið er kókaín jafnhættulegt og önnur fíkni- efni, sagði Frank. „Það er óskynsam- legt að skella skuldinni á eitt efni umfram önnur,“ sagði hún, og bætti við að barnshafandi konur ættu að forðast öll fíkniefni. Frank nefnir að kókaín og kóka- ínsjúkar mæður hafi í reynd verið fordæmdar og yfir 200 konur í 30 ríkjum í Bandaríkjunum hafi verið handteknar fyrir kókaínnotkun þeg- ar þær voru þungaðar. Dómstólar í 29 ríkjum létu flestar þessara kvenna lausar, en Hæstiréttur í Suð- ur-Karólínu hefur lýst yfir réttmæti þess að læknar athugi hvort þung- aðar konur noti kókaín og láti lög- regluna vita ef í ljós kemur að svo sé. Associated Press Ýktar sögur um „krakk“-börn New York. Reuters. Máttur kærleikans Pat Smith faðmar Nínu fósturdóttur sína að sér. Er Nína var aðeins níu daga gömul var fósturmóður hennar sagt að hvítvoðungurinn sýndi marg- vísleg einkenni svonefndra „krakk-barna". Hún var óróleg, svaf í mesta lagi 15 mínútur í einu og brást illa við snertingu. Þetta var árið 1988. Nú hefur heldur betur ræst úr Nínu. Henni gengur vel í skóla, hún iðkar dans- mennt og hefur unnið við fyrirsætustörf. Pat Smith segir þetta dæmi um hve miklu kærleikurinn fái breytt. TENGLAR ..................................................... Journal of the American Medical Association: http://jama.ama-assn.org/ KRABBAMEINSSJÚKLINGAR um allan heim leita út fyrir vébönd hefðbundinna læknisaðferða í bar- áttu sinni við sjúkdóminn og læknar þeirra eiga í erfiðleikum með að bregðast við þessu, að því er ný könnun leiðir í ljós. Athuguð voru svör um 80 með- lima Alþjóðasamtaka gegn krabba- meini (International Union Against Cancer, UICC) við spurningalista. Svarendur voru frá 33 löndum og flestir þeirra eru krabbameinssér- fræðingar (æxlafræðingar). Var könnunin gerð á vegum UICC. Samtökin eru ekki rekin í hagnaðar- skyni og ekki á vegum opinberra að- ila. Flestir sem svöruðu spurninga- listanum sögðu að óhefðbundnar lækningar væru vandamál í heima- landi sínu og mörgum fannst þeir ekki hafa nægar upplýsingar um óhefðbundnar aðferðir, að því er dr. Barrie R. Cassileth og samstarfs- fólk hennar við Memorial Sloan- Kettering-krabbameinsrannsóknar- miðstöðina í New York greina frá í tímaritinu Cancer. Við gerð könnunarinnar reyndu vísindamennirnir að fá fram alþjóð- lega mynd af uppbótar- og óhefð- bundnum lækningum og reyndu enn fremur að gera greinarmun á þessu tvennu. Í fyrri rannsóknum hefur uppbót- arlækningum og óhefðbundnum lækningum oftar en ekki verið skellt saman en höfundar nýju rannsókn- arinnar taka fram að á þessu tvennu sé munur. „Uppbótarmeðferð, eins og til dæmis nudd eða slökunartækni, er notuð sem viðbót við hefðbunda meðhöndlun einkenna og til að bæta líðan,“ skrifa höfundarnir. „Óhefð- bundnar meðferðir eru líffræðilega virkar og þeim er oft flaggað sem krabbameinsmeðferð sem geti kom- ið í staðinn fyrir hefðbundna með- ferð. Uppbótarmeðferð getur verið til bóta en óhefðbundar aðferðir geta skapað alvarleg vandamál fyrir bæði æxlafræðinginn og sjúklinginn vegna þess að þær geta valdið lífeðl- isfræðilegri truflun eða óbeinum skaða með því að koma í veg fyrir að sjúklingar hljóti meðferð sem fyrst.“ Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að sumar óhefðbundnar aðferðir séu eingöngu notaðar í til- teknum löndum eða heimshlutum. Kamateros-lindarvatn er til dæmis notað í Grikklandi en mistilteinn er notaður gegn krabba í Mið-Evrópu. Rannsóknir hafa sýnt að mistilteinn getur valdið roða og kláða og eykur ekki líkur á bata. „Margar aðferðir tengjast einum óhefðbundnum iðkanda,“ segir í nið- urstöðunum. „Þær meðferðir sem greint var frá fólu oftast í sér sér- stakt mataræði, hákarlaafurðir, vít- amínkúra og grös.“ Sums staðar í heiminum leita sjúklingar óhefð- bundinna lækningaleiða vegna þess að þeir hafa ekki aðgang að hefð- bundnum læknismeðferðum. Til þess að hægt sé að takast á við þau vandamál sem komu í ljós í könnuninni telja Cassileth og sam- starfsfólk hennar að eftirfarandi sé nauðsynlegt: „Betri menntun, sem leggur áherslu á mikilvægi þess að leita læknis sem fyrst, og gildi vel skráðra krabbameinsmeðferða; gagnleg meðferð sé á boðstólum fyr- ir alla og skilningur heilsugæslu- fólks og stefnumótenda á því að sjúklingar þurfi að taka raunveru- legan þátt í eigin meðferð.“ Óhefðbundnum lækn- isaðferðum hvarvetna beitt gegn krabba New York. Reuters. Associated Press Margir leita á önnur mið. TENGLAR ..................................................... Tímaritið Cancer: www.interscience.- wiley.com/jpages/0008-543X/ FÓTBOLTAMENN sem oft skalla boltann eiga ekki á hættu að hljóta af því heilaskemmdir, að því er vísindamenn greindu frá nýverið. Engar vísbendingar hafa fundist um að þetta valdi vitglöpum. Börn sem skalla bolta eru jafnvel í enn minni hættu en fullorðnir, segja vísindamenn við Háskólann í Norður- Karólínu. Dr. Donald Kirk- endall, prófessor í bækl- unarlækningum, sagði: „Í ljósi þeirra rannsókna sem greint hefur verið frá myndum við segja að foreldrar ættu ekki að hafa áhyggjur af því að [börnin] reyni að skalla boltann.“ „Fótboltamígreni“ Fyrir 40 árum fóru menn að hafa áhyggjur af því að með því að skalla bolta hættu menn á heilameiðsl og gætu fengið svo- nefnt „fótboltamígreni“. Dr. Kirkendall, sem birti nið- urstöður sínar í tímaritinu Sports Medicine, sagði: „Á þeim tíma getur þetta hafa verið vandamál vegna þess að þegar gömlu leðurboltarnir blotnuðu þyngdust þeir um allt að 20 pró- sent.“ Á níunda áratugnum birtu norskir vísindamenn nokkrar ritgerðir þar sem greint var frá tengslum á milli þess að skalla bolta og hljóta heilaskemmdir. En dr. Kirkendall sagði að í þeim rannsóknum hefði ekki verið tekið tillit til annarra þátta sem geta valdið vandræð- um, s.s. fyrri höfuðmeiðsl og lyfja- eða áfengismisnotkun. Skallarnir skaða ekki The Daily Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.