Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 19.05.2001, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 43 NÚ FER sá tími í hönd að menn fara að úða garða með skor- dýraeitri. Í þessari grein er ætlunin að fjalla um hefðbundna úðun gegn ýmsum skordýrum í gróðri í görðum á vorin, eink- um hér á höfuðborgar- svæðinu. Ekki verður hér fjallað um úðun gegn sítkalús, enda er ekki ástæða til að úða gegn henni nema á haustin, né heldur er hér fjallað um sveppa- og veirusýkingar í gróðri. Úðunarefnið Varnarefnið (skordýraeitrið) sem notað er við úðun garða heitir „per- metrin“ og er það til í nokkrum versl- unarheitum (t.d. permasect). Það er lítið eitrað fyrir menn og spendýr en er banvænt fyrir flest skordýr (t.d. fiðrildalirfur, blaðlýs) og áttfætlur (t.d. spunamaur og kóngulær). Efnið getur valdið ofnæmi hjá fólki og það er hættulegt fiskum. Permetrin er óstöðugt eftir blöndun með vatni og úðun, það brotnar hratt niður í um- hverfinu og hverfur á nokkrum dög- um. Það virkar því aðeins gegn lirf- um og blaðlúsum meðan úðað er og stuttan tíma á eftir. Permetrin drepur jafnt gagnlegar sem skaðlegar pöddur. Garðeigend- ur njóta því ekki aðstoðar ránskor- dýra eins og sveifflugulirfa og sníkjuvespa við að halda lirfum og blaðlúsum í skefjum. Eitrun er því inngrip í náttúruna sem menn ættu ekki að grípa til nema nauðsyn krefji. Hætt er við að jafnvægið í garðinum milli gagnlegra skordýra og hinna skaðlegu raskist og meiri þörf verði á endurteknum úðunum. Fyrsta vörnin gegn skordýrum er að hafa réttar plöntur í garðinum, plöntur sem eru þokkalega vel aðlag- aðar að íslenskum aðstæðum og eru þekktar fyrir að vera ekki viðkvæm- ar fyrir lirfum og blaðlúsum. Í öðru lagi ætti að búa vel að plöntunum, at- huga staðsetningu þeirra í garðinum og skjól, gefa þeim hæfilegan áburð og tryggja nægilegt vatn, og grisja ef þéttleiki er of mikill. Plöntum sem standa hátt í þurrum jarðvegi og næringarsnauðum er venjulega talið vera hættast við skaða af skordýr- um. Ekki á að úða nema þörf sé á Oftast er engin þörf á að úða gegn blaðlús í görðum nema á einstaka plöntutegundum og sjaldnast á hverju ári. Fiðrildarlirfur eru þau kvikindi sem oftast er þörf á að úða gegn í görðum enda eiga þær það til í sumum árum að éta allt lauf af lauf- trjám eins og birki, sumum víðiteg- undum og fáeinum lauftrjám öðrum. Slík ósköp eru ekki óþekkt í náttúrunni, m.a. þekkjast faraldrar fiðrildalirfa í íslensku kjarrlendi og skógum og í birkiskógum norð- arlega í Skandinavíu. Slíkir faraldrar eru samt langt frá því að vera árviss viðburður í náttúrunni. Flestar tegundir lauftrjáa eru ávallt lausar við slíka óáran og öll barrtré að lerki meðtöldu einnig. Garðurinn og trjá- gróðurinn skoðaður Áður en ákveðið er að úða skal fara út í garðinn og skoða lauf og brum og leita að lirfum og blaðlúsum. Ávallt eru einhver kvik- indi í trjágróðri og það er alls ekki ástæða til að úða nema þegar fjöldi þeirra sem getur valdið tjóni er orð- inn óhóflegur. Ef aðeins eru fáar fiðrildalirfur er engin þörf á að úða. Lirfurnar vaxa þá úr grasi og hætta beitinni þegar þær eru fullvaxnar oftast fyrripart sumars og láta sig síga niður í grasið og púpa sig. Plant- an vex áfram og engin ummerki eru sjáanleg eftir þær þegar líður á sum- arið. Aðeins skal úða gegn fiðrild- alirfum ef fjöldi þeirra er það mikill að hætt sé við að þær valdi áberandi tjóni á gróðrinum. Aðeins skal úða gegn blaðlúsum ef fjöldi þeirra er mikill. Oft og tíðum valda blaðlýs litlu sjáanlegu tjóni en áhrifin koma fyrst og fremst fram í minni vexti trjágróðursins. Ef um runna er að ræða getur oft komið til greina að klippa hann þegar svo er komið því blaðlýsnar leggjast fyrst og fremst á nýsprottnar greinar. Garðaúðun hefur ekkert forvarnargildi Sem fyrr segir hefur permetrin mjög skamma eiturvirkni. Því hefur það ekkert að segja að úða garðinn í forvarnarskyni. Úðunin virkar ein- göngu gegn þeim skordýrum sem eru komin í trjágróðurinn og eru byrjuð að éta. Egg í greinum og brumum og púpur og skordýr í jarð- vegi drepast ekki. Þess vegna er það til einskis að úða of snemma á vorin og peningum kastað á glæ. Segja má að það að úða garð að ástæðulausu sé eins og að aka um á vetrardekkjum yfir sumarið, í forvarnarskyni fyrir veturinn. Allir mega úða eigin garð Permetrin er í svokölluðum C- flokki efna til nota við útrýmingu skaðvalda í garðyrkju og landbúnaði og hafa allir heimild til að kaupa og nýta þau efni til eigin nota. Blanda skal efnið nákvæmlega skv. leiðbein- ingum. Það virkar ekkert betur þótt blandan sé of sterk. Til að stunda úðun í atvinnuskyni þarf sérstakt leyfi Hollustuverndar ríkisins skv. reglum nr. 238/1994 um garðaúðun (reglurnar fást hjá Holl- ustuvernd ríkisins og á heimasíðu stofnunarinnar, www.hollver.is, og á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjós- arsvæðis undir lagasafni, www.eftir- lit.is). Til athugunar fyrir þá sem vilja kaupa þjónustu þeirra aðila sem bjóða upp á garðaúðun skal eftirfar- andi tekið fram: 1. Viðkomandi skal geta framvísað gildu skírteini frá Hollustuvernd. 2. Hann skal ganga úr skugga um að úðunar sé þörf með því að skoða garð og trjágróður. Ekki skal úða ef þess gerist ekki þörf og þá skal bara úða einstök tré eða runna ef þess þarf. 3. Áður en úðun hefst skulu settir upp varnaðarmiðar. Á þeim skal standa „Varúð – garðaúðun“, versl- unarheiti úðunarefnis og virkt efni, takmörkun við umferð um garðinn, dagsetning og tímasetning úðunar, varað við neyslu matjurta og nafn, heimilisfang og sími garðaúðarans. Þegar þjónustuaðili býður úðun ætti garðeigandinn að ganga með honum um garðinn og skoða trjá- gróðurinn og meta þörfina fyrir úðun áður en þessi þjónusta er keypt. Til fróðleiks má benda á bókina Heilbrigði trjágróðurs, skaðvaldar á trjágróðri og varnir gegn þeim, eftir Guðmund Halldórsson og Halldór Sverrisson. Um garðaúðun Árni Davíðsson Eitur Eitrun er því inngrip í náttúruna, segir Árni Davíðsson, sem menn ættu ekki að grípa til nema nauðsyn krefji. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.