Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 33

Morgunblaðið - 19.05.2001, Side 33
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2001 33 AÐ ýmsu þarf að huga þegar grilla skal kjöt enda hafa nokkrar rann- sóknir sýnt fram á að ef kjötið nær að brenna myndast efnasambönd sem geta verið stökkbreytandi þegar þeirra er neytt. „Þau efnasambönd sem myndast þegar kjöt brennur eru m.a. fjöl- hringja sambönd sem myndast við bruna á amínósýrum, kreatíni og öðrum efnum sem finnast í vöðva- vefjum,“ segir Steinar B. Aðal- björnsson, næringarfræðingur og næringarráðgjafi hjá Hollustu- vernd ríkisins. „Þetta á sérstak- lega við þegar kjöt eða kjötvörur eru lengi á grillinu við háan hita. Einnig virðist skipta máli hvað er grillað en þegar sjávarfang eða grænmeti brennur á grillinu mynd- ast mun minna af þessum efnum en þegar kjöt brennur.“ En hver eru þá tengslin milli stökkbreytandi efna og svo krabbameins? „Því er erfitt að svara. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að þessi efni geta valdið krabbameini og þá sérstaklega í ristli en hvort bein tengsl eru milli magns af við- brenndu kjöti og krabbameins er ómögulegt að svara á þessari stundu. Með auknum fjölda rann- sókna á þessu sviði verður vísinda- mönnum hægara um vik að taka af- stöðu,“ segir Steinar. Hann bætir við að þó ekki sé hægt að staðfesta af eða á hvort aukin neysla á við- brenndu kjöti valdi krabbameini megi gera ýmsar ráðstafanir til að minnka líkurnar á því að við neyt- um brenndra kjötafurða. Best að nota magra kjötvöru Steinar segir að best sé að nota magra kjötvöru á grillið frekar en feitmeti og fisk frekar en aðrar próteinvörur. „Þá mæli ég með því að neytendur prófi sig áfram með grænmeti því þó grænmeti brenni þá myndast nánast ekkert af ofan- greindum efnasamböndum í því,“ segir hann. Steinar mælir með því að fólk marineri kjötvörurnar áður en það grillar. „Þó að marinerað sé einungis rétt áður en grillað er minnkar það til muna líkurnar á því að þessi fjölhringja efnasam- bönd myndist, þ.e. kjötið brennur síður. Þá mæli ég með að fólk reyni að hafa kjötið í smáum sneiðum vegna þess að smærri sneiðar taka minni tíma á grillinu. Þá er ágætt að hugleiða hvort ekki megi hita kjötið í örbylgjuofni í tvær til fimm mínútur áður en það er grillað og fleygja síðan blóðinu. Þetta styttir grilltímann verulega,“ segir Stein- ar. Þegar búið er að grilla segir Steinar að best sé að skera brennda hlutann ávallt í burtu því svartir bitar innihalda langmest magn fjölhringja efnasambanda. „Borðið kjöt í hæfilegu magni og fáið ykkur því meira grænmeti.“ Forðist að rista brauð þannig að sótmyndun eigi sér stað Prótein er að finna í brauði líkt og í kjötvörum en í mun minna magni, að sögn Steinars. „Vegna þessa getur maður ímyndað sér að það sama geti gerst þegar brauð kolast og þegar kjöt brennur. Hins vegar ber að hafa í huga að þegar brauð er ristað þá er hitinn tals- vert minni og eins er tíminn sem tekur að rista brauð mun styttri. Þess vegna myndast sjálfsagt ekki nærri eins mikið af fjölhringja efn- um þegar brauð kolast og gerist þegar kjöt brennur. Ekki er mikið um vísindalegar greinar um þetta en ágætt er að hafa varann á og forðast að rista brauð þannig að sótmyndun eigi sér stað. Ristað brauð með ljós- brúnan lit er sjálfsagt alveg skað- laust,“ segir Steinar. Gott að nota kjarnhitamæli Á slóðinni www.grill.is er að finna margvíslegan fróðleik sem lýtur m.a. að grillum, grilláhöldum, kryddum og grillmat. Á síðunni er einnig hægt að senda fyrirspurnir til matreiðslukokkanna á veitinga- staðnum Sommelier. Þegar haft var samband við Alfreð Ómar Al- freðsson, yfirmatreiðslumeistari á Sommelier, og hann beðinn að mæla með góðri kjötuppskrift stakk hann upp á lambalæri á grill- ið. Grillað lambalæri að hætti Alfreðs Ómars Alfreðssonar 1 lambalæri 2 búnt ferskt rósmarín 1 hvítlaukur salt og hvítur pipar „Kryddið lærið með salti og pip- ar. Hvítur nýmulinn pipar er best- ur, svartur pipar á ekki við. Stingið í lærið með beittum, þunnum hníf á mörgum stöðum og stingið hvít- lauknum á bólakaf. Vefjið rósm- arínstilkunum utan um lærið og pakkið í álpappír þannig að ekkert leki út. Gott er að taka lykilbeinið frá en það er beinið sem liggur efst í lærinu. Látið grillið hitna vel og setjið lærið í álpappírnum á neðri grindina, ef þetta er útigrill, en of- arlega í ofninn ef um ofngrill er að ræða. Látið liggja á grillinu í 10 mínútur og veltið. Snúið síðan á 10 mínútna fresti í hálftíma en lækkið þá hitann, þ.e. ef um gasgrill er að ræða. Ef notast er við kolagrill er hægt að leysa málið með því að vera með mismunandi mikið af kol- um sitt hvoru megin á grillinu. Látið malla í 45 til 60 mínútur. Síð- ustu 10 mínúturnar á að taka lærið úr álpappírnum og fjarlægja rósm- arínið og hækka hitann, þannig næst pura á lærið. Athugið að kjötið heldur áfram að steikjast eftir að það er tekið af hitanum. Því gildir að vera með há- an hita fyrst, lækka svo hitann þannig að hitinn sígi inn í kjötið og setja svo háan hita aftur á rétt undir lokin. Nauðsynlegt er að bera kjötið fram strax þannig að það haldi ekki áfram að sjóða eftir eldun. Ég mæli með því að fólk kaupi sér kjarnhitamæli. Þannig er hægt að auðvelda eldunina og fylgjast með hitastiginu. Það á að vera um 55-60 gráður miðlungssteikt.“ Sultaðir tómatar Nokkrir tómatar ólívuolía ferskt tímían hvítlaukur gróft maldon-salt flórsykur „Skerið tómatana í báta og hreinsið innan úr. Setjið gróft salt í álbakka og tómata, tímían og hvít- lauk. Dreifið olíunni yfir og örlitlu af salti í viðbót og stráið svo flór- sykri yfir og setjið á grillið. Látið malla í þann tíma sem lambið er á grillinu. Flórsykurinn gefur þessu skemmtilegan karamellukeim og kemur vel á móti sýrunni í tómöt- unum.“ Bakaðar kartöflur „Ekki setja kartöflur í álpappír heldur setjið þær á efri grind grillsins eða á kaldari hluta grills- ins ef þið eruð með kolagrill. Snúið kartöflunum ört. Þetta tekur svip- aðan tíma og lambið. Burstið kart- öflurnar með köldu vatni áður en þær fara á grillið. Aðspurður hvað hægt sé að gera til að forðast að brenna kjötið segir Alfreð Ómar að það hafi reynst honum best að nota álpappír megnið af eldunartíman- um en fjarlægja hann í lokin til að ná rétta litnum. Þá sé einnig hægt að stjórna þessu með því að snúa kjötinu oft. Forðist að borða brennt grillkjöt Grilltíminn er genginn í garð. Hrönn Indriða- dóttir leitaði ásjár nær- ingarfræðings og yfir- matreiðslumeistara varðandi ráðleggingar á matreiðslu grillkjöts. Morgunblaðið/Þorkell  Ef valið stendur á milli gas- eða kolagrills þá er betra að velja gasgrill því þar er hægt að stjórna hitanum betur.  Ef nota skal kolagrill er best að nota minna frekar en meira af kolum. Minna kola- magn þýðir minni hiti.  Mest skal grilla við 180 gráð- ur. Ef hitinn á grillinu fer yf- ir 210 gráður eykst hættan á myndun fjölhringjasam- banda.  Reynið að láta ekki loga í matnum. Ágæt aðferð er að hafa kolin ekki beint undir matnum heldur t.d. hægra megin og matinn þá vinstra megin.  Látið matinn ekki brenna. Grillið kjötið hvorki of stutt, til að koma í veg fyrir mat- arsjúkdóma, né of lengi. Með- alsteiking er ákjósanleg til að minnka myndun efnanna. Hvernig á að grilla? Morgunblaðið/RAX ENDINGARTÍMI grilla verð- ur meiri en ella með réttri með- höndlun en til að halda þeim fallegum þarf að þrífa þau reglulega. Gott er að þrífa grill vel fyrir geymslu á haustin og geyma það ekki úti yfir veturinn. Á sumrin þegar grillið er í notkun þarf að fjarlæga allt sem laust er, bursta vel með sérstökum grillbursta og þrífa þannig grindina eftir hverja notkun. Gott getur verið að hita grillið upp fyrst til að bræða fituna. Til er sérstakt hreinsiefni í úða- brúsum en einnig er hægt að nota hreina sápu og láta hana liggja aðeins á grillinu og bursta síðan. Nauðsynlegt er að breiða yf- ir grillið milli notkunar því ann- ars vill það grána fljótt. Þrífa grind eftir hverja notkun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.